Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Side 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021
É
g hef allmörg undanfarin ár verið
að rannsaka þjóðernishyggju og
pópúlisma, en einnig samsæris-
kenningar þeim tengdar hin síðari
ár. Skrifaði bók um það árið 2018,
þá aðallega um samsæriskenningar pópúlista í
vestrænum stjórnmálum.“
Hvað áttu við þegar þú talar um pópúlista?
„Pópúlismi er auðvitað flókið og margrætt
hugtak, en ég nota það til þess að skoða þá
tegund stjórnmála, sem gengur út á að skipta
samfélögum í tvær andstæðar fylkingar:
«Góðra okkar og vondra hinna» og ala svo á
ótta við utanaðkomandi ógn.
Ég hef aðallega verið að skoða þjóðernis-
sinnaða pópúlista og ég held því fram að þeir
noti þriggja stiga orðræðu í aðferðum sínum.
Í fyrsta lagi að framleiða utanaðkomandi ógn,
sem steðji að þjóðinni. Í öðru lagi að saka inn-
lenda elítu um að hafa svikið þjóðina í hendur
þessarar utanaðkomandi ógnar. Og svo í
þriðja lagi að stilla sjálfum sér upp sem vörn-
inni gegn hvoru tveggja. Þetta er í mínum
huga þjóðernispópúlismi.“
Þetta er bara beint upp úr Mein Kampf?
„Ja, jú, enda má halda því fram að þar hafi
Adolf Hitler sett fram öfgafulla útgáfu af
þjóðernispópúlisma, sem fasisminn er. En
þessi aðferð, sem ég lýsi, virkar innan vé-
banda lýðræðisins, það er munurinn á nýþjóð-
ernishyggju eftirstríðsáranna og fasisma fyrri
tíðar.“
En sjáum við þetta ekki víðar? Sósíalista-
flokkurinn hér er óhræddur við að tala um
auðstéttina, sem arðræni þjóðina og…
„Jú, það má sjá hana mjög víða. Má kannski
segja að allir stjórnmálamenn beiti þessari að-
ferð að einhverju marki, þ.e.a.s. aðgreina sig
frá andstæðingunum og samsama sig þjóðinni,
þetta er einfalt og öflugt tæki. Spurningin er
þá sú hvort menn séu fyrst og fremst í þessu
eða aðeins í og með. Hvort það sé algerlega
einkennandi fyrir þeirra framgöngu eða ekki.
En ég hef sem sagt verið í alþjóðlegu sam-
starfi fræðimanna, einkum í Evrópu en einnig
í Bandaríkjunum, sem hafa kortlagt samsær-
iskenningar í stjórnmálum undanfarin ár. Við
vorum raunar nýbúin að skila af okkur stórum
verkefnum um það allt þegar heimsfaraldur-
inn fór af stað. Þá var einboðið að við myndum
snúa okkur að því að kortleggja allar þær
samsæriskenningar tengdar veirunni, sem þá
spruttu fram. Það er alveg ljóst að það flóð er
margfalt á við það sem við höfum séð undan-
farin ár.“
Hvernig þá?
„Þar koma saman kannski þrír straumar.
Það er þessi uppgangur pópúlisma í stjórn-
málum, sem við höfum séð og ég hef verið að
rannsaka. Hann kemur svo saman við gjör-
breytingu á allri miðlun fyrir tilstilli nýrrar
tækni, fyrst sólarhringsútsendingar í útvarpi
og sjónvarpi, svo netið og félagsmiðlar. Í
þriðja lagi hvernig samsæriskenningarnar
finna sér farveg um þetta tvennt, pópúlism-
ann og nýmiðlunina, þannig að samsæriskenn-
ingarnar – sem hafa auðvitað alltaf verið til en
mjög á jaðrinum – streyma allt í einu út um
öll þjóðfélög sem almennur, nánast viðtekinn
söguþráður. Þetta er það sem við erum að
reyna að fanga.“
En höfum við ekki séð þetta áður? Á dögum
svartadauða og stóru-bólu voru alls kyns sam-
særiskenningar um gyðingana …
„Jú, alveg rétt. Lygin er ekki ný í heimin-
um. Samsæriskenningar og orðrómur, flökku-
sögur og lygar í annarlegum tilgangi, þetta
hefur allt fylgt manninum frá öndverðu. Mun-
urinn er sá, að almannarýmið er miklu meng-
aðra af þessu í dag en það var á 20. öldinni,
þegar ritstjórnarvald, hliðvarslan, var sterk-
ari. Þetta er breytingin.“
Af því að það er alltaf umlykjandi, alltaf í
lófanum, fyrst og fremst á félagsmiðlunum,
sem fólk fylgist með frá morgni til kvölds?
