Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 76

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 76
Golffélagið ehf. er fyrir kylf- inga á öllum getustigum þar sem enginn auka kostnaður fellur til á golfarann með mánaðarlegum gjöldum og allir eru boðnir velkomnir. Dagur Þór Hilmarsson, eigandi og framkvæmdastjóri hjá Golffélag- inu, segir fyrirtækið bjóða upp á þrjá Trackman 4 golfherma – sem eru taldir þeir bestu á markaðnum: „Þessir golfhermar henta vel til æfinga þar sem þeir mæla ýmislegt sem við kemur sveiflu golfarans en einnig henta þeir vel til leiks þar sem boðið er upp á fjölda golfvalla um allan heim. Þeir eru einfaldir í notkun fyrir notandann þar sem einungis þarf að ýta á einn hnapp til þess að ræsa kerfið.“ Hver er sérstaða Golffélagsins? „Við hjá Golffélaginu leggjum áherslu á að bjóða upp á fallega aðstöðu og notalegt umhverfi þar sem golfarinn getur mætt og æft sig í rólegheitum á sanngjörnu verði. Enginn starfsmaður er á staðnum en það skilar sér í heimilislegri aðstöðu án truflunar. Enginn aukakostnaður fellur til á golfarann með mánaðarlegum gjöldum og við bjóðum alla vel- komna að spila á hagkvæmu verði en fullt verð á háannatíma er 4.500 kr. á tímann. Einnig tryggja margir sér fasta tíma yfir veturinn en þá fá við- skiptavinir hagstæðara verð á tímann eða 3.900 kr. á háannatíma og 2.900 kr. fyrir kl. 15.00 á virkum dögum. Til þess að tryggja sér fasta tíma er best að senda beiðni á net- fangið golffelagid@golffelagid.is eða skilaboð á samfélagsmiðlum.“ Tímapantanir á netinu Dagur Þór segir að golfarar panti sér tíma á netinu og fái þá sendan aðgangskóða að húsnæðinu Golffélagið á Granda býður upp á Trackman 4 Dagur Þór segir að Golffélagið leggi áherslu á að bjóða upp á fallega aðstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hjá Golffélag- inu eru þrír Trackman 4 golfhermar sem henta vel til æfinga þar sem þeir mæla ýmis- legt sem við- kemur sveiflu golfarans. Eins og sjá má er umhverfið vist- legt og nægilegt pláss fyrir kylfinginn. klukkustund áður en tími hefst. „Við bjóðum upp á óáfenga drykki til sölu á hagstæðu verði og treystum þar á heiðarleika viðskiptavina til að greiða sjálfir í gegnum posa. Kjósi golfarar heldur að mæta með sína eigin drykki og setja í kælinn hjá okkur, er það sjálfsagt. Mögulegt er að leiga aðstöðu Golffélagsins fyrir hópa og þannig hægt að skipuleggja góða skemmtun með hagkvæmum hætti.“ Fyrir hverja hentar aðstaða Golffélagsins helst? „Golffélagið er hugsað fyrir kylfinga á öllum getustigum. Við bjóðum upp á lægra verð eða 3.500 kr. á tímann til kl. 15.00 alla virka daga sem er kjörið fyrir þá sem eru í vaktavinnu, námsmenn sem eiga lausa stund eða eldri borgara sem eru hættir að vinna og farnir að njóta lífsins á annan hátt. Það er um að gera að mæta snemma og njóta þess að spila á lægra verði. Einnig er aðstaða Golffélagsins hentug fyrir ýmsa hópa, eins og vina- og vinnuhópa eða fyrir ýmiss konar hópeflisstarf. Þátttakendur geta þá pantað sér mat þaðan sem fólk vill og eru engar takmark- anir, þar sem viðskiptavinir eru ekki bundnir við að kaupa slíka þjónustu á staðnum. Við erum til húsa á Eyjaslóð 9 úti á Granda. Húsið er vel merkt Golf- félaginu og ætti því að vera auðvelt að finna okkur.“ ■ 8 kynningarblað 16. október 2021 LAUGARDAGURGolfhermar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.