Morgunblaðið - 08.05.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
E-PACE er fyrsti smájeppinn frá Jaguar.
Í honum sameinast flott útlit, lipurð og
kraftmiklir aksturseiginleikar. Komdu og
kynntu þér nýjan E-PACE Plug-in Hybrid
Velkomin í reynsluakstur
Opið í dag frá 12–16
B
íll
á
m
y
n
d
e
r
J
a
g
u
a
r
E
-P
a
c
e
P
3
0
0
S
P
O
R
T
VERÐ FRÁ:
8.990.000 KR.
P300e - 1.5L 309hö
AWD AUTO
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
0
5
8
1
3
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
FJÓRHJÓLADRIFINN
JAGUAR E-PACE
PLUG-IN HYBRID
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ef íslensk álver taka þátt í þróun og
nýtingu tækni sem fangar koldíoxíð
varanlega, þá þurfa þau engu að síð-
ur að greiða milljarða í losunargjöld
innan ETS-kerf-
isins, viðskipta-
kerfis ESB um
losunarheimildir.
Að sögn Péturs
Blöndals, fram-
kvæmdastjóra
Samáls, samtaka
álframleiðenda,
vantar hvata í
ETS-kerfið til að
þróa og tefla fram
nýjum lausnum,
þrátt fyrir að slíkur hvati hafi verið
frumforsendan fyrir því að kerfinu
hafi verið komið á fót.
Losunargjöld hafa margfaldast
Sóknarfæri í loftslagsmálum er
yfirskrift ársfundar Samáls á þriðju-
dag, þar sem fjallað verður um stöðu
og horfur í áliðnaði og leiðir að því að
draga enn frekar úr losun frá ál-
framleiðslu hér á landi. Pétur bendir
á að losunargjöldin sem fyrirtæki í
orkugeiranum, orkusæknum iðnaði
og flugrekstri inna af hendi undir
ETS-kerfinu hafi margfaldast á síð-
ustu árum, en þau renni ekki til lofts-
lagsvænna verkefna til að draga úr
losun innan kerfisins, eins og raunin
sé víða í Evrópu.
Hann nefnir sem dæmi að í Noregi
og Kanada, þar sem áliðnaður er í
fremstu röð, komi stjórnvöld með
beinum hætti að slíkum fjárfesting-
arverkefnum. Enova-sjóðurinn í
Noregi hafi til að mynda styrkt nýja
kerlínu í álveri Norsk Hydro í
Karmoy, þar sem lagt var upp úr
bættri orkunýtingu. Raunar hafi
tvær íslenskar verkfræðistofur,
Mannvit og Verkís, komið að því
verki. Rio Tinto og Alcoa vinni svo
með kanadískum stjórnvöldum og
Apple að þróun kolefnislausra
skauta sem myndu umbylta áliðnaði
í heiminum í gegnum rannsóknar-
arminn Elysis. Ef sú tækni næði
fram að ganga myndu álver losa súr-
efni í stað koldíoxíðs að sögn Péturs.
Kínversk álver borga ekki
„Losun gróðurhúsalofttegunda
frá álframleiðslu er hvergi minni en
á Íslandi. Þrátt fyrir það bera álverin
kostnað af sinni losun, en ekki álver í
Kína sem knúin eru með kolaorku og
losa því tífalt meira. Ástæðan er sú
að ETS-kerfið nær einungis til evr-
ópskra álvera. Hættan sem skapast
við það er að álframleiðslan flytjist
út fyrir álfuna, þar sem kolefnisfót-
sporið er stærra en ekki þarf að
greiða fyrir losunina. Íslensku álver-
in hafa lýst sig fylgjandi hvötum til
að draga úr losun, en við höfum
ásamt evrópsku álsamtökunum bent
á að mikilvægt sé að við tökum upp
hnattrænt kerfi um losunarheimild-
ir. Loftslagsvandinn er jú hnattrænn
og það gerir illt verra ef álframleiðsl-
an flyst til landa þar sem orkan er
ekki endurnýjanleg.“
Pétur segir að ESB hafi verið að
vakna til vitundar um málið og til
skoðunar sé að taka upp nýtt kerfi,
CBAM, sem svipar til ETS-kerfis-
ins. Þar þyrftu innflytjendur áls til
Evrópu einnig að greiða fyrir losun-
arheimildir. Pétur segir ljóst að slíkt
kerfi verði tekið upp í einhverju
formi og búast megi við niðurstöðu
þar um í júní á þessu ári. „En það er
gríðarlega flókið í framkvæmd og
óvíst hvaða afleiðingar það hefur.
