Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 43
Við leitum að verkefnastjóra sem hefur sömu sýn og starfsfólk Þulu að með hagnýtingu framsækinna
hugbúnaðarlausna muni viðskiptavinir fyrirtækisins ná fram hagræðingu í rekstri á sama tíma og þeir
veita betri þjónustu.
Starfið felur í sér verkefnastýringu, samræmingu, þróun og mótun á fyrsta flokks hugbúnaðarlausnum
sem byggja á yfirgripsmikilli sérþekkingu og margra ára farsælli reynslu af útfærslu krefjandi verkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Þátttakandi í mótun og þróun hugbúnaðarlausna sem gegna lykilhlutverki við
meðhöndlun lyfja á heilbrigðisstofnunum.
• Skipulagning verkefna og áætlanagerð.
• Verkefnastýring og eftirfylgni með stöðu verkefna.
• Dagleg samhæfing vinnu u.þ.b. 20 forritara og hugbúnaðarprófara
sem staðsettir eru á Akureyri, Reykjavík og erlendis.
• Dagleg samskipti við lykilviðskiptavini í Noregi.
• Þátttaka í stöðugum umbótum á verklagi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði tölvunar-, verkfræði eða sambærileg menntun.
• Menntun á sviði verkefnastjórnunar er kostur.
• Marktæk þekking og reynsla af verkefnastjórnun í hugbúnaðarþróun.
• Sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðuð nálgun og færni til að sjá heildarmyndina.
• Framúrskarandi leiðtogi með góða samskiptahæfileika og reynslu í að stýra teymum.
• Þekking á Agile aðferðafræði og reynsla af Jira nauðsynleg.
• Reynsla af vinnu í gæðakerfum t.d ISO 9001/27001 er mikill kostur.
• Góð færni í norsku, dönsku eða sænsku.
• Góð enskukunnátta.
Viðkomandi starfsmaður mun starfa á skrifstofunni á Akureyri.
Umsóknarfrestur er til og með 26. október nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).
Markmið Þulu er að bjóða heilbrigðis geiranum
fyrsta flokks hugbúnaðarlausnir.
Lausnir Þulu eru þróaðar í nánu samstarfi við
kröfuharða viðskiptavini. Í tæp 20 ár hefur Þula
unnið með heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu
og þróað með þeim framsæknar lausnir sem
gera þeim kleift að ná árangri á sínu sviði.
Hjá Þulu starfa um 35 manns og flestir eru
búsettir á Akureyri. www.thula.is
Verkefnastjóri -
hugbúnaðarþróun
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is