Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti hampaði í gær sterkum vináttu- böndum Rússa og Hvít-Rússa þegar Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, heimsótti Svarta- hafsborgina Sochi í gær. Fór vel á með forsetunum, en sótt hefur verið að Lúkasjenkó á Vesturlöndum vegna handtöku blaðamannsins Romans Protasevich á sunnudaginn. Rússar hafa hins vegar varið að- gerðir Hvít-Rússa og sagt þær inn- an löglegra marka. Lúkasjenkó sagði á fundi sínum með Pútín að Vesturveldin væru að nota handtökuna til þess að „rugga bátnum“ í Hvíta-Rússlandi, en Prot- asevich var handtekinn eftir að flug- vél Ryanair, þar sem hann var far- þegi, var neydd til lendingar í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, svo að hægt væri að handtaka hann. Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna hafa brugðist hart við og sakað stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að hafa stundað flugrán til þess að klekkja á stjórnarandstæðingi for- setans. Hafa evrópsk flugfélög í kjölfarið hætt að fljúga yfir lofthelgi Hvíta-Rússlands, og hvítrússnesk- um flugfélögum er að sama skapi meinað að ferðast til ríkja Evrópu- sambandsins. Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sagt að flugvélinni hafi verið skipað að lenda í Minsk, þar sem sprengju- hótun tengd átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hefði borist. Sviss- neska tölvupóstsfyrirtækið Proton Technologies lýsti því hins vegar yf- ir í gær að samkvæmt gögnum sín- um væri augljóst, að sprengjuhót- unin hefði verið send eftir að búið var að neyða vélina af leið. „Tæknilegar ástæður“ að baki Ástandið hefur einnig haft áhrif á flugsamgöngur milli Evrópu og Rússlands, þar sem rússnesk flug- málayfirvöld hafa neitað evrópskum flugfélögum um heimild til þess að breyta flugáætlunum sínum, svo að leið þeirra liggi framhjá Hvíta- Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að „tæknilegar ástæður“ liggi að baki höfnuninni þar sem allar breytingar á flugáætlunum geti valdið töfum, en áhyggjur hafa vaknað innan Evrópusambandsins um að Rússar séu kerfisbundið að neita flugfélögum um lendingar- heimild sem vilji sniðganga Hvíta- Rússland. Sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, að þetta væri til skoðunar. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðu- neytisins, sagði hins vegar að Vest- urveldin væru að tefla öryggi flug- farþega í hættu með því að banna ferðir flugfélaga yfir Hvíta-Rúss- land. Samráðsvettvangur í uppnámi Mál Protasevich hefur ekki orðið til þess að bæta samskipti Evrópu- ríkja og Rússlands, sem hafa þótt stirð hin síðari ár. Greint var frá því í vikunni í þýska dagblaðinu Frank- furter Allgemeine Zeitung að sam- skipti Þjóðverja og Rússa hefðu náð nýjum lægðum eftir að rússnesk stjórnvöld ákváðu á miðvikudaginn að meina þrennum þýskum félaga- samtökum og stofnunum að starfa í Rússlandi. Sagði í grein blaðsins, að ákvörð- unin hefði sett samráðsvettvang þjóðanna, sem kenndur er við St. Pétursborg, í uppnám, en hann var settur á fót árið 2001. Samtökin þrenn sem bönnuð voru höfðu öll það hlutverk að greiða fyr- ir skoðanaskiptum milli Þjóðverja og Rússa, en þau hafa nú verið sett á lista yfir „óæskileg“ samtök, og geta þeir Rússar sem starfa með þeim nú átt yfir höfði sér allt að sex ára fang- elsisdóm. Sú ákvörðun saksóknara í Rúss- landi að setja samtökin á þennan svarta lista byggist á löggjöf frá 2015, sem ætlað er að koma í veg fyrir að svokölluð „litabylting“ geti átt sér stað í Rússlandi, líkt og í nokkrum nágrannaríkjum þess. Hafa sumir þýskir stjórnarmenn Pétursborgar-samráðsins sagt að ekki sé að óbreyttu hægt að halda því áfram, þar sem ekki sé hægt að halda uppi samfélagslegri umræðu þegar hún sé að hluta til bönnuð. Í greiningu blaðsins