Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
NÚ FÁST BOSCH
BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI
TUNGUHÁLSI 10
50 ÁRA Ingi Rafn ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í
Reykjavík. Hann er með BS-gráðu í prentrekstrarfræði
frá Rochester í New York-ríki og MBA-gráðu frá Ed-
inborgarháskóla. Ingi Rafn er framkvæmdastjóri World
Printers Forum hjá WAN-IFRA, sem eru alþjóða-
samtök dagblaða og fréttamiðla. Markmið samtakanna
er að halda frelsi fjölmiðla á lofti ásamt því að aðstoða
aðildarfyrirtæki sín við að koma fréttum og öðru efni á
framfæri eftir þar til bærum leiðum hvort, það er með
prentaðri útgáfu eða stafrænni tækni. Um 3.000 frétta-
veitur og tæknifyrirtæki eiga aðild að samtökunum.
Ingi Rafn syngur í 1. bassa í Karlakórnum Fóstbræðrum og eru áhuga-
mál hans tónlist, ferðalög og útivera, kvikmyndir og bóklestur.
FJÖLSKYLDA Kona Inga Rafns er Nathalía Druzin Halldórsdóttir, f.
1974, söngkona og atvinnuráðgjafi. Börn þeirra eru Elísabet, f. 2001, Pétur
Óli, f. 2007, og Halldór Ari, f. 2010. Foreldrar Inga Rafns: Ólafur Ingi
Jónsson, f. 1945, d. 1989, prentsmiðjustjóri hjá DV, og Sigríður Sigurjóns-
dóttir, f. 1947, fyrrverandi bankastarfsmaður. Hún er búsett á Seltjarnar-
nesi.
Ingi Rafn Ólafsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Láttu það ekki hvarfla að þér að
kasta til höndunum við verk þín því þú
færð þau bara í hausinn aftur. Tengslanet
þitt er ein þinna verðmætustu eigna.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er engin ástæða til þess að
deila með öðrum ef þú vilt það ekki.
Skynsemi þín og innsæi mun koma þér
þangað sem þú vilt.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Áhugaverðu tilboði verður skotið
inn á borð hjá þér í dag. Ekki bregðast
trausti vinar.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ættir að líta vandlega í eigin
barm áður en þú kemur sökinni á aðra.
Þú ert á bleiku skýi og munt verða það
áfram.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Óvæntar fréttir frá öðru landi eða
fjarlægum stað gætu borist. Reyndu að
létta af þér einhverjum verkefnum, þú
getur ekki gert allt ein/n.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þegar í öngstræti er komið er gott
að hugsa málin alveg upp á nýtt. Þér mun
takast það ómögulega, bara ef þú vilt
það.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú vekur athygli annarra og finnst
notalegt að láta hana leika um þig. Leyfðu
barninu í þér að koma fram og ýttu öllum
áhyggjum til hliðar.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er engin skömm að því
að skipta um skoðun. Þér verður boðið í
partí sem mun breyta öllu hjá þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú þarft að gefa þér tíma til
þess að styrkja þau tengsl við aðra sem
eru þér einhvers virði. Þú munt standast
prófin.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú verður að láta heilsuna
ganga fyrir öllu öðru. Spurðu sjálfa/n þig
að því hvað þú getir gert strax til að bæta
hana.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Vinir og félagar þínir gera
miklar kröfur til þín. Ef líkaminn er hraust-
ur og geðið gott er eins og allur heim-
urinn sé á þínu bandi.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur mikla þörf fyrir að tala
við einhvern í dag. Vandamálin hafa hrúg-
ast upp og þú sérð ekki út úr þeim.
ur ár. Upp úr því varð hann kennari
í jarðeðlisfræði við Háskólann og
hefur verið það síðan, fyrst sem dós-
ent og síðan sem prófessor. „Rann-
sóknasvið mitt hefur mikið tengst
eldstöðvum í jöklum. Þar hafa við-
fangsefnin spannað ýmis fagsvið,
jöklafræði, jarðeðlisfræðilegar mæl-
ingar, gossögu, gjóskulagarann-
sóknir, eldfjallafræði í víðum skiln-
ingi og margvíslegar mæliaðferðir.
Viðfangsefnin spanna nokkuð breitt
völdum að fara í framhaldsnám til
London, en þar var mikið úrval
góðra skóla í bæði vísindum og list-
um. Það fór svo að við fórum bæði til
University College London, þar sem
ég tók doktorspróf í jarðeðlisfræði
en Anna lauk framhaldsnámi í
myndlist.“
Eftir heimkomuna frá London
vann Magnús Tumi á Raunvísinda-
stofnun Háskólans við jöklarann-
sóknir með Helga Björnssyni í fjög-
M
agnús Tumi Guð-
mundsson fæddist
8. maí 1961 í
Reykjavík og ólst
þar upp. „Ég man
fyrst eftir mér í Barmahlíðinni en
þegar ég var fimm ára fluttum við í
hús sem foreldrar mínir byggðu í
Kleppsholtinu og þar ólst ég upp.
