Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 35
MESSUR 35á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sig-
urður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna. Kór
Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi
Guðnason.
Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2021 verður
haldinn í Ási strax að guðsþjónustu lokinni.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningar.
Önnur mál. Kaffiveitingar.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 17. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur
undir stjórn Helgu Loftsdóttur og undirleik Dav-
íðs Sigurgeirssonar. Prestur er Kjartan Jóns-
son. Allra sóttvarna verður gætt. Kirkjugestir
beri grímu. Guðsþjónustunni verður streymt á
Fésbókarsíðu kirkjunnar.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
usta kl. 11. Prestur er Pétur Ragnhildarson. Fé-
lagar úr kór kirkjunnar syngja, organisti er Örn
Magnússon. Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14.
Prestur sr. Toshiki Toma.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessur hefjast á
sunnudag kl. 20 og verður það messutíminn í
sumar.
Þetta eru messur með tónlist og messuformið
óhefðbundið.
Sr. Pálmi og kantor Jónas Þórir leiða stundina
ásamt söngvara eða söngvurum úr Kammerkór
Bústaðakirkju.
DIGRANESKIRKJA | Sunnudaginn 9. maí
verður guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sunna Dóra
Möller og Sólveig Sigríður organisti leiða stund-
ina.
DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
er Sveinn Valgeirsson Kári Þormar dómorgan-
isti. Pétur Nói Stefánsson leikur for- og eftirspil
á orgelið. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára.
Á uppstigningardag 13. maí er guðsþjónusta
klukkan 11, þá mun Karl Sigurbjörnsson bisk-
up prédika og séra Elínborg Sturludóttir þjóna
fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur
og Kári Þormar leikur á orgelið.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og pré-
dikar. Kór kirkjunnar syngur. Arnhildur Valgarðs-
dóttir er organisti. Reynir Þormar leikur á saxó-
fón. Inga Backman syngur einsöng í tilefni
mæðradagsins. Kaffisopi eftir stundina. Með-
hjálpari Kristín Ingólfsdóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta 9.
maí kl. 14. Mæðradagurinn.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprest-
ur leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina og
hljómsveitin Mantra leiða tónlistina undir
stjórn Gunnars Gunnarssonar organista.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til
að mæta.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónustan kl.
11. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju mun
leiða söng. Organisti er Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar.
Hefst hann sömuleiðis kl. 11. Umsjón með
honum hafa sr. Grétar Halldór Gunnarsson,
Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður
Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Uppstigningardag 13. maí verður guðsþjón-
usta kl. 11. Dagur eldri borgara og eldri borg-
arar því sérstaklega boðnir velkomnir. Prestar
kirkjunnar þjóna og sr. Guðrún Karls Helgudótt-
ir prédikar. Organisti er Hákon Leifsson. Kór
kirkjunnar syngur. Ef samkomureglur leyfa
verður boðið upp á kaffi á eftir.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag
kl. 11. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og fé-
lagar úr kór Grensáskirkju leiða almennan
messusöng, það verður sumarstemning og
sumarsálmar. Messuþjónar þjóna ásamt sr.
Evu Björk Valdimarsdóttur. Við minnum á Kyrrð-
arstundina alla þriðjudaga kl. 12.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming-
arguðsþjónusta sunnudag 9. maí kl. 10.30.
Prestur er Leifur Ragnar Jónsson sem þjónar
og prédikar fyrir altari. Organisti er Hrönn
Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur.
Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir og
meðhjálpari er Guðný Aradóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Innsetningar-
messa kl. 11. Prófastur Kjalarnesprófasts-
dæmis, sr. Hans Guðberg Alfreðsson, setur
sr. Jónínu Ólafsdóttur í embætti sóknarprests
við Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Jón Helgi Þórarins-
son þjónar fyrir altari. Barbörukórinn syngur
undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organ-
ista.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messu-
þjóna aðstoðar. Organisti er Björn Steinar Sól-
bergsson. Umsjón barnastarfs Rósa Hrönn
Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Fé-
lagar úr Kordíu kór Háteigskirkju leiða messu-
söng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur
er Eiríkur Jóhannsson. Að guðsþjónustu lok-
inni verður aðalsafnaðarfundur Háteigssókn-
ar haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudaginn
9. maí verður sameiginleg guðsþjónusta
Digranes- og Hjallasóknar í Digraneskirkju kl.
11. Sr. Sunna Dóra og Sólveig Sigríður org-
anisti leiða stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöldmessa 9. maí
kl. 20. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja
undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista.
Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 11. Sr. Sjöfn
Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir
stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa 9.
maí kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir leiðir
stundina. Krúttakórinn syngur undir stjórn
Sunnu Karenar Einarsdóttur og Bjargar Þórs-
dóttur.
