Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Á Íslandi eru ótal
tækifæri til atvinnu-
uppbyggingar í græn-
um orkusæknum iðn-
aði. Í fyrri grein
Landsvirkjunar og
Samtaka iðnaðarins
var fjallað um þau
grænu tækifæri sem
felast í gagnaversiðn-
aði, en tækifærin eru sannarlega fleiri.
Græn og endurnýjanleg orka gefur
okkur kost á að framleiða græn og
heilnæm matvæli. Sama græna orkan
gefur okkur færi á að hætta tugmillj-
arða króna innkaupum á bensíni og ol-
íu á hverju ári og framleiða vetni og
annað umhverfisvænt eldsneyti. Þá
kallar rafbílavæðingin á stóraukna
framleiðslu á rafhlöðum. Allt eru þetta
tækifæri sem ætti að sækja til að
skjóta styrkari stoðum undir hag-
kerfið um leið og við leggjum enn
meira af mörkum í baráttunni gegn
loftslagsvánni þar sem við njótum sér-
stöðu á heimsvísu með framleiðslu og
nýtingu grænnar orku. Um leið skap-
ast ný, eftirsótt störf, aukin verðmæti
og orkusjálfstæði landsins verður
tryggt.
Hátæknimatvæli
Til að sporna við loftslagsáhrifum
og vinna að sjálfbærni er matvæla-
framleiðsla heimsins í endurskoðun.
Miklar breytingar blasa við í einni
stærstu iðngrein heims. Hér á landi
höfum við gott aðgengi að raforku frá
endurnýjanlegum auðlindum og
varma frá jarðhita. Þá sérstöðu getum
við nýtt til að byggja upp hátækni-
matvælaframleiðslu.
Við höfum um aldir stundað hefð-
bundna matvælaframleiðslu til að
fæða þjóðina og til útflutnings. Við
getum byggt á þeim sterka grunni,
sótt fram og byggt upp fleiri greinar
innan matvælaframleiðslu með okkar
grænu orku og hreina vatni. Ræktun í
hátæknigróðurhúsum, örþörunga-
ræktun, framleiðsla próteina, ýmis líf-
tækni, þurrkun, frostþurrkun, eiming
og úrvinnsla eru aðeins nokkur dæmi
um þau tækifæri sem bíða þess að
vera sótt.
Til mikils er að vinna því með há-
tæknimatvælaframleiðslu hér á landi
getum við framleitt matvæli með
minna umhverfisfótspor, bætt nýt-
ingu orkuauðlinda, tengt saman þekk-
ingu úr hefðbundinni matvælafram-
leiðslu við hátæknimatvæla-
framleiðslu, skapað ný og eftirsótt
störf um land allt og aukið útflutnings-
tekjur.
Vetni og annað rafeldsneyti
Til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda þarf að leita fleiri grænna
orkugjafa til að knýja stærri farar-
tæki svo sem flutningabíla, vinnu-
vélar, skip og flugvélar á umhverfis-
vænan hátt, enda er rafvæðing slíkra
tækja ekki fýsileg í öllum tilvikum.
Framleiðsla græns eldsneytis, svo
sem vetnis eða annars rafeldsneytis í
formi ammóníaks, metanóls eða met-
ans er dæmi um fleiri græn tækifæri
sem bíða þess að vera sótt.
Vetnis- og rafeldsneytisframleiðsla
krefst mikillar orku og eftirspurn eftir
grænu vetni, sem framleitt hefur verið
með rafgreiningu vatns og endurnýj-
anlegri orku, er talin fara vaxandi á
komandi árum samhliða markmiðum í
loftslagsmálum. Samkvæmt orku-
stefnu Íslands ætlum við að vera laus
við jarðefnaeldsneyti svo sem olíu og
bensín sem helstu orkugjafa í sam-
göngum fyrir árið 2050.
Við erum enn komin stutt á veg í
framleiðslu á grænu eldsneyti en
tækifærin eru til staðar.
Vinnsla græns eldsneytis hefur
margvíslegan ávinning í för með sér:
Samdráttur í innflutningi á bensíni og
olíu þýðir minni losun gróðurhúsa-
lofttegunda og gjaldeyrissparnað fyr-
ir þjóðarbúið. Við gætum með tím-
anum orðið algjörlega orkusjálfstæð.
