Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
✝
Þorbjörg J.
Ólafsdóttir
fæddist á Hvamms-
tanga 8. janúar
1950. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 11.
maí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ólaf-
ur Þórhallsson, f. 2.
júní 1924, d. 18.
ágúst 2013, og Hall-
dóra Kristinsdóttir, f. 9. janúar
1930, d. 31. janúar 2013. Þau
bjuggu á Syðri-Ánastöðum á
Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu.
Systkini Þorbjargar: Ólöf
Þórhildur, f. 1953; Halldór Krist-
inn, f. 1956, d. 1985; Bergur
Helgi, f. 1960, d. 1988; Júlíus
Heimir, f. 1965.
Eiginmaður Þorbjargar er
Jón M. Benediktsson, f. 26. febr-
úar 1951, frá Staðarbakka í Mið-
firði, V-Húnavatnssýslu. Börn
þeirra eru: 1) Þórólfur, f. 5. sept-
ember 1974. Eiginkona hans er
Nanna Viðarsdóttir. Börn
þeirra: Jón Ívar, f. 19. febrúar
2006, Logi, f. 14. september
2008, Kári, f. 28. október 2017.
Fyrir átti Þórólfur Þorgerði, f.
16. apríl 2000, og fyrir átti
Nanna Eddu Eik, f. 12. mars
1998. 2) Ragnheiður, f. 8. febr-
úar 1979. Hún er í sambúð með
Erlend Nicolaisen.
Börn Ragnheiðar
eru: Ulrich Skírnir,
f. 31. maí 2015, og
Isadora, f. 10. jan-
úar 2017. 3) Þór-
hildur, f. 8. febrúar
1979. Eiginmaður
hennar er Jón Há-
kon Hjaltalín. Börn
þeirra eru: Styrmir,
f. 21. ágúst 2006,
Þorbjörg Sara, f.
15. júlí 2010, og Hákon Emil, f. 1.
ágúst 2013.
Þorbjörg ólst upp á Syðri-
Ánastöðum þar sem foreldrar
hennar stunduðu búskap. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Reykja-
skóla í Hrútafirði og útskrifaðist
úr Ljósmæðraskóla Íslands
1972.
Lengst af starfaði hún á
fæðingardeild Landspítalans en
einnig á Reykjalundi og í
mæðravernd á heilsugæslu
Mosfellsumdæmis.
Þá leiðbeindi hún um skeið við
handavinnu í félagsmiðstöðvum
eldri borgara í Reykjavík.
Hún hafði mikinn áhuga á ým-
iss konar hannyrðum og hand-
verki og sótti margvísleg nám-
skeið á því sviði hér á landi og
erlendis.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Það er erfitt að vakna við þá
staðreynd að mamma sé ekki
lengur hér. Alla ævi hefur hún
verið til staðar, fasti í lífinu og í
kallfæri. Tilbúin í spjall við eld-
húsborðið, símtal á ferðinni í lok
vinnudags. Við áttum auðvelt með
að tala saman, hún skildi mig vel
og til hennar var gott að leita. Á
erfiðum tímum var móðurfaðmur-
inn alltaf hlýjastur.
Ævi hennar var talsverðum
þyrnum stráð. Ung kona sá hún á
bak tveimur kærum bræðrum
sínum sem létust vegna veikinda.
Það reyndi mjög á hana og skildi
eftir djúp sár sem aldrei greru.
Um fertugt veiktist hún og náði
aldrei fullri heilsu eftir það.
Starfsþrekið þvarr en fram til
þess hafði hún sinnt fullri vinnu
við ljósmóðurstörf. Það íþyngdi
henni og olli hugarangri. Heilsu-
leysið ágerðist síðan, þar til mein-
semdin sem hún þurfti að kljást
við náði loks undirtökunum og
hrifsaði hana burt frá okkur, langt
fyrir eðlilegan vitjunartíma.
