Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 18

Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Grundarbraut 14, Snæfellsbær, fnr. 210-3617 , þingl. eig. Mariusz Jacek Konopka, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 9. júní nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 1 júní 2021 Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Hellishólar – Lýsing aðalskipulagsbreytingar Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að landnotkun á ca 6,0 ha svæði á jörðinni Hellishólar, verður breytt í frístundabyggð (F). Ofangreind skipulagslýsing verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 7. júní 2021 kl. 10:00 – 12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 16. júní 2021. F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Hádegismatur kl. 11.40- 12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Línudans kl. 10:00-11:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Opin Listasmiðja kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10:00 og 11:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum. Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 08:30 – 16:00, samvera og spjall. Alltaf heitt á könnunni. Döff, Félag heyrnarlausra frá kl. 13 –16:00. Félagsvistin er á dagskrá kl. 13:00. Munum persónulegar sóttvarnir og grímuskyldu. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Bingó kl. 13:15. Korpúlfar Útvarpsleikfimi 9:45 í Borgum. Gönguhópar leggja af stað kl. 10 frá Borgum þrír styrkleikahópar, síðan kaffispjall á eftir. Lagt af stað kl. 10 frá Borgum í 2 daga ferð á Snæfellsnesið með Emil Erni sem fararstjóra. Óskum rúmlega 40 ferðaglöðum Korpúlfum innilega góðrar ferðar og hlökkum til að heyra ferðasöguna. Kaffi á könnunni í Borgum og gleðileg samvera, allir velkomnir. Seltjarnarnes Hefðbundnu vetrarstarfi lauk með opnum vinnustofum og handverkssýningu um sl. helgi með fjölbreyttu og fallegu handverki. Sumardagskráin verður auglýst næstu daga. Á morgun fimmtudag verður Grillvagninn í salnum á Skólabraut og hefst partýið kl. 18.00. Kveðjum veturinn. Skráning í síma 8939800. Verð kr. 5.000.- með morgun- !$#"nu Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is ✝ Olga Óla Bjarnadóttir fæddist 11. ágúst 1942 í Görðum á Grímsstaðaholti í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ 20. maí 2021. Foreldrar Olgu voru Bjarni Bene- diktsson sjómaður og bryti frá Patreksfirði, f. 16. október 1897, d. 17. júní 1944, og Jóhanna Helga Ákadóttir verkakona frá Djúpavogi, f. 9. mars 1915, d. 4. nóvember 1986 í Reykjavík. Systur Olgu eru Guðrún Elín Bjarnadóttir, f. 28. júní 1941, og Áslaug Bjarney Jónsdóttir, f. 10. desember 1948. Móðir þeirra systra dvaldi um lengri tíma á heilsustofn- unum vegna berklasjúkdóms og af þeim sökum ólust þær systur Olga og Guðrún Elín upp hjá ömmu sinni og afa í Brekku á Djúpavogi, en þau voru Áslaug Jónsdóttir og Áki Kristjánsson. Áttu þau 14 börn og ólu auk þess upp þrjú barnabörn að þeim systrum meðtöldum. Olga gekk í Húsmæðraskól- ann á Laugum veturinn 1959- 1960 og kynntist þar Sigurði Eymundssyni frá Höfn í Horna- firði, sem stundaði nám við hér- aðsskólann. Þau gengu í hjóna- band 11. ágúst 1962. Sigurður lést 27. júní 2016. Börn þeirra eru: 1) Eymund- ur, f. 22.3. 1962, maki Ragn- heiður Bragadóttir, f. 1963. Börn þeirra eru Bragi Steinn, f. 1994, Sigurður, f. 1996, og Halla, f. 2001. 2) Hanna Birna, f. 2.12. 1973, maki Jesper Rønn- ing Dalby, f. 1975. Börn þeirra eru Sif, f. 2004, Lív, f. 2006, og Nanna, f. 2012. 3) Bjarni Gauk- ur, f. 18.5. 