Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.05.2021, Side 19
sest niður og teiknað fötin sem hún
býr til. Þau verða til í ákveðnum list-
rænum gjörningi. „Útskriftarlínan
er unnin í myndbandsverkum þar
sem ég teikna beint á jakka til dæm-
is og klippi hann í sundur og úr því
verður eitthvert snið. Ég gæti aldrei
gert það snið með því að nota bara
hausinn á mér. Þegar maður er að
teikna á blað verður maður svo
formfastur,“ segir Sólveig. Hún
byrjar á því að lesa sér til um eitt-
hvert efni og þannig þróa hug-
myndaheiminn sem hún vinnur með.
Í útskriftarlínunni úr Central Saint
Martins vann hún út frá því hvernig
maðurinn þarf alltaf að hafa stjórn á
hlutunum, setja í kassa og greina.
Það fylgir því ákveðin hræðsla að
hafa ekki stjórn á hlutunum sem
Sólveig kannaði í sköpunarferlinu.
Línan heitir Þrjár kenningar um
illsku en þar vitnar í Sólveig í þrjá
mismunandi gjörninga á mynd-
bandsverkum. Sólveig vann mynd-
bandsverk með Önnu Maggý ljós-
myndara auk þess sem Anna Maggý
tók myndir af fyrirsætunum í fötun-
um. Samvinna þeirra Önnu Maggýj-
ar og Sólveigar verður til sýnis á
sýningu í Gerðarsafni 19. - 23. maí
sem hluti af dagskrá HönnunarMars
sem fer seinna fram en vanalega. Á
sýningunni í Gerðarsafni fær út-
skriftarsýningin að lifna við en hún
fór upphaflega fram á netinu.
Fór ekki aftur út
Eins og svo margir á undanförnum
misserum var Sólveig föst í að-
stæðum sem hún hafði ekki stjórn á.
Sú staða hafði áhrif á þema útskrift-
arlínunnar. „Ég kom heim í apríl í
fyrra yfir páskana og festist heima.
Ég átti að fara út og klára línuna
mína en hafði enga stjórn og sat
heima og þurfti að taka allt námið í
fjarnámi,“ segir Sólveig. Hún segir
að það hafi að vissu leyti verið leið-
inlegt að komast ekki út aftur. Skól-
inn lokaði og hún hafði ekki aðgang
að öllum þeim tækjum sem hún hefði
annars haft.
Þegar kom að því að skólinn opn-
aði ákvað hún hins vegar að fara
ekki út en hún segir að sér líði mjög
vel einni þegar hún er að einbeita
sér. Stemningin á vinnustofu meist-
aranámsnema í skólanum getur ver-
ið þrúgandi. „Það eru margir að
vinna, það er þröngt. Það er mikil
samkeppni innan bekkjarins. Ég var
bara úti á Granda að vinna þetta
langt í burtu frá öll-
um. Það var eigin-
lega alveg yndislegt.
Ég vil bara vera í friði
þegar ég er að
vinna.“
Tískusýningin fór
fram fyrir nokkrum
vikum á netinu
vegna kórónu-
veirufaraldurs-
ins og fékk út-
skriftarlína
Sólveigar mikla at-
hygli. Hún vann verð-
launin L’Oréal Creat-
ive Awards fyrir
framúrskarandi fatalínu.
Verðlaunin eru veitt á hverju
ári og fékk Sólveig pen-
ingaverðlaun.
„Þetta eru aðalútskriftar-
verðlaunin. Þeir sem hafa fengið
þetta áður hafa oft verið áberandi
útskriftarnemendur. Þótt maður sé
útskrifaður úr besta fatahönnunar-
skóla í heimi ertu samt í svo mikilli
samkeppni þegar þú ert búinn.
Krakkarnir sem hafa fengið þetta
eru áberandi innan bransans. Þetta
er svolítill stökkpallur. Daginn eft-
ir að ég fékk þetta fékk ég enda-
laust af skilaboðum og tölvu-
póstum, segir Sólveig og segir
tilfinninguna hafa verið yfir-
þyrmandi. Í þessum tölvu-
póstum var hún meðal
annars beðin um að lána
stílistum fötin úr lín-
unni.
Sólveig segir að núna
sé mjög mikilvægt að
fylgja velgengni út-
skriftarlínunnar eftir. Í
framtíðinni langar hana
að halda áfram að
vinna undir eigin
nafni á alþjóðasviði
þrátt fyrir að vera
staðsett á Íslandi.
Hún er bjartsýn og
stefnir ekki á fjölda-
framleiðslu enda frumleg
og óvenjuleg föt hennar ekki
stíluð inn á alla. Hún sér
meðal annars fyrir sér að
sækja í markaðshóp eins og
söngkonur sem syngja uppi á
sviði. Það þýðir færri seldar
flíkur en mögulega hærri
upphæðir.
Morgunblaðið/Eggert
Fötin hafa fengið mikla
athygli í tískuheiminum.
Morgunblaðið/Eggert
Fötin urðu til á
vinnustofu á Íslandi
í heimsfaraldrinum.
Sólveig er að útskrifast
úr einum virtasta fata-
hönnunarskóla heims.
16.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19