Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
✝
Ingimar Þor-
björnsson
fæddist í Andr-
ésfjósum 13. júní
1939. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 29.
apríl 2021.
Foreldrar hans
voru Þorbjörn
Ingimundarson frá
Gíslastöðum, f.
5.2. 1908, d. 19.7.
1968, og Ingigerður Bjarna-
dóttir frá Hlemmiskeiði, f.
6.11. 1912, d. 16.10. 2009.
Systkini Ingimars eru Her-
mann Ágúst, f. 9.9. 1933, d.
3.1. 2021, Bjarni Þorbjörnsson,
f. 21.7. 1940, d. 12.6. 1966,
Ingveldur Þorbjörnsdóttir, f.
26.8. 1945, Marel Ingvi Þor-
björnsson, f. 14.5. 1951, d. 2.9.
2008.
Þann 12. júní 1969 kvæntist
Ingimar Magneu Ástmunds-
Rún Heiðarsdóttir, f. 18.6.
1978, og eiga þau þrjá syni,
Heiðar Snæ, f. 11.12. 2004,
Bjarna Val, f. 28.1. 2006, og
Brynjar Inga, f. 28.12. 2011.
Ingimar ólst upp í Andr-
ésfjósum á Skeiðum og gekk í
barnaskólann í Brautarholti.
Eftir barnaskólann fór hann í
íþróttaskólann í Haukadal.
Eftir skólagöngu stundaði
hann sjómennsku og var
nokkrar vertíðir á Fróða ÁR
33 frá Stokkseyri og vann á
sumrin hjá Búnaðarfélagi
Skeiðamanna ásamt því að
sinna bústörfum heima fyrir.
Hann vann hjá Rækt-
unarsambandi Flóa og Skeiða
og sem mjólkurbílstjóri hjá
Mjólkurbúi Flóamanna þar til
hann tók við búi foreldra sinna
árið 1966 og stundaði bústörf
ásamt verktakavinnu út starfs-
ævina.
Útför Ingimars fer fram frá
Ólafsvallakirkju í dag, 8. maí
2021, klukkan 14. Vegna Co-
vid-19-fjöldatakmarkana verð-
ur athöfninni streymt á:
https://promynd.is/ingimar
Streymishlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
dóttur frá Grund,
f. 19.2. 1945. Börn
þeirra eru:
1) Ingigerður, f.
24.11. 1965. Eig-
inmaður hennar
er Guðjón Guð-
mundsson og eiga
þau þrjá syni,
Ægi, f. 3.12. 1991,
sambýliskona
hans er Una Guð-
rún Gautadóttir,
sonur Ægis er Hjálmar Guð-
jón, f. 7.1. 2012, Guðmundur
Ingi, f. 12.12. 1997, sambýlis-
kona hans er Rebekka Sif
Gunnþórsdóttir. Ingimar, f.
16.6. 2000. Fyrir á Ingigerður
eina dóttur, Ingunni, f. 15.12.
1987, eiginmaður hennar er
Lárus Guðmundsson, sonur
þeirra er Arnar Magni, f. 24.2.
2016.
2) Bjarni, f. 20.11. 1976.
Eiginkona hans er Valgerður
Elsku pabbi. Það er ótrúlega
erfitt að kveðja þig þrátt fyrir að
hafa verið búinn að undirbúa
hugann fyrir það sem koma
skyldi. Síðasta árið hafði heils-
unni hrakað og mjög hratt síð-
ustu dagana. Þér fannst nóg
komið og hvíldin kærkomin.
Hugurinn fer á flug og minning-
arnar eru margar bæði í leik og
starfi. Við unnum vel saman og
gilti þá einu hvort við vorum að
laga eitthvað í skúrnum, í bú-
störfum eða verktakavinnunni,
þú varst handlaginn og ófáir sem
hafa notið aðstoðar þinnar við
viðgerðir á hinum ýmsu hlutum.
