Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 45
kominn í þriggja leikja bann fyrir að hafa slegið andstæðing í leik gegn Álftanesi í 1. deild karla. Hann tók út fyrsta leikinn í banninu í gærkvöld þegar Sindri tók á móti Selfossi í fyrsta leiknum í umspilinu um sæti í úrvalsdeildinni. _ Atli Gunnar Guðmundsson, sem hefur verið aðalmarkvörður Fjölnis í knattspyrnunni undanfarin tvö ár, er genginn til liðs við FH. Atli, sem er 27 ára gamall Seyðfirðingur, lék með Hugin til 2016 og síðan með Fram í tvö ár en hélt þaðan í Grafarvoginn. Þar lék hann í fyrsta skipti í úrvals- deildinni í fyrra og varði mark liðsins í sautján leikjum af átján. _ Sif Atladóttir, landsliðskona Ís- lands í knatt- spyrnu og leik- maður Kristian- stad í sænsku úrvalsdeildinni, sneri aftur í byrjunarliðið hjá Kristianstad þegar liðið tók á móti Vittsjö í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri Kristianstad en Elsa Edgren skoraði sigurmark leiks- ins á 61. mínútu. Sif, sem lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Kristi- anstad, var síðast í byrjunarliði Kristi- anstad í október 2019 en hún var í barneignarleyfi á síðustu leiktíð. Kristianstad fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar og er með sjö stig, líkt og Häcken, en Rosengård er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eða níu stig eftir þrjá leiki. Sveindís Jane Jónsdóttir lék ekki með Kristianstad vegna meiðsla en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins. _ KA og Leiknir úr Reykjavík mætast í 3. umferð úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á mið- vikudaginn kemur en leikurinn fer fram á Dalvíkurvelli á Dalvík. Til stóð að leikurinn færi fram á Greifavelli á Akureyri en völlurinn er ekki tilbúinn fyrir leikinn og lítur ekki nægilega vel út. Akureyringar óskuðu því eftir því við nágranna sína á Dalvík að fá að spila leikinn þar en á Dalvík er notast við gervigrasvöll. _ Atvinnukylf- ingurinn Har- aldur Franklín Magnús er öruggur í gegn- um niðurskurð- inn á Dimension Data-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í Evrópu. Haraldur lék sinn annan hring á mótinu í gær og lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Haraldur lék fyrsta hringinn á 70 höggum, tveimur undir pari, og er samtals á fimm höggum undir pari í 33.-45. sæti. ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Domusnovav.: Leiknir R. – Breiðab L19.15 Kórinn: HK – Fylkir.......................... L19.15 Norðurálsvöllur: ÍA – Víkingur R.... L19.15 Kaplakrikavöllur: FH – Valur .......... S19.15 Nettóvöllur: Keflavík – Stjarnan...... S19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Varmá: Afturelding – Kórdrengir ........ L14 Jáverkvöllur: Selfoss – Vestri ............... L14 2. deild karla: Hertz-völlur: ÍR – Leiknir F ................. L14 Fjarðab.höll: Fjarðabyggð – Völsung .. L14 Akraneshöll: Kári – KF ......................... L14 KR-völlur: KV – Magni .......................... S14 3. deild karla: Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir – Víðir......... L13 Würth-völlur: Elliði – Ægir................... L14 Fellavöllur: Huginn/Höttur – Sindri .... L14 Kópavogsvöllur: Augnablik – ÍH .......... L14 Týsvöllur: KFS – Einherji..................... L14 Samsung-völlur: KFG – Tindastóll ....... S13 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Breiðablik ... L16 Borgarnes: Skallagrímur – Fjölnir....... L16 DHL-höllin: KR – Haukar..................... L16 Blue-höllin: Keflavík – Valur................. L16 1. deild kvenna: Ísafjörður: Vestri – Ármann.................. L18 IG-höllin: Hamar/Þór – Njarðvík ......... L18 Dalhús: Fjölnir b – Tindastóll ............... L20 Umspil karla, fyrsti leikur: Ísafjörður: Vestri – Fjölnir.................... L15 Hveragerði: Hamar – Hrunamenn ....... L16 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – KA/Þór ................ L13.30 Ásvellir: Haukar – Stjarnan ............. L13.30 Vestmannaeyjar: ÍBV – FH ............. L13.30 Origo-höllin: Valur – HK .................. L13.30 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Kaplakriki: FH – Afturelding................ S14 Höllin Ak.: Þór – Selfoss ........................ S16 Austurberg: ÍR – KA.............................. S16 Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan ......... S16 Origo-höllin: Valur – Grótta................... S16 BLAK Undanúrslit kvenna, annar leikur: Neskaupst.: Þróttur N. – HK (0:1) .. L13.30 KA-heimilið: KA – Afturelding (0:1)..... L19 8-liða úrslit karla, fyrsti leikur: Fylkishöll: Fylkir – HK.......................... S14 Neskaupstaður: Þróttur N. – KA.......... S14 Álftanes: Álftanes – Hamar ................... S14 Ísafjörður: Vestri – Afturelding ............ S16 UM HELGINA! Dominos-deild karla Þór Þ. – Þór Ak................................. 103:108 Keflavík – Valur.................................. 101:82 Staðan: Keflavík 21 19 2 1991:1688 38 Þór Þ. 21 14 7 2053:1902 28 Stjarnan 21 13 8 1913:1840 26 KR 21 11 10 1863:1884 22 Grindavík 21 11 10 1848:1900 22 Valur 21 11 10 1794:1787 22 Tindastóll 21 9 12 1883:1893 18 Þór Ak. 21 9 12 1833:1969 18 Njarðvík 21 8 13 1747:1793 16 ÍR 21 8 13 1897:1938 16 Höttur 21 7 14 1836:1944 14 Haukar 21 6 15 1768:1888 12 Umspil karla 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Sindri – Selfoss ..................................... 77:69 Álftanes – Skallagrímur ...................... 92:88 1. deild kvenna Grindavík – Stjarnan.......................... 101:55 Meistaradeild Evrópu Undanúrslit: Zaragoza – Pinar Karsiyaka ............. 79:84 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig og tók eitt frákast fyrir Zaragoza á fimm mínútum. San Pablo Burgos – Strasbourg.......... 81:70 _ Zaragoza leikur við Strasbourg um bronsverðlaunin á morgun. Þýskaland Würzburg – Fraport Skyliners.......... 66:95 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 11 stig fyrir Fraport, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 21 mínútu. Litháen Neptunas – Siauliai ............ 78:78 (107:106) - Elvar Már Friðriksson skoraði 15 stig fyrir Siauliai, gaf 17 stoðsendingar og tók þrjú fráköst á 47 mínútum. NBA-deildin Charlotte – Chicago ........................... 99:120 Dallas – Brooklyn ............................. 113:109 Toronto – Washington............. (frl.) 129:131 Detroit – Memphis ............................. 111:97 Indiana – Atlanta.............................. 133:126 Golden State – Oklahoma City.......... 118:97 LA Clippers – LA Lakers.................. 118:94 _ Philadelphia, Brooklyn og Milwaukee eru komin áfram í Austurdeild. _ Utah, Phoenix, LA Clippers og Denver eru komin áfram í Vesturdeild. >73G,&:=/D VALUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það er alltaf gaman þegar stór klúbbur eins og Valur sýnir manni áhuga og vill semja við mann,“ sagði knattspyrnumaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason, nýjasti leik- maður Vals, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Guðmundur Andri, sem er jafnan kallaður Andri, er 21 árs gamall en hann á að baki 34 leiki í efstu deild hér á landi þar sem hann hefur skorað átta mörk. Þá á hann að baki 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk. „Sú staðreynd að tímabilið sé ný- hafið þegar þeir ákveða að reyna að fá mig ítrekar bara hversu mikið þeir vildu fá mig sem er virkilega já- kvætt. Það var lítil pressa á mér síð- ast þegar ég kom til Íslands en pressan er meiri núna. Að sama skapi líður mér ágætlega undir pressu og ég hef tæklað hana ágæt- lega hingað til. Það leggst mjög vel í mig að spila á Hlíðarenda enda stór klúbbur sem ætlar sér stóra hluti. Ég er búinn að vera frá síðastliðið ár vegna meiðsla en samt vill einn stærsti klúbbur landsins semja við mig sem er virki- lega uppörvandi,“ sagði Andri. Andri er uppalinn hjá KR í Vesturbæ en það ríkir ákveðinn ríg- ur á milli KR og Vals enda stórlið í íslenskum fótbolta. „Það er ekki búið að skjóta neitt á mig ennþá en ég held að flestir fé- lagar mínir séu bara ánægðir fyrir mína hönd. Þeim finnst gaman að fá mig aftur heim og það verður gott að geta eytt tíma með þeim líka. Maður hefur líka heyrt það út- undan sér að það séu ansi margir uppaldir KR-ingar komnir yfir á Hlíðarenda þannig að ég er klárlega ekki sá fyrsti sem skiptir yfir úr KR í Val.