Morgunblaðið - 02.06.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.06.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 Hildur Stjórnmál Sverris skipta máli dóttir 3.– 4. sæti Kjósum Hildi Sverrisdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það er ánægjulegt að sjá hversu hátt hlutfall íbúa tók þátt í kosning- unni því auðvitað hafa ekki allir skoðun á svo afmörkuðu skipulags- máli,“ segir Sóley Björk Stefáns- dóttir, formaður Stýrihóps um íbúa- samráð á Akureyri. Ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Odd- eyrar sem stóð yfir í fimm daga er lokið. Alls tóku 3.878 íbúar Akureyr- ar þátt eða um 26% þeirra sem upp- fylltu skilyrði til þátttöku. Sóley Björk segir að þátttakan hvetji bæinn til að halda áfram á þeirri vegferð sem hófst fyrir tveim- ur árum þegar hann tók þátt í til- raunaverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamræðu. „Síðan þá höfum við stigið markviss skref í að hafa betra samráð við íbúana á ýmsum stigum mála. Valið í íbúakosningunni stóð á milli fjögurra kosta, það er að velja gildandi aðalskipulag sem gerir ráð fyrir húsum upp á 3 til 4 hæðir, mála- miðlunartillögu sem gerði ráð fyrir 5 til 6 hæða húsum og svo tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem kynnt var í byrjun árs og gerir ráð fyrir að á svæðinu verði bara byggingar allt að 6 til 8 hæðir. Loks gat fólk hakað við þann valkost að það hefði ekki skoðun á málinu. Flestir greiddu gildandi aðalskipulagi atkvæði sitt, eða 67% þeirra sem tóku þátt. Gott veganesti Sóley Björk segir að þátttakan sýni fram á að íbúar bæjarins vilji gjarnan vera þátttakendur í stjórn- sýslu bæjar þegar um er að ræða mál sem þeir hafa skoðun á. „Þetta verður gott veganesti fyrir okkur inn í önnur íbúasamráðsverk- efni. Það er gott fyrir okkur að fá svo afgerandi niðurstöðu og hún gefur okkur góðan umræðugrundvöll um málið sem fer nú í sitt ferli í stjórn- kerfinu, segir hún. „Það er ekki ólík- legt að við höldum áfram að spyrja íbúa um álit þeirra þegar upp koma umdeild mál, en við leggjum sér- staka áherslu á að hafa samráð á fyrstu stigum mála eins og við höfum gert núna í síðustu viku í undirbún- ingi við skipulag nýs hverfis í norð- urhluta bæjarins.“ Oddeyri Flestir voru sáttir við gildandi skipulag sem hér sést á tölvumynd. Flestir völdu gildandi skipulag - Ánægð með þátttöku bæjarbúa Kattaeigendum í Reykjavík ber að skrá kettina sína. Í skýrslu stýri- hóps um gæludýr kemur fram að umfang kattahalds er óljóst og skráning ófullnægjandi. Þorkell Heiðarsson var einn þeirra sem vann skýrsluna. Segir hann fjölda kvartana koma inn á borð borg- arinnar um lausagöngu katta á þessum tíma árs, enda varptími fugla. Aðspurður segir hann lausa- göngubann í Reykjavík ekki hafa verið skoðað af fullum þunga en þó komið til umræðu enda sé lausa- ganga katta bönnuð í flestum borg- um erlendis. Hann segir lausa- göngu ekki síst skapa vanda fyrir köttinn ef litið er til þess hve marg- ir kettir verða fyrir bíl. „Mín afstaða er að það þurfi að skoða þetta mál af fullri alvöru,“ segir Þorkell. Hann segir margar leiðir færar og myndi vilja skoða lausagöngubann, meðan á varptíma stendur. Hann segir að bera verði virðingu fyrir sterkum tilfinning- um bæði kattaeigenda og fugla- vina. Aðeins Norðurþing hefur gripið til þess að banna lausagöngu katta en Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem stendur sig best hvað varðar skráningu þeirra. Anna Berg Sam- úelsdóttir er umhverfisstjóri Fjarðabyggðar og telur hún að gott gengi í skráningu megi rekja til þess trausts sem íbúar beri til sveit- arfélagsins. Fjarðabyggð er með samning við Villikattafélagið og finnast margar farsælar sögur af köttum sem hafa komist heim til eigenda sinna vegna skráningar. thorab@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Kettir Umræða um lausagöngu katta brýst oft fram á varptíma fugla. Kettir sjaldan skráðir í borginni - Fjarðabyggð sterkust í skráningu Andrés Magnússon andres@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn gegnir forystu- hlutverki í íslenskum stjórnmálunum, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og vill að: „Við eigum alltaf að stefna að því að hafa forystu og leiða ríkisstjórn.“ Þetta kemur fram í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins í dag, sem opið er öll- um áskrifendum blaðsins. Sjálf vill hún gegna forystuhlut- verki í ríkisstjórn áfram. „Ég er að gefa kost á mér til þess að leiða Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík. Sjálf- stæðisflokkurinn þarf að horfa til framtíðar, þora að taka stór skref og treysta nýrri kynslóð.“ Áslaug Arna telur að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi inni mikið kjörfylgi, ekki síst í Reykjavík. „Ég held að við getum verið enn stærri flokkur en við erum. Við þurfum að þora að tala við alla hópa, vera sú stóra breiðfylking sem við segjumst vera.“ Sjálfstæðisflokkurinn þarf að tala til ungs fólks Hún varar við því að fólk leiði hjá sér vinstrisveiflu meðal ungs fólks í von um að hún eldist af mörgum. Á því þurfi að taka og sjálfstæðismenn verði að skýra stefnu sína betur fyrir unga fólkinu. „Hún á við unga fólkið eins og eldra fólkið. Hún á við alla og bætir lífskjör allra. Þess vegna hef ég verið að útskýra það sem við erum að fást við; af hverju erum við að gera þetta, hver er stefna Sjálfstæðis- flokksins. Hana þurfum við að skýra fyrir unga fólkinu, það vill skilja og það vill hlusta á okkur. Við þurfum að tala til allra kynslóða, því við eigum mikið inni.“ En er hún of ung til þess að tala til eldri kynslóða? „Nei, ég er ekki of ung og Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða og einstaka sögu að segja um hvernig hann treystir og leiðir fram ungt fólk til forystu og ábyrgðar- starfa. Ég gef kost á mér til þess að nýrri kynslóð sé treyst og ég vil stækka Sjálfstæðisflokkinn í Reykja- vík, höfuðborgin á ekki að draga flokkinn niður á landsvísu.“ Hún segir fjölmörg verkefni blasa við eftir kórónukreppuna en enn fleiri tækifæri. „Það hefur aldrei verið betra að búa í heiminum – hvort sem er á Íslandi eða annars staðar – og mig langar til þess að leiða Sjálfstæð- isflokkinn inn í framtíðina, koma sjálfstæðisstefnunni á framfæri við fleiri, bera höfuðið hátt og setja kass- ann út gagnvart því að vera hægri maður“ Horfum til framtíðar og treystum nýrri kynslóð - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í viðtali Morgunblaðið/Hallur Framtíðin Áslaug Arna vill auka kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.