Það er ekki sjálfgefið að pabbi
manns sé einnig góður vinur en
það varst þú og það var gott að
leita ráða hjá þér og gerði ég það
oft og fengu hugmyndirnar ým-
ist jákvæða eða neikvæða um-
sögn og var það yfirleitt án ein-
hverra orðalenginga. Eins varstu
bóngóður og aldrei stóð á að
hjálpa gætir þú komið því við og
áttu þó nokkur handtökin í húsi
okkar hjóna. Eins voru dreng-
irnir mínir þrír ávallt velkomnir í
sveitina hvort sem var í heim-
sókn eða næturgistingu. Við vor-
um mjög nánir og töluðumst við í
síma flesta daga ársins og hafðir
þú það á orði að langt væri síðan
þú heyrðir í mér ef það hafði
dottið út dagur á milli símtala.
Við gátum talað um hin ýmsu
mál og hafðir þú alltaf mikinn
áhuga á að vita hvað ég hefði fyr-
ir stafni og svo sagðir þú mér
hvað væri í gangi í sveitinni því
þú varst forvitinn og vissir yf-
irleitt ef einhverjar framkvæmd-
ir voru í gangi.
Þegar þið mamma hættuð bú-
skap hafðir þú tíma til að rækta
áhuga þinn á gömlum vélum og
tækjum og gerðir upp tvo öld-
unga í vélasafni þínu. Þú hafðir
mikinn áhuga á gömlum vélum
og sérstaklega ef þú hafðir ein-
hverja hugmynd um hver hefði
átt eða unnið á viðkomandi vél. Á
áttræðisafmælisdaginn þinn fór
ég með þér í bíltúr í Skagafjörð-
inn til að skoða samgöngusafnið í
Stóragerði en þú hafðir oft rætt
um að þig langaði þangað, í leið-
inni fundum við svo annað véla-
safn sem var að sjálfsögðu einnig
skoðað. Þessi dagur er mér mjög
minnisstæður og mikils virði
bæði vegna þess hversu gaman
þú hafðir af því að skoða söfnin
og af bílferðinni og eins þar sem
þetta var síðasta ferðalagið sem
við fórum saman.
Nú ertu farinn í Sumarlandið
og það er erfitt að sætta sig við
það en svona er lífsins gangur,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Þinn sonur
Bjarni.
Nú ertu búinn að fá hvíldina
elsku tengdapabbi minn. Ég
kveð þig með miklum söknuði og
dýrmætum minningum.
Tengdapabbi var einstaklega
tryggur og hjálpsamur maður,
hann vildi allt fyrir mig og
Bjarna gera. Hann hjálpaði okk-
ur mikið við húsbyggingar, allt
frá fyrstu skrefum húsbygging-
ar, að sækja möl að Ingólfsfjalli á
vörubílnum sínum og að flutn-
ingum. Einnig voru hann og
tengdamamma mín dugleg að
passa drengina okkar. Þeir
máttu koma í sveitina hvenær
sem er.
Tengdapabbi lá ekki á skoð-
unum sínum, hann sagði alltaf
hvað honum fannst. Ég var ekki
alltaf sammála honum en það er
eitthvað sem skiptir ekki máli.
Hann var húsbóndi á sínu heimili
og þegar við Bjarni byrjuðum
saman hafði ég aldrei séð eins
mikla verkaskiptingu á einu
heimili. Hann sá um útiverkin og
móðir hans og tengdamamma
mín sáu um inniverkin. Hann átti
sitt sæti við eldhúsborðið og það
vissu allir og það byrjaði enginn
á undan honum að fá sér að
borða. Mér fannst þetta mjög
sérstakt og áhugavert til að
byrja með því þetta hafði ég
aldrei séð áður en þetta var eitt
af því sem ég vandist.
Hann var harður karl sem
hafði upplifað ýmislegt í gegnum
árin og hann sýndi ekki alltaf til-
finningar sínar en þegar ég
kynntist honum betur og betur
sá ég að hann var mikil tilfinn-
ingavera. Ef drengirnir okkar
voru veikir fylgdist hann vel með
og hringdi reglulega í Bjarna til
að athuga með líðan þeirra.
