Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is T veggja ára afmæli Jazz- fjelags Suðurnesjabæjar verður senn fagnað en fyrstu tónleikar þess voru haldnir í júní 2019. Aðsókn að tón- leikum félagsins hefur vaxið jafnt og þétt og hróður félagsins borist víða. „Það er mikil ásókn í að spila á tónleikum hjá okkur, meira að segja frá Ítalíu og Svíþjóð. Þar voru er- lendir djasstónlistarmenn sem spiluðu með kvartett Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og með Andrési Þór Gunnlaugssyni gítar- leikara. Þetta spurðist út. Við erum að verða þekkt stærð í íslenskum djassheimi. Ég hef margoft þurft að segja að því miður sé árið full- bókað,“ segir Halldór Lárusson, for- svarsmaður Jazzfjelagsins, tromm- ari og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis. Róið á styrkjamiðin Halldór á hugmyndina að stofn- un félagsins, sem er rekið sem áhugafélag svo hægt sé að sækja um styrki. Hugmyndin var frá upp- hafi að hafa ókeypis inn á alla tón- leika, sem hefur tekist. Helstu styrktaraðilar eru Sóknaráætlun Suðurnesja, Suðurnesjabær og Fé- lag íslenskra hljómlistarmanna. Þá er félagið í samstarfi við Bókasafn Sandgerðis um aðstöðu til tónleika- haldsins. Tónleikar hafa verið skipulagð- ir fram á haust eða svo lengi sem fjármagn endist en Halldór hefur fulla trú á að félagið muni lifa áfram, en róa þurfi áfram á styrkja- miðin. Félagið hefur eignast merki sem Björgvin Guðjónsson hannaði svo þá má segja að það sé orðið al- vörufélag. Alltaf fiktað við djassinn Sjálfur er Halldór ekki djass- tónlistarmaður í þeim skilningi en kom þó nýverið fram á tónleikum fé- lagsins með hljómsveitinni Golu. Hann er þó alæta á tónlist og segir djasstónlistarmenn í dag vera nokk- urs konar pönkara nútímans. Tón- listarferill Halldórs byrjaði einmitt í pönki, svo hann er kominn í hring svo að segja. Kveðst alltaf hafa „fiktað“ við djassinn, því þar sé nálgunin allt önnur og mikil áskorun sem honum líki vel. „Bæði djasstónlistarmenn og pönkarar eru í tónlist af hugsjón. Það hefst lítið sem ekkert upp úr þessu og þetta er erfiður bransi. Tónlistarfólkið heldur þó alltaf áfram. Mér finnst það aðdáunar- vert.“ Margt á dagskránni Rjómi tónlistarmanna hefur spilað á tónleikum Jazzfjelagsins og þannig verður það áfram. Síðastlið- inn miðvikudag spilaði DJÄSS- tríóið sem er skipað Karli Olgeirs- syni píanóleikara, Kristni Snæ Agn- arssyni trommuleikara og Jóni Rafnssyni bassaleikara. Í júní kem- ur hljómsveitin Move fram á tón- leikum félagsins en í þeirri sveit eru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Matthías Hemstock trommuleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari. Kristjana Stefánsdóttir söng- kona verður með tónleika í júlí. Sunna Gunnlaugsdóttir djasspían- isti heldur svo tónleika í júlí ásamt Oddrúnu Lilju Jónsdóttur sem verð- ur hér á landi að spila á Jazzhátíð. Pönk var dauðsynd Halldór hóf tónlistarnám ung- ur, en þurfti frá að hverfa um tíma, enda bannað að vera pönkari í tón- listarnámi, „Eiginlega dauðasynd,“ segir Halldór. Blessunarlega varð pönktímabilið stutt, því það tók líka á að hlusta á djass og Abba í laumi, sem þótti ekki smart meðal pönk- ara, að sögn Halldórs. „Ég var að verða 12 ára þegar ég fór að læra á trommur, móður minni til mikillar mæðu. Ég varð bara heltekinn þeg- ar ég heyrði ákveðna tegund af tón- list, nánar tiltekið plötuna Red með King Crimson. Ég vissi þá strax hvað ég yrði þegar ég yrði stór. Bú- ið að vera einstefna síðan.“ Svo tóku við sveitaböll, einnig Sinfóníuhljómsveit æskunnar en síð- ar spilamennska með ýmsum tón- listarmönnum, m.a. Bubba Mort- hens og Rúnari Júlíussyni og í hljómsveitinni Júpiters, sem einmitt var að gefa nýtt lag. Halldór reyndi líka fyrir sér sem tónlistarmaður er- lendis og starfaði í Hollandi í fimm ár. Kom svo heim, settist að í Grindavík og var bæjarlistamaður Grindavíkur árið 2014. Var sá fyrsti til að hljóta þann titil. Kenndi einnig í Sandgerði og svo þróuðust mál þannig að hann tók við stjórn tón- listarskólans þar í bæ. Skólastjórn er skapandi „Ég hef aldrei ætlað mér, hafði í raun engan sérstakan áhuga á að verða skólastjóri. Eftir að hafa starfað sem slíkur í forföllum fannst mér starfið mjög spennandi, enda skapandi, krefjandi og gefandi,“ segir Halldór sem nú býr í Sand- gerði í Suðurnesjabæ. Stjórnar tón- listarlífinu þar með miklum mynd- arbrag, bæði gegnum tónlistar- skólann og Jazzfjelagið, sem hann og við djassunnendur vonum að eigi farsæla framtíð. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir. Forsprakki Í Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar er fremstur Halldór Lárusson sem er tónlistarskólastjóri í Sandgerði. List Jazztríó Marínu Óskars á tónleikum. Auk Maríönnu skipa tríóið Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og Andri Ólafsson kontrabassaleikari. Pönkarar nútímans Hróður Jazzfjelags Suðurnesjabæjar hefur borist út fyrir landsteinana. Erlendir djasstónlistarmenn áhugasamir um að spila á tónleikum félagsins. Rjómi íslenskra djasstónlistarmanna kemur þar fram. Á morgun, sunnudaginn 30. maí, verður efnt til stuttrar athafnar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarði, í tilefni af því að nýfundið er leiði Páls Ólafs- sonar (1827-1995) skálds og Ragn- hildar Björnsdóttur (1843-1918) konu hans. Leiði þeirra hjóna var týnt um langan aldur, en með jarðsjá tókst nýlega að finna það, þar sem Páll var jarðsettur í kassalaga kistu. Bautasteinn hefur nú verið reistur á leiði þeirra og verður hann afhjúp- aður með nokkurri viðhöfn. Nokkur lög verða leikin og sungin, sagt stutt- lega frá lífi og starfi hjónanna og greint frá leitinni að leiðinu, sem er í norðausturparti garðsins. Athöfn- in hefst klukkan 14. Allir velunn- arar skáldsins eru hjartanlega vel- komnir. Austfirðing- urinn Páll Ólafs- son var eitt af höfuðskáldum 19. ald- ar og einkum þekktur fyrir ástarljóð og hestavísur. Meðal þekktustu ljóða hans eru Lóan er komin og Ó blessuð vertu sumarsól. Athöfn í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu Bautasteinn nú reistur á leiði þjóðskáldsins Páls Ólafssonar Morgunblaðið/Kristinn Kirkjugarður Minningarreitir, menningarstaðir hvar hvílir ómissandi fólk. Páll Ólafsson Hægindastóll model 7227 Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.