Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 6
Forsetaefnið
Líklegustu ráðherraefnin langflest af höfuðborgarsvæðinu
Ráðherraspá Frétta-
blaðsins gerir ráð
fyrir töluverðum
landsbyggðarhalla.
KLETTAGÖRÐUM 8—10 / HÁTÚNI 2A / SUÐURHRAUNI 2B / LYNGHÁLSI 2
TÍMAPANTANIR Á KLETTUR.IS OG Í SÍMA 590 5100
Bókaðu
dekkjaskiptin
á klettur.is
Margir leika sér að því að
leggja ráðherrakapla. Flestir
gera ráð fyrir því að halla
muni á landsbyggðarkjör-
dæmin í næstu ríkisstjórn og
konur verði fleiri en karlar í
nýrri stjórn.
adalheidur@frettabladid.is
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Þótt formenn stjórnar-
f lokkanna séu enn að ræða mál-
efnalega samleið eru almennir
f lokksmenn og annað áhugafólk
um stjórnmál löngu farið að leggja
sína ráðherrakapla. Líkleg skipting
ráðuneyta er talin verða þannig
að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm
ráðuneyti, Framsóknarflokkurinn
fjögur og Vinstri græn haldi sínum
þremur. Skiptingin er þó óráðin
enda liggur ekki fyrir hve mörg
ráðuneytin verða, nái f lokkarnir
saman.
Flestum ber saman um að for-
menn stjórnarf lokkanna verði
áfram í sínum stólum, verði af
áframhaldandi stjórnarsamstarfi.
Katrín verði áfram forsætisráð-
herra, Bjarni Benediktsson í fjár-
málaráðuneytinu og Sigurður Ingi
með samgöngu- og sveitarstjórnar-
mál en bæti við sig veigamiklum
málaflokkum úr öðrum ráðuneyt-
um í nýju innviðaráðuneyti.
Ásmundur Einar Daðason og
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykja
einnig líkleg til að halda kyrru fyrir í
barnamálum og dómsmálum.
Formaður Framsóknarflokksins
er hins vegar sagður leggja áherslu
á að fá utanríkismálin fyrir Lilju
Alfreðsdóttur en Guðlaugur Þór
Þórðarson sem þar er fyrir á f leti
mun hafa hug á stól Svandísar Svav-
arsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu.
Fréttablaðið ræddi við þunga-
vigtarfólk úr f lokkunum þremur
um mögulegar breytingar á ríkis-
stjórn, sem virðist ætla að ganga í
endurnýjun lífdaga á næstunni.
Edward Huijbens, prófessor í
menningarlandafræði og fyrrver-
andi varaformaður Vinstri grænna,
telur ljóst að flokkurinn muni þurfa
að gefa einhver embætti eftir.
„Katrín verður áfram forsætis-
ráðherra en spurningin er hvort
Svandís verði áfram á sínum stað
í heilbrigðisráðuneytinu eða fær-
ist til. Ég vona að Svandís stjórni
áfram heilbrigðismálunum, því það
þarf að verja kerfið,“ segir Edward.
Hann lýsir hins vegar áhyggjum af
umhverfismálunum.
„Ég er ansi hræddur um að Fram-
sókn poti sér inn í umhverfisráðu-
neytið, það verði til einhver Sif
Friðleifs endurfædd, mér dettur í
hug að Ingibjörg Isaksen, sem vann
stórsigur í Norðausturkjördæmi, fái
það embætti.“ Forseti þingsins muni
renna til Framsóknarf lokks eða
Sjálfstæðisflokks. „Kannski verður
dreginn upp einhver Steingrímur úr
íhaldinu,“ segir Edward.
„Mér finnst eðlilegt að gera kröfu
um fjóra ráðherra,“ segir Guðmund-
ur Baldvin Guðmundsson, oddviti
Framsóknarmanna á Akureyri og
formaður bæjarráðs, og vísar til
sigurs Framsóknarflokksins í kosn-
ingunum.
„Sigurður Ingi hefur staðið sig
frábærlega og er góður í hvaða ráð-
herraembætti sem er,“ segir Guð-
mundur. Hann telur augljóst að
f lokkurinn þurfi að halda sínum
manni, Ásmundi Einari Daðasyni, í
embætti barnamálaráðherra.
„Við hér fyrir norðan gerum
okkur svo væntingar um að eign-
ast ráðherra, ég sé fyrir mér Ingi-
björgu Isaksen sem ráðherra,“ segir
Guðmundur. Hann telur að bak-
grunnur hennar gæti nýst í annað
hvort mennta- og menningarmála-
ráðuneytið eða heilbrigðismálin, en
varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir
gæti orðið utanríkisráðherra.
„Þá er Willum Þór Þórsson
afskaplega vel liðinn innan þings
sem utan og mögulegt ráðherraefni
eða þingforseti,“ segir Guðmundur
Baldvin að lokum.
„Það skiptir máli að hafa val-
inn mann í hverju embætti,“ segir
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrver-
andi forseti Alþingis og þingmaður
í Suðurkjördæmi. Hún segir ekkert
gefið þegar kemur að ráðherra-
efnum. „Formaðurinn hefur auð-
vitað í gegnum tíðina komið okkur
á óvart og ekki endilega farið eftir
fyrirfram gefnum línum,“ segir
Unnur Brá og tekur dæmi um Þór-
dísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur,
sem hvorug var oddviti í sínu kjör-
dæmi þegar þær urðu ráðherrar.