Hann var einstaklega stríðinn
og honum fannst gaman að gant-
ast í drengjunum okkar. Þegar
ég og Bjarni vorum nýbyrjuð
saman horfði hann á skóna mína
í forstofunni og spurði mig
hvernig ég héldi jafnvægi á þess-
um skóm en honum fannst þeir
frekar litlir.
Nú ertu kominn í sumarlandið
elsku tengdapabbi, takk kærlega
fyrir allt, ég kveð þig með þessu
ljóði.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín! –
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
(Sigurður Jónsson)
Valgerður Rún
Heiðarsdóttir.
Það er skrítið að sitja hér og
skrifa minningargrein um afa
sinn, afa sem alltaf hefur verið til
staðar fyrir mig og gott betur en
það.
Þú sýndir mér snemma mikið
traust og hafðir mikla trú á
stelpuskottinu sem fylgdi þér um
allt, oft á tíðum hafðir þú meiri
trú á mér en ég sjálf. Þú hvattir
mig til dáða hvort sem um var að
ræða nám, vinnu eða lífið sjálft.
Um leið og ég náði niður á ol-
íugjöfina var tími til kominn að
kenna mér á traktorana og önn-
ur tæki fylgdu svo í kjölfarið. Við
áttum gott samstarf í heyskapn-
um sem og annars staðar og gátu
samskiptin oft á tíðum farið fram
án orða, oft fóru þau fram með
táknum milli traktora og alltaf
skildum við hvort annað. Hey-
skapurinn var oft erfiður tími og
var stundum mikill hamagangur
þegar mikið lá flatt, svo ég tali nú
ekki um ef rigning var á næsta
leiti, þá var hugur þinn einbeitt-
ur og eins gott að ganga rösklega
til verks. Stundum var þó eins og
þú værir í einhverri rúllettu við
veðuröflin, náðir í kíkinn til að
líta upp í Hrepp til að athuga
hversu nærri rigningin væri
komin og hvenær væri tími til
kominn að heyja okkar tún því
best var að heyið fengi að liggja
og þorna sem lengst. Þegar vel
tókst til var fagnað og ánægjan
og léttirinn skein af andliti þínu.
Þér hefur alltaf verið umhug-
að um fólk, fylgdist vel með þínu
fólki og þér líkaði illa ef of langur
tími leið á milli símtala eða heim-
sókna. Alltaf spurðir þú hvað
Lárus og „litla dýrið“, eins og þú
kallaðir Arnar Magna, væru að
gera og varst sérlega áhuga-
samur ef einhverjar fram-
kvæmdir voru í gangi svo ég tali
nú ekki um ef kaup á nýjum bíl-
um bar á góma. Það var síðast í
mars síðastliðnum sem þú
spurðir mikið um bílakaupin
okkar og fannst þér greinilega
ekkert ganga í þeim efnum, það
tókst þó að lokum en því miður
náðum við ekki bíltúr á þeim bíl.
Elsku afi minn, það er sárt að
sakna en minning þín lifir með
okkur og mun ég segja Arnari
Magna sögur af þér um ókomna
tíð. Hann talar núna um að afi
Ingimar sé orðinn engill á himn-
um og er viss um að þú vakir yf-
ir og gætir okkar og það er ég
líka.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ingunn Helgadóttir.
Lífið er ferðalag sem mótar
mann þar til á leiðarenda er
komið. Á ákveðnum tímapunkt-
um staldrar maður við og horfir
yfir farinn veg og rifjar upp
hvaða atvik og einstaklingar
hafa áhrif á mann á tilteknum
áföngum ferðlagsins, áður en
haldið er áfram.
Í síðastliðinni viku lést Ingi-
mar Þorbjörnsson, frændi
minn, og á slíkum stundum
hægir maður á fyrrnefndu
ferðalagi, sest ef til vill á þúfu
og rifjar upp.
Ég var 11 eða 12 ára gamall
þegar ég gerðist vikapiltur
(seinna vinnumaður) hjá Ingi-
mari og Möggu í Andrésfjósum.
