Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 42
Hönnuður burðarvirkja
NNE Verkfræðistofa leitar eftir góðu fagfólki til framtíðar-
starfa á burðarvirkjasvið. Í boði er gott og fjölskylduvænt
starfsumhverfi.
Starfið felst í allri almennri hönnun burðarvirkja.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Tækni- eða verkfræðimenntun
• Gott vald á Revit og Autocad
• Lágmark 3ja ára starfsreynsla
• Sjálfstæði í starfi
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið sao@nne.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum
umsóknum verður svarað.
NNE Verkfræðistofa er lítið en öflugt fyrirtæki á sviði
mannvirkjahönnunar. Fyrirtækið þjónustar fjölbreyttan
hóp viðskiptavina og framundan eru spennandi verkefni.
www.nne.is
STARFSMAÐUR
TÖLVUÞJÓNUSTU
Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir
einstaklingi í fullt starf við tölvuþjónustu
á Hvanneyri.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ
• Uppsetning og uppfærsla á tölvum starfsmanna og nemenda
• Viðhald og eftirlit með tölvum og hugbúnaði skólans
• Aðstoð við starfsmenn og nemendur
• Önnur tilfallandi verkefni
HÆFNISKRÖFUR
• Menntun sem nýtist í starfi
• Góð þekking og reynsla af tölvuvinnslu
og Microsoft hugbúnaði skilyrði
• Þekking á kennslukerfum s.s. Uglu og Canvas æskileg
• Þekking á Microsoft AD og rekstri netkerfa æskileg
• Góð þjónustulund, frumkvæði og samskiptahæfni skilyrði
FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahags-
ráðherra og Sameyki hafa gert.
Starfshlutfall er 100%.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 4. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Helgi Þorvaldsson - gudjon@lbhi.is
Guðmunda Smáradóttir - gudmunda@lbhi.is - 433 5000
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánar á lbhi.is/storf
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS LBHI.IS | 433 5000
Reynsla af sambærilegu starfi eða lögmannsstörfum
hjá fyrirtækjum eða hinu opinbera er æskileg.
Málflutningsréttindi eru kostur.
Starfið er krefjandi og fjölbreytt.
Á lögfræðiskrifstofunni starfa nú 20 lögmenn
og sex aðstoðarmenn.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil
berist á netfangið grimur@landslog.is fyrir 24. október.
landslog.is
Landslög veita alla almenna lögfræði-
þjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir hins
opinbera og einstaklinga. Landslög
voru stofnuð þann 1. júní 1971 og
spannar saga stofunnar því meira
en fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa
einstaklingar, opinberar stofnanir og
stór og smá fyrirtæki leitað liðsinnis
okkar.
Markmið Landslaga hefur ávallt verið
hið sama – að veita viðskiptavinum
okkar fyrsta flokks ráðgjöf og víðtæka
þjónustu.
Lögfræðistofan Landslög
óskar eftir umsóknum
um starf löglærðs fulltrúa
Sterk liðsheild í 50 ár
SÁLFRÆÐINGAR ÓSKAST
Á FRÆÐSLU- OG MENNINGARSVIÐ
gardabaer.is
Garðabær óskar eftir að ráða sálfræðinga til starfa á fræðslu- og menningarsviði í allt
að 100% starfshlutfall. Í Garðabæ eru reknir fimm grunnskólar, níu leikskólar, ein
leikskóladeild og einn samrekinn leik- og grunnskóli.
Sálfræðingar hafa umsjón með greiningum, sinna ráðgjöf og stýra þeim verkefnum sem
undir þá heyra. Sálfræðingar starfa að faglegri þróun og ráðgjöf í nemendaverndarmálum og
snemmbærum stuðningi. Sálfræðingar taka þátt í þverfaglegri samvinnu með metnaðarfullu
samstarfsfólki. Starf sálfræðinga býður upp á tækifæri til að hafa áhrif á uppbyggingu og
mótun sérfræðiþjónustu bæjarins.
Starfssvið:
• Ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla
• Forvarnastarf með áherslu á að efla skólana við að leysa mál sem upp koma
• Athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf og eftirfylgd mála
• Fræðsla og námskeið fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
• Þekking á þroska og þroskafrávikum barna
• Hæfni til að starfa í hópi fagaðila
• Góðir skipulagshæfileikar
• Færni í samskiptum
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á skólastarfi og reynslu af sálfræðilegri greiningu
og ráðgjöf vegna barna.
Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2021.
Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá um fyrri störf umsækjanda og menntun.
Einnig skal fylgja stutt greinargerð um faglega sýn viðkomandi á starf sálfræðings.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og
menningarsviðs í síma 8208540 eða netfang eirikurbjorn@gardabaer.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, er hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar
www.gardabaer.is
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR