Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 75

Fréttablaðið - 16.10.2021, Side 75
Á golfvöllum er oft og iðu- lega landslag sem gerir kröfur um kunnáttu golfara til að slá höggin, hvort sem boltinn er fyrir ofan fætur eða neðan, auk hliðarhalla, sem og sambland af báðu. Þar kemur Orange Peel til hjálpar. „Orange Peel Whip gerir kylfing- um fært að slá höggin miðað við legu vallarins en ekki af sléttum fleti sem í raun gerir öll högg auðveldari og líkir ekki eftir ólíku landslagi golfvalla,“ segja Bára Valdís Ármannsdóttir og Pétur S. Pálsson hjá Golfsveiflunni. „Orange Peel hentar vel þegar verið er að spila eða æfa í golf- hermi. Besta æfingin er að líkja eftir aðstæðum sem kylfingur kemur til með að þurfa að bregðast við á vellinum, auk þess að laga vankanta á sveiflunni og auka jafn- vægið frekar,“ útskýrir Bára Valdís. Bætir jafnvægið og sveifluna Góður golfari þarf að búa yfir takti og jafnvægi. Þar hjálpar Orange Whip-sveifluþjálfinn til við að ná réttum takti í sveifluna og Orange Peel hjálpar til við að finna jafn- vægið í sveiflunni. „Þegar horft er á góða áhuga- eða atvinnukylfinga má sjá að þeir eru í góðu jafnvægi og vinda upp á líkamann til að skapa þyngdar- flutning, á meðan hinn almenni kylfingur á það til að færa líkam- ann of mikið aftur fyrir boltann. Lagið á Orange Peel stuðlar að betri vindu og þyngdarflutningi á líkamanum fyrir golfsveifluna og hjálpar við að styrkja fótstöðu kylfingsins á réttan hátt,“ greinir Pétur frá. Orange Peel er framleitt af Orange Whip Golf, leiðandi fyrirtæki á markaði sveifluþjálfa. Fyrirtækið var stofnað af PGA- kennaranum Jim Hackenberg sem jafnframt var kylfuberi í PGA- Framúrskarandi æfingatæki fyrir golfara sem vilja ná lengra Oft má sjá Orange Whip-æfingatæki gægjast upp úr golfpokum þeirra bestu. Æfingatæki þeirra bestu Golfæfingatækin frá Orange Whip hafa margoft verið valin bestu hjálpartækin til að fá betri, stöðugri og áhrifaríkari golfsveiflu. Sveifluþjálfinn og hrað- sveifluþjálfinn eru notaðir af fjölda PGA- og LPGA-kylfinga og sjást oft í pokunum hjá mörgum af bestu kylfingum heims, eins og: Harris English, Lexi Thompson, Jessicu Korda, Dough Ghim, Joel Dahmen, Daniel Berger og fleirum. Daniel Berger segir: „Orange Whip hjálpar mér að fá tilfinn- ingu fyrir sveiflunni í líkam- ann í stað þess að hugsa bara um að hitta boltann.“ Hreyfðu þig og sveiflaðu betur Orange Whip Power Peel var hannaður til að þróa sveifluna bæði á og utan golfvallarins. Plattinn er með sex tengipunkta fyrir böndin sem halda við og gera þér mögulegt að þróa og styrkja þessi fimm undirstöðuatriði í golfsveiflunni: ■ GOLFSVEIFLU-LÍKAMSRÆKT: Power Peel-pakkinn gerir þér kleift að sameina sveifluþjálfun með æfingaprógrömmum sem bæta sveifluna og auka styrk fyrir golfið með aðeins 20 mínútna æfingu á dag. Hannað til að notast með Orange Whip Golf & Fitness sem streymir golfæfingum og sveiflu- leiðbeiningum á netinu. ■ EYKUR JAFNVÆGIÐ: Notaðu Power Peel með sex böndum sem styðja við meðan á æfingu stendur til að hjálpa til við æfingar og líkja eftir því sem gerist á golfvellinum. Það hjálpar þér að ná snún- ingnum og styrkir stóru golfvöðvana auk þess að koma í veg fyrir ýktar