Fyrir þekkti ég auðvitað Ingi-
mar sem bróður hennar
mömmu en foreldrar mínir voru
tíðir gestir í Andrésfjósum, þá
sérstaklega yfir álagstíma s.s.
við heyskap. Ingimari kynntist
ég þó ekki af alvöru fyrr en ég
hóf störf hjá honum og Möggu.
Ingimar var reglumaður og
fylgdi því eftir að störfum væri
sinnt eftir ákveðnum hætti,
hvort sem um var að ræða girð-
ingavinnu eða viðhald vinnu-
véla. Á morgnana var heimilis-
fólkið ræst, gengið til mjalta og
á eftir skyldustörfum í fjósinu
beið grautur, lýsi og súrt slátur.
Ég hins vegar viðurkenni fús-
lega að hafa ekki haft mikla að-
dáun á slátrinu og mögulega var
sykurkarið nýtt fullhraustlega
með grautnum.
Ingimar hugsaði vel um
skepnur og viðhald húsa og
véla. Fjósið skyldi þrifið og
kalkað einu sinni á ári svo ekki
sé minnst á að bera mjallarbón
á allar vinnuvélar um haustið.
Ingimar var í eðli sínu alvar-
legur maður þegar kom að bú-
rekstri en hann var glettinn og
stríðinn á sinn hátt þó svo að sú
hlið á honum hafi ekki öllum
verið kunn nema þeim sem
þekktu hann betur.
Á seinustu árum gerði Ingi-
mar upp a.m.k. tvær dráttarvél-
ar, þar á meðal gamlan Farmal
sem Þorbjörn faðir hans hafði
keypt á sínum tíma. Líftími
vinnuvéla byggist meðal annars
á því hversu margar vinnu-
stundir liggja undir vélarhlíf-
inni en ef hugsað er vel um vél-
ina hefur sá þáttur minni áhrif á
endingu vélarinnar og alltaf er
hægt að bæta hráolíu eða bens-
íni á tankinn. Það er því miður
ekki svo með okkur mannfólkið.
Í lokin var tankurinn tómur hjá
frænda mínum en vinnustund-
irnar voru ófáar. Ég sé hann allt-
af fyrir mér í hugskotum sem há-
vaxinn grannan mann í
vinnusamfestingi og stígvélum,
það grillir í köflótta vinnuskyrtu
undir samfestingnum. Hann
virðist hugsi og brosir lítillega í
kampinn.
Þorbjörn Jónsson.
Þeir slitna smám saman
strengirnir sem tengja mann við
ævintýri bernskunnar á Skeiðun-
um.
Við hvern sem fer vantar í
hljóminn.
Fyrstu kynni mín af Ingimari
urðu í sameiginlegum kartöflu-
görðum í Skeiðháholti. Þangað
kom hann að hausti með sinni
fjölskyldu að taka upp kartöflur.
Það voru margar fjölskyldur
með smá kartöflugarða á sand-
bökkunum í Skeiðháholti.
Þau kynni voru ekkert sér-
staklega ánægjuleg. Ég, krakk-
inn, var skíthræddur við hvatvísa
háværa manninn með yfirlýsing-
arnar, sem talaði svo hratt að
maður skildi hann varla.
Það var því með hálfum huga
nokkrum árum síðar fyrir áeggj-
an föður míns, sem hafði ofurtrú
á honum, að ég með bilaðan gír-
kassa í Cortínu leitaði ásjár hjá
Ingimari í Andrésfjósum, dauð-
hræddur um að ég bakkaði á
verkstæðishurðina eða klúðraði
einhverju í stresskasti ef ég
skildi ekki hröð og óskýr fyrir-
mælin.
Allt fór þó vel. Cortínunni
bakkað inn í snyrtilegasta og
flottasta verkstæði í heiminum í
einkaeign. Hurðin lokaðist og
Ingimar fór í sloppinn.
Þá breyttist allt. Það eins og
lygndi yfir Ingimari. Hávaðinn
og stressið á bak og burt og snill-
ingurinn birtist. Í fullkominni
sátt við mekanískt viðfangsefni
sitt, sem skipulega, skref fyrir
skref í uppraðaðri snyrti-
mennsku var leyst.