Hún sjálf hafi gegnt embætti for-
seta Alþingis þrátt fyrir að vera
neðar á lista en aðrir þingmenn
flokksins.
Unnur Brá er úr Suðurkjördæmi
en f lokkurinn hefur ekki átt ráð-
herra í kjördæminu síðan Ragn-
heiður Elín Árnadóttir lét af emb-
ætti iðnaðarráðherra árið 2016.
„Það er alltaf krafan í mínu kjör-
dæmi að eiga ráðherra í ríkisstjórn
en það hefur ekki verið þannig
að þar sé réttur maður á réttum
stað,“ segir Unnur Brá kímin, en
bætir við að núverandi oddviti
f lokksins í kjördæminu, Guðrún
Hafsteinsdóttir, hafi mikla reynslu
úr atvinnulífinu og geti vel staðið
undir ábyrgð ráðherraembættis.
Unnur Brá furðar sig hins vegar á
þeirri áherslu sem lögð er á að kom-
ast í ráðherraembætti. „Fólk býður
sig fram til að verða þingmenn. Það
þarf að bera virðingu fyrir því starfi
og sinna því af vandvirkni,“ segir
Unnur.
Birgir Ármannsson er ítrekað
nefndur sem líklegur forseti Alþing-
is. Unnur Brá sem gegndi því emb-
ætti segist fullviss um að Birgir yrði
góður forseti. Hún bendir þó á að í
þinginu séu fleiri reynsluboltar og
tekur sem dæmi Líneik Önnu Sæv-
arsdóttur úr Framsókn, Bryndísi
Haraldsdóttur, Sjálfstæðisf lokki,
og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur úr
Vinstri grænum.
Aðspurð um mikilvægustu eigin-
leika forseta segir Unnur gott póli-
tískt nef grundvallaratriði.
„Það er gríðarlega mikilvægt að
hafa skilning á öllum flokkum sem
skipa þingið, á bakgrunni þeirra og
hvaðan þeir eru að koma, vera læs á
pólitík,“ segir hún, auk þess að kunna
góð skil á þingsköpum. „Aðalmálið
er þó að vera góður í mannlegum
samskiptum og geta miðlað málum
með sanngirni að vopni. Forseti, sem
ekki virðir rétt minnihlutans, þarf
aðeins að lesa sér til um embættið.“ ■
Margir spá hrókeringum á stjórnarheimilinu
Kynjahlutföll hafa meira vægi en jafnræði milli byggða
Eiríkur Bergmann, prófessor í
stjórnmálafræði, segir almennt
litið til þess að hafa jafnvægi
milli höfuðborgarkjördæma og
landsbyggðarkjördæma í ríkis-
stjórn. „Í dag er þó miklu meiri
áhersla lögð á kynjajafnvægi en
byggðajafnvægi sem er ákveðin
breyting frá því sem áður var.“
Eiríkur bendir þó á að flokkarnir
hafi sjálfdæmi um sína ráðherra
og þessi sjónarmið geti því verið
erfiðleikum bundin.
Margir þættir spili inn í val á
ráðherrum, bæði velgengni í
prófkjörum og kosningum, þing-
reynsla og sérþekking hvers og
eins. „Þetta verður ríkisstjórn með þremur flokkum. Bara með því
að taka frá formenn og varaformenn erum við komin með helming
ráðherrastólanna,“ bendir Eiríkur á. Þetta geri val á öðrum ráðherra-
efnum þrengra. Svo ráði ráðuneytaskiptingin milli flokka auðvitað
miklu máli. „Það er ekki bara hægt að líta til stöðu þingmanna innan
flokks eða árangurs í kosningum, heldur líka hverjir eigi erindi út frá
styrkleikum í málaflokkunum sem hver flokkur fær.“
Aðspurður segir Eiríkur ekki óþekkt að ráðherrar detti úr ríkis-
stjórn eftir kosningar. Ekkert bendi þó til að þess þurfi núna. „Það
losnar stóll hjá Sjálfstæðisflokknum og margt bendir til að það
verði bætt við ráðuneyti sem skapar pláss fyrir nýliðun. En það á
auðvitað enginn ráðherrastól og ef aðrir eru taldir heppilegri er
ekkert óvanalegt að sitjandi ráðherra sé skipt út af.“
Eiríkur Bergmann Einarsson, pró-
fessor við Háskólann á Bifröst.
Guðmundur
Baldvin Guð-
mundsson,
oddviti Fram-
sóknarmanna
í bæjastjórn á
Akureyri
Unnur Brá
Konráðsdóttir
fyrrverandi
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins og
forseti Alþingis
Edward Huij-
bens, prófessor
í menningar-
landafræði og
fyrrverandi
varaformaður
Vinstri grænna
Ég treysti mér í hvað
sem er og til þeirra
verka sem formaður
flokksins mun fela
mér.
Guðrún Haf-
steinsdóttir,
Sjálfstæðis-
flokki, 1. þing-
maður Suður-
kjördæmis
Ég tel eðlilegt að horft
sé til árangurs kjörinna
fulltrúa í kosning-
unum. Ákvörðunin er
svo í höndum for-
mannsins og þing-
flokksins.
Ingibjörg
Isaksen, Fram-
sóknarflokki,
1. þingmaður
Norðausturkjör-
dæmis
6 Fréttir 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