Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Side 17
öðrum lögmálum, er margfalt betur settur en ella. Það er stjórnmálamanni mikilvægt að koma sínu tali skiljanlega frá sér. Þegar Ævar Kvaran var að kenna bréfritara ungum þá kúnst og þótti sem nem- anum lægi of mikið á, sagði hann sem svo: „Davíð minn, ekki gleyma því að gamla konan uppi á öðrum svölum borgaði sig líka inn.“ Stundum síðar, þegar spennan var nokkur og fast tekið á og bréfritari taldi sig hafa farið fram úr sjálfum sér, muldraði hann í barminn: „Hún borgaði sig líka inn.“ Og það sló samstundis á. En það er ekki aðeins framsögn leikarans sem skiptir máli. Stjórnmálamenn halda sumir að velgengni velti á því, að þeir, en ekki hinir, séu sem oftast með míkrafóninn uppi í sér. Dæmin eru þó fleiri þekkt þar sem menn hafa tal- að sig í óverjandi stöðu og hafa glutrað niður þögn- inni sem hefði bjargað þeim. De Gaulle sagði þögnina skeinuhætt vopn væri henni réttilega beitt. En leikræn tilþrif eru með sama hætti hættuleg stjórnmálamanni og leikara sem ofleikur. Sé stjórn- málamaðurinn grunaður um að vera kominn í rullu leikarans er ekki víst að hann eigi afturkvæmt upp á sitt eiginlega svið. Hann er þá staddur eins og leik- ari sem misst hefur röddina. En leikarinn sem hefur þögnina á valdi sínu og hefur samspil hennar og textans í hendi sér er kominn langleiðina að mark- inu. Hjón, sem hafa gert þögnina að þægilegum fé- laga, sem mildar samfélag þeirra, þurfa engu að kvíða. Stjórnmálamenn eiga erfiðast allra með að láta þögnina njóta sýn. Spennandi tilraun Kosið verður í september. Vonir standa til að veiran verði þá á bak og burt. Sé eitthvað eftir af henni þá gæti það dugað best að láta eins og menn taki ekki eftir henni. Hún virðist athyglissjúk. Ef vel tekst til þá verður skammur aðdragandi að kjördegi að þessu sinni. Það er fagnaðarefni. Sum- arið er hvergi betra en hér á landi, hvort sem það er „gott“ eða „vont“ sumar. Það er allt svo miklu að- gengilegra þegar birtan er með manni í liði. Fýlu- pokar og frekjuhundar eiga erfiðast með að hrifsa til sín dagskrárvaldið á sumrin. „Skammdegismálin til- heyra skammdeginu. Það segir sig eiginlega sjálft,“ sagði kerlingin og karlinn tók undir eða öfugt. (Þetta hlýtur að dekka það). Þess vegna má binda vonir við að umræðan í aðdraganda kosninga nú verði mál- efnalegri en stundum endranær og það gæti haft já- kvæð áhrif á úrslit og eftir atvikum á tilraunir til stjórnarmyndunar. Breyttar forsendur Fyrir fáeinum vikum ræddu þeir Stefán Pálsson og Friðjón Friðjónsson um mánuðina fram undan í Dagmáli Morgunblaðsins og leiddi Andrés Magn- ússon umræðuna. Virtust álitsgjafar meta stöðuna svo að góður vinnufriður væri innan núverandi rík- isstjórnar og þægileg tengsl á milli manna. Virtist þeim sem ekki væru nein óveðursský að safnast á þeirra himni sem torvelda myndu áframhaldandi stjórnarsamstarf. Það má vera rétt. Ekkert var hins vegar um það fjallað hver ætti að leiða slíkt samstarf. Það er eðlileg meginregla, þótt hún sé ekki ófrávíkjanleg, að sá flokkur sem hefur mestan þingstyrk sé leiðandi í samsteypustjórn. Í sumum löndum, eins og til að mynda Finnlandi, þá er jafnan gengið út frá því að stærsti þingflokkurinn leiði ríkisstjórn og breytir engu þótt mjög lítið bil sé á milli flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hafði mestan þingstyrk þegar gengið var til þessa samstarfs og munaði þar allmiklu, ekki síst þar sem formaður VG náði ekki að tryggja að allur þingflokkurinn styddi stjórnina. Formaður Sjálfstæðisflokksins stóð óneitanlega veikt þar sem að ríkisstjórn hans hafði sprungið eins og upp úr þurru um miðnæturbil, eftir aðeins fáeina mánuði og af ástæðum sem náðu ekki máli. Kannanir hafa virst sýna að fylgi Sjálfstæð- isflokksins hafi farið vaxandi og hljóta fyrrnefnd rök og slík þróun að opna á að spurningum um forystu stjórnarinnar verði svarað með hliðsjón af því. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Það er eðlileg meginregla, þótt hún sé ekki ófrávíkjanleg, að sá flokkur sem hefur mestan þingstyrk sé leiðandi í samsteypustjórn. 16.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.