Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
og segir mér að við séum að fara
saman á námskeið í Hellubíó.
Amma mætti auðvitað í alla
tíma í gallabuxum, kúrekaskóm,
með uppbretta skyrtu og klút
um hálsinn. Þetta var tekið alla
leið.
Amma stóð alltaf þétt með
sínum og studdi mig rækilega
þegar ég var í sveitarstjórnar-
pólitíkinni. Eitt kjörtímabilið
átti hún reyndar þrjá afkomend-
ur í sveitarstjórnum vítt og
breitt um landið. Það var betra
fyrir fólk að hallmæla manni
ekki í hennar eyru. Hún tók því
ekki þegjandi að hallað væri á
þá sem hún elskaði.
Minningarnar eru endalaus-
ar, margar úr barnæsku á Út-
skálunum þar sem maður var
oft og síðar úr ótal fjölskyldu-
boðum þar sem stórfjölskyldan
kom saman en amma naut sín
alltaf svo vel í slíkum boðum.
Á kveðjustund er sannarlega
mikill söknuður en fyrst og
fremst þó þakklæti fyrir allt
sem amma gaf manni og ómæld
virðing fyrir dugnaði, krafti og
innri ró sem gerði henni kleift
að takast á við áföllin í lífinu og
vera til staðar fyrir fjölskylduna
eins lengi og raun ber vitni.
Blessuð sé minning Íshildar
ömmu minnar.
Ingvar P. Guðbjörnsson.
Þær eru margar og góðar
æskuminningar mínar frá Út-
skálunum hjá ömmu og afa.
Þegar afi dó stóð amma uppi ein
með sjö börn og allt sem því
fylgdi. Það er ekki einfalt mál
að vera einstæð móðir með stór-
an barnahóp sem allur þarf á
leiðsögn, aðstoð og uppeldi að
halda.
Ég var 8 ára á þessum tíma
og áttaði mig lítið á lífsins gangi
en sé núna hvað þetta var stórt
og mikið lífsverkefni sem amma
fékk úthlutað eftir andlát afa.
Það var oft mótvindur en alltaf
stóð hún upprétt og var klett-
urinn sem allir treystu á. Hún
var mögnuð hún amma.
Eftir því sem árin liðu hitt-
umst við sjaldnar og þá aðallega
í afmælum og fermingum. Við
áttum hins vegar yndisleg end-
urkynni í Bandaríkjunum á ár-
unum 2008-2015 þegar ég bjó
þar nálægt Öggu systur hennar
sem hún heimsótti oft og í lang-
an tíma í senn. Mér finnst mjög
vænt um þann tíma og hann er
mér ekki síður kær en bernsk-
an. Þarna kynntist „hin full-
orðna ég“ ömmu minni sem
konu, móður og systur. Það var
ómetanlegt að fá tækifæri til að
fylgjast með samspili ömmu og
Öggu, og þegar Kúddi bættist í
hópinn í Íslandsheimsóknum
Öggu var augljóst hvað þeim
fannst öllum vænt hverju um
annað. Það var engin lognmolla
en mikil ást. Þetta var systk-
inakærleikur í sinni tærustu
mynd.
Í Bandaríkjunum komumst
við amma líka að því að við höfð-
um báðar dálæti á tónlist Leon-
ards Cohen. Við djókuðum með
að við myndum berjast um hylli
hans ef við yrðum svo heppnar
að hitta hann í eigin persónu. Í
þeirri keppni hefði ég þurft að
hafa mig alla við því amma var
glæsileg og átti salinn hvar sem
hún fór. Hún var alltaf mesta
pæjan.
Elsku amma – ég elska þig og
sakna.
Elsku mamma, Íris, Hulda,
Torfi, Guðný, Hafdís, Ævar,
Agga, Kúddi, Níels, Þröstur og
aðrir ástvinir, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Kristín Guðbrandsdóttir.
Amma var einstök kona. Hún
hafði mátt þola margt á ævi
sinni sem brotið hefði margan
venjulegan manninn en amma
var ekkert venjuleg. Hún bar
harm sinni í hljóði, tók sínu
hlutskipti af æðruleysi og gekk
bein í baki í gengum lífið, sama
hvaða verkefni hún fékk í fang-
ið. Hún varð ung ekkja sem kom
börnum sínum vel til manns.
Hún var stolt af afkomendum
sínum og stóð ávallt við bakið á
þeim.