Neðan við Kleppsveginn voru móar
og sjórinn þar fyrir neðan. Sunda-
höfn var í byggingu og Björgun með
aðstöðu í Kleppsvíkinni. Móarnir,
sandhólarnir og ströndin voru
spennandi staðir og þar lékum við
okkur – í minningunni var alltaf sól
á sumrin.
Landið, fjöllin og jöklarnir voru
mér mjög fljótt mikið áhugamál.
Það skemmtilegasta sem ég gerði
var að fara í útilegur á sumrin. Við
systkinin lærðum öll á hljóðfæri. Ég
lærði á klarínett. Mér fannst ekkert
sérstaklega gaman að læra á hljóð-
færið en það var gaman að spila í
Lúðrasveit verkalýðsins, en þar var
ég félagi í 11 ár þegar ég var ungur.
Þegar ég var fjórtán ára tókum
við nokkrir félagar okkur til og fór-
um að ferðast með Ferðafélaginu.
Strákunum var vel tekið, gott fólk
bæði passaði upp á okkur og tók
okkur sem jafningjum. Fyrir mér
opnaðist landið á nýjan hátt með
fjall- og jöklagöngum. Alpaklúbb-
urinn varð aðalvettvangurinn fyrir
fjallabröltið og farið var á fjöll og
jökla flestar helgar á sumrin. Ég var
svo heppinn að fá sumarvinnu við
virkjanarannsóknir á hálendinu um
tvítugt og vann í því í nokkur sumur.
Þá kynntist ég hálendinu á nýjan
hátt.“
Magnús Tumi gekk í Langholts-
skóla, varð stúdent frá Mennta-
skólanum við Sund og fór í jarðeðl-
isfræði við Háskóla Íslands. „Það
var ekki erfið ákvörðun. Þeir höfðu
mikil áhrif á mig, móðurbræður
mínir, jarðfræðingarnir Jens og
Haukur Tómassynir, og mig langaði
að feta svipaðar slóðir og þeir. Í
náminu kynntist ég Helga Björns-
syni sem bauð mér sumarvinnu við
jöklarannsóknir. Það var spennandi
og vorið 1986 fór ég mína fyrstu
mælingaferð á Vatnajökul. Við Anna
svið, en árangur byggist ekki síst á
samstarfi við kollega á mismunandi
sviðum. Mín vinna fer fram á Jarð-
vísindastofnun Háskólans og þar bú-
um við svo vel að eiga landslið af
sérfræðingum á mörgum sviðum og
öflugt teymi tæknifólks. Alþjóðlegt
samstarf við erlenda kollega er líka
mikilvægur þáttur í starfinu.
Á síðustu 25 árum hafa orðið til
aðferðir við að fylgjast með eld-
gosum og jarðhita undir jöklum, en
mikil virkni af því tagi hefur verið
síðan gaus í Gjálp 1996. Af þessu
hefur leitt veruleg vinna við mat á
eldgosavá og gerð hættumats fyrir
hin ýmsu svæði. Málin þróuðust
þannig að vöktun eldgosa og jarð-
hitasvæða í jöklum hefur verið um-
fangsmikill þáttur í starfinu. Úr
þessu hafa gegnum árin orðið til
margvísleg tengsl, m.a. hef ég gegn-
um árin tekið þátt í mörgum fundum
með íbúum á Suðurlandi, einkum
kringum Kötlu. Þau tengsl eru mik-
ilvæg og ég hef lært margt á sam-
tölum við heimafólk á hinum ýmsu
stöðum.“
Magnús hefur alltaf verið virkur í
félagsmálum. „Á sínum tíma var ég í
stjórn Alpaklúbbsins og formaður
hans í nokkur ár á 10. áratugnum.
Síðasta aldarfjórðunginn hafa þó
störf fyrir Jöklarannsóknafélag Ís-
lands verið drýgst, en þar hef ég
verið formaður frá 1998. Þar starfar
fólk á öllum aldri og úr öllum geir-
um samfélagsins, áhugafólk og
vísindafólk, sameinað á áhuganum á
jöklum. Við hjónin höfum bæði verið
virk í starfinu, oft farið saman í vor-
ferðir á Vatnajökul og Grímsvötn
hafa alla tíð verið mikilvægur stað-
ur. Samanlagt hef ég varið sem
nemur rúmlega einu ári á Vatna-
jökli, mest í Grímsvötnum.
Við hjónin höfum gaman af því að
dansa, höfum verið í tímum í sam-
kvæmisdansi um árabil. Núna erum
við í frábærum tímum hjá Dans-
skóla Köru. Svo er það útiveran og
ferðalög. Maður verður aldrei leiður
á að ganga um landið eða fara um á
skíðum.“
Fjölskylda
Eiginkona Magnúsar er Anna
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor – 60 ára
Fjölskyldan Stödd í Grímsvötnum, en þar er Magnús tíður gestur.
Fékk snemma áhuga á landinu
Hjónin Magnús Tumi og Anna á Nýja-Sjálandi fyrir nokkrum árum.
Til hamingju með daginn
Akureyri Hreinn Logi
Dayon Geislason fædd-
ist 1. apríl 2020 kl.
03.44. Hann vó 3.136 g
og var 48 cm langur. For-
eldrar hans eru Allen
Castro Dayon og Geisli
Hreinsson.
Nýr borgari