„Já, og miklu fleiri að dreifa röngum eða
fölsuðum sjónarmiðum, hvort sem það er nú
vegna fáfræði eða véla, en það allt flæðir til
jafns við réttar og staðreyndar upplýsingar.
Við sjáum þetta vel á því hvers konar ágrein-
ingur hefur risið um hvað eru staðreyndir og
hvað skoðanir, sem fólk grautar miklu meira
saman en áður.“
En á fyrri öldum, þar sem ekki ríkti lýð-
ræði, fáfræði almenn, læsi lítið; fólk vant hind-
urvitnum og lagði bókstaflega trú á helgisagn-
ir, erum við að rata á einhvern slíkan stað?
„Já, að sumu leyti erum við að sjá ákveðið
afturhvarf aftur fyrir Upplýsinguna í því
hvernig stórir hópar sjá veröldina.“
Hefur það áhrif á meginstraumsstjórnmál?
„Ó já. Mitt framlag til fræðanna er ekki að
skoða samsæriskenningarnar sem slíkar,
heldur einmitt hvernig þær seytla út í megin-
strauminn. Þar sér maður t.d. hvernig megin-
straumsstjórnmálamenn freistast til þess að
beita samsæriskenningunum, daðra við þær
eða umbera.
Gott dæmi er t.d. samsæriskenningin um að
Barack Obama hefði fæðst utan Bandaríkj-
anna og lögmæti hans sem réttkjörinn forseti
þannig dregið í efa. Það urðu ýmsir til þess að
taka undir hana og dreifa, en einn af þeim var
frú Hillary Clinton, sem reyndi að notfæra sér
hana í kosningabaráttunni 2008. Þegar það
hentaði, þá var hún alveg til í það. Sem segir
manni að þetta er til alls staðar.“
Þú segir að þetta sé til alls staðar og nefnd-
ir áðan að þetta þekktist frá öndverðu. Er
þetta eitthvað í manninum sjálfum, í eðli
hans?
„Já, vafalaust að einhverju leyti, en þá ertu
kominn lengra inn á svið sálfræðinnar en ég
treysti mér til þess að fjalla um.“
Tengist kannski því að mannskepnan er
spenntari fyrir slæmum fréttum en góðum?
„Jú, mikil ósköp. Gleymum því ekki að
þetta eru oft ákaflega áhugaverðar sögur.
Þær eru bara ekki sannar!
Flestar falsfréttir eða samsæriskenningar
snúast um einhvers konar illvirki og illkvittni.
Og þetta má sjá af rannsóknum, sem sýna að
falsfréttir á netinu ferðast á áttföldum hraða á
við þessar sönnu og staðreyndu.“
En er ekki hætta á því að menn ofmeti
áhrifin af svona skröki? Maður sér eitt og
annað út undan sér á netinu án þess að leggja
trúnað á það.
