Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 39

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 39
Aðstaðan hér er einstök og er í raun leitun að jafn góðum búnaði sem er aðgengi- legur fyrir almenning. Í vetur verða golfkennarar að störfum í Golfklúbbn- um og verður stefnt er á að bjóða uppá fjölbreytt námskeið sem og einka- þjálfun. Viggó Haraldur Golfklúbburinn hóf starf- semi haustið 2017 með fimm hágæða golfherma. „Við erum núna að fara inn í fimmta tímabilið okkar og í fyrra bættum við einum hermi við safnið,“ segir Viggó Haraldur Viggósson, eigandi Golfklúbbsins. Í golfhermunum er leikið með raunverulegar golfkylfur og golf- bolta. Kylfingurinn slær höggið rétt eins og hann gerir þegar golf er leikið úti. Boltinn flýgur í átt að skjánum og þar tekur við tölvu- grafík sem sýnir boltaflugið. Vönduðustu hermarnir „Hermarnir okkar eru þeir vönduðustu á markaðnum, ein af ástæðunum er sú að þeir sýna boltaflugið með eðlilegri hætti en aðrir hermar. Margir hermar eru þannig að það tekur 1-3 sekúndur fyrir kerfið að sýna ferð boltans. Tengingin á milli raunheims og sýndarveruleika í okkar hermum er viðstöðulaus, það er ekkert hik og boltinn birtist á réttum stað á tjaldinu og flýgur þar með líkum hætti og gerist úti á velli. Hermir- inn greinir hvernig höggið er slegið, hraða boltans, stefnu hans og klifurhorn og hvernig kylfan kemur í boltann, sveifluferil og hraða. Kerfið reiknar á svipstundu út hvernig boltinn hefði flogið í raunveruleikanum sem skilar sér fullkomlega í tölvugrafíkinni. Í mínum huga skiptir miklu máli að boltinn skili sér úr raunheimi í sýndarveruleikann hiklaust og með eðlilegum hætti, það er stór hluti af upplifuninni,“ segir Viggó. Frægir vellir vinsælastir Í hermunum er hægt að spila á mörgum frægustu golfvöllum heims, en einnig nokkrum fanta- síuvöllum. „Uppistaðan eru raun- verulegir golfvellir, enda eru þeir langvinsælastir hjá viðskiptavin- um okkar. Við bjóðum upp á um 100 golfvelli sem eru nákvæmar eftirlíkingar af frægum raunveru- legum golfvöllum sem finna má um allan heim. Hver völlur í herm- inum er nákvæmlega mótaður í þrívíddarmódeli eftir mælingum á raunverulega vellinum. Það eina sem er í raun öðruvísi er að í herm- inum eru aðstæðurnar alltaf þær sömu, boltinn liggur óaðfinnan- lega og það er logn og 20 gráðu hiti alla daga. Vinsælustu vellirnir hjá okkur hverju sinni eru oftast þeir vellir sem verið er að keppa á, til dæmis á PGA-mótaröðinni. Þarna eru frægir vellir sem marga kylfinga dreymir um að spila einhvern tíma á í raun- veruleikanum. Hjá okkur kemst fólk ansi nálægt draumnum.“ Ólíkir viðskiptavinir Starfsemi Golfklúbbsins er þríþætt. „Golfklúbburinn er vetrarmiðstöð fyrir kylfinga, við erum staður þar sem fólk kemur inn að leika sér. Í fyrsta lagi erum við að bjóða kylfingum upp á að leika golf sér til afþreyingar, þá erum við frammi- stöðumiðstöð, en hvergi er betra að æfa sig en í Golfklúbbnum. Í þriðja lagi munum við opna sportbar á komandi mánuðum og bjóða upp á veitingar og drykki, eins og við gerðum fyrir Covid-fárið. Líklegast er engin þjóð í heim- inum jafn æst í golfíþróttina og við Íslendingar. Ríflega 20 þúsund manns eru skráðir í golfklúbba og er talið að um 60 þúsund manns fari í golf árlega. Ástundun kylfinga hér á landi er líka óvenju mikil. Fram til ársins 2017, þegar Golf- klúbburinn hóf að bjóða upp á golf- hermana, hafði hópurinn engan stað til þess að leika sér í golfi og æfa sveifluna yfir vetrarmánuðina, Komdu inn að leika á draumavellinum Viggó Haraldur Viggósson byrjaði að bjóða upp á golfherma árið 2017 og fylgist spenntur með þróuninni í rafíþróttum á Íslandi. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Golfhermarnir í Golfklúbbnum eru fyrsta flokks og er ferillinn frá sveiflu, höggi og yfir í sýndarveruleika algerlega laus við hik. Golfklúbburinn býr að góðri aðstöðu fyrir kylfinga sem vilja bæta frammi- stöðuna. Með sveiflugreiningabúnaði má greina sveifluna í smáatriðum. Hátækni púttflötur frá PuttView er á staðnum. kylfunum var kyrfilega parkerað í geymslum og bílskúrum landsins. En eftir að við hófum starfsemi okkar hefur ásókn í hermana vaxið hratt og fleiri og fleiri kylfingar átta sig á því að golfhermaiðkun er skemmtileg og gefandi. Hér mæta bæði einstaklingar, sem og hópar að leika golf, sumir hverjir eiga fasta vikulega eða hálfsmánaðar- lega tíma og aðrir koma óreglu- lega. Algengast er að kylfingar séu fjórir saman í hverjum hermi og taki átján holur á þremur klukku- stundum. Þarna fær fólk útrás fyrir sveifluna og ekki síst fyrir félags- lega þáttinn sem golfástundun svo sannarlega gefur.“ Kennarar og kylfingar „Við leggjum áherslu á að hér í Golfklúbbnum eru kjöraðstæður fyrir kylfinga til að bæta frammi- stöðuna, þetta gildir fyrir alla, allt frá byrjendum til afrekskylfinga. Við erum með ýmsan hátækni- búnað á staðnum, golfherma frá Full Swing, púttflöt frá PuttView og sveiflugreiningarbúnað frá Swing Catalyst, þar sem hægt er að greina sveiflu kylfingsins í smáatriðum. Við erum að tala um sams konar búnað og bestu kylfingar og þjálfarar í heimi eru að nota í sinni vinnu, búnað til að greina þætti í sveiflunni sem sjást ekki með berum augum og hjálpa þannig kylfingum að bæta frammistöðu sína. Aðstaðan hér er einstök og er í raun leitun að jafn góðum búnaði sem er aðgengilegur fyrir almenn- ing. Í vetur verða golfkennarar að störfum í Golfklúbbnum og verður stefnt á að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem og einkaþjálfun.“ Hópasprell Á föstudögum og laugardögum er svo opið fyrir hópa eins og vinahópa, gæsa- og steggjahópa eða fyrirtækjasprell að koma og skemmta sér í hermunum. „Það er skemmtilegt að taka á móti hópi fólks þar sem stór hluti hefur kannski varla snert golfkylfu áður og að sjá hversu gaman er hjá fólki. Hér ríkir iðulega skríkjandi gleði jafnt hjá vönum golfurum sem byrjendum. Það er líka skemmti- legt að fylgjast með fólki sem hélt að golf væri einföld íþrótt uppgötva að það getur varla hitt boltann. Þetta er alveg dúndur- skemmtun fyrir alla. Það geta allt að átta spilað saman í hverjum hermi og hjá hverjum þeirra er góð aðstaða þar sem hægt er að setjast niður og spjalla á meðan maður bíður eftir að fá að gera næst. Uppistaðan af kúnnahópnum okkar eru þó fastagestir, það er golfarar sem eiga fasta bókaða tíma, ætli það sé ekki ríflega helm- ingur af gestunum. Þá eru margir sem koma reglulega og bóka þá með fyrirvara, það er mikilvægt fyrir hópa að reyna að hafa góðan fyrirfara, svo er talsverður fjöldi sem dettur inn í eitt og eitt skipti. Aðal atriðið er að allir hafa gaman af því að koma inn að leika,“ segir Viggó. Framtíðin í golfhermakeppnum Viggó fylgist spenntur með þróun rafíþrótta á Íslandi, en Íþrótta- samband Íslands færist nær því að taka rafíþróttir undir sinn hatt. „Rafíþróttir eru margs konar og meðal þeirra eru til dæmis golf, siglingar, kappakstur, skotfimi og margt fleira. Af þessu er golf hvað líkast móðuríþróttinni, en í golf- hermi ertu í raun að framkvæma nákvæmlega sömu hreyfingu og á raunverulegum golfvelli. Ég er spenntur að vita hvert næsta skref verður hjá Golfsambandi Íslands í málaflokknum, hvernig okkur tekst til dæmis að samræma keppnisumhverfið. Til að mynda vantar að þróa aðferðafræði til að útdeila réttri forgjöf á kylfinga sem taka þátt í keppnum í golfherm- um,“ segir Viggó að lokum n. Golfklúbburinn er staðsettur að Fossaleyni 6, 112 Reykjavík. Nánari upplýsingar má fá í síma 820- 9111 og á golfklubburinn.is og á Facebook: Golfklúbburinn. kynningarblað 3LAUGARDAGUR 16. október 2021 golfhermar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.