Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 30
Hér má sjá einstaka hönnun West Hollywood, Times Square og London Edition hótelana. MYNDIR/NIKOLAS KOENIG Edition hótelið í Shanghai er gullmoli fyrir aðdáendur fallegrar og stílhreinnar hönnunar. MYND/NIKOLAS KOENIG sem systir mín barðist við alvar- leg veikindi. Ég áttaði mig í raun ekki á því fyrr en síðar, en ég hafði verið á erfiðum stað í þó nokkurn tíma, en þráhyggja mín með Studio 54 náði mér upp úr þessari ládeyðu. Þetta voru frábærir tímar.“ Skammaðist sín fyrir fortíðina Ian viðurkennir þó fúslega að lengi vel hafi hann átt erfitt með að horfast í augu við fortíð sína í næturklúbbsbransanum. Eigend- urnir voru sakfelldir fyrir skattsvik og Studio 54 lokað árið 1980, eftir aðeins 33 mánuði í rekstri. „Vanalega man maður það góða og gleymir því slæma en það var ekki raunin með mig í þessu tilfelli. Þegar metnaður minn var farinn að standa til annarra hluta skamm- aðist ég mín fyrir fortíðina. En ég komst svo yfir það nýlega,“ segir Ian, en heimildarmynd um Studio 54 kom út fyrir nokkru og tók hann þátt í gerð hennar. Algjört frelsi „Ég er ekki viss um hvert svarið er,“ segir Ian aðspurður um hverjir töfr- arnir á bak við vinsældir þessa sögu- lega klúbbs hafi verið. „Steve skapaði orðið „bouti- que hotel,“ það var hans leið til að útskýra fyrir fólki hver hug- myndin væri. Ef verslunarmiðstöð er að reyna að vera allt fyrir alla er „boutique“ með ákveðna hugmynd og hvernig eigi að nálgast hana. Við töpuðum reyndar eignarhaldi yfir orðinu, sem nú er hluti tungumálsins og allir með sína eigin túlkun á því,“ segir Ian, en saman fóru þeir félagar í hótelgeirann eftir Studio 54-ævin- týrið. „Nú til dags er sjaldgæft að við fáum að upplifa algjört frelsi. Gestir Studio 54 höfðu engar áhyggjur af því að ævintýri næturinnar drægju dilk á eftir sér daginn eftir. Fólk mætti til að skemmta sér og vera það sjálft. Ef stórstjarna stóð við hlið þér var þér skítsama. Þetta snerist um skemmtun. Ég held að frelsið sem við náðum að skapa með fólki frá ólík- um bakgrunni og stéttum hafi búið til ákveðna ringulreið og tilfinningu um að hvað sem er gæti gerst. Hótelin eðlilegt framhald Nú fjörutíu árum síðar er þetta enn markmið okkar á hótelunum. Að veita fólki frelsi til að gera það sem það langar til. Ég held að það sé lykillinn að velgengninni. Fólk talar enn þann dag í dag meira um Studio 54 heldur en til að mynda Wood- stock-hátíðina, sem var á svipuðum tíma, svo þetta hlýtur að vera djúp- stætt.“ Við sölu Studio 54 fengu þeir Ian og Steve greitt með hlutabréfum í hóteli og þannig færðu þeir sig yfir í þann geira. „En fyrir okkur var hótel eðlilegt framhald af nætur- klúbbi. Við vildum sjá til þess að fólki liði vel og skemmti sér. Þetta er þó flóknari og siðmenntaðri biss- ness. Fólk sem starfar á næturklúbbi lítur út eins og vampírur á daginn og á erfitt með að halda eðlilegri rút- ínu,“ segir Ian, en bendir á að hvort sem það sé rekstur veitingastaða, næturklúbba eða hótela þá snúist þetta allt um þjónustu. Einstök stemning á Edition Ian er hugmyndasmiðurinn á bak við Edition hótelkeðjuna sem opnar hótel hér á landi í næsta mánuði. Hugmyndin á bak við keðjuna er að skapa einstaka stemningu þar sem gestir blanda geði við heimamenn innan um vandaða hönnunina. „Þegar Edition opnaði upphaf- lega talaði fólk um að við værum að reyna að skapa næturklúbb í lobbíinu en ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Hugmyndin var þó að skapa þessa sömu eldfimu stemningu þegar fólk hittist. Við vildum ekki búa til næturklúbb en við vildum að ef þig langaði að fara á aðalstaðinn í borginni sem þú ert að heimsækja, þá þyrftir þú bara að fara niður í lobbíið, en þetta væri lágstemmt.“ Þegar blaðamaður hefur orð á því hversu augljóst það virðist að taka frekar á móti gestum í lifandi og skemmtilegri stemningu heldur en að þeir gangi beint inn í kulda- lega gestamóttöku svarar Ian: „Allar frábærar hugmyndir eru augljósar.“ Vildi láta hjörtun slá hraðar Eftir að hafa verið í hótelgeiranum í nokkra áratugi fór Ian á fund stjórn- enda Marriott-keðjunnar með hug- myndina að Edition. „Ég hafði opnað og starfrækt hótel um árabil og hafði aldrei áhuga á að vera stærstur, ég vildi bara vera bestur. Og ég hafði náð því. Ég vann kannski að hóteli í tvö til þrjú ár, opnaði og það sló í gegn. Þá fóru aðrir hóteleigendur að velja úr það sem þeim líkaði, eins og krakkar í nammibúð og herma eftir. Ég er ekki einn þeirra sem tek því sem hrósi þegar hugmynd minni er stolið. Þetta er mín hugmynd! Ég fór því að hugsa að það gæti verið gaman að fara í samstarf við stóra keðju og við myndum opna svo hratt að það yrði erfitt að herma eftir okkur.“ Ian fór á fund framkvæmdastjóra Marriott og þeir náðu vel saman. „Ég fann strax að hann væri mikill hönn- unaraðdáandi. Allir bestu hótel- rekendurnir elska hönnun, þetta er ekki viðskiptafólk eða markaðsfólk heldur fólk sem vill opna flott hótel.“ „Við náðum vel saman og lang- aði að gera einstök hótel sem ekki finnast í bæklingum og myndu ekki líta út eins og önnur hótel. Það væri tekin áhætta. Hugmyndin var að þegar fólk gengi inn færu hjörtu þess að slá hraðar. Við höfðum okkar eigin trommutakt og iðnað- urinn þurfti það. Einhverra hluta vegna er nýjum hugmyndum ekki endilega gert hátt undir höfði í hóteliðnaðinum, kannski vegna hluthafanna,“ segir Ian. Ný afstaða og nálgun Aðspurður hvernig viðbrögðin hafi verið þegar „boutique“ hótel-mað- urinn fór í samstarf við stóra keðju segist Ian ákveðinn í að láta slíka gagnrýni ekki snerta sig. „Varan var ekki að fara að vera lak- ari, ekki minna sérstök eða minna sérsniðin. Þetta var ný hugmynd að keðju. Ný afstaða og nálgun. Hvert og eitt hótel er sérstakt og ber augljós merki þess staðar sem það stendur í. Þegar þú heimsækir hótelið í Reykja- vík muntu hugsa að þetta hótel gæti hvergi annars staðar verið.“ Það skiptir Ian augljóslega máli að einkenni hvers staðar séu höfð í hávegum og það sé hluti upplifunar- innar. „Ég man að ég fór einu sinni til Parísar með Steve og hann vildi borða á McDonalds en ég tók það ekki í mál að borða á McDonalds í París.“ Mómentið fyrir Ísland Glæsilegt Edition hótel hefur risið við höfnina í Reykjavík, hótelið er nú opið í forsýningu en form- leg opnun verður 9. nóvember. Aðspurður hvers vegna ákveðið hafi verið að opna Edition á Íslandi, en fyrir eru hótel í stórborgum á við London, New York, Róm, Dubai, Tókýó og Shanghai, segir Ian: „Ég hugsa út fyrir boxið og sé það sem aðrir sjá ekki. Núna er móment- ið fyrir Ísland. Ég finn orkuna. Unga fólkið er að tala um það, enda lif- andi næturlíf og mikil tenging við náttúruna. Ísland er ólíkt öllum öðrum stöðum í heiminum,“ segir Ian sem er spenntur fyrir opnuninni hér á landi. „Fyrsta tenging mín við Ísland er einvígi Bobbys Fischer og Boris Spasskys árið 1972 en ég var algjör- lega heillaður af uppreisnarmann- inum Fischer. Ég man eftir að hafa skoðað ljósmyndir í LIFE-tímaritinu af íslenskri náttúru og aldrei séð annað eins.“ Þegar blaðamaður segir Ian að hinsta hvíla Fischers sé á Íslandi er eins og hringnum sé lokað og hann verður uppnuminn. Neitar að setjast í helgan stein Ian varð 75 ára gamall í sumar og aðspurður hvernig hann haldi fullri starfsorku og svo frjóum huga svarar hann: „Mitt leyndarmál er að ég nýt þess sem ég geri. Það er ekki vinna fyrir mér og aldur er bara aldur. Þegar ég varð sjötugur gat ég ekki einu sinni komið því í orð. Ég held áfram á meðan ég geri þetta vel. Ég er enn að gera þetta vel og held enn að við gerum þetta betur en allir aðrir,“ segir Ian og vonast til að halda fullri starfsorku í það minnsta næstu tíu árin. „Að setjast í helgan stein er eins nálægt dauðanum og hægt er að komast. Ég held að þetta snúist um forvitni, ég er forvitinn um alla hluti. Ég sé hluti sem aðrir sjá ekki og þeir hafa þýðingu fyrir mér, eins og það að Bobby Fischer sé jarðaður á Íslandi. Þetta er lykillinn að æsku- brunninum,“ segir hann að lokum og biður um upplýsingar um greftr- unarstað Fischers. n Við náðum vel saman og langaði að gera einstök hótel sem ekki finnast í bæklingum og myndu ekki líta út eins og önnur hótel.  Víkurhvarfi 6 - 203 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. is www.idex.is Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX Betri gluggar - betri heimili 30 Helgin 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.