„Mögulega, en eins og ég sagði að þá þrif-
ust svona sögur einkum á jaðrinum hér áður
fyrr, en munurinn er sá að núna komast þær
miklu frekar inn í meginstrauminn og þá eyk-
ur það tiltrú á fregnirnar. Svo eru þjóðir mis-
móttækilegar af ýmsum ástæðum. Við sjáum
t.d. að meirihluti Rússa trúir því að kórónu-
veiran hafi verið búin til á tilraunastofu sem
lífefnavopn. Svo skiptast menn í tvö horn um
hvort það hafi gerst í Bandaríkjunum eða
Kína, en afleiðingin er sú að minnihluti Rússa
vill láta bólusetja sig!“
Sem er nú ekki mjög rökrétt, en tengist
þessum einkennilega andróðri og samsæris-
kenningum gegn bólusetningu, sem er miklu
eldri.
„Nákvæmlega, en afleiðingarnar geta verið,
eru nær örugglega, grafalvarlegar fyrir líf og
heilsu milljóna manna.
Þar fyrir utan vaxa þessar samsæriskenn-
ingar nánast lífrænt um að Kínverjar hyggi á
heimsyfirráð með þessu, Bill Gates vilji koma
örflögum í blóðrás alls mannkyns, George
Soros kemur líka við sögu o.s.frv.“
En þetta er nákvæmlega sama þvælan og
fyrir rúmum hundrað árum þegar Gula hætt-
an hans Jack London kom fram, Gerðar-
bækur öldunga Zíons, Rockefellerarnir áttu
að vera að eitra fyrir verkamönnum sínum,
Rothschildarnir að gera eitthvað annað…
„Þetta er einmitt mjög áhugavert, því það
má leita aftur eftir svona samsvörun. En hitt
er erfiðara viðfangs hvernig heilu þjóðfélögin
eru orðin efins um eitt tiltekið bóluefni, sem
hefur gefið góða raun, en margt í þeirri um-
ræðu er óneitanlega mjög litað af harðsnúinni
heimspólitík. Það blasir við.“
Og ekki bara eitt, við sjáum að tortryggni
gegn AstraZeneca í Frakklandi og Þýskalandi
smitaðist yfir á öll bóluefni, vafalaust blandið
grunsemdum vegna fyrri samsæriskenninga
andstæðinga bólusetninga.
„Nákvæmlega.“
Heldurðu að áhrif þessarar umræðu verði
langvinn?
„Já, við erum að horfa upp á mjög sterkt
þjóðernisviðbragð við kórónuveirunni, sem er
vafamál að slakni skjótt á. Þegar kreppur ríða
yfir, þá hverfur hlutverk alþjóðasamfélagsins,
það verður hver sjálfum sér næstur. Það höf-
um við séð hvað eftir annað, m.a. vegna þess
að alþjóðastofnanirnar eru ekki ríkisvald, þær
hafa ekki fullveldi, eru ekki sjálfstæðar. En
þegar frá líður fá alþjóðastofnanir oft hlut-
verk við að ráða fram úr vandanum þegar
mesta hættan er liðin hjá.
Hvort það gerist nú þegar við stöndum
frammi fyrir þessari flóknu kórónukreppu
heimsins og þjóðernispópúlisminn hefur graf-
ið um sig, er annað mál. Það er feykilega
áhugavert viðfangsefni fyrir fræðaheiminn, en
vekur einnig áhyggjur. Það er margt sem
bendir til þess að við eigum eftir að sjá mun
sterkara þjóðernisviðbragð.“
Ertu að tala um stríð?
„Ekki endilega, en það er ekki útilokað.“
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur
segir þjóðernisviðbragð við alþjóðlegri
kreppu ekki hafa þurft að koma á óvart,
þótt það kunni að vera órökrétt.
Morgunblaðið/Eggert
Hnattrænt þjóðernisviðbragð
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst hefur undanfarin ár kynnt sér þjóðernispópúlisma
og samsæriskenningar. Þær hneigðir dvínuðu síður en svo í hinni hnattrænu kórónukreppu.
Andrés Magnússon andres@mbl.is
’
Lygin er ekki ný í heiminum.
Samsæriskenningar og orð-
rómur, flökkusögur og lygar, þetta
hefur allt fylgt manninum frá
öndverðu. Munurinn er sá, að
almannarýmið er miklu meng-
aðra af þessu í dag en það var.