Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 8
Staðreyndin er sú að
norðurslóðir eru að
hlýna þrisvar sinnum
hraðar en heimshiti að
meðaltali, maður gæti
sagt að þær séu kanarí-
fuglinn í kolanámunni.
Mark Green, forstjóri Woodrow
Wilson miðstöðvarinnar
Öryggi bæjarbúa
verður alltaf númer eitt
tvö og tíu.
Ásthildur Sturlu-
dóttir, bæjar-
stjóri Akureyrar
Málþing með notendum
Faxaflóahafna
Fimmtudaginn 21. október 2021, kl. 14:00,
Björtuloft, Hörpu
Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starf-
semina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings fimmtudaginn
21. október kl. 14:00, Björtuloft (6. og 7. hæð) Hörpu.
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
og verður sem hér segir:
• 14:00 Ávarp formanns
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varaformaður Faxaflóahafna
• 14.10 Horft til framtíðar
Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna
• 14:35 Fjórða iðnbyltingin – Möguleg áhrif á hafnir og sjávarútveg
Yngvi Björnsson, prófessor og sérfræðingur í gervigreind við Háskólann í Reykjavík
• 15:00 Íslenski sjávarklasinn – Starfsemin, samstarf á alþjóðlegum vettvangi,
sjávarakademían
Nanna Ósk Jónsdóttir, rekstrarstjóri Íslenska sjávarklasans
• 15:25 Stafrænt vistkerfi – Tækninýjung fyrir sjávarútveginn
Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdarstjóri vöruþróunnar hjá Klöppum
• 15:50 Umræður og fyrirspurnir
• 16:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna
sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með
fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir
viðskiptavini.
Magnús Þór Ásmundsson,
hafnarstjóri
bth@frettabladid.is
NÁTTÚRUVÁ „Ég hef fylgst rækilega
með og spurt hvaða hættur séu í
bæjarlandi Akureyrar, ég er vön
slíkum hættum að vestan,“ segir
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri
á Akureyri, vegna minnisblaðs frá
Veðurstofu. Akureyri er meðal ell-
efu þéttbýlisstaða sem kanna þyrfti
með tilliti til aurskriðuhættu, sam-
kvæmt minnisblaðinu.
Fréttablaðið hefur fjallað um
málið í vikunni en Ásthildur segir
að sér hafi ekki komið þetta á óvart,
því hún hafi verið búin að fara yfir
þær skýrslur sem liggja fyrir. „Það
er lágmarkshætta í bæjarlandinu á
Akureyri eins og staðan er í dag.“
Hættan tengist hugsanlegum
aurskriðum í hlíðum ofan við
Innbæinn, einn elsta og syðsta hluta
bæjarins. Kerfisbundið hefur verið
unnið að því að minnka hættuna
til dæmis með gróðursetningu svo
jarðvegur bindist betur. Skriðuföll
urðu á þessum stað á tíunda áratug
síðustu aldar og var þá farið í kerfis-
bundnar aðgerðir.
Nokkrar umræður urðu síðast-
liðið sumar um hvort brekkan gæti
hreinlega brotnað niður vegna hug-
mynda um háhýsi við Tónatröð,
íbúagötu ofan við Innbæinn. Ást-
hildur segir að ítarlegar jarðvegs-
rannsóknir þurfi alltaf að fara fram
þegar byggð sé skipulögð.
„Loftslagsbreytingar geta hrundið
af stað áhrifum á umhverfi okkar
sem við þurfum að fylgjast vel með.
En ég ítreka að þarna er talað um
lágmarkshættu. Öryggi bæjarbúa
verður alltaf númer eitt, tvö og tíu.“ ■
Loftslagsbreytingar gætu hróflað við
öryggi Akureyringa í framtíðinni
Frá sólríkum sumardegi í miðbæ Akureyrar fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
8 Fréttir 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Annar dagur Arctic Circle-
ráðstefnunnar um málefni
norðurslóða var í Hörpu í gær.
Ábyrgð Bandaríkjamanna í
loftslagsmálum, formennska
Íslands í Norðurskautsráðinu
og aukinn áhugi Frakka á
norðurslóðum, var meðal
þess sem var í brennidepli á
ráðstefnunni.
tsh@frettabladid.is
NORÐURSLÓÐIR Arctic Circle, þing
Hringborðs norðurslóða, hélt áfram
í Hörpu í gær. Á allsherjarþingi ráð-
stefnunnar leiddi Geir H. Haarde,
f y r r verand i forsæt isráðher ra
Íslands, pallborðsumræður, í sam-
starfi við fulltrúa Woodrow Wilson
alþjóðamiðstöðvar fræðimanna.
Geir ræddi við öldungadeildar-
þingmennina Lisu Murkowski og
Sheldon Whitehouse, Mark Green,
forstjóra Woodrow Wilson mið-
stöðvarinnar, Mike Sfraga, for-
mann Rannsóknarnefndar Banda-
ríkjanna um norðurslóðir og Heiðar
Guðjónsson, fyrrverandi formann
Norðurslóða viðskiptaráðsins.
Green sagði meginhlut verk
Wood row Wilson miðstöðvarinnar
vera að styrkja sambandið á milli
fræðasviðsins og opinberra stefnu-
mála. Hann sagði málefni norður-
slóða skipta miðstöðina miklu máli
því þau sýndu áskoranir vegna lofts-
lagsbreytinga í smækkaðri mynd.
„Staðreyndin er sú að norður-
slóðir eru að hlýna þrisvar sinnum
hraðar en heimshiti að meðaltali,
maður gæti sagt að þær séu kanarí-
fuglinn í kolanámunni. Enn mikil-
vægara er þó að þær segja okkur
strax hverju við þurfum að hafa
áhyggjur af.“
Whitehouse, öldungadeildarþing-
maður Rhode Island, tók undir orð
Green og ræddi jafnvægislistina við
að vernda viðkvæm svæði á sama
tíma og unnið er að efnahagsþróun.
„Atvinnulíf í heimi sem er í jafn-
vægi og umhverfisvænn og styður
við sjálfbært mannlíf er einn hlutur.
Atvinnulíf í heimi þar sem kerfi eru
að breytast og riðlast og ný átök
brjótast út og auðlindir sem voru
eitt sinn fáanlegar eru að hrynja,
er allt, allt annar heimur og mjög
napurlegur heimur.“
Í kjölfar pallborðsins flutti Guð-
laugur Þór Þórðarson utanríkisráð-
herra erindi þar sem hann fór yfir
árangur Íslands í Norðurskauts-
ráðinu á þeim tveimur árum sem
landið fór með formennsku.
Guðlaugur sagði Ísland hafa tekið
við formennsku í Norðurskautsráð-
inu á erfiðasta tíma í sögu ráðsins
vegna ágreinings aðildarríkjanna
um málefni loftslagsbreytinga.
Hann kvaðst vera ánægður með
árangur Íslands í formannsstóln-
um þrátt fyrir þær þrengingar sem
Covid olli starfseminni.
„Stærsta afrekið var að mínu
mati innleiðing fyrstu framtíðar-
stefnunnar í sögu ráðsins. Fram-
tíðarstefnan veitir ráðinu langtíma
leiðarvísi í vinnu þess til næstu tíu
ára. Hún gefur ráðinu sterkari til-
gang, gerir það ekki jafn viðkvæmt
fyrir stefnubreytingum og leyfir
því að útvíkka sjónarhorn sitt og
umfang út fyrir hið hefðbundna
tveggja ára tímabil.“
Olivier Poivre d'Arvor, sendiherra
Frakklands í málefnum norður- og
suðurskautsins, hélt einnig erindi
þar sem hann ræddi markmið
Frakka í þessum heimshluta, sem
er töluvert fjarri þeirra áhrifasvæði.
D‘Arvor sagði áhuga Frakklands á
norðurslóðum fyrst og fremst vera
vísindalegs eðlis. Frakkar líti hvorki
á sjálfa sig sem norðurskautsþjóð né
hafi þeir í hyggju að gera tilkall til
þess.
„Við virðum fullkomlega full-
veldi norðurskautsþjóðanna og
þeirra forgangsrétt í málefnum
norðurslóða. Á sama tíma getum
við ekki hunsað að það er sam-
eiginleg ábyrgð að takast á við
þennan heimshluta þegar kemur að
athöfnum á svæðum sem hafa áhrif
á norðurslóðir,“ sagði hann.
D‘Arvor vinnur nú að fyrstu
frönsku stefnumótuninni í mál-
efnum norður- og suðurskautsins
sem hann mun kynna fyrir Emm-
anuel Macron Frakklandsforseta á
næstunni. Hann ítrekaði mikilvægi
vísinda- og loftslagsrannsókna fyrir
stefnumótunina.
„Ég sé loftslagsbreytingar ekki
sem tækifæri, ég sé þær ekki sem
hættu, ég sé þær sem raunveruleika
sem við verðum að takast á við,“
sagði d‘Arvor. ■
Norðurslóðir eru kanarífuglinn í kolanámunni
Sheldon White-
house, Mark
Green, Lisa Mur-
kowski, Mike
Sfraga, Heiðar
Guðjónsson og
Geir H. Haarde.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK