Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is T veggja ára afmæli Jazz- fjelags Suðurnesjabæjar verður senn fagnað en fyrstu tónleikar þess voru haldnir í júní 2019. Aðsókn að tón- leikum félagsins hefur vaxið jafnt og þétt og hróður félagsins borist víða. „Það er mikil ásókn í að spila á tónleikum hjá okkur, meira að segja frá Ítalíu og Svíþjóð. Þar voru er- lendir djasstónlistarmenn sem spiluðu með kvartett Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og með Andrési Þór Gunnlaugssyni gítar- leikara. Þetta spurðist út. Við erum að verða þekkt stærð í íslenskum djassheimi. Ég hef margoft þurft að segja að því miður sé árið full- bókað,“ segir Halldór Lárusson, for- svarsmaður Jazzfjelagsins, tromm- ari og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis. Róið á styrkjamiðin Halldór á hugmyndina að stofn- un félagsins, sem er rekið sem áhugafélag svo hægt sé að sækja um styrki. Hugmyndin var frá upp- hafi að hafa ókeypis inn á alla tón- leika, sem hefur tekist. Helstu styrktaraðilar eru Sóknaráætlun Suðurnesja, Suðurnesjabær og Fé- lag íslenskra hljómlistarmanna. Þá er félagið í samstarfi við Bókasafn Sandgerðis um aðstöðu til tónleika- haldsins. Tónleikar hafa verið skipulagð- ir fram á haust eða svo lengi sem fjármagn endist en Halldór hefur fulla trú á að félagið muni lifa áfram, en róa þurfi áfram á styrkja- miðin. Félagið hefur eignast merki sem Björgvin Guðjónsson hannaði svo þá má segja að það sé orðið al- vörufélag. Alltaf fiktað við djassinn Sjálfur er Halldór ekki djass- tónlistarmaður í þeim skilningi en kom þó nýverið fram á tónleikum fé- lagsins með hljómsveitinni Golu. Hann er þó alæta á tónlist og segir djasstónlistarmenn í dag vera nokk- urs konar pönkara nútímans. Tón- listarferill Halldórs byrjaði einmitt í pönki, svo hann er kominn í hring svo að segja. Kveðst alltaf hafa „fiktað“ við djassinn, því þar sé nálgunin allt önnur og mikil áskorun sem honum líki vel. „Bæði djasstónlistarmenn og pönkarar eru í tónlist af hugsjón. Það hefst lítið sem ekkert upp úr þessu og þetta er erfiður bransi. Tónlistarfólkið heldur þó alltaf áfram. Mér finnst það aðdáunar- vert.“ Margt á dagskránni Rjómi tónlistarmanna hefur spilað á tónleikum Jazzfjelagsins og þannig verður það áfram. Síðastlið- inn miðvikudag spilaði DJÄSS- tríóið sem er skipað Karli Olgeirs- syni píanóleikara, Kristni Snæ Agn- arssyni trommuleikara og Jóni Rafnssyni bassaleikara. Í júní kem- ur hljómsveitin Move fram á tón- leikum félagsins en í þeirri sveit eru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Matthías Hemstock trommuleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari. Kristjana Stefánsdóttir söng- kona verður með tónleika í júlí. Sunna Gunnlaugsdóttir djasspían- isti heldur svo tónleika í júlí ásamt Oddrúnu Lilju Jónsdóttur sem verð- ur hér á landi að spila á Jazzhátíð. Pönk var dauðsynd Halldór hóf tónlistarnám ung- ur, en þurfti frá að hverfa um tíma, enda bannað að vera pönkari í tón- listarnámi, „Eiginlega dauðasynd,“ segir Halldór. Blessunarlega varð pönktímabilið stutt, því það tók líka á að hlusta á djass og Abba í laumi, sem þótti ekki smart meðal pönk- ara, að sögn Halldórs. „Ég var að verða 12 ára þegar ég fór að læra á trommur, móður minni til mikillar mæðu. Ég varð bara heltekinn þeg- ar ég heyrði ákveðna tegund af tón- list, nánar tiltekið plötuna Red með King Crimson. Ég vissi þá strax hvað ég yrði þegar ég yrði stór. Bú- ið að vera einstefna síðan.“ Svo tóku við sveitaböll, einnig Sinfóníuhljómsveit æskunnar en síð- ar spilamennska með ýmsum tón- listarmönnum, m.a. Bubba Mort- hens og Rúnari Júlíussyni og í hljómsveitinni Júpiters, sem einmitt var að gefa nýtt lag. Halldór reyndi líka fyrir sér sem tónlistarmaður er- lendis og starfaði í Hollandi í fimm ár. Kom svo heim, settist að í Grindavík og var bæjarlistamaður Grindavíkur árið 2014. Var sá fyrsti til að hljóta þann titil. Kenndi einnig í Sandgerði og svo þróuðust mál þannig að hann tók við stjórn tón- listarskólans þar í bæ. Skólastjórn er skapandi „Ég hef aldrei ætlað mér, hafði í raun engan sérstakan áhuga á að verða skólastjóri. Eftir að hafa starfað sem slíkur í forföllum fannst mér starfið mjög spennandi, enda skapandi, krefjandi og gefandi,“ segir Halldór sem nú býr í Sand- gerði í Suðurnesjabæ. Stjórnar tón- listarlífinu þar með miklum mynd- arbrag, bæði gegnum tónlistar- skólann og Jazzfjelagið, sem hann og við djassunnendur vonum að eigi farsæla framtíð. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir. Forsprakki Í Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar er fremstur Halldór Lárusson sem er tónlistarskólastjóri í Sandgerði. List Jazztríó Marínu Óskars á tónleikum. Auk Maríönnu skipa tríóið Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og Andri Ólafsson kontrabassaleikari. Pönkarar nútímans Hróður Jazzfjelags Suðurnesjabæjar hefur borist út fyrir landsteinana. Erlendir djasstónlistarmenn áhugasamir um að spila á tónleikum félagsins. Rjómi íslenskra djasstónlistarmanna kemur þar fram. Á morgun, sunnudaginn 30. maí, verður efnt til stuttrar athafnar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarði, í tilefni af því að nýfundið er leiði Páls Ólafs- sonar (1827-1995) skálds og Ragn- hildar Björnsdóttur (1843-1918) konu hans. Leiði þeirra hjóna var týnt um langan aldur, en með jarðsjá tókst nýlega að finna það, þar sem Páll var jarðsettur í kassalaga kistu. Bautasteinn hefur nú verið reistur á leiði þeirra og verður hann afhjúp- aður með nokkurri viðhöfn. Nokkur lög verða leikin og sungin, sagt stutt- lega frá lífi og starfi hjónanna og greint frá leitinni að leiðinu, sem er í norðausturparti garðsins. Athöfn- in hefst klukkan 14. Allir velunn- arar skáldsins eru hjartanlega vel- komnir. Austfirðing- urinn Páll Ólafs- son var eitt af höfuðskáldum 19. ald- ar og einkum þekktur fyrir ástarljóð og hestavísur. Meðal þekktustu ljóða hans eru Lóan er komin og Ó blessuð vertu sumarsól. Athöfn í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu Bautasteinn nú reistur á leiði þjóðskáldsins Páls Ólafssonar Morgunblaðið/Kristinn Kirkjugarður Minningarreitir, menningarstaðir hvar hvílir ómissandi fólk. Páll Ólafsson Hægindastóll model 7227 Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.