Morgunblaðið - 02.06.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.2021, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 128. tölublað . 109. árgangur . Friðjón Friðjónsson í 4. sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 4. – 5. júní Frjálsara samfélag, betra Ísland Tökum forystu GAMLAR DISKÓ- AUGLÝSINGAR VEITTU INNBLÁSTUR PÍTSUR OG BENSÍN FYRIR TUGI MILLJÓNA Á HVAÐA VERÐI SELJAST HLUTIR Í ÍSLANDSBANKA? FERÐAGJÖFIN 6 VIÐSKIPTAMOGGINNDISKÓTEK Í HAFNARBORG 24 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þeim sem fengu ávísuð ADHD-lyf fjölgaði verulega á seinasta ári bæði meðal barna og fullorðinna og jókst notkunin um 19,4%. Metýlfenidat er algengasta lyfið í þessum lyfjaflokki og er notkun þess mest meðal drengja á aldrinum 10 til 14 ára. 156 af hverjum þúsund drengjum á þess- um aldri eða tæplega 16% fengu það lyf ávísað í fyrra. Mest var þó aukn- ingin meðal 15-17 ára eða 16% hjá drengjum og 14% hjá stúlkum. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri grein í Talnabrunni Landlækn- is um notkun ADHD-lyfja á Íslandi en þau eru notuð til meðferðar við at- hyglisbresti með ofvirkni. „Þegar lit- ið er til síðustu fimm ára má sjá um 42% aukningu í notkun lyfja í þess- um lyfjaflokki frá árinu 2016 og um 152% aukningu frá árinu 2018 […],“ segir í greininni. Höfundar greinarinnar segja brýnt í ljósi stigvaxandi notkunar að hún verði rannsökuð frekar. Um- ræðan um notkun lyfjanna og ástæð- ur hennar þurfi að vera fagleg og hófstillt. Margir þurfi nauðsynlega á lyfjunum að halda í daglegu lífi. Tæp 16% drengja 10-14 ára fengu ávísuð ADHD-lyf - Notkun lyfja við athyglisbresti og ofvirkni jókst um 19,4% Ávísanir á metýlfenidatlyf Fjöldi drengja af hverjum 1.000 er fengu a.m.k.eina ávísun á árinu 150 125 100 75 50 25 0 5-9 ára 10-14 ára 15-17 ára H e im il d : la n d læ k n ir 2011 2020 MNotkun ADHD-lyfja jókst… »12 Á mánudagsmorgun neyddust starfsmenn HS Orku til þess að slökkva á annarri tveggja túrbína sem tryggja samanlagt 100 Mw raf- orkuframleiðslu Reykjanesvirkjun- ar. Óvæntur titringur í vélbúnaðin- um olli viðbragðinu en heimildir herma að ekki liggi fyrir hvað olli bil- uninni. Það muni koma í ljós á næstu dögum þegar hægt verður að opna túrbínuna. Sérfræðingar fyrirtækis- ins telja að túrbínublöð hafi skemmst eða losnað og sé það reynd- in mun viðgerð taka tvær til þrjár vikur. Reynist bilunin stærri í snið- um er hætt við að lengri tíma taki að koma búnaðinum í gagnið að nýju. Fyrst um sinn mun þetta bakslag ekki hafa veruleg áhrif á raforku- markaðinn þótt ljóst sé að tjón HS Orku vegna framleiðslustöðvunar- innar verði verulegt. Stærsti kaup- andi raforku fyrirtækisins er álverið á Grundartanga og munu ráðstafanir hafa valdið því að ekki reyndist nauðsynlegt að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til þess. Hins vegar eru vaxandi áhyggjur yfir bágborn- um orkubúskap Landsvirkjunar á hálendinu en lægra vatnsyfirborð helstu lóna fyrirtækisins hefur ekki sést um árabil. Sérfræðingur á raf- orkumarkaði sem ViðskiptaMogginn ræddi við segir áhrifa þessarar stöðu gæta nú þegar í verðmyndun á orku- markaði. »ViðskiptaMogginn Óvissa um fram- leiðslugetu HS Orku - Reykjanesvirkjun á hálfum snúningi Sex hundruð fimm og sex ára glaðvær leikskólabörn sungu saman á tónleikum í Ráðhúsinu í gær ásamt forskólanem- endum í Tónskóla Sigursveins. Börnin eru nemendur á þrjátíu leikskólum í borginni. Þau höfðu æft lögin frá upphafi árs og var því um mikla uppskeruhátíð að ræða. Tónleikarnir eru haldnir á hverju ári en voru blásnir af í fyrra vegna kórónu- veirufaraldursins. Sungin voru lög eftir Aðalstein Ásberg Sig- urðsson við undirleik nemendahljómsveitar Tónskóla Sigur- sveins. Tónleikarnir eru liður í Barnamenningarhátíðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sex hundruð leikskólabörn stigu á svið í Ráðhúsinu í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.