Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Stóra spurningin er hvort þessir flokkar muni hjakka í sama far- inu í fjögur ár enn. Senn gætu stór svæði jarðar orðið óbyggileg. Aðeins eitt getur dregið úr skaðanum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Leikarinn William Shatner varð í vikunni elstur manna til að fljúga út í geim, níræður að aldri. Shatner, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem geimkönnuðurinn kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek, táraðist við heimkomuna. Hann sagðist sleginn yfir því hversu „viðkvæmt allt virtist“ þar sem hann horfði til jarðar úr geimnum. Tilfinningin sem Shatner lýsir er ekki eins- dæmi. Fjöldi geimfara hefur upplifað mikið tilfinningarót við það að yfirgefa gufuhvolfið. Um er að ræða svo kölluð „yfirlitsáhrif“ (e. overview effect) sem birtast sem óttablandin lotning og yfirþyrmandi samkennd þegar horft er til jarðar úr fjarlægð. Hér á jörðu niðri voru hlutirnir samir við sig. Stuðningsmenn breska úrvalsdeildarliðs- ins Newcastle fögnuðu á götum úti daginn sem fjárfestingafélag undir stjórn krón- prins Sádí-Arabíu tók liðið yfir. Ekki dró úr gleðinni þótt mannréttindasamtök bentu á að prinsinn er sakaður um að vera harðstjóri sem virðir ekki mannréttindi, kúgar konur og lætur myrða blaðamenn. Sama dag komst lögmaðurinn og mann- réttindafrömuðurinn Cherie Blair, eigin- kona Tony Blair, í fréttirnar. Það spurðist út að Cherie starfar sem ráðgjafi framleiðanda njósnaforrits sem komið hefur verið fyrir í símum blaðamanna, stjórnmálafólks og fulltrúa mannréttindasamtaka og verið notað af ríkisstjórnum um heim allan til þess að fremja mannréttindabrot. Kom forritið meðal annars við sögu á morðinu á sádí-arab- íska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem fyrrnefndur krónprins hefur verið sakaður um að fyrirskipa. Enn sama dag bárust fréttir af síaukinni umferð erlendra ferðamanna um Keflavíkur- flugvöll. Fleiri farþegar gætu farið um Kefla- víkurflugvöll árið 2024 en 2019 þrátt fyrir heimsfaraldurinn, samkvæmt samantekt Isavia. Var aukningin kennd við bjartsýni þótt þá um morguninn hefði einnig mátt lesa frétt um nýja rannsókn Bandarísku hjarta- samtakanna um að loftmengun geti valdið hjartabilun. Heimsmyndin og sjálfsmyndin Einn þeirra fyrstu til að kynnast „yfir- litsáhrifunum“ var Michael Collins, sem flaug Apollo 11 til tunglsins árið 1969. „Það sem kom mér á óvart var hvað jörðin lítur út fyrir að vera brothætt,“ sagði Collins í viðtali stuttu fyrir andlát sitt fyrr á þessu ári. Algengt er að við geimförum blasi hversu viðkvæmur fölblái depillinn er sem við búum á. Það er þó ekki eina opinberunin sem fjarlægðin veldur. Frank White er geimheimspekingur sem bjó til hugtakið „yfirlitsáhrif“. Hann segir sjónarhornið sem geimferðir veita breyti því hvernig einstaklingurinn sér sjálfan sig, jörðina og framtíðina. „Það eru engin landa- mæri eða skil á jörðinni önnur en þau sem við búum til í huganum og með hegðun okkar. Allt það sem skilur okkur að niðri á jörðinni byrjar að hverfa þegar sjónarhornið er spor- baugur jarðar eða tunglið. Heimsmyndin og sjálfsmyndin umturnast á augnabliki.“ Mannkynið stendur frammi fyrir for- dæmalausri hættu. Loftslagshörmungar dynja yfir heimsbyggðina. Senn gætu stór svæði jarðar orðið óbyggileg. Aðeins eitt getur dregið úr skaðanum. Ekki þarf annað en að fylgjast með fréttum í einn dag til að átta sig á að það er krónískur skortur mannkynsins á „yfirlitsáhrifum“ sem er okkur helst fjötur um fót. Daglega er meiri hagsmunum fórnað fyrir minni; mann- réttindum fyrir fótbolta, prinsippum fyrir launaseðil, loftgæðum fyrir rekstrarhagnað Keflavíkurflugvallar. Þegar William Shatner lenti aftur á jörðinni eftir geimförina fullyrti hann að „allir í veröld- inni þyrftu að prófa þetta.“ Það verður ekki fyrr en við þróum öll með okkur yfirsýn geim- farans, hæfileikann til að sjá að jörðin er ein brothætt heild, að mannkyninu er borgið. n Ein brothætt heild Sú pólitíska spurning sem nú vegur hvað þyngst er hvort endurnýjað umboð núverandi stjórnarflokka verði til þess að síðasta kjörtímabil verði endurtekið.Stjórnarflokkarnir eru hver öðrum ólíkari nema að tvennu leyti; þeim stendur beygur af frekari samvinnu við þjóðir Evrópu og óttast lagabætur sem þaðan koma, svo og alþjóð- lega samninga sem eru neytendum til góða á kostnað framleiðslugreinanna hér á landi. Svo vilja þeir, að því er virðist, lækka skatta á stórútgerðina fremur en almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki, sjálft hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi sem skapar störf og helstu afleiðu þeirra, velferð. Stóra spurningin er hvort þessir flokkar muni hjakka í sama farinu í fjögur ár enn. Og svarið við henni – byggt á fjögurra ára reynslu – er að á því eru meiri líkur en minni, þótt ekki sé miðað við annað en yfirlýsingar flokkanna þriggja í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðis- flokks og Vinstri grænna var mynduð á sínum tíma vegna pólitísks óstöðugleika áranna á undan þegar hver stjórnin af annarri féll vegna misjafnlega málefnalegra ástæðna, allt frá alþjóðlegu hneyksli til innanlandsklúðurs. Og stjórnin fékk frið fyrir þær sakir, enda landsmenn orðnir þreyttir á síendurteknum uppákomum í íslenskri pólitík sem hafði ekki fyrr rétt úr kútnum eftir efnahagshrunið en að hún byrjaði að molna innan frá í allra handa skandal. Svo kom farsóttin og vísindin áttu sviðið, pólitíkin setti sjálfa sig í aftursætið, blessunar- lega – og var rekin af þeim bekk alla helftina af síðasta kjörtímabili. Annað blasir nú við, svo sem stærsta áskorun í ríkisfjármálum frá því í hruninu – og raunar telja stöku fræðimenn að viðfangsefnið núna sé snúnara en fyrir rífum áratug. Og til þess að takast á við þennan vanda þarf að taka skjótar og erfiðar ákvarðanir í efnahagsmálum og atvinnumálum, svo og umhverfismálum – og raunar líka heilbrigðismálum. Og það er einmitt í þessum fjórum málaflokk- um sem téðir flokkar eru á tvist og bast í stefnu- verki sínu. Það er ekki einu sinni hægt að hugsa sér þokkalega málamiðlun hvað þá varðar. Gefur VG hálendisþjóðgarðinn eftir? Nei. Gefur Sjálfstæðisflokkurinn orkuuppbygging- una eftir? Nei. Ætla vinstrimenn að skera niður í opinberri þjónustu svo um munar? Nei. Munu Sjálfstæðismenn hækka skatta svo um munar. Nei. Og munu Framsóknarmenn sitja þegjandi þarna á milli? Það er líka stóra spurningin. n Endurtekning Styrkirnir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Jafnframt eru veittir styrkir til þýðinga vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2021 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á islit.is Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrki SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. október 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.