Mamma bjó yfir mjög mikilli
alúð og næmi og hafði ríka þörf
fyrir að styðja við og hjálpa þeim
sem næst henni stóðu. Hún var
málsvari lítilmagnans, hvort sem
um var að ræða smáfugla á sól-
palli, viðkvæm blóm eða ung börn.
Smáfólkið átti alltaf stóran hlut í
hjarta hennar og réð sjálfsagt
miklu um val hennar á ævistarfi.
Hún naut sín aldrei betur en þeg-
ar barnabörnin voru nærri. Þrátt
fyrir skerta orku þreyttist hún
ekki á að púsla með þeim, leggja
kapal eða kenna þeim hannyrðir.
Hún fylgdist vel með þeim öllum,
viðfangsefnum þeirra og áhuga-
málum og lagði mikið upp úr að
vel væri hlúð að þeim og enginn
færi nú út af sporinu. Eins og með
okkur systkinin vildi hún að þau
væru hrein, strokin og vel til fara
og ég stríddi henni á að hún léti
það jafnan vera sitt fyrsta verk að
þvo börnum í næturpössun hátt
og lágt jafnskjótt og foreldrarnir
væru farnir. Börnin mín minnast
stundanna í Urriðakvísl með mik-
illi hlýju og eftirsjá.
Mamma var mjög heimakær og
lítið fyrir mannfagnaði. Hún var
viðkvæm og tilfinningarík og vildi
ekki bera sín mál á torg. Hún var
nægjusöm og naut sín best í ró og
næði heima fyrir eða í sumarbú-
staðnum sem þau pabbi höfðu
byggt sér í Skorradal, þar þótti
henni mjög gott að dvelja. Hún
lagði upp úr að heimilið væri hlý-
legt og fallegt og þar eru margir
fallegir munir sem hún bjó til og
vitna um listfengi hennar, smekk-
vísi og hæfileika.
Það er varla hægt að minnast
mömmu án þess að nefna föður
minn í sömu andrá. Hann var
kletturinn í lífi hennar, stoðin og
styttan. Fram á síðustu stund var
hún óró ef hann var ekki nærri.
Með honum leið henni best. „Áttu
enga ömmu lengur,“ spurði
þriggja ára sonur minn afa sinn.
Þótt í því sé nokkur sannleikur er
málið flóknara en svo. Afi mun
eiga ömmu áfram og amma hann,
því verður ekki breytt úr þessu. Í
honum átti hún traustan og hlýjan
vin og lífsförunaut. Pabbi var
enda óþreytandi samherji hennar,
hjálpaði henni, ekki síst við hand-
verkið, og fáir hafa fylgt konum
sínum í fleiri handavinnubúðir en
hann.
Móður minni er ég endalaust
þakklátur fyrir allt það góða sem
hún kenndi mér og færði. Megi
minning hennar lifa.
Þórólfur Jónsson.
Í dag eru tekin þung skref þeg-
ar við fylgjum tengdamóður
minni til hinstu hvílu. Það er mik-
ið og þungt högg fyrir fjölskyldu
þegar amma hverfur á braut og
skilur eftir stórt skarð. Það er
með þakklæti og vinsemd sem ég
skrifa nokkur orð um tengda-
mömmu mína sem kom fram við
mig og börnin af hlýju.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum saman fjölskyldan
og þær stundir sem við sátum
saman við hannyrðir. Það eru fáir
sem hafa tærnar þar sem hún
hafði hælana þegar kom að
handavinnu hvers konar og á ég
henni mikið að þakka fyrir allt
sem hún kenndi mér. Má þar sér-
staklega nefna útsauminn og
kassagerðina sem var hennar
helsta áhugamál á síðustu árum.
Ég var heppin að hafa sjálf þetta
sama áhugamál og núna þegar við
sitjum eftir án hennar er dýrmætt
að eiga þessar minningar, ég tala
nú ekki um öll verkin sem hún
skildi eftir handa mér og börnum
okkar Þórólfs.