Hún var alin upp í Keflavík
og bar með sér að koma frá
framandi bæjarfélagi. Hún var
alla tíð mikil skvísa og ávallt
smart til fara. Ef Fröken
Reykjavík hefði heitið Fröken
Keflavík hefði mátt trúa að það
væri um hana. Hún keypti sér
eingöngu Toyotur. Mér man hve
stolt og ánægð hún var þegar
mamma spurði mig sem barn
hvað bíllinn hennar héti. Ekki
stóð á svari: „Toyota tákn um
gæði“. Já henni þótti sko slag-
orðið hæfa bílum sínum og báru
þeir með sér að hún væri leigu-
bílstjóradóttir; alltaf tandur-
hreinir. Ég man hve ánægð ég
varð þegar amma gaf mér hrós
fyrir hve góður bílstjóri ég væri,
nema því fylgdi að henni fannst
ég kannski keyra helst til hratt
en það þurfti sko að vinna sér
inn slíkt hrós frá ömmu.
Ég var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að amma vann sem sund-
laugavörður þegar ég var barn,
t.d. ef hún var á vakt þurrkaði
hún á mér hárið fyrsta árið mitt
í skóla. Mér þótti það kostur því
ég nennti því sjaldnast sjálf en
þótti hún stundum ganga helst
til ákveðin til verka, enda frem-
ur hársár.
Ég naut þeirra forréttinda að
fá að ferðast mikið með ömmu,
bæði styttri dagsferðir og
nokkrar lengri ferðir. Úr öllum
þessum ferðum fékk ég að
kynnast ömmu vel og eftir sitja
margar góðar minningar.
Hún var mikil hannyrðakona
og prjónaði mikið á meðan hún
hafði heilsu til. Ég fékk oft að
fara með ömmu í ullarvinnsluna
í Þingborg og á þaðan góðar
minningar. Ekki lærði ég þó að
prjóna þar. Ég fékk ekki
prjónagenin í arf og er mér
minnisstætt þegar ég ákvað að
prjóna mér stúkur. Ég leitaði
ráða hjá ömmu hvernig ætti að
prjóna þumalgatið eftir á.
Amma lýsti því vel fyrir mér.
Ég hófst handa að prjóna en
þegar ég var búin að prjóna í
öðrum lit þar sem þumalgatið
átti að vera sá ég ekki hvernig í
ósköpunum þetta ætti að ganga.
Ég hringdi í ömmu til að fá betri
útskýringar og hún spurði mig
furðu lostin hvort ég væri komin
svona langt, enda nýlega byrjuð
á verkinu. Ég svaraði með undr-
un á móti „já!“ Ákváðum við að
ég skyldi koma til hennar.
Amma grenjaði úr hlátri þegar
ég mætti með það sem heita átti
hannyrðir mínar og sagði hlæj-
andi: „Þú átt að byrja á stroff-
inu og prjóna fram.“ Amma
málaði síðari árin margar fal-
legar myndir og er ég svo lán-
söm að eiga verk eftir hana sem
prýða heimili mitt.
Ég er þakklát fyrir það
traust sem amma sýndi mér,
sérstaklega þegar hún þurfti á
aðstoð að halda varðandi veik-
indi sín en þar gat hún þó
þrjóskast við að leita til læknis.
Á sjúkrahús vildi hún helst ekki
fara, henni líkaði ekki sérlega
veran á slíkum stöðum. Nú trúi
ég að amma sé loks búin að hitta
afa aftur og aðra ástvini sína.
Takk fyrir samfylgdina,
amma.
Dagbjört Hulda
Guðbjörnsdóttir.
Nú er tími Íshildar ömmu
minnar liðinn og eftir situr
maður og hugsar um allar þær
fallegu stundir sem við áttum
saman. Það er sárt að sakna en
gott að eiga þær minningar sem
eftir sitja sem ég fékk að búa til
með ömmu.
Amma bjó beint á móti
grunnskólanum á Hellu svo
stutt var að fara í hádegismat
eða eftir skóla. Alltaf var gott
að koma til ömmu hvar sem hún
bjó og var manni tekið fagn-
andi.
Mörg voru símtölin til ömmu
þar sem ég spurði hvort hún
vildi koma og borða með okkur
og oft kom svarið: „Nei ég var
að borða, hvað ertu með?“ Um
leið og hún heyrði að ég hafði
verið að búa til pítsu þá sagði
hún um hæl: „Jú ég kem.“
Hún gat ekki falið það þegar
hún var stolt af manni, þá
leyndist það ekki og var hún
dugleg að láta mann vita af því.
Þrjóskan og harkan í ömmu var
engu lík. Hún bar sig vel þó
maður vissi að hún væri slæm
af asthmanum og sagðist hafa
það fínt.
Málverkin sem amma gerði
eru manni kær og eins hand-
verk hennar, sama hvað hún tók
sér fyrir hendur. Hún hafði
mjög næmt auga fyrir list og
var mjög flink við allar hann-
yrðir.
