Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni
Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
✝
Helga Steinunn
Jónsdóttir
fæddist á Ytra-
Kálfsskinni á Ár-
skógsströnd 2.
febrúar 1921. Hún
lést á Dalbæ Dalvík
11. maí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Rósa El-
ísabet Stef-
ánsdóttir, f. 12.7.
1888, d. 2.2. 1929,
og Jón Einarsson, f. 12.10. 1892,
d. 21.11. 1981. Systkinin voru
Gunnhildur og Brynhildur, f.
24.6. 1916, Helga og Bergrós, f.
2.2. 1921, Einar, f. 12.11. 1922,
Þórey, f. 27.8. 1927, og hálfbróð-
irinn Sveinn Elías. f. 13.1. 1932.
Sveinn er nú einn eftirlifandi af
systkinahópnum.
Helga ólst upp í Kálfsskinni
hjá foreldrum og systkinum þar
til á afmælisdaginn sinn 2.2.
1929, þegar móðir hennar lést
ásamt tvíburum sem hún var
langt gengin með. Margrét
Sveinbjarnardóttir kom þá á
heimilið og tók að sér stórt hlut-
Jóna, f. 26.5. 1958. Maki Hannes
Sveinn Gunnarsson, f. 19.3.
1957, sonur þeirra Máni, f. 16.3.
1998. Fyrir átti Jóna Írisi Gunn-
arsdóttur, f. 18.10. 1977.
Barnabörn Helgu eru sjö,
barnabarnabörnin 19 og barna-
barnabarnabörnin tíu. Til gam-
ans má geta þess að tvíburar
fæddust í fimm ættliði í röð, þar
af fjórum sinnum frá tvíbura til
tvíbura.
Helga stundaði ýmiss konar
störf bæði áður og eftir að hún
giftist og voru það mest störf
tengd sjónum. Hún vann við
síldarsöltun á Seyðisfirði og
fleiri stöðum. Einnig vann hún
við fiskverkun margs konar
samhliða heimilisstörfum og
barnauppeldi og að sauma og
prjóna var henni einkar lagið.
Auk þess að sauma á sína fjöl-
skyldu var hún vinsæl að sauma
fyrir aðra.
Síðustu árin bjó Helga á
Dalbæ á Dalvík. Hún náði þeim
áfanga 2. febrúar sl. að verða
100 ára og hélt upp á þau tíma-
mót með fjölskyldu og vinum.
Útför Helgu Steinunnar fer
fram frá Hríseyjarkirkju í dag,
29. maí 2021, klukkan 14. At-
höfninni verður streymt á:
https://fb.me/e/1sKY6iDrD
Streymishlekk má finna á :
https://www.mbl.is/andlat
verk. Nokkrum ár-
um seinna gengu
Jón og Margrét í
hjónaband og hálf-
bróðir Helgu fædd-
ist árið 1932. Jón
og Margrét héldu
utan um hópinn og
áttu öll börnin
heimili í Kálfs-
skinni til fullorðins-
ára.
Helga giftist 1.1.
1943 Jóhanni Ásmundssyni, f.
2.10. 1915, d. 13.3. 1970. Þau
bjuggu fyrst á Litla-Árskógss-
andi, en fluttu síðan til Hrís-
eyjar árið 1965. Helga og Jó-
hann eignuðust þrjú börn: 1)
Elísabet, f. 9.5. 1942, d. 27.4.
2017. Maki: Þorbjörn Jónsson, f.
10.3. 1937, d. 21.11. 1971. Þeirra
börn: Óskar, f. 1962, Jónína, f.
1963, Helga, f. 1963, Ingvar, f.
1964, og Guðrún, f. 1967. 2) Ás-
mundur, f. 9.5. 1942, d. 30.1.
2010. Maki (skilin) Guðrún
Ólafsdóttir, f. 4.3. 1948. Hún átti
áður son, Ólaf Georgsson, f.
1966 (stjúpsonur Ásmundar). 3)
Margt þú gefur misjafnt reynt
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Elskuleg systir mín Helga hef-
ur lokið lífsgöngu sinni. Hún var
á margan hátt mögnuð og minn-
isstæð kona. Hún ólst upp við
kröpp kjör á fyrri hluta síðustu
aldar. Engin kynslóð Íslandssög-
unnar hefur lifað aðrar eins
breytingar og byltingar og átt
hafa sér stað á þessum tíma. Hún
lærði snemma að sparsemi og
nýtni eru góðir eiginleikar til að
komast af í hörðum heimi.
Nú hrannast upp minninga-
brot frá mínum æskudögum. Í
okkar systkinahópi var oft margt
að gerast, þótt leiktækin væru fá-
breytt. Við þurftum sjálf að út-
vega leggi, skeljar og horn og
byggja okkar bæi, ásamt vegum
og brúm til að líkja eftir því sem í
kringum okkur var. Það kom oft í
hlut Helgu systur minnar að
dröslast með mig svo ég gæti
verið með krökkunum, því
snemma vildi ég vera með þar
sem eitthvað var um að vera.