Rafhlöðuframleiðsla
Rafbílum fjölgar ört og sú þróun
kallar á stóraukna framleiðslu á raf-
hlöðum. Rafhlöðufyrirtæki svipast nú
um eftir heppilegum framleiðslu-
stöðum í Evrópu. Í þeirra hópi eru
bæði rótgróin rafhlöðufyrirtæki og
önnur sem eru að hefja framleiðslu.
Ísland er góður kostur fyrir raf-
hlöðuframleiðslu, sem er orkusækin,
skapar mörg störf og þarf stórt land-
svæði. Þá leggja mörg fyrirtæki
áherslu á lágt kolefnisspor framleiðsl-
unnar sem græna orkan okkar getur
tryggt. Staðsetning landsins milli
Evrópu og Ameríku er einnig styrkur.
Sækjum tækifærin
Með frekari uppbyggingu gagna-
vera, framleiðslu á hátækni-
matvælum, vetnis- og rafeldsneyti og
rafhlöðum hér á landi væri fjölbreytt-
ari stoðum skotið undir atvinnulífið
með aukinni verðmætasköpun, um
leið og við tökum virkan þátt í orku-
skiptum heimsins. Að öllu framan-
sögðu er óhætt að fullyrða að tækifær-
in í grænum orkusæknum iðnaði eru
fjölmörg. En höfum við það sem þarf
til að grípa tækifærin? Nú reynir á
samstarfsvilja stjórnvalda, sveitar-
félaga og annarra hagaðila að skapa
þá umgjörð sem þarf til að hægt verði
að byggja enn frekar upp grænan
orkusækinn iðnað hér á landi.
Ótal tækifæri í grænum orkusæknum iðnaði
Eftir Ríkarð
Ríkarðsson og
Sigurð Hannesson
»Nú reynir á sam-
starfsvilja stjórn-
valda, sveitarfélaga og
annarra að skapa um-
gjörð til að byggja enn
frekar upp grænan
orkusækinn iðnað hér á
landi.
Ríkarður Ríkarðsson
Ríkarður er framkvæmdastjóri
viðskiptaþróunar- og ný-
sköpunarsviðs hjá Landsvirkjun og
Sigurður er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson
Þingflokkur Við-
reisnar lagði nýlega
til að blásið yrði lífi í
þingsályktun vinstri
stjórnarinnar frá 2009
um aðild Íslands að
Evrópusambandinu.
Fyrir utan það metn-
aðarleysi þingflokks-
ins að hengja sig á 12
ára gamla þingsálykt-
un vinstri stjórn-
arinnar vekur helst athygli að
þessi tillaga komi ekki fram fyrr
en nú við lok kjörtímabilsins. Jafn-
vel þótt hún yrði samþykkt myndi
hún ekki binda hendur nýs þing-
meirihluta eða ríkisstjórnar að
loknum kosningum sem fara fram
eftir nokkra mánuði.
Ekki minnst á
auðlindir landsins
Það segir einnig ákveðna sögu
um alvöruleysið sem þarna býr að
baki að ekki er minnst á auðlindir
landsins í greinargerð Viðreisnar
með tillögunni. Hver
væru samningsmark-
miðin varðandi sjáv-
arútveg, landbúnað
og orkuauðlindir
landsins? Að því er
ekki vikið einu orði.
Hins vegar er það
tínt til að Icesave-
deilan hafi verið leyst
vegna regluverks
Evrópusambandsins!
Deilan átti þó upptök
sín í óraunhæfu
regluverki sambands-
ins. Stofnanakerfi ESB, aðild-
arríki sambandsins og sambandið
sjálft gerðu óbilgjarnar kröfur á
Ísland, sátu um landið efnahags-
lega árum saman og stefndu Ís-
landi að lokum fyrir dóm þar sem
kröfunum var hafnað. Helstu for-
svarsmenn Viðreisnar lögðust á
árarnar með ESB og keyptu há-
karlaauglýsingar til að hræða Ís-
lendinga til þess að undirgangast
hinar löglausu kröfur.
Ónægt tilefni
Landsfundir Sjálfstæðisflokks-
ins hafa hafnað tillögum um að Ís-
land gangi í Evrópusambandið.
Vegna gremju með þessa lýðræð-
islegu niðurstöðu í stærsta stjórn-
málaflokki landsins var Viðreisn
að því er virtist stofnuð árið 2016.
Samstarf við Evrópusambandið
er undarlegt mál til að láta steyta
á með þessum hætti því með EES-
samningnum er Ísland í mjög nán-
um tengslum og samskiptum við
ESB. Svo nánum að ýmsum þykir
nóg um þótt ekki liggi endilega í
augum uppi hvað gæti komið í
staðinn. Enda segir í greinargerð
með tillögu Viðreisnar: „Ísland
hefur nú í rúman aldarfjórðung
verið aðili að innri markaði Evr-
ópusambandsins með aðildinni að
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið. Innri markaðurinn er
kjarninn í starfi Evrópusam-
bandsins. Aðild EFTA-þjóðanna
að honum felur því í raun í sér
aukaaðild að sambandinu.“ Þegar
þetta er haft í huga er skrítið að
geta ekki umborið það að mörgum
þyki vænt um fullveldi og sjálf-
stæði landsins og kæri sig ekki
um meira en „aukaaðild“ að ESB.
ESB ekki skilyrði
Eftir þingkosningar haustið
2017 myndaði Viðreisn „þing-
bandalag“ með Samfylkingu og
Pírötum með það að markmiði að
mynda vinstri stjórn í landinu.
Það var eins konar lokatilraun til
að koma í veg fyrir myndun nú-
verandi ríkisstjórnar. Hinn 6. nóv-
ember 2017 birti Ríkisútvarpið
fréttina „Viðreisn myndi ekki
setja ESB sem skilyrði“ á vef sín-
um. Þar sagði:
„Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, formaður Viðreisnar, met-
ur stöðuna við stjórnarmyndun
þannig í dag að flokkarnir verði
að koma sér saman um stjórn
með breiðri skírskotun. Flokk-
urinn myndi ekki setja atkvæða-
greiðslu um aðild að ESB sem
skilyrði fyrir þátttöku í ríkis-
stjórn.“
Þetta voru svo sem engin ný
tíðindi því tæpu ári áður hafði
Viðreisn sest í ríkisstjórn Bjarna
Benediktssonar án þess að sú
stjórn hefði það að markmiði að
endurvekja viðræður um aðild. En
vissulega var það nokkur nýlunda
að farga stefnumálinu án þess að
fara í stjórn.
Málefni eða menn?
Það er eitt að stofna sérstakan
flokk um eitt tiltekið mál. En þá
er ekki mjög sannfærandi að
fórna því aftur og aftur og fylgja
málinu ekki eftir á þingi fyrr en
rétt fyrir kosningar og þá með
hangandi hendi. Þessi framganga
bendir til að stofnun flokksins
hafi fremur snúist um menn og
þeirra persónulega metnað en
málefnið.
Eftir Sigríði Ást-
hildi Andersen »Helstu forsvarsmenn
Viðreisnar lögðust á
árarnar með ESB og
keyptu hákarlaauglýs-
ingar til að hræða Ís-
lendinga.
Sigríður Á. Andersen
Höfundur er þingmaður og formaður
utanríkismálanefndar.
saa@althingi.is
Einskis máls flokkur?
