Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 1
Presturinnog Dylan Afsláttardagarí Netapó Séra Henning E. Magnússon skoðar trúarþroska í lögum Bobs Dylans sem átti stórafmæli í vikunni. 18SUNNUDAGUR Um gæfu-ríkan vegBeggi Morthens aðhyllist búddisma, þarsem grunnstoðin er umburðarlyndi. Hannræðir einnig um tónlistina, sem er honumalltaf jafn kær, og veikindi sem hannhefur glímt við að undanförnu. 12 30. MAÍ 2021 Díana & vélráð BBC Fyrir rúmum aldarfjórðungi birti breska ríkisútvarpið BBCafdrifaríkt viðtal við Díönuprinsessu af Wales, semskók breska konungdæmið.Nú er komið á daginn að BBC beitti hana blekkingumtil þess að fá viðtalið. 8 L A U G A R D A G U R 2 9. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 125. tölublað . 109. árgangur . HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/audisalur Rafmögnuð nærvera sem tekið verður eftir Q4 e-tron Verð frá 5.790.000 kr. KRUFNING Á SJÁLFSMORÐI Í KASSANUM SIGRUÐU EFTIR HARÐA RIMMU EINVÍGINU LOKIÐ 48NÝTT OG ÖGRANDI 50 Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Læknafélag Íslands hefur vísað ágreiningi við Landspítalann um viðbótarálagsgreiðslur til lækna vegna aukavakta til Félagsdóms. „Þetta er ákvæði sem hefur verið í kjarasamningi lækna frá 2002 um að ef fyrirvari á breytingu á vakt er skemmri en 24 tímar er greidd við- bótarálagsgreiðsla fyrir þessa nýju vakt. Nú hefur Landspítalinn tekið það upp einhliða að túlka þetta þann- ig að það þurfi ekki að greiða það, með rökum sem við skiljum ekki,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Ís- lands. Mikil óánægja meðal lækna Reynir segir mikla óánægju vera meðal þeirra lækna sem breyt- ingarnar hafa áhrif á. Þær komi sérstaklega illa við yngri almenna lækna sem eru mikið á staðarvöktum sem krefjast þess að læknirinn sé í húsi allan vakt- artímann. Hann segir ákvörðun Landspítal- ans koma flatt upp á Læknafélagið. „Það hafa aldrei verið neinar deilur um þetta, um framkvæmdina eða greiðslurnar, og Landspítalinn hefur aldrei tekið þetta upp í samráðshópi Landspítala og Læknafélagsins. Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu að þeir vildu breyta þessu,“ segir Reynir. „Við sjáum ekki nein önnur úrræði en að fara með þetta fyrir Fé- lagsdóm.“ Læknar verði að mæta á vaktir Spurður hvort hann hafi heyrt af því að læknar neiti að mæta á auka- vaktir eftir breytinguna segir Reynir að það sé skýrt í kjarasamningum lækna að þeim beri að vinna yfirvinnu og taka aukavaktir þegar þörf er á. Læknafélagið hafi ráðlagt læknum að mæta á vaktirnar séu þeir boðaðir en gera jafnframt fyrirvara um að þeir telji sig eiga rétt á viðbótar- greiðslu. „Við göngum út frá því að félagsdómur muni falla okkur í vil og þá verði þetta gert upp,“ segir hann. Læknafélagið sendi áskorun á for- stjóra spítalans um að halda óbreyttu greiðslufyrirkomulagi á meðan beðið er úrskurðar. Það hafi fengið þau svör að forstjórinn myndi meta málið með framkvæmdastjórn spítalans. Ekki náðist í forsvarsmenn Land- spítala við vinnslu fréttarinnar Kjaradeila um aukavaktir - Læknafélag Íslands stefnir Landspítala fyrir Félagsdóm vegna ágreinings um greiðslur fyrir aukavaktir - Ákvörðun spítalans kom flatt upp á Læknafélagið Reynir Arngrímsson _ Rútufyrirtæki sjá fram á bjartari tíma í sumar og hafa bókanir aukist jafnt og þétt síðustu misseri. Morg- unblaðið ræddi við Þóri Garðars- son, stjórnarformann Gray Line, Árna Gunnarsson, framkvæmda- stjóra Iceland Travel, og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, sem allir voru sam- mála um að tíðin yrði bráðum betri. Aðsókn í einstaklingsferðir hefur þó aukist í stað rútuferða. »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rútur Bjartari horfur eru fram undan. Haustið verður betra en sumarið Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórn- arformaður Síldarvinnslunnar, reiknar með að fleiri sjávarútvegs- fyrirtæki muni feta í fótspor Síldar- vinnslunnar og skrá sig á markað á næstu misserum. Tilefnið er að Síldarvinnslan var í fyrradag hringd inn í kauphöllina við hátíðlega athöfn um borð í togar- anum Berki II NK við frystihús fé- lagsins í Neskaupstað. Eftir annasaman dag settist Þor- steinn Már niður með Morgun- blaðinu en hann telur aðspurður að dreifðari eignaraðild geti verið liður í að skapa meiri sátt um greinina. „Ég held að útboð Síldarvinnsl- unnar verði svolítill prófsteinn á það hvort fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi fylgja í kjölfarið,“ segir hann. »22 Morgunblaðið/Baldur Uppbygging Framkvæmdir við athafnasvæði Síldarvinnslunnar. Útgerðum í kauphöllinni gæti fjölgað Um helgina lýkur Nýsköpunarviku, sem fjöl- mörg fyrirtæki og stofnanir koma að. Í tilefni þess bauð sprotafyrirtækið Feed the Viking í sjó- sund og súpu í Nauthólsvíkinni. Meðal þeirra sem stungu sér til sunds var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og virðist hann ekki hafa látið neinn bilbug á sér finna. Hér sést hann ásamt Eddu Konráðsdóttur, einum stofnanda Nýsköpunarviku, alsæll á leiðinni aftur í land. Morgunblaðið/Eggert Stakk sér til sunds með súpuþyrstum víkingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.