Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 24

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 24
meiri náttúruvernd. Og Ísland skorar þar hæst allra þjóða á norð- urslóðum með öllu sínu ósnortna víðerni, hreinu vatni og lofti – og öryggi,“ segir Skúli, minnugur þess hvað ferðamaðurinn vill. „Hingað mun New York-búinn koma sem aldrei hefur komið við mold eða séð lifandi fisk.“ Hvernig gengur uppbyggingin? „Furðuvel, enda mikil vinna að baki og jafnframt sú hugsun okkar Grímu að ganga í öll störf. Hún segir að ég sé bestur með skítaburstann í höndum á meðan hún sinni innan- hússhönnuninni.“ Til Kanada og aftur heim Hann segir húmorinn fyrir sjálfum sér hafa hjálpað á síðustu árum, en einnig hitt, að nú loksins geti hann horft á WOW og sína gömlu sjálfs- mynd úr fjarlægð – og allt það heila ævintýri sem byrjaði eftir að Skúli f lutti frá Kanada árið 2008, sterk- efnaður maðurinn að aflokinni sölu á netfyrirtækinu OZ til Nokia fyrir 330 milljónir dala, en örfáum árum áður hafði hann ásamt nokkrum félögum bjargað OZ með naum- indum frá þroti þegar netbólan sprakk, á tímum þegar hlutabréf í stórfyrirtækjum á borð við Ericson hrundu um 97 prósent á svipstundu. Viðbragð OZ-verja var að loka öllum skrifstofum OZ utan einnar og fækka starfsmönnum úr 220 í 19. „Þarna kynntist ég því hversu hratt veður geta skipast í lofti, jafnt til hins verra og betra. Það var magnað að sjá hversu hratt við náðum að koma fyrirtækinu í gang á ný, sem sést best á því að starfs- menn þess voru orðnir 200 þegar við seldum það.“ Og hann hugsar sig um: „Þessi Skúli Mogensen í Falcon Crest, gamla byrgi bandamanna í Hvammsvík sem hann og Gríma hafa breytt í glæsilega íbúð. minning og reynsla hefur hjálpað mér mikið við að koma mér í gegn- um núverandi lægð, enda sýnir hún hvað hægt er að gera ef allir leggjast á eitt og halda haus.“ Hvers vegna selduð þið OZ? „Við vissum af hverfulleikanum í netheimum, vorum rækilega minnt- ir á hann þegar allt sprakk fáeinum árum fyrr. Og svo var tilboð Nokia einfaldlega of gott til að trúa því að annað betra kæmi síðar.“ Skúli flutti heim ásamt þáverandi konu sinni og börnum þeirra hjóna þegar Ísland var í félagslegri upp- lausn, svo fordæmalausri, að ósk þáverandi forsætisráðherra um blessun guðs, þjóðinni til heilla, virtist ekki ætla að rætast. Í tilviki Skúla tóku við alls konar fjárfest- ingar í fyrirtækjum og fjármála- sjóðum, svo sem MP-banka sem síðar varð Kvika, „en mér fannst galið á þessum tíma þegar ríkið sat uppi með alla viðskiptabankana þrjá að einkaframtakið hefði ekkert fram að færa á þessu sviði.“ En svo fór þér að leiðast? „Ójá, ég sat bara í stjórnum og taldi peninga og lét mér leiðast. Ég var ekki hamingjusamur, mig vantaði áskorun. Ég fann að eðlislæg fram- takssemi var farin að dofna og áttaði mig öðru fremur á því að kyrrseta á ekki við mig. Mig þyrsti í að komast aftur í frumkvöðlastólinn og byggja eitthvað upp, en vissi jafnframt að það yrði að vera stórt og krefjandi verkefni svo mér myndi ekki leiðast. Ég fór því að hugsa út fyrir kassann og áttaði mig smám saman á því hver samlegðaráhrifin af hnattstöðu landsins og náttúrugersemum þess eru mikil.“ Þetta var þitt WOW? „Já, akkúrat, augu mín opnuðust.“ Og einkunnarorðin komu til sög- unnar? „Já, heimsyfirráð eða dauði, ekkert minna,“ svarar Skúli og hlær, en segir svo ákveðið að hugsunin hafi strax orðið þessi: „Það sem á að heita óger- legt er bara skoðun, ekki staðreynd.“ Hreinasta rugl í honum Skúla Fyrsta flugið – og Skúli lygnir aftur augunum – var til Parísar í maí 2012. „En það voru allir á því að þetta væri hreinasta rugl í honum Skúla,“ segir hann sposkur á svip: „Enda töp- uðum við meiri peningum á fyrsta sumrinu en við höfðum nokkurn tíma óttast. Svo það var annað hvort að loka eða leggjast á bæn.“ Og hvað gerðist? „Á þessum tíma var ég kominn með nasaþefinn af því sem flugið gæti gert fyrir land og þjóð. Ég lét því slag standa, jók fjárfestingu mína í WOW og tók sjálfur við stjórnar- taumunum. Þar með hófst ballið fyrir alvöru,“ segir Skúli og kímir: „Ég horfði til öflugustu lággjalda- Það sem á að heita ógerlegt er bara skoð- un, ekki staðreynd.  24 Helgin 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.