Fréttablaðið - 16.10.2021, Qupperneq 97
En hvernig var að vera
barn á landnámsöld?
kolbrunb@frettabladid.is
Í dag, laugardaginn 16. október
klukkan 13, verður haldin smiðja í
Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi.
Brynhildur Þórarinsdóttir rithöf-
undur leiðir smiðjuna, sem ætluð
er allri fjölskyldunni. Um smiðjuna,
sem ber yfirheitið Prakkarar við
langeldinn, segir Brynhildur: Land-
námsöld var tími bardaga. Allir
bændur áttu vopn sem þeir hikuðu
ekki við að beita ef þeir meiddust
eða móðguðust. Eða þannig lýsa
Íslendingasögurnar þessu tímabili.
Þessar sögur af víkingum og vopna-
skaki voru sagðar við langeldinn,
kynslóð fram af kynslóð, uns þær
voru skráðar á bækur. En hvernig
var að vera barn á landnámsöld?
Hvar eru sögurnar um krakkana
sem fylgdust með átökunum eða
lentu í eigin ævintýrum? – Þær
verða til við langborðið í Bókasafni
Garðabæjar.
Brynhildur rif jar upp fornar
sögur og kemur börnunum af stað
við að skapa eigin Íslendingasögur.
Smiðjan er ókeypis. n
Smiðja Brynhildar í bókasafni Garðabæjar
Brynhildur
Þórarinsdóttir
rithöfundur.
kolbrunb@frettabladid.is
Liðin eru 100 ár frá útgáfu fyrstu
íslensku útleggingarinnar á Bók-
inni um veginn. Síðan hefur ritið
verið þýtt fjórum sinnum til við-
bótar, þar af einu sinni úr frum-
málinu, en fyrsta endursögnin eftir
bræðurna Jakob J. Smára og Yngva
Jóhannesson hefur þó ávallt notið
mestrar hylli, líklega einkum og sér
í lagi eftir að Halldór Kiljan Laxness
skrifaði formála að 2. útgáfu hennar
sem út kom fyrir 50 árum eða árið
1971.
Í tilefni þessara tímamóta er efnt
til málþings í Auðarsal, Veröld – húsi
Vigdísar, í dag, 16. október, kl. 10.00-
15.00. Í átta erindum verður einkum
fjallað um áhrif heimspeki dao-
ismans á verk Halldórs og túlkanir
hans sjálfs á hugmyndum hennar,
en jafnframt verður leitað fanga
víðar í íslenskri bókmenntasögu og
grafist fyrir um annars konar dul-
spekileg áhrif á Nóbelsskáldið. n
Skáldið og taóið
Halldór Kiljan Laxness.
kolbrunb@frettabladid.is
Fyrstu tónleikar Kórs Langholts-
kirkju á starfsárinu 2021-2022 verða
haldnir í Langholtskirkju miðviku-
daginn 20. október kl. 20.00. Á efnis-
skránni eru tvö verk: Jesu, meine
Freude, eftir J.S. Bach og glæný
messa eftir Magnús Ragnarsson,
stjórnanda kórsins. n
Messa eftir
Magnús
Magnús Ragnarsson tónskáld.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
ÚTGÁFUHÓF í dag kl. 14
í Gaflaraleikhúsinu.
Öll velkomin!
F Y N D I N O G
S P E N N A N D I
í anda Stellubókanna
HAPPDRÆTTI
LALLI TÖFRAMAÐUR
UPPLESTUR
Ókeypis inn en tryggja þarf pláss á tix.is
LAUGARDAGUR 16. október 2021 Menning 49FRÉTTABLAÐIÐ