Reykjavíkurborg er
sokkin í skuldir. Á
löngum starfstíma
Dags B. Eggertssonar
hófst sú fordæmalausa
skuldasöfnun sem
Reykvíkingar sitja nú
uppi með. Árið 2013
var ríkissjóði skilað
hallalausum í fyrsta
sinn eftir bankahrunið
2008 og í kjölfarið hóf
ríkið að greiða niður
skuldir í stórum stíl. Rétt er að
rifja upp að viðspyrnan í þeim að-
gerðum var að í tengslum við
nauðasamninga slitabúa föllnu fjár-
málafyrirtækjanna og undanþágu
þeirra frá gjaldeyrishöftum lögðu
slitabúin fram stöðugleikaframlög
sem runnu í ríkissjóð í forsætisráð-
herratíð Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar. Sú aðgerð var án for-
dæma og var töluð niður af flestum
þingmönnum allra
flokka og þekktum
fjármála- og hag-
fræðispekúlöntum sem
töldu þessa aðgerð
óframkvæmanlega. Að
vísu var þessum góða
árangri í ríkisfjármál-
unum glutrað niður á
örfáum árum og 2019
var ríkissjóður kominn
á ný í halla og hefur
verið það síðan. Þessi
árangur varð til þess
að ríkissjóður var vel í
stakk búinn til að
mæta þeim áföllum sem hlotist hafa
vegna Covid en það er mikið
áhyggjuefni hvað skuldasöfnunin er
mikil síðustu mánuði. Lítum nú til
Reykjavíkur. Á sama tíma eða árið
2013 er þessi stórkostlegri árangur
náðist í ríkisfjármálum byrjaði
Reykjavíkurborg að safna skuldum
og er skuldastaðan nú yfirþyrm-
andi. Ekkert borð var fyrir báru í
rekstrinum að taka við fjárhags-
legum áföllum. Skuldir samstæðu
Reykjavíkurborgar jukust um 41
milljarð milli áranna 2019 og 2020
eða úr 345 milljörðum í 386 millj-
arða – um 800 milljónir á viku að
meðtöldum rauðum dögum – eða
um 3,5 milljarða á mánuði! Sam-
kvæmt lántökuáætlun fyrir árið
2021 er áætlað að samstæðan auki
skuldir sínar um 52 milljarða og á
borgarsjóður 34 milljarða af þeirri
lántökuupphæð – eða einn milljarð
á viku að meðtöldum rauðum dög-
um – eða um 4,4 milljarða á mán-
uði! Í árslok 2021 er áætlað að sam-
stæðan skuldi 438 milljarða.
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið
2020 hækkuðu allir tekjupóstar á
milli ára og því hefði verið vand-
ræðalaust að reka borgina réttum
megin við núllið. Það var hins vegar
ekki raunin því eyðslan var botn-
laus á árinu og sem dæmi þá hækk-
uðu laun og launatengd gjöld um
12% og stöðugildi voru aukin um
5% á milli ára. Fjölgun starfsmanna
Reykjavíkur á þessu kjörtímabili
fer langt yfir 1.000 manns þegar
stytting vinnuvikunnar kemur til
framkvæmda. Það er staðreynd.
Engar tillögur eru bornar upp af
borgarstjóra eða meirihlutanum til
hagræðingar í rekstri eða sparnað-
ar. Það er gefið í og slegin ný lán.
Lánakjörum borgarinnar hrakar sí-
fellt eins og nýjustu útboðin gefa til
kynna. Borgarstjóri sér ekki lengur
upp úr skuldafeninu og hefur misst
sjónar á fjárhagsstöðu borgarinnar.
Að slá lán út á komandi kynslóðir
til að friða samviskuna gagnvart
óþörfum og tilgangslausum gælu-
verkefnum nútímans hefur aldrei
verið góð uppskrift. Þessi gríð-
arlega skuldasöfnun skilar sér í það
minnsta ekki í lögbundna þjónustu
eða innviði. Svo mikið er víst, þegar
litið er yfir þjónustuleysi og eigur
sem grotna niður fyrir framan nefið
á meirihlutanum. Sveitarstjórnar-
ráðherra, sem ber ábyrgð á sveitar-
félögunum, lítur í hina áttina þrátt
fyrir þessar staðreyndir og hjálpar
til við Reykjavíkursukkið með
framlengingum á reglugerðum og
kýs að líta framhjá úrskurðum úr-
skurðarnefnda ríkisins. Með þeim
aðgerðum heldur borgarstjóri
áfram að gefa ranga mynd af
rekstri samstæðunnar með froðu-
bókhaldi. Kannski er búið að meta
það sem svo að „borgin er of stór til
að falla“.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur » Árið 2013 er þessi
stórkostlegri árang-
ur náðist í ríkisfjár-
málum byrjaði Reykja-
víkurborg að safna
skuldum. … Í árslok
2021 er áætlað að sam-
stæðan skuldi 438
milljarða.
Vigdís
Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
borgarfulltrúi Miðflokksins.
vigdis.hauksdottir@reykjavik.is
Skuldafenið í Reykjavík