Elsku Jón, tengdapabbi minn,
situr nú uppi með þá staðreynd að
veröldin er breytt og mikið tóma-
rúm í hjartanu. Hvernig getur
það verið að lífið haldi bara áfram
eftir svona áfall en það gerir það
hins vegar og Þorbjörg verður
með okkur hér eftir en með öðr-
um hætti. Við höldum minningu
hennar á lofti og minnumst henn-
ar eins og hún var þegar við kom-
um í heimsókn í Urriðakvíslina,
svo hlý og góð og natin við mig og
börnin. Mér finnst textinn í ljóð-
inu eftir Valdimar Hólm Hallstað
eiga vel við en þar segir: „Þú
fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist meðan lífs ég
er.“
Þín tengdadóttir,
Nanna Viðarsdóttir.
Amma Þorbjörg var einstak-
lega hlý kona. Ég var ósjaldan í
pössun hjá henni og afa í Urr-
iðakvíslinni þegar ég var yngri.
Þá fannst mér ekkert betra en að
kúra á milli þeirra í holunni á milli
samskeytanna á rúmunum. Þar
leið mér best og mér fannst ég
örugg. Amma var með hreinlæti
okkar barnanna á heilanum og í
hvert sinn sem ég kom til hennar
var ég böðuð og skrúbbuð hátt og
lágt, neglur klipptar og fötin
þvegin. Ég man hvað mér þótti
gott að láta ömmu stjana svona
við mig. Amma var líka einstakur
listamaður með mikla sköpunar-
gleði. Hún leyfði mér líka að
spreyta mig í saumum og bakstri
og tók öllum hugmyndum að
skálduðum uppskriftum fagnandi.
Það var alltaf gaman að spjalla og
slúðra með ömmu og afa. Amma
hafði svo mikinn og óþrjótandi
áhuga á öllu sem ég og hin barna-
börnin tókum okkur fyrir hendur.
Ég er þakklát fyrir hana og okkar
tíma saman, þó svo að ég hefði
viljað að hann yrði lengri.
Þorgerður Þórólfsdóttir.
Þorbjörg systir mín er dáin eft-
ir löng og erfið veikindi. Sem barn
leit ég mikið upp til Þorbjargar og
vildi gera allt eins og hún, dáðist
að ljósa síða hárinu hennar, vand-
virkni og dugnaði í einu og öllu.
Við ólumst upp í sveit og þar
þurfti margt að gera; við systurn-
ar vorum oftast saman í þeim
verkum. Sérstaklega eru mér
minnisstæðar sjóferðir með
pabba til að veiða hrognkelsi á
vorin. Í þeim ferðum fengum við
alltaf að róa heim af miðunum, ég
hafði lítið við systur minni sem
var hinn fínasti ræðari og alls ekki
sjóhrædd þegar ég sjálf var oft
smeyk við öldurnar og dýpið sem
var undir bátnum. Mér finnst að á
þessum árum hafi systir mín verið
minn verndarengill, eins og hún
var mér reyndar alveg fram á full-
orðinsár. Hún var með mér í
heimavistarskóla í barnæsku, var
byrjuð í Reykjaskóla þegar ég
kom þangað. Alltaf var Þorbjörg
til staðar og ég fann fyrir hennar
hlýju nærveru og vissi að hún
myndi vernda mig ef eitthvað
kæmi fyrir. Þorbjörg hafði
snemma mjög gaman af handa-
vinnu. Þegar við vorum litlar voru
vetrarkvöldin gjarnan notuð til að
prjóna og sauma. Hún var lista-
kona við allt slíkt, líka við að
teikna, ég man hvað ég dáðist að
því sem hún gerði og hvað hún var
mikill snillingur í þeim efnum.
