Morgunblaðið - 08.05.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
etta byrjaði á því að við fór-
um á bókasafnið hér í skól-
anum til að leita að ein-
hverjum bókum til að lesa
og fundum eina hryllingsbók sem
heitir Gæsahúð. Þá langaði okkur að
finna fleiri bækur og spurðum hvort
það væri einhver hryllingsbóka-
klúbbur til á safninu,“ segja þær vin-
konurnar Bylgja Stefanía Þorsteins-
dóttir og Aníta Líf Ragnarsdóttir
sem eru í fjórða bekk í Breiðholts-
skóla, en þegar þær fengu það svar
að enginn væri slíkur klúbburinn,
tóku þær sig til og stofnuðu sjálfar
hryllingsbókaklúbb.
„Unnur María sem vinnur á
bókasafninu hjálpaði okkur að
skipuleggja og framkvæma. Þetta
var heilmikil vinna og við fengum
leyfi heima til að vera hjá henni eftir
skóla til að gera allt sem þurfti. Við
bjuggum til skrímslabókamerki sem
eru líka gatakort og þeir krakkar
sem ganga í klúbbinn geta látið gata
fyrir hverja hryllingsbók sem þau
klára. Þegar þau eru búin að lesa
tuttugu bækur fá þau smá glaðning
og viðurkenningarskjal sem við
hönnuðum og útbjuggum. Svo er
hægt að fá nýtt bókamerki til að
gata fyrir næstu tuttugu hryllings-
bækur og þá er annar glaðningur og
annað viðurkenningarskjal, fyrir að
hafa klárað að lesa fjörutíu bækur.
Krakkar sem eru í hryllingsbóka-
klúbbnum fá líka blöð þar sem þau
geta gefið bókunum einkunn eða
hryllingsstjörnur, með því að lita
eina eða fleiri litlar myndir af ein-
hverju hryllilegu, hauskúpum,
draugum, köngulóm og öðru slíku.“
Algerlega slegið í gegn
Þær Bylgja og Aníta raða hryll-
ingsbókunum í flokka eða stig á
blöðum sem klúbbfélagar fá, eftir
því fyrir hvaða aldur bækurnar eru.
„Í fyrsta stigi eru bækur fyrir
krakka í fyrsta til þriðja bekk, en
bækur í öðru stigi eru fyrir krakka í
fjórða bekk og upp úr. Bráðum ætl-
um við að bæta stigi þrjú við, þar
sem verða kannski eingöngu bækur
á ensku. Þetta er allt í þróun hjá okk-
ur ennþá,“ segja þær og bæta við að
umsjónarkennarinn þeirra, Rakel
Þórhallsdóttir, hafi nýlega gefið út
sína fyrstu bók, Martröð í Hafnar-
firði, og það hafi líka kveikt áhuga
þeirra á hryllingsbókum.
Þær stöllur hafa kynnt
hryllingsbókaklúbbinn í skólanum
og vinsældir hans eru þegar orðnar
mjög miklar, enda mjög hvetjandi
kerfi sem þær hafa sett upp.
„Þetta hefur algerlega slegið í
gegn. Mappan með klúbbfélögunum
er orðin stútfull og þegar ég ætlaði
sjálf að ganga í klúbbinn þá höfðu
eyðublöðin klárast,“ segir Bylgja og
hlær.
„Þetta er „hryllilega“ vinsæll
klúbbur,“ bætir Unnur María Sól-
mundsdóttir við, en hún og Leonora
Elshani, starfsmenn bókasafnsins,
halda utan um skipulagið og gata
fyrir krakkana og veita viðurkenn-
ingar. „Þegar við vorum að hanna
þetta allt saman, útlitið og fleira, þá
tók við mikil leit á netinu að myndum
til að setja á einkunnablöðin og
viðurkenningarskjölin. Við þurftum
líka að semja „hræðilegar hryllings-
bókareglur“ fyrir klúbbinn. Stelp-
urnar hafa lagt mikið á sig til að gera
þetta að veruleika.“
Spennandi og pínu hræðilegt
„Á sama tíma og við erum að
gera þetta þá erum við að uppgötva
jafnóðum hryllingsbækur og fá
ábendingar frá öðrum, til dæmis frá
öðrum bókasöfnum,“ segja Bylgja og
Aníta og bæta við að það sé
skemmtilegast að lesa bækur þar
sem gerist eitthvað spennandi og
pínu hræðilegt, ef þær endi vel.
