Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 16

Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 ✝ Bergsveinn Þórður Árna- son húsasmíða- meistari fæddist í Selárdal við Arn- arfjörð 25. mars 1933. Hann lést á Hrafnistu Boða- þingi 18. maí 2021. Foreldrar Berg- sveins voru hjónin Auðbjörg Jóns- dóttir, f. 1897, d. 1982, og Árni Magnússon, f. 1897, d. 1988. Bergsveinn var einn af sjö systkinum: Gunnar Halldór, f. 1920, d. 1998, Sigríður Kristín, f. 1923, d. 2020, Ásta Brynhildur, f. 1926, d. 1927, Jón Magnús, f. 1930, Sveinn Ásgeir, f. 1931, d. 2014, og Agnar Ey- steinn, f. 1937, d. 2010. Bergsveinn kvæntist Gróu Jó- hönnu Friðriksdóttur, f. 1933, d. 2021, húsmóður frá Hrafna- björgum í Jökulsárhlíð. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Auðbjörg Bergsveinsdóttir, f. 1960, gift Jóni Baldri Þorbjörnssyni, Auð- víkur þar sem hann stundaði nám í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi þaðan 1958 og síðan meist- araprófi við sama skóla. Bergsveinn vann við húsa- smíðar í Reykjavík og vítt og breitt um landið. Vann m.a. nokkur ár hjá Rarik við upp- byggingu spennistöðva í tengslum við byggðalínu Rarik. Smíðar voru hans áhugamál og fjölmargir fallegir smíðagrip- ir liggja eftir hann renndir á rennibekk. Árið 1995 hófu þeir bræður Bergsveinn og Agnar, ásamt Helga Jónssyni frænda þeirra, endurbætur á gamla félagsheim- ilinu í Selárdal sem varð sælu- reitur fjölskyldu og vina í ferð- um í dalinn. Bergsveinn átti ófáar ferðir í dalinn þar sem hann m.a. vann að endurbótum á Selárdalskirkju og var hans síð- asta verk sl. sumar að endurnýja panelklæðningu kirkjunnar þar sem hann smíðaði hverja fjöl og kom síðan listilega fyrir á sínum stað. Útförin fer fram frá Árbæjar- kirkju í dag, 2. júní 2021, klukk- an 13. Athöfninni verður streymt á: https://tinyurl.com/kac2556x Streymishlekk má finna á: www.mbl.is/andlat björg á einn son, saman eiga þau tvö börn og þrjú barna- börn. 2) Friðrik Már Bergsveinsson, f. 1962, kvæntur Júl- íönu Sóleyju Gunn- arsdóttur, börn Sól- eyjar og fósturbörn Friðriks eru tvö, fimm barnabörn og eitt barna- barnabarn. 3) Berg- lind Bergsveinsdóttir, f. 1965, gift Guðjóni Grétari Engilberts- syni, eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 4) Árni Örn Berg- sveinsson, f. 1968, í sambúð með Sólrúnu Axelsdóttur, Árni Örn á eina dóttur og Sólrún á tvo syni. Bergsveinn fæddist og ólst upp í Selárdal við Arnarfjörð. Foreldrar hans bjuggu lengst af á Kolbeinsskeiði í Selárdal. Þau brugðu búi 1961 og fluttu á Bíldudal og síðar til Reykjavíkur. Um tvítugt fór Bergsveinn í Smíðaskólann að Hólmi í Land- broti og nam þar einn vetur. Síð- an lá leið hans suður til Reykja- Elsku pabbi minn. Þú varst einstakur og góður maður. Vandvirkni og útsjónarsemi var þitt leiðarljós og ekkert skrítið að við bræður skyldum feta sömu leið í lífinu með þá góðu fyrirmynd sem þú varst. Sú kennsla sem þú gafst okkur er það veganesti sem við búum að um ókomna tíð. Það var varla til sá spýtukubbur sem flestir hefðu hent sem hverju öðru rusli sem þú vildir ekki geyma en þú sást alltaf einhvern dýrgrip í huganum sem hægt væri að smíða, en ekki endilega alveg strax, annaðhvort var gripurinn ekki alveg fullbúinn í huga þínum eða það sem oftast var að það þurfti annan kubb til að líma við og svo í rennibekkinn og þótt ekki alveg væri ljóst hvað yrði til, birtist það alltaf smátt og smátt og enn einn dýrgripurinn leit dagsins ljós. Þetta var þitt yndi og verkstæðið þitt var alltaf góð- ur samverustaður en nú harmar maður það að hafa ekki leyft sér að leyfa núinu að líða í stað þess að vera oftast á hraðferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur en ég bý að öllu því sem þú hefur kennt mér og þakka fyrir það. En það voru ekki bara smíðar sem tengdu okkur saman pabbi minn, þegar stund gafst var sest niður og málefni líðandi stundar voru rætt og oftar en ekki færð- ust samtölin í átt að sameigin- legu áhugamáli okkar en andlegu málefnin voru okkur báðum mjög hugleikin, lífið og tilveran og „líf eftir dauðann“. Ég man að fljót- lega eftir að ég lærði að lesa var ég farinn að glugga í bækur þín- ar um bandaríska sjáandann Edgar Cayce og síðar meir þyngri bækur um andleg mál- efni. Um þetta gátum við talað endalaust og sérstaklega hvað tæki við eftir þetta líf og það breyttist ekkert þótt veikindi þín gæfu til kynna í hvað stefndi, það var frekar eins og eldsneyti í fjörugar umræður um hvað tæki við. Þú sagðir mér eitt sem situr fast í mér, það er enginn dómstóll sem dæmir þig til vítisvistar eða í engla samvist, heldur er það sál- in sem dæmir sig sjálf, hvernig henni hafi vegnað í lífsins ólgu- sjó. Allar þær ákvarðanir sem við tökum í lífinu, góðar og slæmar, þær fylgja okkur og þegar tími er til kominn þá er það krufið til mergjar svo sálin sjái hvað hefði betur mátt fara. Enginn lífstíða- dómur heldur einfaldlega sjálfs- skoðun og áframhaldandi þroski. Þetta situr fast í mér svo ég veit í mínu hjarta að þú ert nú í birtu og yl framhaldslífsins þar sem þú heldur áfram að þroska sálina, ég veit líka að sorgin mín gæti trufl- að á nýjum stað en það er eðlilegt að syrgja það góða og ég skal reyna að passa að toga ekki of mikið í þig en þú veist að þú þarft að gefa þessu tíma. Auðvitað syrgjum við en með tímanum veistu að þú færð meira frelsi til þess að njóta, fræðast og halda áfram að gefa frá þér allt það góða sem í þér býr. Þú sagðir mér að lífið allt væri hringrás, blómið fölnar og deyr og vex svo aftur að vori, eins er með manneskjurnar, hringrás en allt snýst um kærleikann, hverr- ar trúar sem fólk er. Innilegar þakkir pabbi minn fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og megi kærleikurinn lýsa þér um ókomna tíð. Þinn sonur Friðrik Már. Elsku pabbi minn, nú hefur þú kvatt, sáttur við guð og menn. Þó er sárt að horfa á eftir þér, sjá þig ekki lengur á verkstæðinu og fá að fylgjast með smíðagripum verða til, kíkja við í kaffi og spjalla um menn og málefni eða næstu ferð í dalinn. En við eigum góðar minningar sem hlýja og gleðja. Allar ferðinar upp um fjöll og firnindi, austur á land eða vestur á firði. Æskuminningar, þegar þú hvattir okkur krakkana til að efla líkamlegt þrek með handstöðum, taka sjómann eða skautaferðirnar. Það vakti mikla kátínu hjá okkur krökkunum þegar þú og Aggi frændi tókust á í glímubrögðum og hvöttum við ykkur óspart þó mömmu og Möggu frænku þætti oft nóg um. Við dáðumst að kraftinum og eljunni við þau verkefni sem þú tókst þér fyrir hendur, þrátt fyr- ir veikindi og þverrandi þrek síð- ustu ár. Þú komst okkur stöðugt á óvart, prjónahandverkið þitt, hespaðir af hverju verkinu af öðru og oft í nýjum flóknum út- færslum sem þér hugkvæmdist og nú verða sörur ekki bakaðar fyrir jólin nema okkur verði hugsað til þín og þær bakaðar þér til heiðurs. Við vorum ekki alltaf í rónni þegar þú dreifst þig af stað, einn þíns liðs, upp að Stíflisdalsvatni eða vestur í Sel- árdal til að halda áfram með verkefnin þín sem þú vannst af mikilli natni og ber Selárdals- kirkja vel þess merki. Eftir þig liggja verk sem við fáum að njóta og sem minna á listhæfni þína, vandvirkni og hógværð. Elsku pabbi minn, þú tóks veikindum þínum af miklu æðru- leysi og nýttir tímann þinn vel. Þú trúðir á æðri mátt en það var þó alltaf fyrst og fremst kærleik- urinn sem var þér hugleikinn, það var sama hver guðinn var, það var kærleikurinn sem skipti öllu. Nú ertu kominn í sumar- landið þitt og örugglega tekið vel á móti þér. Takk fyrir allt, hvíl í Guðs friði. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Berglind. Pabbi var ættaður frá Selárdal í Arnarfirði, þangað sótti hann eftir að hafa komið sér upp íveru- stað ásamt bróður sínum og frænda. Þeir fengu til afnota gamla samkomuhúsið og gerðu upp, nú eru þeir allir fallnir frá þessir öðlingsmenn en eftir situr arfleifð þeirra, mörg handtök og komið að okkur næstu kynslóð að halda við því sem þeir byrjuðu á. Það var oft glatt á hjalla og alltaf nóg húsrúm. Pabbi naut þess líka að vera þarna í einverunni og þó að við börnin værum í seinni tíð að segja honum að hann ætti ekki að vera að fara einn vestur, fór hann, þreyttur á að bíða eftir að við hefðum tíma. Við áttum margar ánægjustundir saman í Dalnum með pabba og gaman að heyra sögurnar frá gömlum tíma frá hans uppvaxtarárum, „það skorti aldrei mat,“ sagði pabbi einbeittur. Fjallið Jóreið stendur vörð í öllum sínum ljósbrotum þegar horft er út um gluggann á sam- komuhúsinu og Vatnahvilftin blasir við, þangað sem unga fólk- ið í Dalnum fór að gera sér glað- an dag, tók jafnvel með bát og sigldi á vatninu og kveikti varð- eld. Eitthvað sem við sjáum ekki alveg fyrir okkur í dag að fara að drösla bát upp á fjall, og það eng- inn plastbátur. Elsku pabbi minn, við fórum í margar ferðirnar saman, fjall- göngur, útlönd eða bara í Dalinn. Eitt áttum við eftir og það var að ganga á Kaldbak, þú treystir þér ekki síðasta sumar, þú sagðir að það væri nóg að horfa á hann úr Dalnum þínum. Nú ert þú farinn í þína löngu ferð og þín er sárt saknað en líka léttir fyrir þína hönd að vera laus úr viðjum veik- inda sem þú tókst á við af æðru- leysi og vannst þína uppáhalds- iðju. Fram á síðasta dag stóðstu við rennibekkinn og renndir fal- lega hluti og prjónaðir þegar erf- itt var orðið að koma sér niður á verkstæðið. Tómarúmið er mikið en þú lifir í hjarta mínu og ég minnist þín með þakklæti og hlýju, takk fyrir allt og allt. Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjarnann nærir, klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dagur, frjálsborni fjallasveinn. (Davíð Stefánsson) Auðbjörg. Bergsveinn tengdafaðir minn erfði sín stóru og fallegu augu frá Árna föður sínum. Auðbjörg dóttir hans og Heiðar dótturson- ur fengu þau síðan í arf. Þessi augu lýstu innra eðli Bergsveins svo vel. Þegar hann var að segja til og kenna einhverjum til verka voru þau full umhyggju og stund- um óþreyju. Þegar við rökrædd- um heimsmálin í sinni smæstu og stærstu mynd voru augun full ákveðni. Þegar málin snerust um réttlæti lýstu þau af samblandi af áhyggjum og ákafa. Þegar hann tileinkaði sér eitthvað nýtt, eins og að takast á við ný verkefni á sviði smíða, kynna sér esperantó eða iðka prjónaskap eftir að heilsu hans fór að hraka voru augu Bergsveins full áhuga. Þeg- ar hann vann að einhverju sinna listilegu smíðastykkja, hvort sem það voru heilu húsin, húsgögn eða rennsli fínlegra muna – jafn- vel að líma saman brotinn gít- arinn minn – lýstu augun ein- beitni. Á góðri stundu þegar glettnin var nærri geisluðu þessi fallegu opnu augu. Nú hafa augu Bergsveins lokast hinsta sinni. Um leið kem- ur yfir mig eigingjarn söknuður yfir að geta ekki leitað lengur til hans með verklegar lausnir á hinum og þessum viðfangsefnum, því hjá Begga var hvergi skortur á verkviti, vandvirkni eða hjálp- semi. Ég get heldur ekki kíkt inn í kaffi framar. Í slíkum heim- sóknum snerist samtalið gjarnan upp í rökræður um ýmis málefni, og oftar en ekki færði Beggi svo vel úthugsuð og óhrekjanleg rök fyrir sínu máli að þau voru sem sannleikurinn sjálfur. Ofar söknuðinum ríkir þó þakklætið fyrir að fá að verða samferða Bergsveini og hafa hann að bakhjarli í hartnær fjóra áratugi. Þótt tengdafaðir minn sé genginn munu augu hans halda áfram að lýsa þeim sem kynntust honum. Jón Baldur. Í dag er elskulegur tengdafað- ir minn, Bergsveinn Þórður Árnason, borinn til grafar. Eftir erfiða baráttu við krabbamein varð hann að lúta í lægra haldi, þrátt fyrir mikinn líkamlegan styrk og andleg heilindi. