Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 20

Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 20
Fáar þjóðir búa að jafn mikil- vægum auðlindum og við. Það er virðingar- vert og þannig geta menn haldið áfram. Í dag, laugardag, klukkan 14, fer Urriðagangan á Þing- völlum fram í tuttugasta sinn. Gangan er ætluð öllum og kostar ekkert og samkvæmt veðurspá verður rólyndis- veður. bjork@frettabladid.is Jóhannes Sturlaugsson stendur fyrir göngunni í tuttugasta sinn í samráði við Þjóðgarðinn. „Gangan hefur mælst það vel fyrir að um margra ára skeið hefur þátttakan verið hreint út sagt mögnuð, gjarn- an 300-600 manns. Allt upp í fjór- föld miðað við þann mannfjölda sem mætti á Alþingishátíðina 2018,“ segir Jóhannes í léttum tón. Sjálfur hefur Jóhannes gert rann- sóknir á einstökum Þingvallaurrið- anum og miðlað þeim fróðleik til gesta. „Urriðar Öxarár, líkt og aðrir Þingvallaurriðar, eru einstakir vegna stærðar sinnar og langlífis, enda að segja má óþekkt að urriðar finnist annars staðar sem eru upp í 13 kíló eða meira og allt upp í á annan metra að lengd. Áhugaverðir lífshættir Þingvallaurriðanna í víð- feðmu og fjölbreyttu vistkerfi Þing- vallavatns sem og fornt útlit þessara ísaldarurriða er einnig einkennandi fyrir þá,“ segir Jóhannes, sem hefur notast við rafeindafiskamerki til að sækja gögn yfir hegðun urriðanna. „Urriðagangan gefur mér ein- stakt færi á að kynna fyrir almenn- ingi, þar með talið veiðimönnum, í hverju líf þessara fiska felst. Það gefur fólki sýn á tilvistargrundvöll urriðans í Þingvallavatni – og um leið hvernig við mannfólkið getum stuðlað að verndun Þingvallaurrið- ans og í reynd alls lífríkis vatnsins. Í heild tekur urriðagangan um eina og hálfa klukkustund en fólki er frjálst að koma og fara eftir hentugleikum enda margt sem gleður augað að hausti á Þing- völlum. „Einungis eru gengnir um 800 metrar á góðum göngustíg. Þeir sem ekki eiga kost á því að ganga geta sloppið alfarið við það, því upphafsvettvangur göngunnar er þar sem fyrstu urriðarnir eru skoðaðir við brúna, við bílastæðin þar sem fyrrum stóð Valhöll. Þegar lengra er haldið, við f lúðirnar niður af Drekkingarhyl, bíða f leiri stór ur- r iðar þess að heilsa gestum, meðal annars í stóru búri uppi á bakk- anum, sem hentar börnunum sér- lega vel. n Tuttugasta urriðagangan Þingvallaurriðar eru einstakir vegna stærðar sinnar og lang- lífis, enda verða þeir allt að 13 kíló að þyngd og allt upp í á annan metra að lengd. MYND/AÐSEND Dalrún, dóttir Jóhannesar, hefur lengst af hjálpað honum í árlegu urriða- göngunni. „Ég þykist vita að hún taki við mínu hlutverki þegar fram í sækir en ég tel mig nú eiga ansi mörg ár eftir áður en þörf verður á því,“ segir hann. n Í vikulokin Ólafur Arnarson Við mælum með BJORK@FRETTABLADID.IS Jól í Costco Jólapappírinn í Costco er þannig gerður að á honum eru ólík munstur eftir því hvernig maður snýr honum. Þetta getur ekki annað en fallið í kramið hjá unnendum jólaundir- búnings. Jólamerkimiðarnir eru síðan svo skemmtilegir að maður kemst í ljómandi jólaskap við það eitt að horfa á þá. Við Íslendingar erum um margt lánsöm þjóð. Við búum í friðsælum heimshluta og erum ein auðugasta þjóð í heimi miðað við fólksfjölda. Fáar þjóðir búa að jafn mikilvæg- um auðlindum og við. Við strendur landsins eru fengsæl fiskimið og á hverri sekúndu streymir ógnarafl frá jöklum til sjávar, hrein orka brýst fram úr iðrum jarðar og ekki skortir kröftugan vind sem hægt er að beisla. Við eigum líka ómetan- lega náttúru og gnægð af hreinu vatni, sem er einhver eftirsóttasta auðlind jarðar. Þjóðin í þessu gjöf- ula landi er vel menntuð. Með þessa auðlegð stendur ekkert í vegi þess að við lifum hér góðu lífi. Ekkert nema mögulega við sjálf. Fátt er svo gjöfult að ekki megi sólunda því og klúðra. Fyrir fáum áratugum var Venesúela eitt auðugasta ríki veraldar vegna olíu- auðlinda. Nú getur Venesúela ekki brauðfætt fólkið í landinu vegna rangrar stjórnarstefnu um árabil. Vítin eru til að varast þau. Við verðum að nýta auðlindir okkar rétt og vel. Það hámarkar lífskjör þjóðarinnar. Einnig hvílir á okkur samfélagsleg skylda í sam- félagi þjóða að nýta sjálf bærar orkuauðlindir landsins í þágu alls heimsins. Kolefnisspor orkufrekrar stóriðju og gagnavera sem knúin eru sjálf bærri orku, líkt og hér á landi, er einungis brot af kolefnis- spori slíkra iðjuvera í Kína og víðar, sem knúin eru kolum. Þetta er undir okkur komið Mat á Reðasafninu Matseðillinn á Reðasafninu á Hafnartorgi kemur skemmtilega á óvart og bragðast unaðslega. Þar má meðal annars finna typpavöff lur bæði í formi aðalréttar og eftir- réttar. Við mælum sérstaklega með kjúklingavöff lunni sem borin er fram með stökkum frönskum kart- öflum sem kitla bragðlaukana. n Okkur Íslendingum er nauðsyn- legt að finna jafnvægi milli nýting- ar og varðveislu okkar náttúruauð- linda. Vörumst öfgar í báðar áttir og höfum hugfast að við, þessar 370 þúsund hræður, erum grund- völlur kraftaverksins sem gerist hér á landi á degi hverjum. Við búum í góðu og gjöfulu landi en hagsæld okkar er engu að síður undir okkur sjálfum komin. Fólkið gengur fyrir og maður og náttúra geta lifað í sátt og samlyndi. n Velgengni og frægðarsól Skúla Mogensen fór með himinskautum á meðan flugfélag hans WOW flaug hátt. Hann þorði á meðan úrtölu-menn hristu hausinn. Félagið skilaði margra milljarða hagnaði og nafn Skúla var á allra vörum og sympatískt bros hans í öllum blöðum. En í draumi hvers manns er fall hans falið og brotlending félagsins varð jafnframt brotlending sjálfsmyndar upphafsmanns þess. Í rúm þrjú ár eftir gjaldþrot félagsins, sem hann jafnframt lýsir sem andlegu og líkamlegu, hefur Skúli haft sig lítið í frammi. Hann hefur þó sannarlega ekki setið auðum höndum heldur eignast tvo syni með konu sinni Grímu og unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu í Hvamms- víkinni í Kjós. Í fyrsta sinn tjáir hann sig nú um mistökin sem hann gerði, ofmatið og loks fallið. Það gerir hann á hispurslausan og einlægan hátt. Þann hátt sem aðeins maður sem hefur horft stíft í eigin spegil- mynd án þess að líta undan, getur gert. Það er virðingarvert og þannig geta menn haldið áfram. Eins og Skúli er að gera. Spennið beltin. n Flugtak og lending 20 Helgin 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 16. október 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.