Alla sína ævi hefur hún haft mjög
mikla ánægju af ýmiss konar
handverki. Hún hefur sótt mörg
námskeið í þeim fræðum bæði á
Íslandi, í Danmörku og Frakk-
landi. Þeir fallegu munir sem hún
skilur eftir sig væru efni í margar
sýningar. Hún fékkst við búta-
saum, útsaum, dúkkugerð og síð-
ustu árin við að búa til kassa
skreytta dásamlega fíngerðum
útsaumi og klædda fallegum efn-
um. Þorbjörg var mjög barngóð.
Hún hændi að sér öll börn, fyrst
og fremst bræður okkar, Kristin
og Berg sem nú eru löngu dánir
og auðvitað örverpið Júlíus sem
fæddist þegar hún var fimmtán
ára. Litlir sumargestir sem voru
margir á þeim árum og börn sem
dvöldu í sveitinni hjá okkur sum-
arlangt hændust að Þorbjörgu
sem gaf sér góðan tíma til að leika
við þau. Ég er viss um að þau
minnast hennar með hlýju. Þegar
Þorbjörg var í Ljósmæðraskólan-
um og ég í Menntaskólanum við
Hamrahlíð var ómetanlegt fyrir
mig að vita af stóru systur svo ná-
lægt og geta talað við hana ef eitt-
hvað bjátaði á. Ég bjó þá hjá Ingi-
björgu föðursystur okkar og þar
hittumst við oft. Þorbjörg hætti
ekki að hugsa um litlu systur sína
þó að ég færi í nám í Frakklandi
um tvítugt. Þegar ég eignaðist
dóttur mína þar komu þau Jón
með Þórólf litla til að athuga hvort
ég kláraði mig í móðurhlutverk-
inu. Það var ómetanlegt fyrir
unga móður, ég held að ég hafi
aldrei þakkað henni nógu vel fyrir
það. Þorbjörg var mikil fjöl-
skyldumanneskja og þrátt fyrir
langvinn veikindi hugsaði hún
mjög vel um foreldra okkar alveg
þar til þau létust bæði árið 2013.
Eftir að mamma og pabbi dóu bjó
ég alltaf hjá henni og Jóni þegar
ég kom til Íslands. Ég hugsa líka
með þakklæti til góðu stundanna
sem við áttum á allra síðustu ár-
um þegar við fórum saman á
handavinnusýningar í London og
París og á námskeið í kassagerð
bæði heima hjá henni og heima
hjá mér. Þrátt hversu henni leið
oft illa sagði Þorbjörg að hún
fyndi miklu minna fyrir veikind-
unum þegar hún væri að gera
svona skemmtilega hluti. Það sem
ég held að hafi tengt okkur sterk-
ast saman var bernskan á Syðri-
Ánastöðum, minningarnar frá lífi
stórfjölskyldunnar í sveit og sam-
félags sem nú er horfið. Henni
fannst gott að koma á sínar gömlu
heimaslóðir, sérstaklega ef hún
gat farið með litlum barnabörnum
í gönguferðir í fjöru og á túni í leit
að alls konar fjársjóðum, skeljum,
steinum og blómum. Vonandi hitt-
umst við systurnar einhvern tím-
ann í gamla heimalandinu sem
mun áreiðanlega fagna okkur.
Mínar hlýjustu samúðarkveðjur
sendi ég Jóni manni hennar, börn-
um og barnabörnum.
Meira á: www.mbl.is/andlat/.
Þórhildur.
Þorbjörg Ólafsdóttir svilkona
mín er látin. Með Jóni mági og
Þorbjörgu tókust æskuástir og
þau bönd héldu vegferðina á enda.
Við vorum svo lánsöm að eiga
samleið með þeim um langa hríð
og fylgjast með hinu hefðbundna
basli ungs fólks við að koma börn-
um á legg og þaki yfir höfuðið.
Þau hjón voru samhent og sam-
huga og ekki fór framhjá þeim
sem til þekktu gagnkvæm virðing
þeirra í milli.
Reykjaskóli í Hrútafirði var
um margt merkileg stofnun.