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hann var að byggja nýtt glæsi- hýsi fjölskyldunnar í Deildarásn- um og ég að eltast við dóttur hans. Upp frá því áttum við margar góðar stundir, ævintýri og svaðilfarir, þá sérstaklega margar ógleymanlegar ferðir á æskuslóðirnar í Selárdal. Berg- sveinn var listasmiður og í ófá skiptin kom hann til okkar og hjálpaði til við smíðar á öllu mögulegu og ómögulegu. Það er með sárum söknuði sem við kveðjum Bergsvein í dag, megi minning þín lifa. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Guðjón Engilbertsson. Kæri afi, mín fyrirmynd og hetja. Á fingrum annarrar hendi get ég talið þær persónur sem hafa gefið mér lífskraft á erfiðum tím- um í gegnum hlýjar minningar, sannan kærleik, óendanlega virð- ingu og þann lærdóm sem mótað hefur minn farveg. Þótt sam- skipti okkar hafi ekki alltaf verið mikil, þá hefur þú alla tíð verið sá brunnur af lífsreynslu og faglegri visku sem ég hef ávallt leitað í þegar í ógöngum hef lent. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að byrja mína æsku í Deildarásnum, undir verndar- væng þínum og ömmu, sem bæði kennduð mér hvað það er að vera nægjusamur hluti af þessu lífi og bera virðingu fyrir því fólki sem maður umgengst. Þakklátur fyr- ir að þið bjugguð til þá akker- islínu sem ávallt heldur mér föst- um og dregur mig í land þegar ímyndunaraflið og rótleysið hleypur með mig í gönur. Ótal smá brot af okkar sam- skiptum í gegnum lífið liggja vel geymd í minningunni, fyrsta bátsferðin á trillunni Rakel, fyrsti fimm hundruð krónu seðill- inn sem ég fékk til að kaupa flug- elda, fyrsta hringferðin um land- ið, stelast á verkstæðið í kjallaranum í Deildarás, seinna Iðnbúðinni, svo fátt eitt sé nefnt. Það að sniglast i kringum þig við sum þau ótal verkefni sem þú vannst að og óendanlegur áhugi á fallegri trésmíði sem ól af sér marga góða gripi, mörgum til mikillar gleði, er án efa stærsti áhrifavaldur þess að ég valdi að feta einnig braut húsasmíðarinn- ar. Og þegar natnin, gleðin og áhuginn við fagið og lífið rífur í mig er ég ekki í minnsta vafa hverjum ég á að þakka. Öll fáum við að reyna að á stundum verða gamlir góðir vinir aðskildir um tíma, við upplifum sársauka og leiða og nærstaddir fá að sjá tvær vængbrotnar sálir líða um. Og þegar litið er til baka sér maður svo mikinn kærleik og eftirsjá á bak við blikið, þá getur maður einungis glaðst yfir því að þessir gömlu vinir og kærleiks- sálir ná endanlega saman á ný og fá að njóta hinnar hinstu hvílu með ótal sögum úr fortíðinni. Hvíl í friði, elsku afi, og takk fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér. Heiðar. Líkt og ömmu fyrir rúmum mánuði kveðjum við þig með sorg í hjarta og rifjum upp góðar og gamlar minningar. Hugurinn reikar sérstaklega í Deildarásinn þaðan sem margar minningar frá uppvaxtarárum okkar systra koma. Að sitja í eldhúsinu og fylgjast með ömmu að steikja kleinur og fá að aðstoða, fá að dýfa sykurmola úr krúsinni í kaffi, rölta svo niður á verkstæði til þín, afi, þar sem þú varst æv- inlega eitthvað að bardúsa, horfa á Dansar við úlfa - vídeóspóluna aftur og aftur. Deildarásinn var svona hálfgert félagsheimili fyrir okkur frændsystkinin, þar var líf og fjör enda vildum við helst vera sem lengst og oft erfitt að ná okkur heim eftir heimsóknir til ömmu og afa. Það var gaman að hlusta á sögurnar þínar um lífið