Morgunblaðið - 08.05.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Sláttutraktorar 40 ár á Íslandi Slakað verður á sóttvarnareglum á mánudaginn og munu þá samkomu- takmarkanir miðast við hámark 50 manns í stað 20 eins og nú er. Þá verður miðað við 75% af leyfi- legum hámarksfjölda í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Veitinga- staðir og krár fá að hafa opið klukkustund lengur en áður. Fleiri mega koma í leikhús en áður og í verslunum verður miðað við að allt að 200 manns megi vera í sama sótt- varnahólfi. Nýja reglugerðin tekur gildi á mánudaginn og gildir í 16 daga, eða til miðvikudags tveimur vikum síðar. Fimm smit Fimm greindust með Covid-19 innanlands á fimmtudag og var einn þeirra utan sóttkvíar. Eitt virkt smit greindist við fyrri skimun á landa- mærunum en auk þess biðu tveir eft- ir niðurstöðu mótefnamælingar. Afgreiðslutími veitingastaða lengist um klukkustund eða frá kl. 21 til kl. 22 Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00 Breytingar á fjöldatakmörkunum frá 10. maí Almennar fjölda- takmarkanir fara úr 20 í 50 manns en börnfædd 2015 og síðar verða áfram undanþegin Hámarksfjöldi þátt- takenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í stað 50 í hverjusóttvarnahólfi en á sitjandi viðburðum 150 mannsí hverju hólfi í stað 100 Almenn nándarregla verð- ur áfram tveir metrar og grímuskylda óbreytt Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verður 200 í stað100 Líkamsræktarstöðvar, sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn verða opin fyrir 75% af leyfi-legum hámarksfjölda gesta Í skólastarfi verður hámarks- fjöldi barna/nemenda 100 í hverju rými enfullorðinna 50 í hverju rými Heimild: Stjórnarráðið Slakað á sóttvarna- reglum á mánudag Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru margir sem eiga góðar minningar þaðan,“ segir Emma Marie Swift ljósmóðir og einn að- standenda Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem áformað er að taki til starfa síðar á árinu eftir langt hlé. Fæðingarheimilið var rekið á horni Þorfinnsgötu og Eiríksgötu á árunum 1960-1995. Lengst af var reksturinn á forræði Reykjavíkur- borgar en heyrði undir Borgarspít- alann síðustu árin. Ekki er þó um að ræða að Reykjavíkurborg ætli sér að blanda sér í þennan rekstur á ný. Þvert á móti og segja má að klippt hafi verið á naflastrenginn í vikunni þegar samþykkt var í borg- arráði Reykjavíkur að afsala sér nafninu góða. Við því tekur Emma Marie ásamt Emblu Ýri Guðmundsdóttur og með þeim í teymi eru Edythe L. Mangindin og Stefanía Ósk Mar- geirsdóttir. „Næsta skref er að finna húsnæði sem hentar,“ segir Emma. Höfða til erlendra kvenna „Við viljum bæta samfellda þjón- ustu fyrir konur í barneignarferl- inu,“ segir hún um hugmyndafræð- ina á bak við Fæðingarheimili Reykjavíkur. Hugmyndin er að fólk geti leitað til Fæðingarheimilisins og fjölskyldan þekki sitt ljós- mæðrateymi. Fólki standi til boða meðgönguvernd, fæðingarþjónusta og heimaþjónusta. „Ef verðandi foreldrar þekkja þá sem annast þau myndast traust og öryggi og fyrir vikið gengur fæð- ingin betur,“ segir Emma. Að auki verður boðið upp á ann- ars konar þjónustu á Fæðingar- heimilinu, svo sem ýmis námskeið og fræðsluhópa auk ráðgjafar um getnaðarvarnir. „Við leggjum líka áherslu á að ná til erlendra kvenna á Íslandi. Þær eru um 15% þeirra sem fæða börn á Íslandi. Þess vegna er heimasíðan okkar öll bæði á íslensku og ensku. Við vonumst líka til að geta boðið upp á námskeið á pólsku ef við get- um fundið einhvern sem getur sinnt því,“ segir Emma en hægt er að kynna sér fyrirhugaða starfsemi Fæðingarheimilis Reykjavíkur á heimasíðunni faedingarheimilid.is. Fæðingarheimili Reykja- víkur opnað eftir langt hlé - Leitað að hentugu húsnæði - Borgin afsalar sér nafninu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Minningar Fæðingarheimili Reykjavíkur var rekið fram til 1995. Stofnendur Edythe, Emma, Embla og Stefanía endurvekja hið forn- fræga Fæðingarheimili Reykjavíkur. Hefja á starfsemi síðar á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.