Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Hildur
Stjórnmál
Sverris
skipta máli
dóttir
3.– 4. sæti
Kjósum Hildi Sverrisdóttur
í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
Strandveiðisjómenn eru almennt
ánægðir með fyrsta mánuð vertíð-
arinnar, aflabrögð, gæftir og verðið
fyrir fiskinn, sem hefur verið mun
hærra en í fyrra. Það sem skyggir á
og er áhyggjuefni, að sögn Arnar
Pálssonar, framkvæmdastjóra
Landssambands smábátaeigenda, er
hversu erfiðlega hefur gengið á suð-
ursvæði frá Höfn í Borgarnes.
Þegar einn veiðidagur er eftir í
maí hafa rúmlega 600 bátar fengið
leyfi. Flestir eru með leyfi á A-svæði
frá Arnarstapa til Súðavíkur, 239
talsins, og er afli í róðri að meðaltali
702 kíló. Á B-svæði frá Norðurfirði
til Grenivíkur eru 122 bátar, meðal-
afli í róðri 592 kíló. Á C-svæði frá
Húsavík til Djúpavogs eru 92 bátar
og meðalafli á dag 589 kíló. 151 er
með leyfi á D-svæði og afli í róðri að
meðaltali 494 kíló. Bátar eru bundn-
ir sínu svæði og geta ekki leitað á
önnur mið.
Örn segir að að heilt yfir byrji
strandveiðitíminn vel og mestu muni
um gott verð fyrir handfæraþorsk á
mörkuðum. Meðalverðið fyrstu 14
veiðidaga mánaðarins hafi verið 285
krónur fyrir kíló af óslægðu, en var á
sama tíma í fyrra 201 króna, hækk-
un á milli ára sé 42%.
Örn segir að strandveiðar standi
undir innspýtingu, sem þjóðfélag-
ið þurfi sannarlega á að halda um
þessar mundir. „Nú hafa 600 sjó-
menn vinnu af veiðunum og þeim
fylgja fjölmörg afleidd störf við
löndun, vigtun, flutning, vinnslu,
pökkun og sölu svo eitthvað sé nefnt.
Að ekki sé nú talað um að geta sýnt
landsmönnum og þeim sem hingað
koma allt lífið sem er í höfnum
landsins,“ segir Örn. aij@mbl.is
Gott verð gleður
á strandveiðum
- Rúmlega 600 bátar komnir með leyfi
3.000
2.000
1.000
0
2019 2020 2021
Staða strandveiða að loknum 14 veiðidögum
Aflahæstir eftir
strandveiði-
svæðum
Þorskafli að loknum 14 dögum
2018 2019 2020 2021
Útgefin leyfi 450 516 584 604
–með löndun 404 467 530 542
Landanir 2.381 3.422 3.545 4.124
Heildarafli 1.568 tonn 2.172 tonn 2.321 tonn 2.593 tonn
Afli á bát 3.880 kg 4.650 kg 4.379 kg 4.784 kg
Afli á róður 658 kg 635 kg 655 kg 629 kg
Afli á dag 112 tonn 155 tonn 166 tonn 185 tonn
Svæði Afli að loknum 14 dögum
A Agla ÁR-79 10.449 kg
B Lukka EA-777 9.197 kg
C Lundey ÞH-350 9.873 kg
D Elli SF-71 10.068 kg
1.970
2.186
2.489
tonn
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Rekstur rútufyrirtækja landsins fer nú að taka
við sér eftir að hafa legið í dvala undanfarna
mánuði en samkvæmt upplýsingum frá for-
svarsmönnum nokkurra slíkra fyrirtækja, sem
Morgunblaðið ræddi við, eru bókanir hægt og
rólega að taka við sér.
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray
Line, segir bókanir fara rólega af stað en eftir
því sem líða taki á sumarið fari útlitið sífellt
batnandi og þá líti haustið þokkalega út. „Við
erum að byrja núna með dagsferðirnar og eru
bókanir frekar rólegar, það er meira bókað í
ágúst og september en það getur allt breyst,
fólk er að bóka alveg fram á síðasta dag í svona
ferðir.“
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland
Travel, tekur í sama streng og segir þróunina
tiltölulega jákvæða enda frá litlu að fara. Fyrir-
tækið stendur nú í ströngu við að annast fyr-
irspurnir og bókanir en þrátt fyrir það er enn
erfitt að meta hvort sumarið verði svipað og árið
2020. En ef áfram heldur sem horfir verði bók-
unarstaðan að öllum líkindum betri en í fyrra,
að sögn Árna.
Meira af einstaklingsferðum
Meiri eftirspurn virðist vera eftir einstakl-
ingsferðum en hefðbundnum hópferðum sam-
kvæmt upplýsingum frá Gray Line og Kynnis-
ferðum.
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynn-
isferða, segir ferðamenn frekar sækja í að leigja
bílaleigubíla en að ferðast um í rútum. „Hvað
bílaleiguna snertir höfum við séð mikinn vöxt
síðustu þrjár vikur og þær bókanir koma mest-
megnis frá Bandaríkjunum. Á sumum tímabil-
um eru bílarnir upppantaðir og ákveðnir bíla-
flokkar eru einnig að fyllast,“ segir Björn.
Fyrirtækið gerir því ráð fyrir færri dags-
ferðum með rútum í sumar en að jafnaði en
stefnir á að vera með fullt framboð í haust.
Endurráðningar gengið vel
Forsvarsmenn fyrirtæjanna, sem rætt var
við, sögðust ekki hafa átt í erfiðleikum með að
ráða starfsfólk fyrir sumarið en í flestum til-
fellum var verið að ráða fólk til vinnu sem hafði
tímabundið verið sagt upp störfum hjá fyrir-
tækjunum.
Að sögn Þóris hefur Gray Line gengið ágæt-
lega í endurráðningarferlinu og eru starfsmenn
upp til hópa ánægðir með að fá vinnuna aftur.
„Við erum að kalla inn hluta af starfsmönnunum
og þeir allir sem við höfum heyrt í hingað til
hafa svarað kallinu. […] Það er gífurlegur fjöldi
fyrrverandi starfsmanna sem stendur þétt við
bakið á okkur og vill koma aftur til vinnu,“ segir
Þórir.
Ferðasumarið fer hægt af stað
- Bókanir hjá rútufyrirtækjum byrjaðar að taka við sér - Hópferðir í rútum ekki jafn eftirsóttar og
einstaklingsferðir - Kynnisferðir stefna á fullt framboð dagsferða í haust en takmarkað úrval í sumar
Morgunblaðið/GSH
Brugðið á leik Erlendir ferðamenn eru farnir að sjást á ný á helstu ferðamannastöðum landsins. Þessi hópur skoðaði sig um í Reynisfjöru.