Það er til dæmis áhyggjuefni ef það
nær aðeins til frumframleidds áls og
hækkar verð almennt innan Evrópu,
því þá skapast hætta á að áfram-
vinnslan hrekist út fyrir heimsálf-
una. Ætli maður verði ekki að bíða
með að fullyrða um þetta, þar til end-
anleg útfærsla liggur fyrir.“
Pétur segir það skjóta skökku við í
ETS-kerfinu, sem eigi að hvetja til
tækniframfara, og knýja á um að
fyrirtækin finni nýjar leiðir til að
draga úr losun, að það sé ekki tækni-
hlutlaust og geri til dæmis ekki ráð
fyrir varanlegri föngun eða endur-
nýtingu kolefnis. „Það eru fjölmörg
verkefni til skoðunar sem komin eru
mislangt í þróun, en jafnvel þó tæk-
ist að fanga kolefnið og binda það
varanlega, þá fengju fyrirtækin ekki
að njóta þess. Það gengur auðvitað
ekki upp.“
Dregið úr losun um 75%
Nú þegar hefur mikið áunnist hjá
íslenskum álverum að sögn Péturs
og hefur verið dregið úr losun á
hvert framleitt tonn um 75% frá
árinu 1990. „En bylgjuhreyfingin í
áliðnaðinum um allan heim er að
draga enn frekar úr losun og hafa ál-
ver á Íslandi skrifað undir yfirlýs-
ingu þess að efnis að þau muni leita
leiða til að verða kolefnishlutlaus ár-
ið 2040.“
Til þess þarf að umbylta fram-
leiðsluaðferðum að sögn Péturs og
því sé ekki vænlegt að skattleggja
iðnaðinn um milljarða í nafni lofts-
lagsmála án þess að það skili sér aft-
ur í loftslagsvæn verkefni. „Víða um
heim er unnið að slíkum verkefnum í
samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda
og við höfum metnað til að taka þátt í
þeirri framþróun og höfum fundið
fyrir miklum áhuga innan rann-
sóknasamfélagsins hér á landi,“ seg-
ir Pétur Blöndal að lokum.
Fanga kolefni en greiða samt
Morgunblaðið/Golli
Ál Losunargjöldin renna ekki til loftslagsvænna verkefna.
- Hvata vantar í ETS-kerfið til að þróa og tefla fram nýjum lausnum - Sóknarfæri í loftslagsmálum
rædd á ársfundi Samáls- Losun gróðurhúsalofttegunda frá álframleiðslu hvergi minni en á Íslandi
Álframleiðsla
» Á Íslandi hefur verið dregið
úr losun á hvert framleitt tonn
um 75% frá árinu 1990.
» ETS-kerfið nær einungis til
evrópskra álvera.
» ESB að vakna til vitundar.
»T il skoðunar er að taka upp
nýtt kerfi, CBAM, sem svipar til
ETS-kerfisins. Þar þyrftu inn-
flytjendur áls til Evrópu einnig
að greiða fyrir losunarheim-
ildir.
Pétur
Blöndal
fram að leggja á til við hluthafa-
fundinn að veita stjórn heimild til
hækkunar hlutafjár félagsins með
útgáfu nýrra hluta, meðal annars
vegna skráningarinnar.
Verði tillagan samþykkt verður
stjórninni heimilt að ákveða hækk-
un hlutafjár um allt að kr.
[1.000.000] að nafnvirði með útgáfu
nýrra hluta, í einu lagi eða í áföng-
um. Tekjur Solid Clouds árið 2019
voru 86 milljónir. Þar af voru styrk-
ir 64 milljónir króna. tobj@mbl.is
Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds,
sem framleiðir herkænskuleikinn
Starborne sem gerist í geimnum og
er spilaður í rauntíma af þúsundum
spilara, stefnir að skráningu á First
North-hlutabréfamarkaðinn.
Þetta kemur fram í aðalfundar-
boði félagsins sem Morgunblaðið
hefur undir höndum. Fundurinn
verður haldinn 14. maí nk. en á
honum verður lagt til að veita
stjórn heimild til skráningarinnar.
Í fundarboðinu kemur einnig
Solid Clouds á hlutabréfamarkað
- Vilja einnig hækka hlutafé
Leikur Fyrirtækið var rekið með 637 þúsund króna tapi árið 2019.
8. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.13
Sterlingspund 174.09
Kanadadalur 102.19
Dönsk króna 20.293
Norsk króna 15.006
Sænsk króna 14.804
Svissn. franki 137.78
Japanskt jen 1.1458
SDR 179.52
Evra 150.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.6642
Hrávöruverð
Gull 1793.15 ($/únsa)
Ál 2476.5 ($/tonn) LME
Hráolía 68.47 ($/fatið) Brent