Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
✝
Valgeir Backman
fæddist 19. októ-
ber 1931, hann lést í
faðmi fjölskyldu sinn-
ar á Landspítalanum
20. maí 2021.
Foreldrar hans
voru Ernst Fridolf
Backman, f. í Svíþjóð
13.8. 1891, d. 19.4.
1959, og Jónína Salvör
Helgadóttir Backman,
f. á Kvíavöllum í Mið-
neshreppi 16.7. 1894, d. 15.11.
1988.
Bjuggu þau lengst af saman á
Háaleitisvegi 23.
Systkini Valgeirs eru Elsa
15.10. 1914, d. 2.8. 1992.
Valgeir kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Helgu Sigríði
Ágústsdóttur sjúkraliða, 17.10.
1959 og eiga þau fjögur börn.
Hildur Salvör Backman, maki
Eríkur Pétursson, börn Tara
Lind og Marta. Valgeir Fridolf
Backman, maki Sigurborg Árný
Ólafsdóttir, börn Ágústa Eygló,
Aron Elmar og Valgeir Snær.
Helga Margrét Backman, maki
Ingvar Haraldur Ágústsson,
börn Selma Rut, Viktor Jes og
Sunneva Mist. Hjördís Hrönn
Backman,
börn Hilmar Ársæll og Stein-
unn Helga.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 2. júní 2021, klukk-
an 13.
Slóð á streymi:
https://tinyurl.com/53t6vwm7
Streymishlekk má finna á
www.mbl.is/andlat
Viola, f. 16.3.
1919, d. 21.11.
1923, Ernst Fri-
dolf, f. 20.10.
1920, d. 22.2.
2018, Halldór
Sigurður, f.
30.1. 1922, d.
20.1. 1984, Elsa
Viola, f. 21.11.
1924, d. 21.7.
2016, Óskírð
Lilla, f. 25.4.
1926, d. 7.2. 1927, Henning Karl,
f. 7.7. 1927, d. 10.1. 2013, Ingi-
björg Helga, f. 24.1. 1930, Sonja
Backman, f. 26.8. 1938, d. 5.10.
2019 og Ingimar Karlsson, f.
1984: Þá er ég ekki að vitna í
sögu George Orwells heldur er ég
að vitna í árið sem ég kynntist
tengdapabba mínum, Valgeiri
Backman.
Ég og dóttir hans Helga Mar-
grét fórum að rugla saman reyt-
um þetta sumar og líklega var
komið fram á haust þegar ég gisti
í fyrsta skiptið í Hörðalandi 14. Á
þessum tíma var ég að vinna á
vöktum í slökkviliðinu og var
þetta um helgi, ég þurfti samt að
mæta snemma á vakt. Ég læddist
hljóðlega fram í eldhús til að fá
mér morgunmat, en þá birtist
Valgeir og fékk ég svona smá í
magann en það var ástæðulaust.
Hann byrjaði bara að spjalla um
daginn og veginn og áttum við
marga góða morgna í eldhúsinu
eftir þetta.
Svo þegar við Magga eins og
konan mín er alltaf kölluð keypt-
um okkur íbúð þá var hann boð-
inn og búinn að hjálpa til að
standsetja, það var ekki bara ein
íbúð heldur urðu þær tvær og svo
heilt parhús í Mosfellsbænum.
Okkur Valgeiri eða Valla eins
hann var kallaður gekk mjög vel
að vinna saman; hann vildi að allt
væri snyrtilegt á vinnustað og
allt í röð og reglu. Það var aldrei
farið frá verki að kvöldi öðruvísi
en að snyrta upp og sópa.
Það var farið í mörg ferðalög
með þeim Valgeiri og Helgu þar
sem þau nutu þess að vera með
börnum sínum og barnabörnum.
Við eigum margar góðar minn-
ingar sem væri of langt að telja
upp hér.
Eins og flestir vita sem þekktu
Valla var hann hagmæltur mjög
og liggja eftir hann mörg ljóð og
stökur. Ætla ég að læða einni hér
með í lokin sem hann samdi fyrir
Selmu mína þegar bróðir hennar
fæddist.
Kíkti í gegnum glerið
gettu hvað ég sá.
Litla sæta bróður minn
í léttu rúmi lá.
Ingvar Haraldur Ágústsson.
Okkur er orðafátt á þessum
stundum, þótt margs sé að minn-
ast.
Þökkum ömmu Jónu fyrir
bænina þegar hún hjúkraði afa
Backman til lífs. Hún var afar
trúuð og lofaði að giftast Ernst ef
guð þyrmdi lífi hans. Ævintýrið
hófst. Pabbi ólst upp á Háaleit-
isvegi 23 í stórum systkinahópi,
sjálfsagt dálítið dekraður enda
yngstur, afi Ernst var sænskur
sprengjusérfræðingur og stein-
smiður, sprengdi grunn Stýri-
mannaskólans meðal annars.
Pabbi og eldri bræður voru
stundum sendir með heitan
drykk til afa í ullarvettlingi.
Pabbi gekk í Laugarnesskóla
sem barn, æfði fimleika og seldi
blöð í bænum með eldri bræðr-
um. Menntaskólann kláraði hann
ekki, ævintýraþrá var mikil og
réð hann sig ásamt góðum vini
sínum á norska skipið MS Tarn
sem sigldi um heimsins höf í tvö
ár. Hann hitti svo mömmu á
Þórskaffi og sleppti ekki takinu,
þau giftu sig 1959 enda búin að
hlaupa af sér hornin! Hildur var
nefnilega á leiðinni! Sænski
helmingur Valgeirs hafði augljós-
lega áhrif á líf hans þótt hann hafi
ekki náð að fara á fæðingarstað
föður síns Karlstad í Varmlandi
en gæti verið þar nú í góðra vina
hópi. Hann hafði mikið gaman af
að hlusta á sænsk þjóðlög eins og
Evert Taube, var hrókur alls
fagnaðar á mannamótum og söng
fallega með sinni bariton-tenór-
rödd. Pabbi var einstaklega mús-
íkalskur, spilaði á harmonikku,
píanó, gítar, samdi texta við lög.
Hans uppáhald var ljóðagerð og
ritun, hann skilur eftir sig mikið
safn af kvæðum, ljóðum, stökum
og teikningum. Margar fallegar
teikningar eru til eftir hann þótt
hann sé hálfdrættingur Helgu en
veggir heimila barna og barna-
barna eru þaktir dásamlegum
myndum þeirra. Mikið var
ferðast um landið og mamma var
klár með nesti. Ferðalag fjöl-
skyldunnar um Vestfirði var
ógleymanlegt. Pabbi og mamma
byggðu sumarbústað á Þingvöll-
um, þar áttum við góðar stundir.
Hann fór daglega í sund og átti
vini þar, Pottormana.
Valgeir vann við byggingar
alla sína tíð, var vinnusamur,
verklaginn og góður verkstjóri á
stórum vinnustöðum. Afar hjálp-
samur, aðstoðaði börn sín við
húsasmíðar og breytingar. Seinni
árin voru þau hjón dugleg að
ferðast til heitari landa, slitu
mörgum strigaskóm. Pabbi og
mamma höfðu mikið gaman af því
að dansa gömlu dansana. Valgeir
var pólitískur og kannski róttæk-
ur á köflum, Keflavíkurgöngurn-
ar voru ófáar gengnar og fleira í
þeim dúr. Þjóðviljinn var í
áskrift, samkvæmur sjálfum sér
og fastur á sínu.
Pólitíkin var nú ekki í fremsta
hlutverki síðustu áratugina held-
ur fjölskyldan, ferðalög, skrif og
ljóðagerð og skipulag, já guð
minn góður! Hann skipulagði allt
svo vel. Nú getum við afkomend-
ur gengið að nöfnum okkar á
möppum með myndum, afmælis-
kveðjum, ljóðum o.s.frv.
Við gerum okkur ljóst að pabbi
hélt mörgu fyrir sig, sagði ekki
allt, síðustu og næstu daga kynn-
umst við pabba upp á nýtt og
hans ævintýrum, með tilhlökkun.
