Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 23

Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Agnar Smári Jónsson átti stórleik fyrir Val þegar liðið heimsótti KA í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Leiknum lauk með 30:26-sigri KA en Agnar Smári skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Valsmenn byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Valsmenn náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 8:3 og 12:7, en Akureyringum tókst að laga stöðuna undir lok fyrri hálf- leiks og Valsmenn leiddu 15:12 í hálfleik. Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik- inn líkt og þann fyrri og voru komnir sjö mörkum yfir eftir sjö mínútna leik, 19:12. Valsmenn juku forskot sitt í níu mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 26:17, en Akureyr- ingum tókst að minnka forskot Vals- manna í fjögur mörk og þar við sat. „KA tókst að minnka muninn í þrjú mörk en dúndurskot frá Agnari Smára Jónssyni var lokamark leiks- ins og Valssigur, 30:26, staðreynd. Martin Nagy var lykillinn í að byggja upp forskot Vals í seinni hálf- leiknum en hann varði eins og vit- leysingur fyrri hluta hans,“ skrifaði Einar Sigtryggsson meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Markmenn Vals áttu báðir mjög góðan leik en Martin Nagy varði níu skot, þar af eitt vítakast, og Einar Baldvin Baldvinsson varði sex skot. Hjá KA átti Árni Bragi Eyjólfs- son stórleik og skoraði fimmtán mörk, þar af tvö af vítalínunni, en Nicolas Satchwell í marki KA varði sextán skot, þar af tvö vítaskot. Liðin mætast á nýjan leik hinn 4. júní en samanlögð úrslit tveggja leikja ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram í undanúrslit Íslands- mótsins. Dramatík í Garðabæ Ísak Gústafsson fór mikinn fyrir Selfoss þegar liðið heimsótti Stjörn- una í TM-höllina í Garðabæ. Ísak var markahæsti leikmaður Selfoss með sjö mörk en leiknum lauk með tveggja marka sigri Sel- fyssinga, 26:24. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Selfyssingar voru þó með yfirhöndina. Þeir náðu þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik eftir 23 mínútna leik, 9:6. Garðbæingum tókst að minnka muninn í eitt mark og var staðan 12:10, Selfossi í vil, í hálfleik. Selfyssingar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og náðu fjögurra marka forskoti eftir átta mínútna leik, 17:13. Selfyssingar leiddu með fjórum mörkum þegar fimmtán mín- útur voru til leiksloka en þá hrukku Garðbæingar í gang. „Stjarnan neitaði hinsvegar að gefast upp og með góðum kafla tókst heimamönnum að jafna í 24:24 þegar rúmar tvær mínútur voru til leiks- loka. Selfoss skoraði hinsvegar tvö síðustu mörkin og tryggði sér sætan sigur,“ skrifaði Jóhann Ingi Haf- þórsson m.a í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Hergeir Grímsson skoraði sex mörk fyrir Selfyssinga og Vilius Rasimas varði þrettán skot í marki Selfoss. Hafþór Már Vignisson var marka- hæstur Garðbæinga með níu mörk og Adam Thorstensen varði átta skot í markinu, þar af eitt vítaskot. Valur í kjörstöðu gegn KA - Úrslitin réðust á lokamínútunum hjá Stjörnunni og Selfossi í Garðabænum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Illviðráðanlegur Agnar Smári Jónsson skoraði níu mörk á Akureyri. Stórtíðindi bárust úr Njarðvík í gærkvöldi þegar Njarðvíkingar til- kynntu að landsliðsmaðurinn Hauk- ur Helgi Pálsson ætlaði að koma heim og leika með Njarðvík á næsta keppnistímabili í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjöl- skyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf,“ er m.a. haft eftir Hauki á heimasíðu UMFN. Lið Njarðvíkur styrkist gífurlega Morgunblaðið/Árni Sæberg Reyndur Haukur Helgi Pálsson í búningi Njarðvíkur árið 2017. Kría frá Seltjarnarnesi vann sér í gærkvöldi rétt til að leika í úrvals- deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Kría vann Víking 2:0 í umspili um laust sæti en annar leikur liðanna fór fram á Seltjarn- arnesi í gær. Kría vann 20:17 og vann fyrri leikinn í Fossvogi 32:25. Kría tapaði ekki leik þegar í úr- slitakeppnina var komið. Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu, tjáði blaðinu í gær að markmiðið fyrir tímabilið hefði verið að fara upp um deild og nú yrði fagnað en viðtal við hann er að finna á mbl.is. Kría í efstu deild í fyrsta sinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umspil Kristján Orri Jóhannsson skorar fyrir Kríu í gær. _ Carlo Ancelotti hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Real Madrid á Spáni og hefur því látið af störfum sem stjóri Everton á Englandi. Þetta staðfesti spænska félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Ancelotti, sem er 61 árs gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við spænska félagið en hann hefur stýrt Everton frá árinu 2019. Ancelotti þekkir vel til hjá spænska fé- laginu eftir að hafa stýrt Real Madrid frá 2013 til 2015 en hann gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2014. Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands, er leikmaður Everton, en fé- lagið hefur nú þegar hafið leit að nýj- um knattspyrnustjóra. _ Markvörðurinn Erla Rós Sigmars- dóttir hefur gert samkomulag við handknattleiksdeild ÍBV og mun hún leika með liðinu á næsta tímabili. Erla kom til Fram frá ÍBV árið 2018 en lék ekki á þessari leiktíð vegna barneigna. Hún er uppalin hjá ÍBV og snýr aftur heim. Erla á leiki með yngri landsliðum Íslands og þá hefur hún verið valin í A- landsliðið. _ Þórður Þórðarson mun láta af störfum sem þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í fótbolta í lok mánaðar. KSÍ greindi frá því í gær að Þórður og sam- bandið hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Þórður hefur stýrt liðinu frá árinu 2015 og stýrir æfingum liðs- ins á Selfossi síðar í mánuðinum, áður en hann lætur af störfum. _ Karlalið ÍR-PLS tryggði sér á mánu- dag Íslandsmeistaratitil karla í keilu er það lagði KFR-Stormsveitina í þriðju og síðustu viðureign liðanna um tit- ilinn. ÍR-PLS náði 28 stigum gegn 14. Meðalskor ÍR-PLS í viðureigninni var 221,4 en KFR-Stormsveitin var með 209,0. KFR-Valkyrjur unnu Íslandsmót kvenna hinn 12. maí. _ Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne þarf ekki á aðgerð að halda vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á laugardaginn var. De Bruyne fór meiddur af velli eftir samstuð við Antonio Rüdiger, varnarmann Chelsea, og var óttast að hann yrði ekki með á Evrópumótinu. Þrátt fyrir nefbrot og áverka á augnbotni verður De Bruyne klár í slaginn með Belgum sem eru með Dönum, Finnum og Rússum í riðli á mótinu. _ Naomi Osaka frá Japan hefur dreg- ið sig úr keppni á Opna franska meist- aramótinu í tennis í kjölfar þess að hún neitaði að ræða við blaðamenn meðan á mótinu stóð. „Sannleikurinn er sá að ég hef glímt við þunglyndi frá því Opna bandaríska meistaramótið fór fram árið 2018 og hefur það reynst mér mjög erfitt. Allir sem þekkja mig vita að ég er hlédræg og feimin. Ég verð alltaf mjög stressuð fyrir blaða- mannafundi og þegar ég þarf að tala fyrir framan fólk. Hefur það slæm áhrif á andlega heilsu,“ er haft eftir Osaka í yfirlýsingu í gær en Osaka var kjörin íþróttakona árs- ins í heiminum þegar Lau- reaus- verðlaunin voru afhent. Eitt ogannað KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Dominkykas Milka átti mjög góðan leik fyrir deildarmeistara Keflavík- ur þegar liðið fékk KR í heimsókn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Blue-höllina í Keflavík í gær. Milkas skoraði 26 stig og tók tólf fráköst en leiknum lauk með 89:81- sigri Keflavíkur í spennandi leik. Keflvíkingar byrjuðu leikinn bet- ur og leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 26:23. KR- ingar mættu ákveðnir til leiks í ann- an leikhluta og þeim tókst að minnka forskot Keflvíkinga í eitt stig. Staðan því 43:42, Keflavík í vil, í hálfleik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik- inn af krafti og komust sex stigum yfir, 56:50, eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Keflvíkingar svöruðu og var staðan 63:60 að þriðja leik- hluta loknum. KR-ingar leiddu 76:75 þegar fimm mínútur voru eft- ir af leiknum en Keflvíkingar náðu að snúa leiknum sér í vil. Staðan var 84:79, Keflavík í vil, þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka, en KR-ingum tókst að minnka forskot þeirra í þrjú stig. Brynjar Þór Björnsson var nálægt því að setja niður þriggja stiga körfu fyrir KR þegar 20 sekúndur voru til leiksloka en boltinn skopp- aði upp úr körfunni og eftir það var leikurinn svo gott sem búinn. Deane Williams skoraði 18 stig fyrir Keflavík og tók fjórtán fráköst og þá skoraði Hörður Axel Vil- hjálmsson 13 stig og gaf átta stoð- sendingar. Hjá KR-ingum var Tyler Sabin stigahæstur með 29 stig og níu fráköst, Brandon Nazione skor- aði 16 stig og Brynjar Þór Björns- son skoraði 14 stig. Liðin mætast í öðrum leik einvíg- isins 4. júní í DHL-höllinni í Vest- urbæ en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum. Í hinu undanúrslitaeinvíginu leiðir Stjarn- an 1:0 gegn Þór frá Þorlákshöfn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvenna Dominykas Milka skoraði 26 stig og tók tólf fráköst gegn KR. Mjótt á mun- um í Keflavík - Úrslitin réðust í fjórða leikhluta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.