LAUGARNESKIRKJA | Fermingarathöfn kl.
11.
Mánudagur 10. maí. Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkj-
an opnuð kl. 19.30.
Uppstigningardagur: Guðsþjónusta kl. 14. El-
ísabet Þórðardóttir organisti og Anna Sigríður
Helgadóttir sópran flytja tónlist ásamt fleir-
um. Sr. Davíð Þór Jónsson og sr. Sigurður
Jónsson þjóna. Sr. Sigurður prédikar.
Virðum sóttvarnareglur!
LÁGAFELLSKIRKJA | Kyrrðar- og bæna-
stund sunnudag kl. 11. Sr. Arndís Linn leiðir
stundina sem stendur öllum opin. Kirkjukór
Lágafellskirkju syngur undir stjórn Þórðar Sig-
urðssonar organista.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Linda-
kirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einars-
sonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.
NESKIRKJA | Sunnudagaskóli og guðsþjón-
usta kl. 11. Í guðsþjónustunni syngja félagar úr
Kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Stein-
gríms Þórhallssonar organista. Prestur er
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Þetta er hinn
almenni bænadagur og taka söngvar og prédik-
un mið af því.
Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili og er
gengið beint inn í það. Að venju verður söngur
og sögur og gleði. Umsjón hafa Hilda María,
Kristrún og Ari, sem annast undirleik.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudaginn 9.
maí kl. 14 verður helgistund, streymt verður á
vefsvæðinu ohadisofnudurinn.is, þar sem enn
er ekki hægt að taka á móti gestum. Séra Pétur
Þorsteinsson þjónar og Kristján Hrannar sér
um tónlistina.
Útvarpsmessa kl. 11 á sunnudag á Rás 1.
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Messa kl. 11.
Kirkjukórinn syngur sumarsálma undir stjórn
Rögnvaldar Valbergssonar organista. Sigríður
Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Aðalfundur safnaðarins verður eftir messuna
og hefst kl. 12.30 í safnaðarheimilinu.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Biskupar í Skálholti. Sr. Kristján
Björnsson vígslubiskup talar. Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar ásamt sr.
Kristjáni Björnssyni, vígslubiskupi í Skálholti.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Ólöf Ing-
ólfsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng.
Aðalsafnaðarfundur verður sunnud. 16. maí kl.
12.30 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Biblíusaga, söngur, kirkjubrúð-
ur og Hafdís og Klemmi. Fermingarbörn að-
stoða í stundinni. Organisti er Rusa Petriashvili
og kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safn-
aðarsöng. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir
og Jóhann Grétar Einarsson er meðhjálpari.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprest-
ur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón
Bjarnason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Kyrrðar- og bænaguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Henning Emil Magnússon
leiðir stundina. Guðrún Þórarinsdóttir leikur á
víólu, Jóhann Baldvinsson á orgel og félagar úr
kór Vídalínskirkju syngja.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgi-
stund sunnudag 9. maí kl. 11. Kór Víðistaða-
sóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar org-
anista og sóknarprestur þjónar. Að guðs-
þjónustu lokinni verður haldið út í góða veðrið
og plokkað í kring um kirkjuna á Víðistaðatúni.
Eftir plokkið verður boðið upp á hressingu á
kirkjutorginu. Tökum þátt í starfi kirkju á grænni
leið og fegrum umhverfið.
Skarðskirkja á Landi
Hótel um land allt 65 Orkustöðvar
um land allt
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. *Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli með 50% útborgun. Sjá nánari upplýsingar um kaupauka á notadir.benni.is
Kaupauki með völdum notuðum bílum
Sjö nætur á Fosshotel Eldsneytiskort Óvæntur ferðag
laðningur
Að verðmæti allt að 210.000 kr. Að verðmæti 50.000 kr. Dregið út
vikulega
Bílabúð Benna gefur þér tækifæri til að kynnast Íslandi betur í sumar og styðja við íslenska ferðaþjó
nustu í leiðinni.
ÍSLAND VILL SJÁ ÞIG Í SUMAR
SsangYongKorandoDlx ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 33þús. km. Verð: 3.790.000 kr.
Audi A3SportbackAttraction ‘13, sjálfskiptur,
ekinn 92þús. km. Verð: 1.990.000 kr.
Opel Astra Innovation ‘17, sjálfskiptur,
ekinn 39þús. km. Verð: 2.490.000 kr.
MercedesBenzViano Cdi 2200 ‘13, sjálfskiptur,
ekinn 68þús. km. Verð: 3.990.000 kr.
OpelMokkaX Innovation ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 71þús. km. Verð: 3.090.000 kr.