hliðarhreyfingar. ■ EYKUR KRAFTINN Í SVEIFLUNNI: Með hraðþjálfan- um eykst hraðinn á kylfuhausnum og á sama tíma eykst stjórnin og stöðugleiki sveiflunnar. Það er fullkomin leið til að sameina kraft og nákvæmni. ■ TEYGJUR OG AUKINN STYRKUR: Kemur með belti með fjórum tengipunktum sem auka aðhald og hjálpa til þegar notað er Orange Peel. Enn fremur fylgir jógamotta undir Orange Peel, fyrir teygju- æfingar. ■ UNDIRBÚÐU LÍKAMANN TIL AÐ NÁ MEIRI ÁR- ANGRI: Notaðu alla fylgihluti Power Peel saman til að bæta undirstöðuatriðin í golfsveiflunni á mun styttri tíma; stöðuna, snúninginn, skiptingu í niðursveifluna (e. segmentation), þyngdarflutn- inginn og jafnvægið til að fá betri sveifluferil. ■ Í PAKKANUM ER: Orange Peel platti, hrað- sveifluþjálfi, Power-fótabönd (2), 25cm svört teygjubönd (2), 35 cm Orange-aðhaldsbönd (e. resistance bands) (2), handföng (2), fitnessbelti, jógamotta og bakpoki fyrir böndin. Með áskrift hjá Orange Whip GFX færðu aðgang að mörgum mismundi æfingum, svo sem dag- legu SWOD, E9, STRETCH, ON THE RANGE, og SPEED TRAINING sem bæta hreyfingu þína og boltaflugið strax. Árangur kemur strax í ljós eftir fyrstu æfingar. 14 daga ókeypis prufuáskrift fylgir Orange Whip Power Peel. Verð á pakkanum er 79.000 krónur, með einum stífleika af böndum. Helstu kostir Orange Power Peel eru: ■ Samþætt sveifluþjálfun og golfþrek sem bætir golfsveifluna strax. ■ Staðsetning á tengingu bandanna skapar mótstöðu og veitir þjálfun sem styrkir helstu vöðva sem notaðir eru í golfsveiflunni. ■ Hraðsveifluþjálfinn eykur sveifluhraðann og þar að leiðandi högglengd, ásamt því að gefa kylfingum meiri stjórn. ■ Hjálpar til við grunnatriði sveiflunnar; sterka líkamsstöðu, snúning og þyngdarflutning, skiptingu úr aftursveiflu í framsveiflu, jafn- vægi og þróar sveifluferilinn. ■ Hægt að velja stífleika á böndum í réttu hlut- falli við stífleika kylfuskaftsins. túrum þar sem hann fékk gott tækifæri til að stúdera sveiflu þeirra allra bestu. „Jim fór því að leita að tæki sem gæti auðveldað venjulegum golfara að bæta sveifluna og kom síðan með Orange Whip sveiflu- þjálfann sem var fyrsta tækið til að æfa sveifluna með drævernum. Síðan hafa bæst við fyrir fleiri lengdir af kylfum, einnig til að æfa vippin og púttin,“ upplýsir Bára Valdís. Í kjölfarið kom á markaðinn tækið Orange Peel sem bætir þyngdarfærslur, jafnvægi og að slá högg miðað við mismun- andi legur í landslagi. „Nú hefur einnig bæst við líkamsræktarpakkinn Orange Power Peel með hraðsveifluþjálfa og böndum sem er hægt að fá í sam- svarandi stífleika kylfuskaftanna. Þar að auki er boðið upp á æfinga- kerfi í áskrift á netinu, en með því að stilla böndin rétt er hægt að kenna líkamanum ákveðnar hreyfingar og tengja við sveifluna, sem og að slá bolta af plattanum með böndin tengd til að fá líkamann til að muna hreyf- inguna,“ útskýrir Pétur. ■ Nánar á golfsveiflan.is og á Golfsveiflan á Facebook. Lesið QR-kóðana til að sjá kennslu- og æfingamyndbönd frá Orange Whip. Phil Mickelson að æfa sig á bílastæðinu fyrir lokahring á PGA-móti með Orange Whip sveifluþjálfa. mynd/aðsend kynningarblað 7LAUGARDAGUR 16. október 2021 GolFhermar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.