Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 G eðshræringar gætir vegna viðleitni starfsfólks frétta- stofu Útvarps að sneiða hjá orðinu maður þegar vísað er til karla og kvenna; eða eistnabera og leghafa eins og þau segja sem forðast hin kyn-umdeildu orð. Samfélags- miðlar loga eins og jökullinn og Eiríkur Rögnvaldsson kallar Snorra Sturluson til vitnis um að fólk sé iðulega í samsetn- ingum: „Kringla heimsins sú er mannfólkið byggir“. Inn í umræðuna blandast mál beggja/allra kynja sem var lagt til grundvallar við nýju Biblíuþýðinguna og sú máltil- finning sem særist mergund- arsári þegar öll eru boðin vel- komin frekar en allir. Svo eru höfundar sem glotta við tönn og benda á að tala þyrfti um fólksku í stað mennsku, eins og Guðmundur Andri benti á og að aðili sé aðila gaman – eins og segi í Háva- málum inum ný-íslensku að hætti Þórarins Eldjárns. Faðir minn notaði flygil og flygsu um áhafnarlimi flugvéla og hafði valkvætt kyn á eintölu- mynd nemenda, kjósenda og stjórnenda, þ.e. nemönd/ nemandi, kjósönd/kjósandi og stjórnönd/stjórnandi. Ekki eru nema liðlega hundr- að ár síðan það var ólöglegt að kjósandi væri kjósönd. Orðfæri og hugarfar tengj- ast og við erum öll föst í trúar- og hugmyndakerfum um hvaðeina. Ari- stóteles taldi karlinn hinn eðlilega mann en konuna frávik af náttúrunnar hálfu; mistök en að vísu nauðsynleg. Í indóevrópsku málsögunni kemur sama hugmynd fram í því að karlkynið varð ráðandi áður en kvenkynið þró- aðist. Hugmyndafræði og sjónarhorn karlkynsins varpaðist inn í tungu- málið og hefur lifað þar góðu lífi síðan. Kynjakerfi indóevrópskra tungumála er ekki bara málfræðilegt, eins og heyrist, utan og ofan við hugmyndakerfi okkar sem tölum málin. Með nýj- um hugmyndum um vald og kynhlutverk á liðnum öldum hefur tekist að breyta miklu til betri vegar fyrir almenning. Gömlu hugmyndirnar lifna samt alltaf aftur, að hluta til vegna fornra tungurótarskota og þjóðsagna sem haldið er að börnum. Hver ný kynslóð er innréttuð með sömu gömlu hugmyndunum í gegnum tungutakið og sagnaarfinn. Þess vegna er nú reynt að fara að ráði Þórbergs – þegar hann kom fyrir Drottin allsherjar – og breyta skipulaginu. En tungumál breytast ekki með valdboði eða fundasamþykktum, enda máltilfinning íhaldssöm, og oft verða máltilraunir til hugarfarsbreytinga af- káralegar; auk þess sem það er umdeilanlegt hversu langt eigi að ganga í að breyta tungumáli, okkar rótgróna samskiptamiðli. Oftast er þó útlátalaust að tala mál beggja kynja – og leggja þannig af þá gömlu indóevrópsku hefð að gera aðeins ráð fyrir körlum þegar við mennirnir hittumst utan heimilis. Þótt oft sé stutt í fólkskuna ætti það ekki að koma í veg fyrir að við reynum að losa okkur úr hugarfarshlekkjum tungumálsins sem styðja það frum- indóevrópska fyrirkomulag að konur gæti bús og barna innan stokks en við karlarnir séum af Guði gerðir til að fljúga, nema, kjósa, stjórna – og ráða. Kynbundið orðfæri Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Máltilfinning „Tungumál breytast ekki með valdboði eða fundasamþykktum.“ Ljósmynd/Unsplash, Jaredd Craig. G amall draugur er að vakna til lífs á ný. Hann er sá að malbika eigi vegarslóða á hálendinu og byggja þá upp. Þetta væru grundvall- armistök og óskiljanleg á sama tíma og fyrir liggur í þinginu frumvarp um þjóðgarð á hálendinu og þar með friðun þess. Malbikuðum vegum mundu fylgja benzínstöðvar og sjoppur og þar með eyðilegging hálendisins og í kjöl- farið mundu svo fylgja aðrar framkvæmdir. Þetta má ekki verða. Um þetta rifumst við Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, á fundi sjálf- stæðismanna á Akureyri fyrir allmörgum árum. Ég átti mér fáa stuðningsmenn á fundinum. Það var áður en ferðamennskan hingað brast á. Hálendið er orðið ígildi fiskimiðanna. Hin ósnortnu víðerni þessa lands eru orðin bein tekjulind fyrir okk- ur. Það væri fáránleg ráðstöfun að eyðileggja þá tekju- lind og ræna ófæddar kynslóðir þeirri náttúrufegurð. Við eyðileggjum ekki fiskimiðin. Við verndum þau. Með sama hætti eigum við að læra að vernda auð- lindina í óbyggðum landsins. Þá kann einhver að spyrja hvort ekki megi virkja meira á hálendinu og svarið er nei. Við högnumst meira á því að vernda náttúruna en eyðileggja hana. Einhverjir flokksbræður mínir munu segja: Hann talar eins og vinstrimaður. Þeim ráðlegg ég að kynna sér málflutning Birgis Kjarans fyrir 60 árum eða svo. Hann var þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og fyrsti maðurinn til að setja náttúruvernd á hina pólitísku dagskrá hér. Sjálfstæðisflokkurinn hefði strax þá átt að gera hugsjónir hans og málflutn- ing að sínum. Það er ekki of seint nú. Í fréttum RÚV fyrir viku var talið að litlar líkur væru á því að hálendisfrumvarpið yrði samþykkt á þessu þingi vegna andstöðu í þingflokkum Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks. Málið er í stjórnarsátt- málanum og þess vegna jafngilti það broti á þeim sátt- mála ef slíkt gerðist. Flokkarnir tveir færu varlega í slíkt. Að heykjast á friðun hálendisins nú jafngilti því að við hefðum gefist upp við verndun fiskistofnanna. Óbyggðir Íslands, hvort sem er á hálendinu eða á norðanverðum Vestfjörðum, eru hluti af auðlindum þessarar þjóðar og við eigum að umgangast þær sem slíkar. Þeir sem vilja malbika hálendið eru að tala fyrir ein- hverri forneskju. Þeir eru talsmenn sjónarmiða liðins tíma. Þegar Búrfellsvirkjun varð til voru það hugsjónir Einars Ben. sem réðu ríkjum. Það getum við staðfest, litlu strákarnir, sem fengum að fylgjast með samtölum þeirra Jóhannesar Nordals og Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar á þeim tíma. Nú er hægt að hafa tekjur af há- lendinu án þess að leggja í fjárfestingar og fram- kvæmdir. Mesti baráttumaður fyrir ferðaþjónustu á þeim tíma sem atvinnugrein var Sigurður Magnússon, þá blaða- fulltrúi Loftleiða, en fáir hlustuðu á hann þá. Það eru margir sem hafa komið við þessa sögu, bæði skáld og aðrir. En nú er alveg ljóst hver niðurstaðan er. Við eig- um tvær meiri háttar auðlindir. Þær eru fiskimiðin og náttúra landsins. Sú þriðja er saga þjóðarinnar og menning. Þingmenn tveggja elztu stjórnmálaflokka þjóð- arinnar eiga ekki að láta standa sig að þeirri skamm- sýni og þröngsýni að það verði þeirra verk að koma í veg fyrir verndun óbyggðanna. Það yrði þeim til ævar- andi skammar og flokkum þeirra. Náttúruvernd er málefni sem hefur tekið langan tíma að ná eyrum almennings. Það er ekki sízt ungt fólk sem hefur verið þar í fararbroddi. Þingmenn sem kæmu í veg fyrir friðun hálendisins og flokkar þeirra væru með því að lýsa sjálfum sér sem fulltrúum liðins tíma. Nafn Birgis Kjarans mun lifa sem þingmannsins sem var langt á undan sinni samtíð. Nöfn þeirra þingmanna sem koma í veg fyrir friðun hálendisins munu gleymast af því að fólk vill gleyma þeim. Andstaðan við friðun hálendisins virðist einna helzt koma frá fulltrúum í sveitarstjórnum sem eiga land í námunda við hálendið. Það er erfitt að skilja það. Frið- un þess mun ekki hafa af þeim og íbúum þeirra tekjur heldur stórauka þær. Sú er reynsla í öðrum löndum af nábýli við þjóðgarða og augljóst að það sama mun ger- ast hér. Samstarf núverandi stjórnarflokka hefur gengið vel og farsælast fyrir þjóðina að því yrði haldið áfram. Fyr- ir nokkrum mánuðum komu fram vísbendingar um að Framsókn væri farin að horfa til vinstri, sem hefur ver- ið fastur liður í sögu flokksins. En það er alveg ljóst að VG mundi ekki