Greiðsla á mánuði: 17.835 kr.* Greiðsla á mánuði: 22.096 kr.* Greiðsla á mánuði: 28.486 kr.*
4X4
4X4
Greiðsla á mánuði: 27.066 kr.* Greiðsla á mánuði: 14.285 kr.*
590351 340658
591143
446840
446516
Mörg eru gull-
kornin sem hnotið
hafa úr fræðasjóði
þýska skáldsins Jo-
hanns Wolfgangs von
Goethe.
Eitt þeirra segir:
Der Teufel hat der
Diener vier: Die Bos-
heit, Dummheit,
Macht und Gier. Út-
leggja mætti setningu
þessa: Kölski hefur húskarla fjóra:
Mannvonskuna, heimskuna, valdið
og græðgina.
Þýsk saga á sér mjög mikla fjöl-
breytni þar sem góðar og ágengar
hugsanir verða að byltingum, sum-
um sem leiða sitt hvað gott af sér
eins og siðbótina að miklu leyti sem
og rómantíkina í bókmenntum. En
frjáls hugsun hefur stundum leitt til
annars öllu verra eins sem verða til
ills. Í Þýskalandi verða þannig til
tvær öfgastefnur: Kommúnisminn
laust fyrir miðja 19. öld og kenndur
er við Karl Marx. Hann reyndist
mannkyninu dýrkeyptur í hönd-
unum á skelfilegum einræðis-
herrum. Nokkrum mannsöldrum
síðar kemur hin stefnan með þjóð-
rembingnum nasismanum fram í
riti Adolfs Hitlers, Mein Kampf.
Það er uppfullt af fordómum, hroka
og fyrirlitningu á mörgum mann-
legum gildum. Það var skyldulesn-
ing í Þýskalandi nasismans.
Þessar tvær ólíku stefnur tókust
oft á í þýskri sögu og fléttuðust oft
saman.
Staðan í dag eftir hrun komm-
únismans í Austur-Evrópu
Þjóðverjar hafa lengi verið
þekktir fyrir mikla nákvæmni.
Meira að segja nasistar skráðu
ótrúlega nákvæmar upplýsingar þar
sem illskan er skráð á spjöld sög-
unnar. Nasistar skildu eftir mikið
skjalasafn sem lenti á yfirráðasvæði
Rússa eftir lok síðari heimstyrjald-
arinnar. Þær urðu STASI-
leyniþjónustu DDR tilefni til að
komið var upp mjög þéttriðnu neti
njósnara í vesturhluta Þýskalands á
dögum kalda stríðsins. Aðferðin var
einföld: Komist var að hvar hátt-
settir SS-sveitarmenn bjuggu innan
BRD og síðan var haft tal af þeim:
Voru þeir tilleiðanlegir að hafa sam-
vinnu við STASI eða
var viðkvæmum upp-
lýsingum um þá lekið
til gulu pressunnar
sem ætíð væri tilbúin
að birta óþægilegar og
hneykslanlegar upplýs-
ingar?
Telja verður að
árangur STASI á tím-
um kalda stríðsins hafi
farið fram úr öllum
vonum enda teygðist
njósnanet þeirra jafn-
vel inn í raðir æðstu stjórnenda
BRD. Líklega er eitt þekktasta
dæmið þegar í ljós kom að einn
nánasti samstarfsmaður Willys
Brandts reyndist njósnari á vegum
STASI og varð það þessum vinsæla
og víðsýna kanslara að falli.
Á síðustu vikum DDR kepptust
STASI-menn við að eyða við-
kvæmum skjölum í pappírstæt-
urum. Síðustu árin hafa sérfræð-
ingar hjá Þjóðskjalasafninu þýska
(Bundes Arkiv) verið að púsla þessu
samansafnaða pappírsrusli saman.
Hefur margt forvitnilegt komið í
ljós sem varpar ljósi á skelfilega
fortíð kommúnismans og nasism-
ans. En nú er þess gætt að þessi
skjöl verði einungis notuð í þágu
sagnfræði enda þarf að rifja sem
oftast upp söguna ef það gæti kom-
ið í veg fyrir að hún endurtæki sig.
Okkur ber að draga lærdóm af
þeim skelfingum sem áður gengu
yfir.
Milljónir hafa ánetjast þessum
vafasömu fræðum og lent í alvar-
legri blindgötu sem mörgum hefur
orðið hált á og ekki fundið rétta leið
aftur. Og enn er verið að höggva í
sama knérunn og er eitt nýjasta
dæmið herforingjabyltingin í Mjan-
mar þar sem áður var Búrma þar
sem mannréttindi og frelsi borg-
aranna eru fyrir borð borin í einni
verstu mannvonsku sem fram hefur
komið á síðustu tímum.
Oft er flagð undir
fögru skinni
Eftir Guðjón
Jensson
Guðjón Jensson
» Okkur ber að draga
lærdóm af þeim
skelfingum sem áður
gengu yfir.
Höfundur er leiðsögumaður og eldri
borgari í Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com