Á dánarbeði sungum við fjöl-
skyldan saman með pabba og
nokkrum tímum síðar á síðustu
andartökum pabba settist svart-
þröstur á handriðið á svölunum
fyrir utan gluggann og söng loka-
lagið og flaug svo út í vorið með
pabba inn í sumarlandið.
Vængir, ljóð til pabba eftir
Hjördísi Hrönn Backman.
Svartþröstur svífur,
sólarupprás bíður.
Sest og sækir andann,
vængjum lyftir - flýgur!
Senn er stund á enda,
kveðjustund að lenda.
Sólin mystík býður,
sálin siglir – friður
Þjáningum að henda
minningum sem streyma.
Tár sem finna heima.
Hönd í hönd – vangi í vanga.
Koss og knús.
Góða nótt – sofðu rótt – góða ferð
Takk fyrir okkur pabbi. Minn-
ing þín lifir.
Hildur, Valgeir,
Helga og Hjördís.
Valgeir
Backman
Í hvert skipti sem ég sagði
vinum mínum einhverja
skemmtilega sögu um afa minn
sögðu þau mér alltaf hvað þeim
fyndist hann æðislegur, jafnvel
þótt þau hefðu aldrei hitt hann
áður. Mér fannst það alltaf svo
gaman að tala um hann við aðra
af því öllum fannst hann hljóma
svo skemmtilegur og ég var svo
stolt af því að eiga svo æðislegan
afa.
Þegar ég vann í bakaríi rétt
hjá blokkinni hans tók ég alltaf
með mér sérbakað vínarbrauð
eftir vaktina og fór með það til
hans og það var besti partur
dagsins míns. Ég sat hjá honum
og spjallaði við hann á meðan
hann fékk sér vínarbrauð með
ostsneið ofan á. Ég sakna þess
mest. Það mun aldrei ná að venj-
Kristmann Eiðsson
✝
Kristmann Eiðsson fæddist
27. maí 1936. Hann lést 20.
október 2020. Hann var jarð-
sunginn 27. maí 2021.
ast að geta ekki kíkt við í Sól-
túninu og séð hann sitja við
sjónvarpið.
Selma Gautadóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi,
mikið hlakka ég til að
segja þeim sem ég elska
meira frá þér.
Fjóla Gautadóttir.
Útför í kirkju
Allt um
útfarir
utforikirkju.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN MARGRÉT JÚLÍUSDÓTTIR,
Hákonarstöðum, Jökuldal,
lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju
sunnudaginn 9. maí. Útför hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð.
Sigvaldi Júlíus Þórðarson Kristrún Björg Gunnarsdóttir
Gréta Dröfn Þórðardóttir Páll Halldór Benediktsson
Hákon Jökull Þórðarson Valgerður Jónsdóttir
Trausti Þórðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
ÁRNI ÓLI ÓLAFSSON
frá Suðurgarði,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 29. maí.
Útförin fer fram frá Landakirkju
í Vestmannaeyjum laugardaginn 12. júní kl. 13.
Athöfnin er opin öllum.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbavörn
Vestmannaeyja, kt. 651090-2029, reikningur: 582-26-2000.
Hanna Birna Jóhannsdóttir
Ólafur Árnason Guðrún Möller
Jóhann Ingi Árnason Amy Árnason
Anna Svala Árnadóttir Anders Lerøy
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORBERGUR KRISTINSSON,
prentari og útlitsteiknari,
lést 27. maí á líknardeild Landspítalanns í
Kópavogi.
Útför fer fram í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56
í Reykjavík 7. júní klukkan 15.
Sigrún Gróa Jónsdóttir
Kristinn Þorbergsson Kristín Anna Ólafsdóttir
Jón Sævar Þorbergsson Rannveig Einarsdóttir
Snorri Goði Þorbergsson Nanna Gísladóttir Wium
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
MARÍAS HAFSTEINN GUÐMUNDSSON
málarameistari,
lést 31. maí.
Útför verður auglýst síðar.
Halla Magnúsdóttir
Jakob Maríasson Arléne Lucianaz
Guðrún Ósk Maríasdóttir Árni Björn Kristjánsson
Auður Ása Maríasdóttir Ingvar H. Birgisson
og barnabörn
Þegar ég var að
verða sex ára flutti
fjölskyldan í nýtt
hverfi í Stokkhólmi
sem hafði það í för
með sér að til stóð að ég myndi
byrja fyrsta bekk í nýjum skóla.
