Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
TIMELESS FILMS CHINA LION TOLERA RT NMENT HUAYI TENCENT ENTERTAINMENT HB WINK ANIMATION A DAVID SILVERMAN FILM “EXTINCT" ADAM DEVINE RACHEL BLOOM ZAZIE BEETZ NG
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Washington post
austin chronicle
SILENCE IS NOT ENOUGH
EM I LY B L U N T
C I L L I A N MURPH Y
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
“EMMA STONE AND EMMA THOMPSON,
THE TWO ARE A DELIGHT BOTH APART
AND TOGETHER…”
“THE BIGGEST SURPRISE OF 2021…”
“IT JUST EXCEEDED ALL OF MY
EXPECTATIONS…”
Sýningar hefjast í dag á gaman-
myndinni Saumaklúbburinn í leik-
stjórn Göggu Jónsdóttur sem einn-
ig skrifaði handritið með Snjólaugu
Lúðvíksdóttur. Í myndinni segir af
vinkonum í saumaklúbbi sem
ákveða að skella sér yfir helgi í
sumarbústað einnar þeirra ásamt
samstarfskonu hennar. Ætlunin er
að hafa það huggulegt, slaka á og
borða góðan mat og drekka gott vín
en fljótlega fer að krauma undir og
gamlar syndir fljóta upp á yfirborð-
ið. Myndin er framleidd af Erni
Marinó Arnarsyni og Þorkeli Harð-
arsyni sem gerðu Síðustu veiðiferð-
ina og framleiddu Ömmu Hófí. Í
aðalhlutverkum eru leikkonurnar
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma
Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg
Eyjólfsdóttir, Arndís Egilsdóttir og
Helga Braga Jónsdóttir.
Hátíðarforsýning var haldin á
myndinni í síðustu viku og Laugar-
ásbíói og er myndin nú sýnd í því
bíói auk Smárabíós, Borgarbíós og
Háskólabíós.
Bústaðarferð Úr Saumaklúbbnum.
Saumaklúbburinn kominn í bíó
Stuttmyndin Kitchen By Measure/
Eldhús eftir máli eftir Atla Arn-
arsson og Sólrúnu Ylfu Ingimars-
dóttur fór með sigur af hólmi í
stuttmyndasamkeppni Stockfish,
Sprettfiskinum. Hátíðinni lauk um
nýliðna helgi og hlutu Atli og Sól-
rún verðlaunagrip og eina milljón
króna í úttekt hjá tækjaleigunni
Kukli. Dómnefndina skipuðu Mar-
ina Richter blaðamaður og kvik-
myndarýnir, Tinna Hrafnsdóttir
leikkona og leikstjóri og Grímur
Hákonarson handritshöfundur og
leikstjóri. Stuttmyndin Spaghetti/
Spagettí eftir Egil Gauta Sigur-
jónsson og Nikulás Tuma Hlynsson
hlaut staka viðurkenningu.
Sigur Atli Arnarsson, annar leikstjóri Eld-
húss eftir máli. Hinn er Sólrún Ylfa Ingi-
marsdóttir sem stödd var erlendis þegar
verðlaunin voru afhent á Stockfish.
Eldhús eftir máli hlaut Sprettfisk
Undirritaður hefur verið stofnana-
samningur vegna leikara og dans-
ara við Þjóðleikhúsið. „Í fyrsta
skipti í sögu stofnanaleikhúsa á
Íslandi hafa laun og réttindi dans-
ara verið jöfnuð á við laun og rétt-
indi leikara. Þetta er mikið og stórt
framfaraskref í átt til aukins jafn-
réttis og þar með hefur margra ára
baráttumáli Félags íslenskra leik-
ara og Leikarafélags Íslands nú
verið siglt í höfn með nýjum stjórn-
endum Þjóðleikhússins,“ segir í til-
kynningu frá Þjóðleikhúsinu.
Þar kemur fram að búið sé að
aðlaga samninginn nútíma-
starfsumhverfi, opnað sé „fyrir nýj-
ar vinnuaðferðir, aukinn sveigjan-
leika, aukið samstarf og frumkvæði
starfsfólks í húsinu“.
Samstarfsnefndin Arnmundur Ernst Back-
man Björnsson, Steinunn Þórhallsdóttir,
Hrafnhildur Theódórsdóttir, Bjarni Snæ-
björnsson, Birna Hafstein, Magnús Geir
Þórðarson og Tinna Lind Gunnarsdóttir. Á
myndina vantar Eddu Arnljótsdóttur.
Kjör dansara og leikara loks jöfn
Stefan Litt, sérfræðingur hjá Þjóðarbókasafninu í
Ísrael, sýnir handrit sem Franz Kafka skrifaði bæði á
þýsku (vinstra megin) og hebresku (hægra megin). Eft-
ir áralanga rannsókn og forvörslu á þeim handritum og
bókum sem safnið á eftir Kafka hafa þau loks verið
gerð aðgengileg almenningi með rafrænum hætti.
Meðal þess sem í safninu leynist eru handrit að bók-
um, ferðadagbækur, persónuleg bréf, skissubækur og
teikningar. Allt var þetta um árabil í vörslu Skjalasafns
Max Brod, en Brod gaf út fjölda verka Kafka að skáld-
inu látnu, þeirra á meðal eru Réttarhöldin, og skrifaði
fyrstu ævisöguna um Kafka.
AFP
Handrit Kafka komin á rafrænt form
Alls 90 milljónum króna var nýverið
úthlutað úr Barnamenningarsjóði
Íslands fyrir árið 2021 til 37 verk-
efna. Þetta var í þriðja sinn frá
stofnun sjóðsins 2018 sem veittir
voru styrkir til barnamenningar.
Alls bárust 113 umsóknir og var sótt
um rúmlega fjórfalda þá upphæð
sem sjóðurinn hafði til úthlutunar
eða rúmar 373 milljónir króna.
Hlutverk sjóðsins er að fjármagna
og styðja við fjölbreytta starfsemi á
sviði barnamenningar með áherslu á
sköpun, listir og virka þátttöku
barna í menningarlífi.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík hlaut hæsta styrkinn í ár,
alls sjö milljónir, fyrir verkefnið
Stelpur filma á landsbyggðinni.
Hönnunarmiðstöð Íslands fær sex
milljónir fyrir verkefnið Hönnun
fyrir alla og sömu upphæð fær
Reykjanesbær fyrir verkefnið Söfn
fyrir börn.
Listasafn Árnesinga fær 5,5 millj-
ónir fyrir verkefnið Smiðjuþræðir
úr safninu inn í sveitirnar. Auður
Þórhallsdóttir fær fimm milljónir
fyrir verkefnið Skúnaskrall; barna-
menningarhátíð Norðurlands vestra
og sömu upphæð fær Ásrún Magn-
úsdóttir fyrir verkefnið Litla systir.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir fær
4,5 milljónir fyrir verkefnið Krakka-
veldi kynnir BarnaBar!
90 milljónir til 37 verkefna 2021
Ásrún
Magnúsdóttir
Salvör Gullbrá
Þórarinsdóttir
Kór Neskirkju fagnar vori og batn-
andi tíð með tónleikum í Neskirkju
í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.
Flutt verða verk eftir J.S. Bach,
G.P. da Palestrina, Báru Gríms-
dóttur, Maurice Duruflé, Ola Gjeilo,
og Steingrím Þórhallsson, stjórn-
anda kórsins. Aðgangur er ókeypis.
Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson.
Vortónleikar Kórs
Neskirkju í kvöld