Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 43
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Vítamín í munnúðaformi skila hámarksupptöku í gegnum slímhúð í
munni sem gerir þau afar hentug í notk
DLúx 3000
D-vítamín alltaf fyrir alla
B12 Boost
Áhrifaríkur munnúði sem getur
komið í veg fyrir B12 skort.
MUNNÚÐAR SEM VIRKA
Líndal, f. 17.11. 1957, myndlistar-
maður. Þau eru búsett á Tómasar-
haga í Vesturbæ Reykjavíkur. For-
eldrar Önnu voru hjónin Elín
Hólmfreðsdóttir Líndal, f. 24.8.
1917, d. 16.11. 1984, og Sigurður J.
Líndal, f. 29.11. 1915, d. 8.12. 1991.
Börn Magnúsar og Önnu eru 1)
Rögnvaldur Líndal Magnússon, f.
29.1. 1989, eðlisfræðingur, býr á Sel-
tjarnarnesi. Kona hans er Saori
Fukasawa; 2) Katla Sigríður Magn-
úsdóttir, f. 24.2. 1993, lærði kvik-
myndafræði og er nú í framhalds-
námi í viðskiptafræði, býr í Kópa-
vogi, í sambúð með Jónasi Sverris-
syni.
Systkini Magnúsar eru Már Guð-
mundsson, f. 20.6. 1954, hagfræð-
ingur og fyrrverandi seðlabanka-
stjóri, býr í Reykjavík; Svava
Sigríður Guðmundsdóttir, f. 21.8.
1955, d. 20.10. 1987, tækniteiknari;
Snorri Guðmundsson, f. 28.5. 1960,
tölvufræðingur, býr í Skotlandi;
Elísabet Vala Guðmundsdóttir, f.
4.12. 1963, námsráðgjafi, býr í
Reykjavík.
Foreldrar Magnúsar voru hjónin
Guðmundur Magnússon, f. 28.9.
1927, d. 14.4. 1987, verkfræðingur,
og Margrét Rakel Tómasdóttir, f.
20.8. 1927, d. 16.5. 2017, skrifstofu-
maður. Þau voru búsett í Reykjavík
Jens Tómasson jarðfræðingur
Úr frændgarði Magnúsar Tuma Guðmundssonar
Magnús Tumi
Guðmundsson
Rakel Jakobsdóttir
ljósmóðir á Berjadalsá
Elías Jónsson
útvegsbóndi á Berjadalsá
á Snæfjallaströnd
Elísabet Elíasdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Margrét Rakel Tómasdóttir
skrifstofumaður í Reykjavík
Haukur S. Tómasson
jarðfræðingur
Georg Guðni
Hauksson
listmálari
Svava
Sigríður
Guðmundsd.
háskólanemi
í Reykjavík
Guðmundur
Pétursson
tónlistar-
maður
Tómas Tómasson
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Tómas Jónsson
sjómaður og verkamaður
í Vík í Mýrdal
Daníel Daníelsson
útvegsbóndi í Garðbæ í Grindavík
Sigríður Daníelsdóttir
húsfreyja í Grindavík
Guðmundur Magnússon
verkfræðingur í Reykjavík
Magnús Guðmundsson
trésmiður í Grindavík
Guðmundur Pétursson
bóndi og sjómaður
á Þórkötlustöðum í
Grindavík
Sigríður Hermannsdóttir
húsfreyja á Þórkötlustöðum
Agnes Jónsdóttir
húsfreyja í Ísólfsskála í Grindavík
Jóhanna Guðleif
Vilhjálmsdóttir
húsfreyja í Ísólfsskála
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
Þóra Jónsdóttir
húsfreyja í Garðbæ í Grindavík
Margrét Jónsdóttir
húsfreyja í Vík í Mýrdal
„VEISTU, ÉG HELD AÐ VIÐ KLÓRUM
OKKUR ALDREI ÚT ÚR ÞESSU.“
„ÓKEI, ÞÚ ERT RÁÐINN. EN VERTU BÚINN
AÐ BORÐA MORGUNMAT ÁÐUR EN ÞÚ
MÆTIR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að njóta náttúrunnar
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
NÝJA HOLAN MÍN ER
EKKERT SÉRLEGA HENTUG
EN HÚN ER MEÐ
FRÁBÆRU ÚTSÝNI
HRÓLFUR, SJÁÐU ÞETTA! ÞAÐ ER GÍGUR Í
ELDHÚSINU MÍNU!
FRÁBÆRT! HEFUR ÞÚ EKKI EINMITT VERIÐ
AÐ TALA UM AÐ VERA MEÐ MOLTUKASSA?!
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hygg ég væri á Hólum sá.
Hljóðfærinu þjóna má.
Úti’ á miði má hann sjá.
Mega lúnir hvíld þar fá.
Hér kemur lausn Helga Þorláks-
sonar:
Biskup stýrði stólnum frá,
stóll er líka fiðlu á,
skipastól á sjónum sá,
sig á stólnum hvíla má.
Guðrún B. svarar:
Á Hólum biskupsstóllinn stóð,
og strengjatón hann mótar best.
Um skipastólinn skapar ljóð
það skáld, er fyrst á stólinn sest.
Þessi er lausn Helga R. Ein-
arssonar:
Hólastóll í Hjaltadal.
Hljóðfærum stóll er á.
Skipastóll frá ströndu skal.
Á stólnum sitja má.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Hólastóll er staður sá.
Stóll er hljóðfærinu á.
Skipastóllinn stikar sjá.
Á stólnum lúinn hvílast má.
Þá er limra:
Hann er mælskur og stígur í stól
og stólræður heldur um jól,
hann er gæfur sem lamb
og laus við dramb,
þó leynist í honum fól.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Hélt ég út á sónar svið,
sett var á mig pressa,
sat með skalla sveittan við
að semja gátu þessa:
Á gæsafjöður glöggt má sjá.
Gilja milli liggur sá.
Varpar ljósi veg þinn á.
Víst þig höggi ljósta má.
Í Skruddu segir frá því, að um-
komulítil kona, sem Steinunn hét,
hafi dáið og verið grafin, en svo
vildi til að næsta dag fór fram jarð-
arför einnar drottningar hér í álf-
unni. Kvað þá bóndi einn þessa vísu:
Ólíkan þó hefðu hag
hinsta jöfn er borgun.
Steinku á að dysja í dag
en drottninguna á morgun.
Og hér er gömul mannlýsing:
Mangi er eins og biluð bók
úr bandi slitin.
Saurug spjöldin, svört á litinn,
saumur fúinn, blöðin skitin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stungið undir stól