Ég hafði lokið við fimm ára
bekk í Södermalmskolan og lík-
aði þar vel, svo aðspurð svaraði
ég því að nei, ég vildi ekki
skipta um skóla. Í stað þess að
hafa vit fyrir barninu og senda
mig bara í nýja hverfisskólann,
enda styttra að fara og við bíl-
laus, þá sagði faðir minn gott og
vel og fylgdi mér þar eftir alla
morgna í gamla skólann. Í mörg
ár röltum við saman á neðan-
jarðarlestarstöðina, tókum lest-
ina fjögur stopp á Mariatorget
og röltum þaðan í skólann. Oft
gleymdum við skólatöskunni
minni heima og þurftum að
snúa aftur til að sækja hana,
enda bæði frekar utan við okk-
ur. Að loknu þessu öllu saman
fór faðir minn sömu leið heim
til að hefja vinnudaginn sinn því
hann vann „faktiskt“ heiman
Baldur
Kristjánsson
✝
Baldur Krist-
jánsson fæddist
6. mars 1951. Hann
lést 9. maí 2021.
Útför Baldurs
fór fram 19. maí
2021.
frá. Þetta finnst
mér svo lýsandi
fyrir pabba. Hann
hlustaði á það sem
ég hafði að segja
þótt barnung væri
(enda barnasál-
fræðingur með
mikla ástríðu fyrir
faginu sínu) og
sýndi mér og skoð-
unum mínum virð-
ingu.
Þegar ég seinna meir var
byrjuð í menntaskóla og bað
hann að lesa yfir ritgerðirnar
mínar fyrir skil þá gerði hann
það alltaf með glöðu geði, sama
hvað það var mikið að gera.
Hann gaf sér góðan (jafnvel, að
mér fannst stundum, aðeins of
góðan) tíma til að fara með mér
yfir hverja einustu setningu af
mikilli nákvæmni. Saman spek-
úleruðum við í málfari, hvort
betra væri að setja kommu hér
eða þar og hvort mögulega
mætti stytta setninguna eða
endurorða hana svo hún kæmi
sem best út. Þrátt fyrir þessar
spekúleringar var hann dugleg-
ur að hrósa mér og sagðist vera
stoltur yfir því hvað ég væri
góður og skemmtilegur penni.
Eftir á að hyggja átta ég mig á
því hvað þetta átti stóran hlut í
því að byggja upp sjálfstraust
mitt og trú mína á að ég gæti
gert allt það sem ég ætlaði mér.
Pabbi var alveg frábær
fræðimaður og gat setið frá
morgni og langt fram á nótt að
vinna fyrir framan tölvuna
heima. Eitt sinn spurði ég hann
hvort honum fyndist ekki leið-
inlegt að vinna svona mikið en
hann sagði það fjarri, því hon-
um þætti það sem hann var að
fást við svo skemmtilegt. Þarna
áttaði ég mig ung á því að vinna
þurfi alls ekki að vera kvöð og
ég hef haft það að leiðarljósi
síðan.
Þessar handahófskenndu
minningar, sem allar tengjast
þó innbyrðis, mynda hluta af
heildinni sem er það sem pabbi
var fyrir mér; faðir sem var
alltaf til staðar þegar ég þurfti
á honum að halda, sem nennti
að flækjast með mér hingað og
þangað án þess að kvarta og
sem sýndi því sem ég var að
fást við alltaf áhuga. Maður sem
hugsaði vel um fólkið sitt (og
dýrin sín), sama hversu flókið
það gat reynst.
Elsku pabbi minn, ég vona að
þú njótir þín í sumarlandinu. Að
horfa á eftir þér hverfa inn í
gleymskuna er það erfiðasta
sem ég hef upplifað og ég hef
syrgt þig milljón sinnum síð-
ustu árin. Þín er og verður sárt
saknað en minningin um hjálp-
saman, eldkláran og metnaðar-
fullan mann lifir.
Ég elska þig svo, svo mikið.
Þín,
Sif Baldursdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins.
Minningargreinar