Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Blaðsíða 18
unarnám hófst svo þegar hún byrj-
aði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Þaðan lá leið hennar í Listaháskóla
Íslands og fyrir tveimur árum hóf
hún meistaranám í Central Saint
Martins þar sem hún sérhæfði sig í
kvenfatahönnun.
Áður en Sólveig hóf nám í London
fór hún í starfsnám í tískuborginni.
„Ég vann hjá tveimur fyrirtækjum.
Ég vann fyrst fyrir írskan fatahönn-
uð sem var með lítið stúdíó. Svo fór
ég á aðeins stærri stað sem var bæði
hönnunarstúdíó en líka þar sem var
hannað fyrir stærri merki á borð við
Calvin Klein og Marc Jacobs. Það var
ótrúlega áhugavert að vinna þar. Ég
ákvað að sækja um þennan master en
var ekki endilega að búast við að
komast inn. Það er mjög mikil sam-
keppni. Það eru svo ótrúlega margir
S
ólveig deilir um þessar
mundir litlu stúdíói á
Eiðistorgi. „Ég er að
svara tölvupóstum um
stílistalán út um allan
heim. Svara þeim sem biðja um að
kaupa einhverjar flíkur og svo er
ég að vinna í tveimur sýningum
fyrir HönnunarMars,“ segir Sólveig
spurð að því hvað hún sé að fást við
þessa dagana. Hún segir yndislegt
að finna fyrir þeim áhuga sem fólk
sýni fötunum hennar. Á meðal
þeirra sem hafa sýnt fatalínunni
áhuga eru tískutímarit og miðlar á
borð við Vogue og Dazed.
„Ég átti saumavél og var alltaf að
sauma og hanna. Ég vissi alltaf að ég
vildi verða hönnuður en ekki endi-
lega fatahönnuður,“ segir Sólveig
sem er 26 ára. Formlegt fatahönn-
sem sækja um, 600 á hverju ári en
bara 30 eða 40 sem komast inn.“
Skapandi hönnunarferli
Sólveig byrjar ekki á því að hanna
peysu eða buxur heldur nálgast
hönnun sína út frá ákveðinni hug-
myndafræði. Lokaútkoman minnir
síðan jafnvel á listaverk frekar en
það sem má sjá á slám tískufata-
verslana. „Ég vinn út frá hug-
myndafræði sem ég skapa. Ég bý til
einhverja hugmyndafræði og vinn
allt út frá því en ekki út frá því að ég
sé að hanna jakka. Ég er eiginlega
aldrei að spá í að hanna einhverja
ákveðna flík. Ég bý til ramma sem
ég vinn í. Þá kemur oft eitthvað
ferskt út. Ég er ekki að hanna prent
á kjól,“ segir Sólveig.
Hún bendir á að hún gæti ekki
Eftirsótt í
tískuheiminum
Sólveig Dóra Hansdóttir hannar föt sem dansa á línu fatahönnunar og
myndlistar. Í vor fékk hún aðalverðlaun útskriftarnema Central Saint
Martins í London þaðan sem hún er að útskrifast með meistaragráðu.
Sólveig er á fullu þessar vikurnar að svara fólki erlendis sem hefur áhuga
á að nota föt hennar í til dæmis myndatökur fyrir þekkt tískutímarit.
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is
Skissur og myndir á vinnustofunni.
Útskriftarlína Sólveigar er
listræn og öðruvísi.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.5. 2021
LÍFSSTÍLL