Unnur María segir að Aníta og
Bylgja séu sannarlega frumkvöðlar
sem hafi haft jákvæð og hvetjandi
áhrif á aðra krakka í skólanum.
„Eftir að þær fóru að vinna að
þessum klúbbi þá hafa fleiri krakkar
komið með hugmyndir til mín. Til
dæmis strákur í þriðja bekk sem hef-
ur mikinn áhuga á norrænni goða-
fræði, en hann er að lesa allar slíkar
bækur sem hann kemst í og hann
býr til spurningar upp úr þeim. Við
ætlum að reyna að setja eitthvað
saman næsta haust.“
Í framtíðinni langar Anítu að
vera fimleikaþjálfari, enda hefur hún
æft fimleika frá því hún var þriggja
ára. Bylgja gæti vel hugsað sér að
skrifa bækur í framtíðinni.
„Við viljum skora á barnabóka-
höfunda á Íslandi að skrifa fleiri
hryllingsbækur, svo við getum fjölg-
að bókum í hryllingsbókaklúbbnum.“
Stofnuðu hryllingsbókaklúbb
Þær tóku málin í sínar hendur þegar þeim fannst
vanta hryllingsbókaklúbb. Bylgja og Aníta skora á
barnabókahöfunda á Íslandi að skrifa fleiri hryllings-
bækur, fyrir hryllilega vinsæla klúbbinn þeirra.
Morgunblaðið/Eggert
Bylgja og Aníta Stofnendur hryllingsbókaklúbbsins stoltar með möppu klúbbs fyrir þá sem þora. Dúkkur geta ver-
ið hryllilegar, eins og fram kemur í bók Gerðar Kristnýjar sem heitir Dúkka, og fær hárin til að rísa.
Morgunblaðið/Eggert
Flott Bylgja og Aníta hönnuðu viðurkenningarskjal sem krakkar fá fyrir að
standa sig hræðilega vel og hafa lokið við að lesa 20 hryllingsbækur.
Nýverið setti Már Gunnarsson sund-
kappi heimsmet í 200 metra bak-
sundi á Íslandsmóti í 50 metra laug.
Sló hann þar 30 ára gamalt met,
synti á 2:32,31 mínútu og bætti
gamla metið um rúma sekúndu.
Í tilefni af afrekinu ákváðu for-
svarsmenn hótelsins Courtyard by
Marriott í Reykjanesbæ að heiðra Má
með því að setja upp afreksplatta í
anddyri hótelsins. Einnig ætlar hót-
elið að styrkja Má til keppni á Evr-
ópumeistaramótinu í sundi á Madeira
og Ólympíuleikunum í Tókýó með því
að bjóða gestum hótelsins og
veitingastaðarins The Bridge að
bæta 250 krónum við reikninga sína.
Var plattinn afhjúpaður sl. þriðju-
dag og við sama tækifæri söng Már
og spilaði á hljómborð fyrir við-
stadda, en hann hefur sem kunnugt
er einnig getið sér gott orð í tónlist-
inni.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
hótelinu fer framlag gesta beint í
styrktarsjóð Más Gunnarssonar.
Heimsmethafinn og sundkappinn Már Gunnarsson heiðraður
Afreksplatti settur upp á Marri-
ott-hótelinu í Reykjanesbæ
Heimsmethafi Már Gunnarsson við afreksplattann á Marriott-hótelinu.
HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600
Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin.
Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi.
Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi.
Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn.
NÝ TÆKNI!
NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI
MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM
FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI