Morgunblaðið - 02.06.2021, Síða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Diskótek nefnist sýning Arnfinns Amazeen sem opnuð
var um síðustu helgi, 29. maí, í Sverrissal Hafnarborgar.
Á veggjum blasa við verk sem við fyrstu sýn virðast vera
prent en þegar betur er gáð kemur í ljós að þetta eru
blýantsteikningar. Og svo þétt hefur verið skyggt með
mjúkum blýöntum að ljóst er að þetta hefur tekið Arn-
finn óratíma og krafist mikillar einbeitingar og þolin-
mæði. Myndefnið er forvitnilegt; Arnfinnur hefur stækk-
að upp og endurskapað gamlar dagblaðaauglýsingar
fyrir diskótek fyrri tíma og skemmtistaði á borð við
Broadway og Hollywood og fjarlægt texta og myndefni
úr þeim að hluta.
Arnfinnur er spurður hver pælingin sé að baki þessum
verkum. „Þetta byrjar með þessum myndum sem ég var
að safna upp úr gömlum dagblöðum frá því ég var
krakki, frá árunum rétt fyrir og eftir 1980. Þá voru heilar
síður af smáauglýsingum fyrir þessa staði, dansstaði og
bari og þess háttar, og þeir hétu þessum frábæru nöfn-
um: Evrópa, Broadway, Sesar, Hollywood, allt saman
mjög grand. Það var einhver stemning í þessu, þessu
tímabili þar sem þetta var grand og veruleikaflótti. Það
þurftu að vera flottir sófar, vínrautt og alvöru,“ segir
Arnfinnur kíminn. Þetta var á upphafsárum diskósins og
því mikið um auglýsingar fyrir ýmis diskótek.
Arnfinnur segir miklu meira hafa verið í auglýsing-
unum en það sem sjáist í verkum hans, í þeim er talað
um hlaðborð, hljómsveitir, erlendar dansmeyjar og auð-
vitað diskótek fram eftir nóttu. „Ég fjarlægi allt annað
en þessi grafísku element og orðið diskótek og þá verður
þetta eins og einhver endurómur,“ útskýrir Arnfinnur.
Nostrað við eitthvað sem lítil vinna var lögð í
– En hvers vegna þessi aðferð, blýantur á pappír?
„Ja, það er nú það. Mér fannst svolítið gaman að taka
þessa pínulitlu hluti úr blöðunum, þessar auglýsingar, og
eyða svona miklum tíma í þær, nostra við eitthvað sem
var augljóslega ekki lögð alltof mikil vinna í upphaflega.
Þetta er oft á tíðum grafík sem virðist vera fundin og
ekki í neinu sérstöku samhengi við það sem er verið að
auglýsa,“ segir Arnfinnur og bendir á teikningu af manni
sem virðist frekar tilheyra rakarakvartett en diskó-
menningu. Arnfinnur bendir líka á að hönnunin á auglýs-
ingunum minni meira á gjafakort en auglýsingar.
Listamaðurinn veltir þá fyrir sér hvernig þessar
gömlu auglýsingar og myndmál virka í samtímanum,
hvort þær spegla eitthvað á vorum tímum. „Ég hef alltaf
unnið mikið með hluti sem ég finn og þeir fara í gegnum
kerfið og ég reyni að sjá hvort það kemur einhver ný frá-
sögn,“ segir hann.
Á gólfi salarins má sjá nokkur pör af skóm, bæði á
karla og konur, með plastpokum ofan í. Hvað á það nú að
þýða? Eru þetta diskóskór? „Nei, þetta eru ekki diskó-
skór. Þetta er vísun í þegar ég var táningur og fannst svo
hallærislegt að ganga í gúmmístígvélum að ég setti frek-
ar plastpoka ofan í strigaskóna en að mæta í stígvélum í
skólann,“ svarar Arnfinnur sposkur. Þarna sé verið að
þrjóskast við að klæða sig eftir veðri eins og svo algengt
er hér á landi. Arnfinnur segist eiga eftir að stilla skón-
um upp þannig að þeir vísi í fólk á dansgólfi. Fyrir miðju
er svo keðja sem forláta diskóþrumuský á að hanga í
(blaðamaður ræddi við Arnfinn degi fyrir opnun og var
þá enn verið að ganga frá sýningunni). Skóverkið ber
heitið „Dans“, nema hvað.