“ Sóknarmaðurinn gekk til liðs við Start í Noregi frá KR, sumarið 2017, en náði sér ekki á strik hjá norska félaginu á þeim þremur ár- um sem hann var í herbúðum fé- lagsins. „Ég er mjög svekktur með að hafa ekki náð að sýna mitt rétta andlit í Noregi. Árið í fyrra átti að vera árið mitt ef svo má segja því maður kemur út ungur og það tekur tíma að koma sér inn í hlutina. Ég fer svo á láni til Víkinga sumarið 2019 þannig að markmiðið var að stimpla sig inn á síðustu leiktíð. Uppleggið hjá liðinu á þessari leik- tíð hentaði mér ekki alveg hvað varðar leikstíl og annað. Við kom- umst því að samkomulagi um að það væri því fínt að prófa eitthvað annað og nýtt. Ég tel mig ekki vera að taka skref niður á við með því að koma heim enda er Valur risastór klúbbur og jafnvel stærri en Start. Ég ætla mér að spila vel í sumar og þá er aldrei að vita nema einhver lið erlendis sýni manni áhuga eftir tímabilið,“ sagði Andri við Morgunblaðið. Alls ekki skref niður á við - Guðmundur Andri Tryggvason er genginn til liðs við Val eftir þrjú ár í Noregi - Nóg af uppöldum KR-ingum á Hlíðarenda og ekki sá fyrsti sem skiptir yfir Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimkoma Guðmundur Andri Tryggvason er kominn til liðs við Valsmenn. Pétur Theódór Árnason skoraði þrennu fyrir Gróttu þegar liðið tók á móti Þór frá Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeild- inni, á Vivaldi-vellinum á Seltjarn- arnesi í 1. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 4:3-sigri Gróttu en Sölvi Björnsson var einn- ig á skotskónum fyrir Seltirninga. Ólafur Aron Pétursson skoraði tví- vegis fyrir Þórsara og þá var Liban Abdulahi einnig á skotskónum fyrir Akureyringa. Þá vann Grindavík afar sterkan 3:1-sigur gegn ÍBV á Grindavík- urvelli í Grindavík. Sigurður Bjartur Hallsson, Sig- urjón Rúnarsson og Viktor Guð- berg Hauksson skoruðu mörk Grindavíkur sem komst í 3:0 í leikn- um en José Sito Seoane klóraði í bakkann fyrir Eyjamenn á 76. mín- útu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vörn Þórsarinn Guðni Sigþórsson umkringdur Gróttumönnum. Þrenna í fyrsta leik tíma- bilsins á Seltjarnarnesi Kristján Jónsson kris@mbl.is Stjarnan tilkynnti í gær að félagið hefði samið við knattspyrnukonuna Katrínu Ásbjörnsdóttur um að leika með liðinu í sumar. Katrín lék með KR í fyrra en hafði gælt við þá til- hugsun að taka sér frí frá boltanum í sumar. Stjarnan hafði sett sig í samband við Katrínu fyrr í vetur í þeirri von að fá hana aftur til fé- lagsins. „Nei ég hef ekki verið að æfa með liðinu. Ég hafði ætlað mér að taka mér frí frá fótboltanum á þessu keppnistímabili. Stjarnan hafði samband nokkrum sinnum og mér leist vel á það sem þau eru að gera. Hvort sem það er stefnan varðandi liðið, þjálfarinn eða leik- mannahópurinn. Ég ákvað bara að slá til og hlakka til að byrja að æfa með þeim. Vonandi get ég hjálpað þeim eitthvað,“ sagði Katrín þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær. „Það var annað sem gekk fyrir hjá mér í vetur. Ég var í þungu námi og þurfti að einbeita mér að því. Nú er það búið og þá opnast möguleiki fyrir fótboltann sem er bara gott.“ Katrín er öllum hnútum kunnug í Garðabænum eftir að hafa leik- ið með Stjörn- unni á árunum 2016 til 2018 og skoraði þá 28 mörk fyrir liðið í efstu deild. Ís- landsmeistaratit- ilinn vann hún með liðinu árið 2016. Hún veit því að hverju hún gengur. „Já algerlega. Ég þekki félagið. Nú er annar þjálfari og önnur stjórn en þegar ég var síðast. En ég kannast við nokkra leikmenn og þekki auðvitað umhverfið. Ég er ánægð með þessa ákvörðun og er bara spennt fyrir sumrinu,“ sagði Katrín ennfremur. Hún á að baki þrettán ára meistaraflokksferil frá því hún lék fyrst með KR árið 2008. Hún lék með Vesturbæjarliðinu til 2011 en síðan með Þór/KA 2012 til 2014, með Klepp í Noregi hluta úr tímabili og með Stjörnunni 2016 til 2018. Eftir ársfrí lék Katrín með KR- ingum í fyrra og hún hefur nú sam- tals leikið 147 leiki í efstu deild og skorað í þeim 65 mörk. Hún á að baki 19 A-landsleiki og 27 leiki með yngri landsliðum Íslands. „Vonandi get ég hjálpað eitthvað“ Katrín Ásbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.