Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 2

Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 2
Fyrirmenni trufluðu ekki hádegisverðinn Það var margt um manninn við vígslu viðbyggingar Gamla garðs, elsta stúdentagarðs Félagsstofnunar stúdenta. Rektor Háskóla Íslands og borgarstjóri létu sig ekki vanta, þá mætti einnig ráðherrann fyrrverandi Björn Bjarnason, sem var forseti SHÍ þegar Félagsstofnun stúdenta var stofnuð. Gestirnir gengu um bygginguna til að skoða hana vandlega að innan, en stúdentinn sem var að snæða hádegisverðinn sinn, lét það ekki hafa áhrif á sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Inflúensubólusetning á Heilsugæslunni Lágmúla Bólusett verður milli kl. 15.00 og 17.00 alla virka daga nema föstudaga Forgangshópar ganga fyrir fyrstu 2 vikurnar Hægt er að bóka tíma á www.heilsuvera.is og í síma 595 1300 Vinsamlega komið tilbúin í stuttermabol Nánari upplýsingar á www.hglagmuli.is     Uppbygging hjúkrunarrýma við Borgarholtsskóla er harð- lega gagnrýnd. Skólameistari hyggst leggjast fyrir framan gröfurnar. Borgarstjóri segir stefnumörkun á forræði menntamálaráðherra. helenaros@frettabladid.is arib@frettabladid.is SKÓLAMÁL Skólameistari Borgar- holtsskóla, íbúasamtök Grafarvogs og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gagnrýna harðlega fyrir- hugaða uppbyggingu hjúkrunar- rýma við lóð Borgarholtsskóla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samning um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 144 íbúa í maí síðastliðnum. „Bygging hjúkrunarheimilis á þessum stað er vægast sagt glap- ræði,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Hann hafi reynt að fá svör um lóð- ina í áraraðir en það hafi ekki verið fyrr en eftir undirritun samnings- ins sem hann hafi fengið svör frá borgarstjóra. Dagur segir að fullt samráð hafi verið við fulltrúa ríkisins í viðræð- unum. „Lóðin sem um ræðir var áður hugsuð sem lóð fyrir íþrótta- hús Borgarholtsskóla en fyrir nokkrum árum náðust samningar um að íþróttir í skólanum yrðu í Egilshöll í Grafarvogi. Þar með var ekki þörf fyrir íþróttahús á þessum stað,“ segir hann. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisf lokksins í borgarstjórn, segir að á fundi borgarstjórnar á þriðjudag verði lögð fram tillaga um að falla frá uppbyggingunni við skólann og hjúkrunarheimilinu fundinn nýr staður. „Nú er mikið talað um fjórðu iðnbyltinguna og mikilvægi tæknináms, þess vegna þarf skólinn þróunarsvæði, með þessu er verið að slátra því,“ segir Eyþór. „Það er nógu slæmt að missa Tækniskólann án þess að þrengja að Borgarholtsskóla. Þetta er klassískt samráðsleysi, það er ekki talað við skólameistara eða íbúa.“ Ársæll segir að gert hafi verið samkomulag árið 1995 um að lóðin skyldi vera til umráða fyrir Borgar- holtsskóla til frambúðar. Til stóð að hefja framkvæmdir fyrr á þessu ári en þær eru ekki hafnar. „Ég mun leggjast flatur fyrir framan gröfurn- ar,“ segir Ársæll. Dagur segir að í samskiptum við Borgarholtsskóla hafi komið fram óánægja með áherslur og forgangs- röðun í húsnæðismálum. Í samræmi við stefnu mennta- og menningar- málaráðherra sé uppbygging í for- gangi við Fjölbrautaskólann í Breið- holti, þá hafi einnig verið viðraðar hugmyndir um nýja byggingu fyrir Tækniskólann. „Reykjavíkurborg vill ekki dragast inn í þessar deilur og lítur svo á að stefnumörkun á sviði framhaldsskóla sé á höndum menntamálaráðuneytisins og hefur vísað skólameistara á ráðuneytið hvað varðar umræðu um þá hluti,“ segir Dagur. Borgin hafi tekið sérstaklega fram við ráðuneytið og Borgarholts- skóla að það mætti vinna að hug- myndum um list- og verknám, til dæmis í tengslum við uppbyggingu kvikmyndafyrirtækja í Gufunesi. „Reykjavíkurborg vill hins vegar ekki blandast inn í hugsanlegar deilur um forgangsröðun í uppbygg- ingu húsnæðismála framhaldsskóla heldur leggur áherslu á gott sam- starf við menntamálaráðuneytið og þá framhaldsskóla sem ráðuneytið leggur áherslu á varðandi uppbygg- ingu.“ ■ Skólameistari mun liggja flatur fyrir framan gröfuna Ársæll Guðmundsson skólameistari á lóðinni sem hann segir að hafi verið lofuð skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri benediktboas@frettabladid.is REYKJAVÍK Skrifstofa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar tók leigubíla fyrir rúmar sex milljónir króna á tveimur árum. Kostnaður borgar- innar vegna leigubíla nam 431 milljón króna á síðustu átta árum. Kostnaðurinn hefur aukist ár frá ári síðan 2011 og var 69 milljónir á árinu 2018. Þetta kom fram í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, við fyrirspurn Kolbrúnar Baldurs- dóttur, oddvita Flokks fólksins. Alls á Reykjavíkurborg 105 bíla, þar af 56 fólksbíla. Í bókun Kol- brúnar segir að hún hafi séð starfs- menn borgarinnar koma á viðburð í leigubíl, í eitt skipti hafi verið einn starfsmaður í bílnum. Í bókun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins er vakin athygli á að Reykjavíkurborg hafi greitt starfs- mönnum tvo milljarða króna fyrir akstur á eigin bifreiðum frá árinu 2011. „Samtals um milljón á dag. Loks hefur borgin keypt f lugmiða fyrir tæpar þrjú hundruð milljónir á síðustu átta árum.“ Þá hafi ekki verið farið í útboð í þessum málum þó að fjárhæðirnar séu langt yfir viðmiðunarfjárhæðum. ■ Reykjavíkurborg greitt um milljón á dag í aksturspeninga undanfarin tíu ár Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Þórólfur Guðna- son, sóttvarna- læknir birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Undanfarna viku hafa 282 einstaklingar greinst með Covid-19 hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir telur að í ljósi góðrar stöðu á Landspítalanum sé tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum. Núverandi takmarkanir gilda fram á miðviku- dag.■ Tilefni til að létta takmörkunum mhj@frettabladid.is DÓMSMÁL Lands réttur þyngdi fangelsis dóm yfir karl manni fyrir nauðgun og kyn ferðis brot gegn stjúp barna barni sínu á árunum 2018 og 2019. Maður inn hlaut tveggja ára og sex mánaða dóm í Héraðsdómi Reykja- ness, Landsréttur þyngdi dóminn í þrjú ár. ■ Þrjú ár fyrir kynferðisbrot 2 Fréttir 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.