Diskókúlan er sumsé orðin að óveðursskýi sem Arn-
finnur segir einhvers konar fyrirboða. Gott að vera í
vatnsheldum skóm þegar þrumuveður brestur á í
miðjum diskódansi eða í plastpokum ofan í skónum,
nánar tiltekið.
Morgunblaðið/Eggert
Á Diskóteki Arnfinnur Amazeen speglar sig í diskó-óveðursskýinu á sýningu sinni Diskóteki í Sverrissal Hafnarborgar.
Blýantsverk Mikil vinna liggur að baki verkum Arnfinns sem hann vann
með blýanti á stórar pappírsarkir. Hér má sjá tvö slík verk á sýningunni.
Óveðursský yfir diskóteki
- Arnfinnur Amazeen vann verk upp úr gömlum dagblaðaauglýsingum fyrir skemmtistaði sem nú
má sjá á sýningunni Diskótek í Hafnarborg - Hönnunin minnir oft meira á gjafakort en auglýsingar
Annað hefti TMM, Tímarits
Máls og menningar, fyrir
árið 2021 er komið út og að
þessu sinni fær skáldskapur
af ýmsu tagi drjúgan sess.
Það hefst á einlægri ósk
Kristínar Ómarsdóttur um
að vera gömul kona sem
smjattar á tungumálinu og
ber skartgripi sína hvorki
sem hengingarólar né
handjárn, eins og segir í inngangi
ritstjóranna Elínar Eddu Pálsdóttur
og Sigþrúðar Gunnarsdóttur.
„Við erum stoltar af því að fá að
birta verðlaunaljóð Þórdísar Helga-
dóttur, „Fasaskipti“, en auk þess
yrkja í heftið Sigríður Hagalín
Björnsdóttir, Fríða Ísberg, Díana
Sjöfn Jóhannsdóttir, Kari Ósk
Grétudóttir og Sigurjón Bergþór
Daðason. Áfram hljóma raddir
skálda af erlendum upp-
runa sem búsett eru hér á
landi, til viðbótar við hug-
vekju Ewu Marcinek birt-
ast hér sögur eftir Helen
Cova frá Venesúela og
Elenu Ilkova frá Makedón-
íu. Föðurhlutverkið er í
brennidepli í sögum Sig-
urlínar Bjarneyjar Gísla-
dóttur og Björns Halldórs-
sonar en Eyþór Gylfason fer með
okkur inn í apótek sumarið 1914
þegar blikur eru á lofti,“ skrifa þær
m.a. Af öðru efni má nefna að Rúnar
Helgi Vignisson „dembir lesendum“
á „bólakaf í samtímaumræðuna í
grein sinni um útilokunarmenningu
og hatursorðræðu á netinu og dreg-
ur þar upp flókna mynd af samspili
frjálsrar tjáningar og persónufrels-
is,“ eins og ritstjórar lýsa því.
Skáldskapur af ýmsu tagi í TMM
Ekki eru allir vinir vinir kínverskra yfirvalda, ef marka
má nýjustu fréttir af sérstökum þætti Friends, þ.e. Vina,
sem sýndur hefur verið víða um lönd og þá m.a. í Kína.
Svo virðist sem nokkrir vinir sem litu í heimsókn til Vina
hafi verið klipptir út í hinni kínversku útgáfu þáttarins,
m.a. þau Lady Gaga, Justin Bieber og strákasveitin BTS.
Enska dagblaðið The Guardian greinir frá þessu og
veltir fyrir sér hvað valdi. Eitthvað hljóti vinir Vinanna
að hafa gert þarlendum stjórnvöldum, til dæmis fjallað
um málefni LGBTQ-fólks eða látið annað flakka sem
ekki þótti birtingarhæft. Ritskoðun á borð við þessa er
býsna algeng í Kína og ekki vitað hver bar ábyrgð á þessum tilteknu breyt-
ingum. Einnig virðist mismikið hafa verið klippt úr þættinum eftir því á
hvaða stöð hann var sýndur.
Lady Gaga
Vinir Vina klipptir úr þætti í Kína
78%
landsmanna á degi
hverjum ...
... og rúmlega
92%
vikulega. *
Vissir þú að miðlar
Árvakurs ná til um
*
G
a
llu
p
Te
lm
a
r
4
Q
2
0
2
0
ÁRVAKUR