1975, maki Elísabet Jónsdóttir, f. 1975. Börn þeirra eru Bríet, f. 2003, Þór Óli, f. 2006, og Olga Elísa, f. 2012. Olga var mjög námfús og nýtti sér vel það stutta nám sem hún hafði kost á að stunda en einnig sótti hún í gegnum árin margs konar námskeið, m.a. í Myndlista- og handíðaskól- anum. Olga og Sigurður bjuggu sín fyrstu búskaparár á Höfn í Hornafirði en bjuggu einnig okkur misseri í Reykjavík á meðan Sigurður stundaði þar nám í rafvirkjun og tæknifræði. Á þeim árum starfaði Olga hjá Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga á Höfn og einnig í Brauðbæ og Heildverslun Ásbjörns Ólafs- sonar í Reykjavík. Árið 1970 fluttu þau til Árósa í Danmörku þar sem Sigurður stundaði nám í rafmagnstæknifræði um þriggja ára skeið. Á meðan sá Olga um að afla heimilinu tekna með vinnu við þrif og í text- ílverksmiðju. Þau fluttu aftur heim til Íslands í desember 1973 og bjuggu fyrst í Reykjavík og síðar í Holtsbúð 61 í Garðabæ þar sem þau byggðu sér ein- býlishús. Á þessum árum stóð Olga fyrir vinsælum lampa- skermanámskeiðum og í tengslum við þau stofnaði hún síðar verslunina Uppsetn- ingabúðina á Hverfisgötu. Árið 1978 fluttu þau hjón á Blönduós þar sem Sigurður tók við starfi umdæmisstjóra Rarik. Þar sett hún á laggirnar blómabúð sem hún rak um árabil. Þau Olga og Sigurður fluttu til Egilsstaða 1990 þar sem Sigurður varð umdæmisstjóri Rarik á Austur- landi. Á árinu 1995 keyptu þau hjónin eitt elsta húsið á Egils- stöðum, svokallað Nielsenshús, gerðu það upp og hófu þar rekstur veitingahússins Café Nielsen. Eftir um áratug seldu þau kaffihúsið, festu kaup á öðru húsi á Egilsstöðum og opn- uðu þar gistihús, Gistihús Olgu, sem þau ráku til ársins 2013 er þau fluttu til Reykjavíkur. Sam- hliða rekstri gistihússins stund- uðu þau skógrækt á Eyrarteigi í Skriðdal. Olga tók virkan þátt í fé- lagsstarfi, bæði á Blönduósi og Egilsstöðum, m.a. í JC- hreyfingunni, kórastarfi og starfi hóps áhugakvenna um vefnað á Blönduósi. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur bjuggu þau í Mörk- inni á Suðurlandsbraut. Síðasta árið dvaldi Olga á hjúkrunar- heimilinu Hömrum í Mos- fellsbæ. Útför Olgu Ólu fer fram frá Háteigskirkju í dag, 2. júní 2021, klukkan 15. Í minningunni var Olga mág- kona okkar einstök manneskja. Hún var stórhuga og fór ekki troðnar slóðir. Það þóttu nokkur tíðindi þeg- ar Siggi bróðir kom heim eftir skólavist á Laugum og sagðist eiga kærustu frá Djúpavogi. Við vissum að hann hefði vandað val- ið og væntingar okkar rættust. Okkur er minnisstætt þegar Olga kom í Vallanes og daginn eftir, á fertugsafmæli mömmu, setti kærustuparið upp trúlofun- arhringana. Þá var kátt í höll- inni. Eflaust höfðu einhverjir áhyggjur af hvernig tengdadótt- urinni litist á heimilisbraginn. Það var ástæðulaust því Olga átti einmitt heima í þessum fé- lagsskap. Sjálf ólst hún upp við svipaðar aðstæður þar sem fólk þurfti snemma að læra að bjarga sér og að hafa fyrir hlutunum. Fljótlega fóru þau Siggi að búa á Höfn og stofna fjölskyldu ung að árum. Fjölskyldan stækkaði og bera börnin foreldr- um sínum gott vitni um að hafa fengið notadrjúgt veganesti að heiman. Voru þau stolt af börn- um sínum og fjölskyldum þeirra og máttu vera það. Þegar við hugsum til baka átt- um við okkur betur á hversu já- kvæður áhrifavaldur Olga var í fjölskyldunni sem við erum öll þakklát fyrir. Leiðsögn hennar og sannfæringarkraftur varð til þess að auðvelt var að hrífast með henni. Þá gilti einu hvort það voru leiðbeiningar um að brjóta saman borðtusku eða undirbúningur stórfram- kvæmda. Það var aldrei lognmolla í kringum mágkonu okkar og dugnaður hennar og áræðni aðdáunarverð, sem kom sér sér- staklega vel á meðan Siggi var í námi. Minnisvarðar um fram- takssemi Olgu eru margir, m.a. endurbygging Cafe Nielsen og Gistihús Olgu. Eftirtektarvert var hvað þau Siggi voru samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Heimili Olgu og Sigga bar vitni um dugnað þeirra og smekkvísi. Þau voru höfðingjar heim að sækja og gestrisni þeirra við brugðið og ætíð var gleðin þá við völd. Alls þessa nut- um við systkinin og makar í rík- um mæli. Svo var alltaf eitthvað notalegt við þær stundir þegar þau hjón léku saman, Siggi á nikkuna og Olga gítarinn og hún söng uppáhaldslögin sín. Oft var kátt á hjalla þegar stórfjölskylda okkar kom saman og létu þau hjón ekki sitt eftir liggja til að gera þær samkomur skemmti- legar og eftirminnilegar. Það var mikið áfall fyrir mág- konu okkar að missa Sigga sinn sem hún treysti ávallt á. Það var henni sjálfsagt þungbært að geta ekki búið ein og haldið reisn sinni og sjálfstæði sem var svo ríkt í fari hennar. Við systkinin höfum alla tíð verið stolt af mágkonu okkar og erum þakklát fyrir að hafa átt þessa kjarnakonu sem vinkonu og fyrirmynd. Við biðjum Eymundi, Hönnu Birnu, Bjarna Gauki og fjöl- skyldum þeirra guðsblessunar og megi góðar og fallegar minn- ingar verða þeim huggun í sorg- inni. Anna Margrét, Agnes, Eygló, Albert, Ragnar Hilmar, Brynjar, Benedikt Þór, Halldóra og Óðinn. Hún Olga frænka verður bor- in til grafar í dag. Þrátt fyrir að vita vel hvert leið okkar liggur kemur það alltaf flatt upp á mann þegar fólki sem hefur varla á sinni lífsleið slegið feilp- úst er kippt frá okkur fullt af krafti og lífsorku. Hún Olga frænka, eins og við kölluðum hana ávallt systkinin frá Hátúni á Djúpavogi, var okkur meira en frænka. Hún varði töluverðu af sínum yngri árum í Hátúni þar sem hún hjálpaði við heimilis- haldið og dekraði við okkur börnin. Mín fyrsta minning af Olgu er í Hátúni, þar sem hún er með hvíta svuntu á ferð um hús- ið, að hjálpa mömmu með heim- ilishaldið og sinna okkur krökk- unum. Það geislaði af henni gleðin sem smitaði inn á heim- ilið, sem í minningunni var bland af væntumþykju og umhyggju fyrir okkur öllum. Olga sinnti okkur vel, tók að sér ýmis mál svo sem að halda mér undir skírn í fermingarathöfninni sinni. Minningin um hana er okkur systkinunum frá Hátúni afar kær. Þegar leiðir skildi og hún hitti sinn lífsförunaut Sigurð Ey- mundsson, sem lést árið 2016, hélst þó sambandið milli okkar alla tíð, samband sem byggðist á vináttu og virðingu. Olga var ótrúlega dugleg og fjölhæf manneskja. Ég man ekki eftir henni öðruvísi en vinnandi. Hún var hugmyndarík, listræn og af- ar dugleg. Það vafðist ekkert fyrir henni og hún velti sér ekki upp úr hlutunum heldur hjólaði í verkin af krafti. Sama hvort það var að reka skermabúð á Hverf- isgötu, þar sem hún saumaði nánast alla skerma sjálf, blóma- búð á Blönduósi eða byggja upp eitt elsta hús á Egilsstöðum og reka þar kaffihús með mikilli reisn. Það var yndislegt að fylgjast með þeim hjónum Sigga og Olgu. Samband þeirra var náið og byggðist á vináttu og kærleika. Þau virkuðu á mann sem nýtrú- lofuð hvenær sem maður hitti á þau. Siggi var einstakt ljúf- menni, sem gott var að leita til með hvers kyns vandamál. Þeg- ar þau bjuggu í Reykjavík á ára- tugnum 1970-1980 stundaði ég nám í Vélskóla Íslands. Eitthvað gekk mér ekki vel að ná tengslum við eðlisfræðikennar- ann og hafði því miklar áhyggjur af prófum sem fram undan voru. Ég leitaði til Sigga um aðstoð og var það auðfengið. Þau voru á þessum tíma að byggja sér hús í Holtsbúð í Garðabæ. Til þess að launa hjálpina við eðlisfræðina aðstoðaði ég við að rífa móta- timbur utan af grunninum og hreinsa timbrið. Þetta gekk allt vel, mér gekk vel í prófinu og húsið reis í Holtsbúðinni. Elsku Olga takk fyrir allt, Guð blessi minningu þína. Kæra fjöl- skylda innilegar samúðarkveðj- ur. Ólafur Áki Ragnarsson. Olga Óla Bjarnadóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.