Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 26
mikið og tíminn of knappur á þeim hluta ársins þegar eftirspurnin er minnst.“ Skúli tapaði öllu sínu, sjálfsmynd­ inni og sjóðunum. Honum var ráð­ lagt að fara í persónulegt gjaldþrot en þráaðist við. Með falli WOW, einu og sér, tapaði hann fjórum milljörðum, en þess utan skuldaði Skúli og félög hans annað eins, sem hann er að greiða niður með sölu fasteigna, jarða, verðbréfa og lista­ verka „og sú vinna er í fullum gangi,“ viðurkennir hann fúslega og metur það svo að með aðstoð fjölskyldu og vina klári hann sín mál. „Þetta virtist að vísu vonlaust í farsótt­ inni, enda var landinu lokað, en nú er allt breytt, markaðir og fasteignir í methæðum og það hefur hjálpað mér mikið í þessu uppgjöri.“ Myndirðu gera þetta allt aftur? „Tvímælalaust.“ Ertu viss? „Algjörlega. WOW er ævintýri lífs míns og ég hefði ekki viljað missa af einum degi í allri þeirri rússi­ banareið sem rekstur félagsins var. Þarna var samankominn ótrúlegur hópur fólks sem bjó til einstaka stemningu og liðsheild sem vann kraftaverk á hverjum degi. Ég sakna þess gríðarlega að hafa ekki fengið tækifæri til að klára það mikla starf Skúli og Gríma, ásamt Jaka og litla bróður í móðurkviði sem nú er nýfæddur. Fuglinn Fönix flaug of hátt eins og fleiri á myndinni. Spurður hvaða ráð hann gæfi sjálfum sér, færi hann aftur á loft, svarar Skúli: „Á meðan beðið er eftir rafmagnsvélum myndi ég fá nýju Airbus a220 sem eru langdrægar 150 sæta vélar sem ég tel henta fullkomnlega fyrir íslenskar aðstæður.“ sem WOW­liðið var búið að byggja upp og var einstakt á heimsvísu. Við vorum ein stór fjölskylda.“ Gríma er miklu meiri töffari en ég Hann segir f lugið vera einstaka atvinnugrein og að hennar bíði stórkostlegar áskoranir : „Það verða straumhvörf á næstu árum þegar rafmagnsflugvélar verða að veruleika. Þær verða ekki aðeins umhverfisvænni, hljóðlátari og langdrægari heldur mun rekstrar­ kostnaður f lugfélaga lækka um allt að 30 prósent á svipstundu. Og staðan verður þá þessi: Ísland verður orkustöð fyrir allt flug á milli Evrópu, Ameríku og Asíu þar sem hagkvæmi og hreini rafáfyllingar­ staðurinn í Keflavík verður í lykil­ hlutverki,“ segir Skúli, dreyminn á svip. Þú ert aftur kominn á f lug? „Auðvitað. Og við þetta mun draumur minn rætast um að gera öllum kleift að ferðast. Flugmiðinn sjálfur verður allt að því ókeypis. Flugfélögin munu þurfa að standa sig miklu betur í þjónustu og bjóða farþegum meiri og betri upplifun, bæði fyrir og eftir f lug. Þar með verða hliðartekjur f lugfélaganna aðalatriði og flugfélög fara aftur að bjóða upp á upplifun, í staðinn fyrir að vera bara í gripaflutningum.“ Ég hélt þú værir lentur hérna í Hvammsvíkinni? „Veistu, ég vona að mig hætti aldr­ ei að dreyma og hugsa stórt hérna í sveitinni, en vel að merkja, í Hval­ firðinum hef ég líka lært að leita ekki langt yfir skammt og finna það sem skiptir mig mestu máli í lífinu. Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun. Og henni er ekki fisjað saman,“ segir Skúli og nú nær brosið til augnanna. „Einu sinni fældi hundur hér í Hvamms­ víkinni fjárhóp úr Brynjudalnum svo ég varð að hendast á fjórhjóli upp um allar hlíðar til að bjarga hjörðinni. Þegar ég kom til baka fann ég Grímu hvergi, fyrr en ég sá hana ganga á land niðri í vík, kvik­ nakta, eftir að hafa synt eina 50 metra á haf út til að bjarga þar einni kindinni á land. Gríma er miklu meiri töffari en ég.“ Og talandi um Grímu. Hún hring­ ir undir lok samtalsins. Jaki er kom­ inn með smávægilega pest. Skúli eigi að aka í bæinn eftir lyfjum. Helst sem fyrst. En einmitt þannig er lífið. n Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldurs- munar. • Gistiheimili, sex fullbúin herbergi • Veitingasalur ásamt fullbúnu eldhúsi • Stórt tjaldsvæði og mjög góð grill- og eldunaraðstaða sem og hreinlætisaðstaða • Fallegur skógarreitur til útivistar • Stór hlaða innréttuð sem veisluaðstaða • Hesthús ásamt beitarhaga • 88 m2 íbúð fyrir leigutaka á staðnum Einstakt tækifæri - Gistiheimili við þjóðveg 1 til leigu Húnavatnshreppur hunavatnshreppur.is Húsnæðið er laust frá og með 1. janúar 2022. Senda skal umsókn fyrir 1. desember nk. á netfangið einar@hunavatnshreppur.is. Nánari upplýsingar: Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri í síma 455 0010 og 842 5800. Áskilinn er réttur til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Félagsheimilið Húnaver ásamt öllu sem því tilheyrir 26 Helgin 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.