Sama hversu veik amma var
þá þrjóskaðist hún alltaf við að
fá læknisaðstoð. Ég man eitt
sinn þegar ég stóð og horfði út
um glugga á skólanum á Hellu
og sá að amma var borin út í
sjúkrabíl. Maður vissi ekkert
hvað hefði komið fyrir því hún
bar sig alltaf vel, en hún kom
spræk heim aftur eftir sjúkra-
húsmeðferðina. Þær urðu all-
margar ferðirnar á sjúkrahús
eftir þessa ferð fyrir margt
löngu en amma kom alltaf heim
aftur og kannski tók maður
þessar ferðir og veikindi ekki
nógu alvarlega því maður taldi
öruggt að amma kæmi alltaf
heim – hún var bara þannig.
Gafst aldrei upp.
Nú þegar leiðir skilur er
manni efst í huga þakklæti fyrir
árin sem ég fékk með ömmu og
fyrir alla samveruna enda sam-
skipti og samgangur oft dag-
legur. Amma var mjög sjálf-
stæð kona og ætlaði sér aldrei
að fara á elliheimili, hvað þá að
vera í hjólastól síðustu mánuði
ævinnar. Það var þó hugsað
mjög vel um hana á Lundi þann
tíma sem hún dvaldi þar og fyr-
ir það er maður einnig þakk-
látur. Nú er hún laus af elli-
heimilinu og úr hjólastólnum og
eflaust mjög gaman hjá henni í
nýjum heimkynnum þar sem
afi, vinkonur og ættingjar hafa
tekið vel á móti henni.
Við fjölskyldan erum þakklát
fyrir einstaka ömmu og lang-
ömmu. Blessuð sé minning Ís-
hildar ömmu minnar.
Sigurður Kristinn
Guðbjörnsson.
Elsku amma okkar. Nú ertu
farin á annan stað, sameinuð
afa í Sumarlandinu. Minning-
arnar um þig eru góðar og hlýja
faðmlagið þitt, brosið, ljómandi
augun og kossarnir sitja fast í
minninu. Dyrnar hjá þér stóðu
alltaf opnar og vel tókstu á móti
okkur.
Okkur fannst alltaf virkilega
gaman að koma á Hellu að heim-
sækja þig og í minningunni var
alltaf sól og blíða, fallegur trjá-
gróður og lyktin svo góð.
Það var einnig mjög skemmti-
legt að þú áttir heima beint á
móti sundlauginni og vannst þar
sem sundlaugarvörður og var
því hvert tækifæri nýtt til að
fara sund.
Þú varst einstaklega glæsileg,
alltaf í fallegum fötum með vara-
lit og hárið vel greitt. Það var
gott að tala við þig og hægt var
að sitja tímunum saman og ræða
öll heimsins mál. Þú hlustaðir
svo vel og gafst bestu ráðin.
Þú stóðst líka alltaf með fólk-
inu þínu og gafst ekki mikið fyr-
ir illt tal um aðra, þú varst góð
fyrirmynd og kenndir okkur
þessa góðu lífsreglu.
Þú hefur verið svo dugleg
elsku amma, seiglan sem þú
bjóst yfir er ótrúleg.
Þér gekk svo vel að tækla öll
verkefni sem þú hafðir fengið í
lífinu og það munum við taka
með okkur út í okkar líf. Fallega
fyrirmyndin okkar.
Elsku amma, minning þín
mun lifa og við munum sakna
þín.
Þínar sonardætur
Hugrún, Tinna, Telma
Aníka og Sandra Ýr.
Það er sárt að kveðja systur
mína sem var mér svo kær. Þær
óteljandi stundir sem ég á með
Íshildi og samvera hennar og
barna minna eru mér og okkur
fjölskyldunni afar dýrmætar.
Við munum ylja okkur um
ókomna tíð við minningar sem
við vorum svo heppin að fá að
eignast. Fallegu brosi hennar og
hjartahlýrri nærveru munum við
heldur aldrei gleyma.
Íshildur bjó yfir miklum
krafti, hún var sterk kona, kær-
leiksrík og falleg, hún var ein-
læg og trygg sínum. Mér leið
ávallt vel þegar ég kom til henn-
ar. Hennar hús stóð mér alltaf
opið. Hún veitti mér stuðning
þegar ég þurfti á að halda og er
mér góð fyrirmynd. Íshildur var
mér ekki bara systir, hún var
mér einnig sem móðir og mikil
og traust vinkona.
Elsku systir mín, sálufélagi
og helsti stuðningur í gegnum
lífið allt, ég og við munum sár-
lega sakna þín og hugsa um það
hversu sterk, aðdáunarverð og
góð fyrirmynd þú ert og vonandi
getum við tileinkað okkur kosti
þína, því þú varst engri lík.
Við sendum afkomendum Ís-
hildar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og ég veit að við mun-
um öll halda minningu þinni á
lofti, ekki síður til þeirra afkom-
enda sem ekki fengu að kynnast
þér.