Námið var formlega aðalatriði
dvalarinnar, en þar ófust líka var-
anleg vinabönd. Stofnað var til
kynna við skólafélaga hvaðanæva
af landinu. Og þó ekki sé ýkja
langt milli Staðarbakka í Miðfirði
og Ánastaða á Vatnsnesi lágu
engar leiðir milli bæjanna, enda
hvað höfðu unglingar í Miðfirði að
sækja út á Vatnsnes og gagn-
kvæmt? Það þurfti sem sagt að
fara til náms vestur í Reykjaskóla
til að finna svar við þeirri spurn-
ingu.
Þorbjörg lærði ljósmóðurfræði
og starfaði um árabil á Fæðing-
ardeild Landspítalans. Ég var svo
lánsamur að eiga þess kost að
fylgjast með hennar faglegu og
fumlausu handtökum þegar hún
tók á móti yngsta barni okkar.
Sagt var að nýbakaður faðir hefði
kallað upp er hann leit son sinn
augum: „En hvað hann er líkur
mér“ og ljósmóðirin svaraði með
huggunarrómi: „Það gerir ekkert
til, aðalatriðið er að hann er heil-
brigður og hraustur.“ Gæti hafa
verið Þorbjörg því hún bjó yfir
kímnigáfu sem hún beitti af hóf-
semd og smekkvísi.
Í lífsins amstri verður iðulega
vík milli vina og samverustundir
færri en vera skyldi. Að leiðarlok-
um er efst í huga þakklæti fyrir
dýrmætar minningar. Við kveðj-
um Þorbjörgu sem hefur nú horf-
ið inn í nóttlausa veröld vorsins.
Kærum mági og fjölskyldu biðj-
um við blessunar.
Ólafur H. Jóhannsson.
Þorbjörg J.
Ólafsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir og amma,
SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR,
Lækjartúni 23a, Hólmavík,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 8. maí. Útför hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Einar Hákonarson
Hákon Einarsson Ira Ojala
Hjálmar Einarsson
og barnabörn
Ástkær móðir mín,
ÓLAFÍA ÁSKELSDÓTTIR,
er látin.
Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Áslaug Erla Haraldsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir og tengdasonur,
VÖLUNDUR HELGI ÞORBJÖRNSSON,
Kanada,
lést á heimili sínu föstudaginn 14. maí.
Útförin fer fram á útfararheimilinu Blair &
Son í Perth í Kanada miðvikudaginn 26. maí klukkan 17 að
íslenskum tíma. Streymt verður frá athöfninni og slóðin mun
verða sett á blairandson.com og á hans Facebook-síðu.
Dæja Björk Kjartansdóttir
Ísabella Völundardóttir William Thor Völundarson
Agnes Eva Völundardóttir Kristjana Inga Völundardóttir
og aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
20. maí.
Gyða Gísladóttir Helgi Bragason
Þórir Gíslason Bergþóra Jónsdóttir
Sigríður Gísladóttir Sigurður Sverrir Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur okkar og bróðir,
PATREKUR JÓHANN KJARTANSSON
EBERL,
lést miðvikudaginn 12. maí. Útförin fer fram
frá Garðakirkju fimmtudaginn 27. maí
klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins
nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Athöfninni verður streymt á
www.ebkerfi.is/streymi.
Veronika Eberl Kjartan Þór Kristgeirsson
Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Eberl
Þormar Fálki Kjartansson Eberl
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SVALA VALDEMARSDÓTTIR,
Arkarholti 14, Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 15. maí.
Útför fer fram í Grafarvogskirkju fimmtu-
daginn 27. maí klukkan 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Þeim sem vildu minnast Svölu er bent á Alzheimersamtökin.
Gunnar Rafn Jóhannesson
Helga Gunnarsdóttir Sigurður H. Ásgeirsson
Sigurður Rafn Gunnarsson Nicola Winterson
Thelma Gunnarsdóttir Georg Vilhjálmsson
Vala Gunnarsdóttir Gísli Finnsson
og barnabörn