segir að ákvörðunin sé merki um vaxandi óbilgirni Rússa gagnvart öllum öfl- um, innanlands sem utan, sem ekki beygi sig í einu og öllu undir vilja stjórnvalda í Moskvu, og benda höf- undar hennar á að fyrir rússneska þinginu liggi nú nokkur frumvörp, sem miði að því að herða á baráttu stjórnvalda gegn óánægjuöflum, en kosið verður til rússneska þingsins í september. AFP Forsetar á fundi Vel fór á með þeim Alexander Lúkasjenkó og Vladimír Pútín á fundi þeirra í Sochi í gær. Styðja þétt við Lúkasjenkó - Pútín hampar sterkum vinaböndum Rússa og Hvít-Rússa - Rússar segja „tæknilegar ástæður“ koma í veg fyrir að hægt sé að breyta flugleiðum Hans Kluge, yfirmaður Evrópu- deildar Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, WHO, varaði við því í gær að bólusetningarherferðir Evr- ópuríkjanna væru enn of hægar, og að faraldrinum myndi ekki ljúka fyrr en um 70% heimsbyggðarinnar hefðu fengið bólusetningu. Kluge sagði í viðtali við AFP- fréttastofuna að hans helsta áhyggjuefni væru ný afbrigði sem væru mun meira smitandi. „Við vit- um t.d. að B.1617 [indverska af- brigðið] er meira smitandi en B.117 [breska afbrigðið], sem var þegar meira smitandi en fyrri afbrigði,“ sagði Kluge. Það skipti því miklu máli að bregðast við faraldri á skjótan hátt. Segir Kluge að sum ríki hafi jafnvel beðið með viðbrögð sín eftir að WHO lýsti yfir heimsfaraldri á síð- asta ári, og þannig hefði dýrmætur tími farið í súginn. Þá þyrfti að flýta mjög fyrir bólusetningum. „Besti vinur okkar er hraðinn. Tíminn vinnur gegn okkur og dreifing bóluefnanna er enn of hæg,“ sagði Kluge, en undir Evrópudeild WHO falla 53 mis- munandi ríki og héruð, sem sum hver eru landfræðilega í Mið-Asíu. Þar hafa um 26% allra íbúa þegar fengið að minnsta kosti einn skammt af þeim tveimur sem bólu- setning flestallra bóluefna felur í sér. Meðal aðildarríkja Evrópusam- bandsins er það hlutfall um 36,6%, en til samanburðar má nefna að hér á landi hafa um 58% af fullorðnum einstaklingum fengið einn eða tvo skammta af bóluefni, og í Bretlandi hafa um 73% af fullorðnum ein- staklingum fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. sgs@mbl.is Evrópa spýti í lóf- ana í bólusetningum - Um 70% þurfa að vera bólusett AFP Bólusetning Flýta þarf bólusetn- ingum í Evrópu að mati WHO. Utanríkis- ráðherra Þýska- lands, Heiko Ma- as, viðurkenndi í gær þátt Þýska- lands í þjóð- armorðinu í Namibíu í upp- hafi 20. ald- arinnar. Hét Maas því að Þjóð- verjar myndu verja milljarði evra í fjárhagsaðstoð ætlaða afkom- endum fórnarlamba þjóðarmorðs- ins. „Í ljósi sögulegrar og siðferðis- legrar ábyrgðar Þýskalands biðjum við Namibíu og afkomendur fórn- arlambanna fyrirgefningar á voða- verkunum sem voru framin,“ sagði Maas. Morðin upphófust árið 1904 og stóðu yfir næstu fjögur ár. Á þeim tíma myrtu Þjóðverjar tugþúsundir frumbyggja af Herero- og Nama- ættbálkunum í nýlendu sinni í Namibíu. Sagnfræðingar segja morðin fyrstu fjöldamorð 20. ald- arinnar og hafa þau leitt af sér mikla erfiðleika í samskiptum Namibíu og Þýskalands. ÞÝSKALAND Viðurkenna þátt sinn í þjóðarmorði Heiko Maas Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í gær í veg fyrir að hægt væri að taka frumvarp um þverpólitíska rannsóknar- nefnd þingsins til umræðu, en nefndinni hafði verið falið að rann- saka í þaula árás stuðningsmanna Donalds Trumps, þáverandi Banda- ríkjaforseta, á bandaríska þing- húsið hinn 6. janúar síðastliðinn. Þurfti 60 atkvæði af 100 til þess að koma málinu á dagskrá, en það féll með 56 atkvæðum gegn 35. Sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í deildinni, að störf nefndarinnar yrðu nýtt í pólitísku hefndarskyni gegn repúblikönum. BANDARÍKIN Komu í veg fyrir rannsóknarnefnd Mitch McConnell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.