í Selárdal þegar þú varst að alast þar upp. Ansi merkilegt fannst okkur þegar þú sagðir frá því að það hefði ekki verið til neinn kló- settpappír þegar þú varst lítill og því hafi verið notaður mosi og dagblöð eftir klósettferðirnar! Það er nokkuð ljóst að við viljum öll verða eins og þú varst, afi, þegar við eldumst. Þú fórst í fjallgöngur langt fram eftir aldri og stóðst að verða kominn í ní- rætt á verkstæðinu að skapa ein- staka hluti úr tré. Þegar þú varst hættur að geta staðið við vélarn- ar tóku prjónarnir alveg við og þú hélst áfram að búa til og skapa - alltaf eitthvað að bardúsa eins og við munum muna eftir þér. Elsku afi, þín verður sárt saknað en góðar minningar lifa í hjörtum okkar. Halla og Bergþóra. Þungt er höggvið aftur á stutt- um tíma, en við systkinin viljum minnast föðurbróður okkar Bergsveins Þórðar Árnasonar. Í okkar huga er hann bara Beggi frændi eins og við kölluðum hann alltaf. Beggi var okkur systkin- unum og foreldrum afskaplega nátengdur og má segja að við höfum átt þar annað par af for- eldrum og heimili hjá honum og Gróu, en Beggi og pabbi okkar giftust systrunum Gróu Jóhönnu og Magnhildi Friðriksdætrum. Þau byggðu sín heimili í göngu- fjarlægð hvert frá öðru og var samgangur og kærleikur milli fjölskyldnanna afar mikill alla tíð. Börn Begga og Gróu eru okk- ur sem systkini, enda sagt að ekki sé hægt að komast nær í skyldleika. Það var okkur krökkunum mikil skemmtun, oft þegar þeir bræður komu saman, því að þá tóku þeir oft hvor í annan og tuskuðust til, en alltaf þó í gleði og gamni og þrátt fyrir fortölur eiginkvennanna sem höfðu þó lúmskt gaman af. Þeir voru hvattir áfram af tengdamóður sinni með orðunum „já takt’ann drengur“ og vísaði hún þá til þeirra beggja, því ekki gerði hún upp á milli þeirra. Beggi frændi var alveg ein- staklega góðhjartaður og ljúfur maður sem vildi allt fyrir alla gera. Hann var einstaklega lag- hentur og listasmiður, eftir hann liggja ófá verkin hvort sem það eru kertastjakar, skálar eða vas- ar renndir úr tré, húsgögn eða fallegir viðarstigar og allt upp í heilu húsin, svo var hann líka lið- tækur í prjónaskap. Hvar sem hann lagði krafta sína var verk- inu skilað alveg fullkomlega. Eitt sinn var hann að smíða eldhús hjá Kiddu systur, hann mætti að morgni og var svo farinn þegar hún kom heim og tók verkið nokkra daga, en það sem vakti mesta athygli var hversu ein- staklega vel hann gekk um, það var aldrei skrúfa, nagli né nokk- urt annað rusl sem hann skildi eftir sig, ekki einu sinni svo mikið sem sagarkorn. Í sveitinni okkar eins og við köllum Selárdal eru Beggi og Agnar faðir okkar fæddir og þar slitu þeir barnsskónum. Í lok síð- ustu aldar hófst þar uppbygging- arstarf þegar tekið var trausta- taki gamla ungmennafélagshúsið og það byggt upp aftur og gert að samverustað fyrir fjölskyldurn- ar. Upphafsmenn að þessu voru bræðurnir Beggi og Agnar og frændi þeirra Helgi Jónsson ásamt Arnari bróður og Benna á Bíldudal. Þar hafa fjölskyldurnar átt yndislegar samverustundir og þar höfum við fengið söguna beint í æð og fengið að trítla í spor feðra okkar og reynt að upplifa tímana þeirra, hvort sem það var að sækja kýrnar, klifra upp á stórastein eða sinna öðrum sveitastörfum. Selárdalurinn á hug okkar allan en þar höfum við systkinin ásamt börnum Begga og Gróu verið að byggja upp gamla heimili feðra okkar, Kol- beinsskeið, sem tekið var í notk- un síðastliðið sumar og mun þar kær minning þeirra bræðra lifa með okkur um ókomin ár. Margs er að minnast og margs er að sakna, far þú í friði kæri frændi og hafðu bestu þakkir fyr- ir allt og allt. Þín bræðrabörn, Magnús, Kristbjörg og Arnar Jökull. Bergsveinn Þórður Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.