Ég fór með bílinn einhverjum
tímum síðar í toppstandi, alsæll
og fannst áður glötuð veröld
brosa við mér.
Á þeim tíma tók ég ekki einu
sinni eftir aðalatriði þessa við-
burðar.
Ég hafði eignast vin og sam-
ferðamann sem ég alla tíð síðan
hef litið upp til og dáðst að.
Ótaldar ánægjustundir við
eldhúsborðið hjá þeim Möggu í
Andrésfjósum, við verklegar
framkvæmdir út um allt, rök-
ræður um menn og málefni,
tækni og eiginlega hvað sem var.
Ég steinhætti að vera stress-
aður nálægt honum og naut þess
að vera á öndverðum meiði við
hann, láta hann hjóla í mig með
gassagangi og látum og hrekja
mig í endalausa vörn um hitt og
þetta. Krefja mig um að standa á
minni skoðun, þó hún væri allt
önnur en hans, og ef ég í öng-
stræti tapaðrar rökræðu kom
með einhverja nothæfa athuga-
semd, þá snarstoppaði hann,
tilbúinn í að skoða fleiri fleti
málsins, kímnin komin í svipinn
og setningin: „Ja satt segir þú“
kvittaði fyrir glímuna, sem í
hvert sinn skerpti vináttuna.
Oft hef ég gripið til frasanna
hans og jafnvel aðeins stælt
hann, ef ég þurfti að vera fynd-
inn. Ég vona að með því hafi ég
komið til skila að þarna fór ein-
stakur karakter sem alltaf naut
aðdáunar minnar og væntum-
þykju.
Það er sagt að svokallaðar
„stereotypur“ einkenni sam-
félagið. Allir eru „eins og ein-
hver“. Þetta á ekki við um Ingi-
mar í Andrésfjósum. Hann var
bókstaflega engum líkur.
Ég kveð vin minn og sam-
ferðamann og votta Möggu og
fjölskyldunni samúð, og svo vitn-
að sé í einn frasann hans: „Sann-
leikurinn er sagna bestur, sama
hver hann er, mér er engin laun-
ung á því.“
Jón Bjarnason
frá Skeiðháholti.
Ingimar
Þorbjörnsson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir,
tengdadóttir og mágkona,
EDDA ÞÖLL HAUKSDÓTTIR,
Tangabryggju 18, Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
miðvikudaginn 5. maí.
Útför auglýst síðar.
Haraldur Þór Sveinbjörnsson
Hera Lind Haraldsdóttir
Hera Sveinsdóttir Kristján Gunnarsson
Arinbjörn Hauksson Lára Sigríður Lýðsdóttir
Sveinbjörn Þór Haraldsson
Inga Björk Sveinbjörnsdóttir Ágúst Heiðdal Friðriksson
Berglind B. Sveinbjörnsd. Sveinar Valur Ægisson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR PÉTURSSON,
lögreglumaður og atvinnukylfingur,
sem lést mánudaginn 19. apríl, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 12. maí klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana
verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni
verður streymt á www.sonic.is/siggip
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar- og hjálparsjóð
Landssambands lögreglumanna.
Guðrún Ólafsdóttir
Pétur Óskar Sigurðsson Nína Björk Geirsdóttir
Hannes Freyr Sigurðsson Kristjana Erlingsdóttir
Hanna Lilja Sigurðardóttir Jónas Bjarnason
Ragnar Sigurðsson
Anna Margrét Sigurðardóttir Bjarni Þór Guðmundsson
Ólafur Örn Jónsson Nana Jónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI SIGURÐSSON
véltæknifræðingur,
Skógarseli 43,
lést miðvikudaginn 5. maí á krabbameins-
deild Landspítalans.
Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 19. maí
klukkan 13. Einnig verður streymt frá athöfninni á
www.seljakirkja.is.
Árný Kristjánsdóttir
Gunnur Helgadóttir Baldvin Þ. Kristjánsson
Sigrún Helgadóttir Jón Bragi Bergmann
barnabörn og langafabörn