Takk elsku Íshildur fyrir allt.
Þín systir
Agatha og fjölskylda.
Mig langar í
nokkrum orðum að
minnast Brynjars
Gunnarssonar,
frjálsíþróttaþjálfara
úr ÍR. Ég fylgdist
fyrst með Brynjari sem þjálfara
yngri flokka hjá ÍR, en þar var ég
foreldri barna úr FH. Dáðist að
þessum unga þjálfara sem leið-
beindi sínu íþróttafólki á hverju
mótinu á fætur öðru. Fylgdist
áfram með honum og íþrótta-
mönnunum hans vaxa og dafna
og verða að aldursflokka- og Ís-
landsmeisturum, aldursflokka-
og Íslandsmethöfum. Á árunum
2015-2020 kynntist ég Brynjari
enn betur þegar ég starfaði fyrir
Unglinganefnd Frjálsíþrótta-
sambands Íslands (FRÍ). Starfið
hjá Unglinganefndinni gefur
manni margt, s.s. tækifæri til að
starfa með þjálfurum og efnilegu
íþróttafólki við að skapa faglega
umgjörð um frjálsíþróttir ung-
menna, fylgjast með framför og
árangri og að velja þjálfara til að
fylgja þeim íþróttamönnum sem
hafa náð lágmörkum á mót er-
lendis, sem oft getur reynst flók-
ið og strembið. Ekki kom það
mér á óvart að íþróttafólkið hans
Brynjars væri að ná árangri sem
tryggði þeim þátttökurétt á öll
helstu stórmót unglinga. Brynjar
var alltaf jafn jákvæður að taka
frá daga og viku(r) til þess að
fylgja íþróttafólki til ýmissa
landa, jafnvel þó svo að hann væri
sjálfur að takast á við annað og
meira krefjandi verkefni. „Var að
koma frá lækninum og ég er good
to go!“ voru skilaboð sem Brynj-
ar sendi mér í maí 2019, lækn-
irinn hafði gefið honum grænt
ljós á ferðalög sem þjálfari á
Brynjar
Gunnarsson
✝
Brynjar Gunn-
arsson fæddist
25. febrúar 1989.
Hann lést 1. apríl
2021. Útförin hefur
farið fram.
næstu stórmót ung-
linga. Þetta var
Brynjar í hnot-
skurn, alltaf fyrstur
til að segja „já, ég er
til“. Ég ferðaðist
með Brynjari á
nokkur mót erlend-
is, s.s NM og EM.
Slík mót fara fram
dag eftir dag, frá því
snemma á morgn-
ana og oft er ekki
farið að sofa fyrr en um miðnætti.
Eftir mótin er oftar en ekki keyrt
beint af keppnisvellinum og í flug
heim. Þrátt fyrir að vera í krefj-
andi meðferðum við veikindum
sínum á milli slíkra ferða lét
Brynjar á engu bera þegar hann
var kominn í þjálfaragírinn og
með derhúfuna á höfuðið, þrátt
fyrir að dagarnir væru strembnir
og langir. Hann sinnti íþrótta-
fólkinu af fagmennsku og natni,
fór yfir hvað hafði verið gert vel
og hvað væri hægt að gera betur
svo árangurinn væri enn betri.
Hann var fagmaður fram í fing-
urgóma, yfirvegaður og útsjónar-
samur. Í þessum ferðum áttum
við oftar en ekki gott spjall, hvað
hann var þakklátur Stefaníu fyrir
að taka alltaf vel í það að hann
fylgdi íþróttafólkinu eftir á stór-
mót erlendis, hversu stoltur hann
væri af henni og Mána syni
þeirra. Hvernig honum liði þá
stundina og hvað væri framund-
an hjá honum í hans veikindum.
Brynjar var ekki gamall að árum
en þroski hans og sýn á marga
hluti kom alltaf jafn mikið á
óvart. Sem þjálfari afrekaði
Brynjar margt sem marga
dreymir um á sinni ævi. Norður-
landameistarar, Evrópumeistari
og ólympíumeistari ungmenna.
Brynjar var einstakur maður á
svo margan máta og afreksþjálf-
ari eins og þeir gerast bestir.
Hans verður sárt saknað við
hlaupabrautina um ókomna tíð.
Súsanna Helgadóttir.
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
JÓNA KJARTANSDÓTTIR
verslunarkona,
Nýbýlavegi 54, Kópavogi,
sem lést á Vífilsstöðum 25. apríl, verður
jarðsungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 10. maí klukkan 13.
Jarðarförinni verður streymt á https://www.skjaskot.is/jona
Hrafnhildur Einarsdóttir
Kjartan Bergsson Lene Fejrø
Bergur H. Bergsson Anna Maria Gregerssen
og fjölskyldur
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar