Fréttablaðið - 16.10.2021, Qupperneq 18
Það er löngu tímabært
að ráðast í byggingu
nýs þjóðarleikvangs og
ég er vongóð um að
hann muni rísa á
næstu fimm árum.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, árið
2020
Það sem er kannski að
koma í ljós er að
Reykjavíkurborg virðist
ekki tilbúin að taka á
sig þann stofnkostnað
sem leiðir af hlutdeild
hennar í félaginu, þótt
hún hafi lagt mikið
kapp á það í upphafi að
hafa meirihluta.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, árið 2021
70
milljónir
króna voru
tekjur af
lands-
leikjum
samkvæmt
ársreikn-
ingi KSÍ
2016.
Alls komu 13 þúsund manns á
landsleikina fimm hjá karla-
landsliðinu í september og
október, flestir boðsgestir.
KSÍ fékk um 30 milljónir í
kassann þegar best gekk og
Laugardalsvöllur var fullur.
Tekjutapið er því mikið. Nýr
Laugardalsvöllur er á teikni-
borðinu, en hugmyndin safn-
ar ryki og lítið er að gerast.
benediktboas@frettabladid.is
Tekjutap KSÍ vegna áhugaleysis
landsmanna á íslenska karlalands-
liðinu er mikið. Á betri tímum þegar
íslenska landsliðið fór á EM og HM
var KSÍ með um 100 milljónir í
tekjur á ári af heimaleikjum lands-
liðsins. Á leikjum þar sem var upp-
selt komu um 30 milljónir í kassann
hjá KSÍ.
Í bjartsýnustu spám var gert ráð
fyrir að tekjur á ári gætu numið um
300 milljónum króna með nýjum
velli. Samkvæmt tímaáætlun átti að
vígja hann í lok þessa árs. Ljóst er að
það mun aldrei standast enda er nýr
völlur ennþá nánast á byrjunarreit,
þrátt fyrir margra ára vinnu.
Síðustu endurbætur á stúkum í
Laugardal voru gerðar árið 2007 og
ekki er gert ráð fyrir nýjum velli í
fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar
fyrir árin 2022-2026. Þegar áætlunin
var kynnt sagði Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra að völlurinn væri
kominn of stutt á veg til að hafa
hann með.
Innan við 200 miðar seldust á
landsleikinn gegn Armeníu. Seldir
Svartasta spáin að verða að veruleika
Tólfan fékk það
hlutverk að
finna áhorf-
endur fyrir KSÍ
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Frá viljayfirlýsingu um nýjan völl.
Bjarni, Guðrún Inga, Guðni og Dagur.
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas
@frettabladid.is
miðar á Liechtenstein voru einn-
ig örfáir en KSÍ fór þá leið að gefa
miða í gríð og erg. Sögðu tólfunni
að koma miðabunkum út. Íslenska
landsliðið spilaði fimm heimaleiki
með skömmu millibili í september
og október.
Ítrekaðar breytingar á sóttvarna-
reglum hafa orsakað að áhorfendur
vilja frekar vera grímulausir heima
í stofu en taka þátt í leikþætti yfir-
valda. Ásakanir um kynferðisbrot og
slæmt umtal í kjölfarið fældu lands-
menn einnig frá og orð landsliðs-
þjálfarans voru lítið að hvetja fólk
til að mæta. Alls komu 13 þúsund
manns á þessa fimm leiki. Flestir á
Liechtenstein, þar sem var nánast
frítt fyrir alla og svo trekkti stórlið
Þýskalands að rúmlega 3.500 manns.
Laugardalsvöllur tekur tæplega
9.800 manns í númeruð sæti, og
þegar hann fylltist voru tekjur af
seldum miðum um 30 milljónir
króna, samkvæmt skýrslu KPMG
um Laugardalsvöll. Í sömu skýrslu er
einmitt skoðuð svartasta spáin þar
sem árangur og áhugi hrynur. Eðli-
lega var ekki gert ráð fyrir Covid en
skýrslan var skrifuð árið 2018. Spáin
er nánast búin að rætast en Ísland
situr nú í 60. sæti heimslista FIFA og
tekjur af heimaleikjum litlar sem
engar. Um tíma var íslenska lands-
liðið það besta í Skandinavíu og sat
á topp 20 listanum með formann
sem sá nýjan völl í hillingum. Vanda
Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ,
þarf að leysa önnur vandamál áður
en hún hugar að nýjum velli.
Síðan Geir Þorsteinsson, þáver-
andi formaður KSÍ, minntist á það
fyrir hartnær áratug að í framtíð-
inni yrði svokölluð Þjóðadeild þar
sem íslenska landsliðið myndi þurfa
að byrja og enda keppnina á úti-
völlum, fór af stað vinna sem hefur
gengið afar hægt. Það er vissulega
búið að skrifa fjölmargar skýrslur,
benda á hluti, skrifa f leiri skýrslur
og stofna undirbúningsfélagið Þjóð-
arleikvang ehf. Hlutverk félagsins er
að undirbúa lokaákvörðun um end-
urnýjun Laugardalsvallar og í kjöl-
farið byggingu þeirra mannvirkja
sem ákveðið verður að byggja.
Þjóðarleikvangur ehf. skilaði 17
milljóna króna tapi á síðasta rekstr-
arári en rekstrargjöld námu heilum
46 milljónum króna. Þjóðarleik-
vangur ehf. er í eigu ríkis, borgar og
KSÍ. Félagið réði breska ráðgjafar-
fyrirtækið AFL til að sinna valkosta-
greiningu fyrir nýjan völl. AFL telur
að 15.000 manna leikvangur án
þaks sé hagkvæmasti kosturinn,
ef eingöngu er horft til beinna fjár-
hagslegra þátta. Slíkur leikvangur
með opnanlegu þaki myndi þó
skila bestu heildarniðurstöðunni. Í
júní hittist stjórn Þjóðarleikvangs á
sérstökum aukaaðalfundi þar sem
ákveðið var að næsta skref yrði að
framkvæma markaðskönnun. Sagði
KSÍ í fundargerð að sambandið vildi
að niðurstaða málsins fengist í haust.
Í greiningu AFL voru fjórir val-
kostir skoðaðir auk viðskiptaáætl-
unar og mats á efnahagslegum
þáttum: Að núverandi völlur verði
að mestu leyti óbreyttur, en ráðist
Hörður Snævar
Jónsson
hordur
@frettabladid.is
verði í lágmarksendurbætur og
-lagfæringar. Að Laugardalsvöllur
verði endurbættur svo hann upp-
fylli kröfur og staðla UEFA og FIFA.
Að byggður verði nýr 15.000 manna
leikvangur, með opnanlegu þaki
eða án þaks. Að byggður verði fjöl-
notaleikvangur með 17.500 sætum,
með opnanlegu þaki eða án þaks.
Í skýrslu KPMG kemur fram að
Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2022
Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og
forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-,
vímu- og tóbaksvarna.
Áhersla er lögð á eftirfarandi:
• Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu og félagsfærni.
• Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.
• Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir.
• Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.
• Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.
Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:
• Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi
• Stefna í áfengis- og vímuvörnum til 2020
• Stefna og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 2020
• Þingsályktun um lýðheilsustefnu til ársins 2030
Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:
- Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu.
- Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun.
Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.
Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila
framvinduskýrslu að verkefni loknu.
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2021.
Sótt er um á nýju vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins.
Nánari upplýsingar á www.landlæknir.is
Embætti landlæknis - Katrínartúni 2 - 105 Reykjavík - lydheilsusjodur@landlaeknir.is
18 Íþróttir 16. október 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. október 2021 LAUGARDAGUR