fyrirgefa það ef ekki yrði staðið við samkomulag um þjóðgarð á hálendinu. Það má vel vera að einhverjir þingmenn séu orðnir svo vanir því að ráða að þeir skilji þetta ekki. Slíkt skilningsleysi er einn helzti fylgifiskur langvarandi valda. Og kannski læra menn aldrei nema með skyndi- legum valdamissi. Verndun hálendisins er eitt af stærstu málum þjóð- arinnar um þessar mundir. Og nýtur fylgis í öllum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins eru það ekki bara gamlir lærisveinar Birgis Kjarans sem styðja málið heldur líka yngra fólk sem hefur sífellt sterkari tilfinn- ingu fyrir náttúru landsins. Sá hópur innan flokksins mundi ekki taka vel því glapræði sem andstaða við hálendisfrumvarpið væri. Og Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við frekari uppá- komum en orðið er. Sl. sumar lögðu margir af yngri kynslóðum leið sína inn í óbyggðir og hrifust eins og allir sem það hafa gert. Þetta sama fólk getur varla beðið eftir að komast aftur. Hálendið heillar. Hálendið heillar Verndun hálendisins er eitt stærsta mál þjóðarinnar. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í árslok 2018 kom út bók í Dan-mörku, Christian X og Island, en hún hefur að geyma dagbókarfærslur og athugasemdir Kristjáns X. um Ís- land, en þær færði konungur til sér- stakrar bókar, og sá prófessor Knud V.J. Jespersen um útgáfuna. Kristján var konungur Íslands frá 1918 fram að lýðveldisstofnun, því að með sam- bandslagasáttmálanum við Dani varð Ísland sjálfstætt og fullvalda kon- ungsríki, þótt Danir færu til bráða- birgða eftir það með utanríkismál og landhelgisgæslu. Mér þykir bókin öll hin merkileg- asta. Konungur virðist hafa verið miklu samviskusamari og góðviljaðri maður en ég hafði talið, en hér uppi á Íslandi naut hann takmarkaðra vin- sælda fyrir hranalega framkomu, og eru til af henni frægar sögur. En um leið skil ég betur, hvers vegna kon- ungssambandið hlaut að slitna, þótt hvergi væri raunar gert ráð fyrir því í sambandslagasáttmálanum 1918, að það væri uppsegjanlegt. Konungur var Stórdani eins og það var iðulega kallað. Hann hafði takmarkaðan áhuga á hinum böldnu þegnum sínum í norðri og skildi illa viðleitni þeirra til sjálfstæðis. Hann var umfram allt konungur Danmerkur, ekki Íslands. Þetta kemur meðal annars fram í tveimur samtölum, sem Kristján fær- ir til bókar. Hið fyrra átti hann við Carl Theodor Zahle, forsætisráð- herra Dana, 3. desember 1913. Þeir andvörpuðu báðir yfir kröfuhörku Ís- lendinga, en Zahle sagði, að hófsamir menn þar nyrðra hlytu að virða sam- starfsvilja Dana. Án Danmerkur ætti Ísland sér engan bakhjarl. Norð- menn væru ágengir, en Bretar áhugalausir. Zahle taldi það kald- hæðni örlaganna, að háværustu Danahatararnir kæmu úr röðum ís- lensku stúdentanna í Kaupmanna- höfn, sem notið hefðu rausnarlegra garðstyrkja. Konungur var sammála forsætisráðherra sínum og varaði hann við að láta um of undan Íslend- ingum. Seinna samtalið átti konungur 14. desember 1914 við danskan sjóliðs- foringja, Paul Erhardt Saabye, sem gegnt hafði herþjónustu við strendur Íslands. Kvartaði sjóliðsforinginn undan Danahatri á Íslandi. Lands- menn væru almennt fáfróðir. Allir læsu þeir þó og kynnu Íslend- ingasögur, og það virtist ala á þver- móðsku þeirra. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Kristján X. og Íslendingar Unnardalur 1-11, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán 6 íbúða fjölbýli, 2ja til 4ra herbergja íbúðir. Staðsett við nýjan og glæsilegan grunn- og leikskóla. Fullbúnar eignir, með öllum gólfefnum og eldhústækjum. Afhending áætluð jan.-mars 2022 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð frá 37.500.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.