Helga fór strax á unglingsár-
um að vinna fyrir sér og þá að-
allega við fiskverkun, en fékk
samt líka tilsögn í saumaskap,
sem nýttist henni vel seinna á
ævinni. Hún vann við að beita og
stokka upp, vann á frystihúsi og
saltaði síld á ýmsum stöðum og
var annáluð fyrir hve fljót hún
var að salta. Vinnudagurinn var
oft langur og eftir áratugastarf í
frystihúsinu í Hrísey var hún ald-
eilis hissa þegar henni var sagt
upp störfum vegna aldurs 79 ára
gamalli.
Helga, Jóhann og börnin
fluttu til Hríseyjar 1965. Jóhann
stundaði sjóinn, en hann lést fyr-
ir aldur fram og eiginmaður El-
ísabetar drukknaði ungur. Árin
liðu og fólkinu fækkaði óðum á
Syðstabæ og bjuggu að síðustu
þær mæðgur saman þar til El-
ísabet lést í apríl 2017. Eftir það
bjó Helga ein í stóru húsi á annað
ár 96 ára gömul. Ég spurði hana
eitt sinn hvort hún gæti sjálf
skipt á rúminu sínu. „Já,“ var
svarið, „og ég get líka þvegið og
hengt upp. Annars á ég frekar
bágt með að rétta upp annan
handlegginn nema til hálfs.“
Hvernig ferðu þá að? spurði ég.
„Nú, ég hoppa bara,“ var svarið.
29. janúar 2009 datt Helga úti í
hálku og hríðarveðri. Hún var
flutt á sjúkrahús og fékk þar nýja
kúlu í mjaðmarlið. Seinna spurði
ég Helgu hvort henni hefði ekki
orðið kalt þegar hún beið á annan
klukkutíma eftir hjálp og gat sig
lítið hreyft. „Það er ótrúlegt, ég
var í úlpu,“ var svarið. Á heilli öld
hefur Helga aðeins þrisvar legið
á sjúkrahúsi. Hún var ekki mikið
fyrir að láta hafa fyrir sér og eitt
lítið dæmi um það var að fyrr í
vetur sagði hún við dóttur sína:
„Ég væri alveg til í að fara núna,
þetta er orðið nóg. Heyrðu,
kannski væri betra að bíða til
vorsins, það yrði svo erfitt að
taka gröfina núna.“
Helga flutti á Dalbæ árið 2018.
Þar fannst henni gott að vera.
Hún dásamaði fólkið þar og
fannst gaman að vera með í söng-
stundum og annarri afþreyingu.
Mig langar til að þakka sérstak-
lega fyrir frábæra umönnun og
hlýju, sem systir mín naut á
Dalbæ. Takk Gunna og allir hinir
sem hugsuðu svo vel um hana.
Við Ása sendum Jónu og fjöl-
skyldu og öllum hinum afkom-
endunum innilegar samúðar-
kveðjur. Megi elsku systir hvíla í
friði.
Sveinn Jónsson.
Elsku besta amma mín! Nú
þegar þú ert farin frá okkur og
lögst til hvíldar, sem við vitum að
var orðin langþráð hvíld, langar
okkur að senda þér örlitla
kveðju. Það er ansi tómlegt hjá
okkur núna enda hefur þú verið
fastur punktur í okkar lífi alla tíð
og söknuðurinn sem fyllir hjörtu
okkar er mikill, enda þykir okkur
svo óskaplega vænt um þig. En
þó við finnum fyrir söknuði eru
minningarnar um þig og allar
skemmtilegu samverustundirnar
okkar svo margar og góðar að
söknuðurinn víkur. Alltaf var
gaman að sitja hjá þér við eld-
húsborðið á Syðstabæ og hlusta á
sögur sem þú sagðir okkur frá
æsku þinni í sveitinni, þú hafðir
einstakt lag á að lýsa fyrir okkur
hvernig lífið var hér fyrr á árum
þegar ekki voru til þau nútíma-
þægindi sem við búum við í dag
og þessum sögum miðlaðir þú til
fjögurra kynslóða niðja þinna.
Nú á þessari kveðjustund er í
huga okkar fallega, yndislega,
skemmtilega og harðduglega
hörkutólið hún amma Helga á
Syðstabæ. Elsku amma, takk
fyrir allt og hvíl þú í friði því ef
einhver á hvíldina skilið ert það
þú.
Guðrún (Gunna) og Pétur.
Helga Steinunn
Jónsdóttir
Mig langar að
segja nokkur orð
um ömmu mína,
hana ömmu Ragn-
heiði.
Ég var mikið í Hlaðbænum hjá
ömmu og afa. Það var alltaf tekið
vel á móti mér og ég fékk oft að
velja hvað væri í matinn. Ég naut
góðs af því að vera eina barna-
Ragnheiður
Magnúsdóttir
✝
Ragnheiður
Magnúsdóttir
fæddist 4. júlí 1931.
Hún lést 7. maí
2021.
Ragnheiður var
jarðsungin 25. maí
2021.
barnið í fimmtán ár.
Amma átti alltaf epli
og grjónagraut.
Hún var líka mjög
klár í að baka
pönnukökur og
kenndi mér þá list.
Þegar ég var ófrísk
að Sigrúnu Maríu
þá sendi amma mér
góðan grjónagraut
og kanilsykur.
Amma var ein af
bestu ömmum sem hægt var að
eignast. Ég mun minnast hennar
með mikilli hlýju og veit að afi
hefur tekið vel á móti henni.
Þín ömmustelpa,
Hildur Máney.