Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 22

Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 22
Á end- anum má rekja fall WOW til minna mistaka, ekki ann- arra. Skúli Mogensen leggur öll spilin á borðið þegar hann gerir upp sögu WOW, sem hann stofnaði fyrir áratug. Með aðstoð fjölskyldunnar og vina, en ekki síst Grímu, nýrrar konu sinnar, horfir hann loksins björtum augum fram á við. Innan við Tíðaskarð liggur marf latur Hvalf jörðurinn og speglar sig makindalega í heiðu himinhvolfinu. Það er þægð í loftinu, enda vegurinn fram undan svo til fáfarinn – og fyrir vikið er náttúran allt um kring miklu áleitnari en forðum daga. Þegar ekið er yfir Laxá í Kjós og litlu síðar Reynivallahálsinn, blasir Hvammsvíkin við, sólarmegin í firðinum – og það er við hæfi að nokkrar álftir hefji sig til flugs þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Erindið er að hitta Skúla Mogen- sen, staðarhaldara í plássinu og einn umtalaðasta athafnamann Íslands á síðari tímum. En hann er þó hvergi sjáanlegur, finnst ekki í húsaþyrp- ingunni, hversu mikið sem kallað er, uns hann rekur hausinn út úr einum skálanum með kúst í hendi og kallar til okkar glaður í bragði: „Velkomnir í sveitina, drengir mínir.“ Við horfumst í augu, Skúli og skrif- ari þessa viðtals – og hann játar án spurningar að svona sé nú komið lífi hans; hann sé kominn niður á jörð- ina. Sveitin hafi samt bjargað honum og Grímu, konunni hans, á þessum síðustu og verstu tímum: „Hér höfum við gengið í öll störf, hvort sem það hefur verið að skrúbba klósettin, skipta á rúmum, mála húsin, taka á móti gestum eða skipuleggja við- burði í Hvalfirði,“ segir hann og leggur frá sér kústinn. Við röltum af stað eftir landareign- inni sem hefur verið heimili hans og skjól frá því flugfélagið féll: „Fyrsta árið eftir gjaldþrotið er allt í móðu,“ rifjar hann upp, „og sem betur fer var ég ekkert að tjá mig þá, enda hefði ég sennilega virkað sem bitur og gamall karl sem lifði á fornri frægð, en það er nú það síðasta sem ég vil.“ Sár? „Mjög, einkum og sér í lagi út í sjálfan mig. Á endanum má rekja fall WOW til minna mistaka, ekki annarra. Og það máttu vita að enn líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um það sem betur mátti fara.“ Ég gaf mig allan í verkefnið WOW fór með himinskautum frá stofnun þess fyrir áratug, fram til 2018 þegar ofvöxturinn var farinn að sliga það. Þá voru starfs- menn þess 1.500 – og fyrirtækið það fimmta stærsta á landinu – og skilgreint sem þjóðhagslega mikil- vægt, enda skilaði það milljónum ferðamanna til landsins og tugum milljarða króna. Ári seinna var því lokað. „Allan þennan tíma voru engin skil hjá mér á milli vinnu og einka- lífs. Ég gaf mig allan í verkefnið. Og þess vegna fannst mér á endanum eins og ég hefði tapað sjálfsmynd- inni.“ Hvað sökkstu djúpt? „Alla leið. Eftir á að hyggja hefði ég átt að leita mér aðstoðar. Reiðin og sorgin tókust heiftarlega á í hausnum á mér. Eftir alla uppbygg- inguna fannst mér ég vera einskis nýtur. Mér fannst ég líka hafa brugðist svo mörgum, starfsfélög- unum sem höfðu lagt nótt við dag til að byggja upp félagið með mér, öllum fjárfestunum, vinunum, fjöl- skyldunni og nýrri konu, henni Grímu minni sem ég hafði kynnst þegar allt lék í lyndi, en þegar þung- lyndið sótti hvað harðast að mér bauð ég henni að fara frá mér, þetta væri ekki ferðalagið sem ég hafði ætlað henni með mér. Ég var and- lega og líkamlega gjaldþrota.“ En Gríma hristi upp í manni sínum, kom honum í hversdags- verkin í Hvammsvík: „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við Ég missti fókusinn Skúli segist vera kominn niður á jörðina. Sveitin hafi bjargað honum og Grímu, konunni hans, á þessum síðustu og verstu tímum: „Hér höfum við gengið í öll störf, hvort sem það hefur verið að skrúbba kló- settin, skipta á rúmum, mála húsin, taka á móti gestum eða skipuleggja viðburði í Hval- firði.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans.“ Og talandi um fjölskyldu; hann segir alla stórfamilíuna hafa hjálpað sér svo um munar, ásamt vinum nær og fjær: „Mamma og pabbi, Anna Skúladóttir og Brynjólfur Mogensen, hafa stutt mig í einu og öllu – og það er fyrir þeirra tilstilli að Hvammsvíkin er enn þá í eigu fjölskyldunnar, en svo má nefna börnin mín þrjú með fyrrverandi eiginkonu, þau Ásgeir, Önnu Sif og Telmu, sem öll eru föðurbetrungar og fullir þátttakendur í fjölskyldu- fyrirtækinu sem er mér ákaf lega dýrmætt. Þá hefur Margrét, mín fyrrverandi, reynst okkur mjög vel í þessari erfiðu vegferð, sem ég er ævinlega þakklátur fyrir, enda langt í frá sjálfgefið.“ Hann þagnar um stund, en segir svo hægum rómi: „Þessi stuðningur allra minna nánustu kom örugglega í veg fyrir að ég legðist í langvarandi þunglyndi. Ég sé það núna að ég var kominn miklu lengra niður en ég áttaði mig á.“ Ég ætti síðastur manna að væla Við skottumst upp í gamla Falcon Crest á háhólnum í Hvamms- víkinni, þaðan sem bandamenn fylgdust með hundruðum herskipa í fjarðarbotninum. Í byrginu, sem Skúli og Gríma hafa breytt í glæsi- lega íbúð, eru Churchill og Roose- velt sagðir hafa fundað á laun. Og hér hefurðu svo sjálfur falið þig, spyr blaðamaður í hálfkæringi: „Já, það má segja það, en í öllu falli dró ég mig bara í hlé.“ Hann er hversdagslega klæddur og enn er stutt í góðlátlegt brosið, það kunnuglega vörumerki hans frá velgengnisárunum hjá WOW. Augun eru öllu hlutlausari að sjá, enda minningin ströng: „Ég á svo mörgum það að þakka hvernig ég gat rifið mig aftur í gang, svo sem Valda í Hjólakrafti sem kunnur er fyrir að koma krökkum sem eiga erfitt upp á reiðskjóta og þaðan út í náttúruna. Hann skipaði mér að taka rúntinn með þeim. Og allt í einu sat ég með þessum krökkum í rútu á hringveg- inum á meðan við skiptumst á að hjóla og deildi með þeim svefnað- stöðu og matarborði, krökkum sem höfðu lent í alls konar mótlæti í æsku – og þarna áttaði ég mig á því að ég ætti síðastur manna að væla.“ Við horfum yfir Hvammsvíkina sem hann hefur ásamt Grímu og for- eldrum sínum byggt upp á undan- liðnum árum: „Þetta verkefni kom fyrr upp í hendurnar á mér en ég átti von á,“ segir hann með glott á vör. „Mér var kippt niður á jörðina, akk- úrat þessa hér sem blasir við okkur.“ Og hugmyndafræðin er klár, segir hann ákveðinn og meinar sjálfbæra ferðaþjónustu upp á tíu fingur. Hér komist menn í náttúrunnar skjól; ferðamaðurinn sem gisti Hvamms- vík vakni undir dúnsæng, úr æðar- varpinu í kring, gangi niður að vatni og veiði sér silung í hádegismatinn með heimasprottnum kartöf lum og grænmeti, gangi svo saddur á fjöllin í kring, fari á kajak um fjörð- inn, eða renni fyrir lax, uns hann njóti sjóbaðanna sem verða opnuð næsta vor, en þar sé 90 gráðu heitu vatni blandað saman við sjó svo úr verður einstök veröld ferskleikans í f læðarmálinu, en í kvöldmat sé svo matur úr héraði, snæddur í gömlu hlöðunni þar sem menningin flæðir milli veggja fram á nótt. „Hér sameinast það alþjóðlega og staðbundna í einum punkti. Og hér sjáum við stóru breytinguna. Fyrir tíu árum var kallað eftir fleiri álverum. Núna er kallað eftir  22 Helgin 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.