Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 78

Fréttablaðið - 16.10.2021, Page 78
Löngunin til að hanna sín eigin föt leiddi Guðnýju Mar- gréti Magnúsdóttur í nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún segir námið vera bæði krefjandi og skemmtilegt. starri@frettabladid.is „Það er svo margt í boði í tísku- bransanum sem mér finnst spenn- andi. Ég stefni á að fara í starfsnám þegar ég útskrifast og sjá svo til hvort ég fari í framhaldsnám eða ekki,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, nemandi á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Guðný, sem er 21 árs gömul, seg- ist hafa kennt sjálfri sér að sauma árið 2019 eftir útskrift úr mennta- skóla. „Mig hafði lengi langað til þess að kunna að gera mín eigin föt og það leiddi mig út í námið í fata- hönnun við Listaháskólann árið 2020. Námið tekur mikinn tíma og getur verið mjög krefjandi en um leið skemmtilegt. Síðasta sumar var ég ásamt tveimur bekkjar- félögum í Skapandi sumarstörfum hjá Reykjavíkurborg. Þar unnum við að verkefni sem hét Umskipti sem snerist um að sauma ný föt úr endurunnum textíl sem var mjög skemmtilegt og áhugavert verkefni.“ Lengi haft áhuga á tísku Tískuáhuginn hefur fylgt henni lengi. „Ég hef haft áhuga á tísku Margt spennandi í boði í tískubransanum frá því að ég man eftir mér en sá áhugi hefur bara vaxið síðustu ár. Námið í Listaháskólanum er mjög fjölbreytt og skemmtilegt, í hverju námskeiði fæst ég við eitthvert nýtt viðfangsefni sem ýtir mér út fyrir þægindarammann en er um leið mjög gefandi.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast undanfarin ár? Undanfarin ár hefur áhugi minn þroskast mikið og orðið stærri hluti af lífi mínu og persónuleika. Stíll- inn minn hefur þróast mjög mikið og mér finnst miklu auðveldara að treysta innsæinu og vita hvað mér finnst flott eða ekki án þess að þurfa álit annarra. Hvernig fylgist þú með tískunni? Helst gegnum Instagram, Twitter, Vogue runway og 1Granary. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég kaupi flest föt á nytjamörk- uðum eða sauma þau sjálf. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Blár, hvítur og svartur þegar kemur að fötum. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Nei, í rauninni ekki þó að sum „outfit“ hafi verið betri en önnur. Hvaða þekkti einstaklingur, inn- lendur og erlendur, er svalur þegar kemur að fatnaði eða tísku? Ég held að það sé óhætt að segja að Björk sé mesta „tísku-icon“ Íslendinga. Síðan finnst mér Olsen- systurnar vera með mjög flottan stíl. Hvaða flíkur hefur þú átt lengst og notar enn þá? Elsta flíkin mín er Marimekko- kápa sem Birna langamma mín átti upprunalega. Ég hef átt og notað hana síðustu fimm ár og mun halda áfram að gera það. Áttu uppáhaldsverslanir? Mér finnst langskemmtilegast að versla í nytjamörkuðum og „vin- tage“-búðum. Rauði krossinn er ofarlega á listanum. Áttu eina uppáhaldsflík? Nei, ekki beint. Uppáhaldsflíkin mín breytist reglulega eftir því hvernig ég er að klæða mig. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu fatakaupin eru örugg- lega þau föt sem ég keypti í „fast fashion“-verslunum og notaði síðan alltof lítið áður en ég missti áhugann á þeim. Bestu kaupin eru öll fínu „second hand“-fötin sem ég hef fundið. Notar þú fylgihluti? Já, fylgihlutir eru mjög mikil- vægir. Eyðir þú miklum peningum í föt miðað við jafnaldra þína? Nei, líklegast ekki. Það er mjög ódýrt að kaupa notuð föt og ég kaupi mjög sjaldan ný föt. n RÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Blússan að ofan er frá Bitte Kai Rand, svarta bolinn saum- aði hún og skórnir og pilsið eru keypt á nytjamarkaði. Blái bolurinn er úr Norr, hvíta bolinn saumaði hún sjálf og pilsið er keypt á nytjamarkaði. Hvíta bolinn saumaði Guðný, buxurnar eru úr COS og kjóllinn er keyptur á nytja- markaði. Ég stefni á að fara í starfsnám þegar ég útskrifast og sjá svo til hvort ég fari í framhalds- nám eða ekki. Hafið samband við einar@netgolfvorur.is fyrir heildsölu eða í síma 824-1418. Einstaklingar verslið á www.netgolfvorur.is Birtee Pro keilutíin eru vinsælustu tíin fyrir golfherma. Kom a í 8 hæ ðum og m örgum litum . 6 kynningarblað A L LT 16. október 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.