Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. www.kofaroghus.is - sími 553 1545 369.750 kr . Tilboðsverð 697.500 kr . Tilboðsverð 449.400 kr . Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar Afar einfalt er að reisa húsin okkar Uppsetning te kur aðeins ein n dag BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! TIL Á LAGER VANTAR ÞIGPLÁSS? Dregið var í gær um í hvaða röð ár- gangarnir 1975 til 2005 verða bólu- settir á höfuðborgarsvæðinu. Ár- gangarnir dreifast yfir næstu þrjár vikur eða til 25. júní og er gert ráð fyrir að hægt sé að bólusetja tíu ár- ganga í hverri viku. Röðina má sjá meðal annars á mbl.is. Yfir 100 þúsund Íslendingar telj- ast nú fullbólusettir gegn Covid-19 en um 187 þúsund hafa fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Mest hefur verið bólusett með Pfizer- bóluefninu. Sjö smit greindust innanlands í fyrradag og voru þau öll utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis er um að ræða smit innan eins hóps sem sé mjög afmarkaður. Smitaðir eru umsækjendur um alþjóðlega vernd sem búa á afmörkuðum stað á veg- um hins opinbera. Alls voru 1.720 skimaðir innanlands í fyrradag og 1.706 á landamærunum. Nýgengi innanlands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar er 10,6 og 2,7 á landamærunum. Niðurstaða úr bólusetningarlottói höfuðborgarsvæðisins er ljós Tíu ár- gangar í hverri viku Morgunblaðið/Eggert Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Ísland hefur gert nýjan fríverslunar- samning við Breta sem tekur til allra þátta viðskipta milli ríkjanna. Samn- ingurinn er afar umfangsmikill. Í honum má finna ákvæði á sviði hug- verkaréttinda, heilbrigðisreglna fyrir matvæli, tæknilegra reglugerða um ríkisstyrki, samkeppnismál og starfs- umhverfi fyrirtækja. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðar- samband við Bretland eftir útgöng- una úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vina- tengsl Íslands og Bretlands um ókomna tíð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra í til- kynningu. Stjórn- arandstaðan gagnrýndi Guð- laug Þór í gær fyrir samráðsleysi vegna málsins. Samningurinn er að miklu leyti unninn í samvinnu við EES-ríkin en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í september. Guðlaugur segir að það sé í mörg horn að líta í svona víðtækum fríverslunarsamningum. Hann bendir á að Bretar séu að semja við margar þjóðir á sama tíma og það auki flækjustig. Helsta áhrifa- þáttinn segir hann þó vera hve lang- an tíma það hefur tekið fyrir Bret- land og Evrópusambandið að ná saman. Með samningnum fær Ísland að- gang að breskum markaði, sem er af- ar mikilvægt í ljósi þess að Bretland er einn stærsti útflutningsmarkaður og næstmikilvægasta viðskiptaþjóð Íslendinga. Auk þess geymir samn- ingurinn skuldbindingar ríkjanna á sviði loftslagsmála, sjálfbærni og jafnréttismála en þetta er í fyrsta skipti sem jafnréttismál eru tekin inn sem þáttur í fríverslunarsamningi. Guðlaugur segir Ísland ekki hafa þurft að gefa neitt eftir í viðræðun- um. „Í fríverslunarsamningi sem þessum eru bara sigurvegarar,“ bæt- ir hann við. Samningur Íslands og Bretlands staðfestur - Nýr fríverslunarsamningur - Samráðsleysi var gagnrýnt Guðlaugur Þór Þórðarson Maðurinn sem lést í slysi sl. sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyj- ólfur Tryggvason og var fæddur ár- ið 1972, til heim- ilis í Sigtúni á Patreksfirði. Sveinn Eyjólfur lætur eftir sig eiginkonu og sjö börn. Fram kemur í tilkynningu lög- reglunnar á Vestfjörðum að rann- sókn á tildrögum slyssins miði vel. Vinir Sveins Eyjólfs og eiginkonu hans, Margrétar Brynjólfsdóttur, efna til söfnunar til að styðja fjöl- skylduna á þessum erfiðu tímum. Reikningur söfnunarinnar er á nafni Margrétar, nr. 0123-15- 030020, kt. 190670-5039. Lést í slysi í Patreksfirði Sveinn Eyjólfur Tryggvason Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það er ákaflega dapurt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, að horfa upp á þessa stöðu sem hefur byggst upp í kringum þetta ágæta fyrirtæki [Samherja]. Ég sagði það strax þeg- ar þetta mál hófst að forsvarsmenn þess yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og greina þessa stöðu og gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tek- ist enn þann dag í dag.“ Þetta segir Kristján Þór Júl- íusson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, um þjóðfélagsumræð- una sem skapast hefur í kringum Samherja í viðtali sem birt er í sjáv- arútvegsblaðinu 200 mílum sem fylgir Morg- unblaðinu í dag. Um þá gagn- rýni sem hann hefur sjálfur orð- ið fyrir í tengslum við mál útgerðarinnar segir Kristján: „Ég hef í þessari umræðu verið samsamaður við- brögðum fyrirtækisins við þessu máli. Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki, en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint.“ Þá segir ráðherrann vont að um- ræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á tiltrú til sjávarútvegs- ins í heild sinni. Mál Samherja smiti út frá sér - Kristján Þór segir stöðuna dapra Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.