Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 6
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Um eitt bretti af bjór selst í net- verslun Sante Wines SAS á dag að sögn Arnars Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra og eiganda versl- unarinnar. Um sextíu kassar af bjór eru á einu bretti. Salan í gegnum net- verslunina nemur milljónum króna á degi hverjum, en einnig kaupir fólk léttvín og gin í vefversluninni. „Al- gengt er að fólk kaupi sér gæðavín og bjór með,“ segir Arnar í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður segir hann að bjórinn sé sú vara sem langmest seljist af í netversluninni. Gengið vonum framar Á dögunum barst nýr fjörutíu feta gámur fullur af Peroni-bjór sem seldur verður í gegnum netversl- unina, sem nú hefur verið starfrækt í um einn mánuð. „Þetta hefur geng- ið vonum framar,“ segir Arnar. „Ég hafði samband við Hagstofuna sem hefur mælt áfengisneyslu Íslend- inga byggt á sölutölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR. Það er býsna ónákvæmur mæli- kvarði því inni í tölurnar vantar alla sölu áfengis í Leifsstöð, alla sölu víns á veitingahúsum og allan inn- flutning einstaklinga og lögaðila til eigin nota.“ Arnar bendir á að allar tölur sem landlæknisembættið birtir séu því augljóslega rangar. „Við bentum Hagstofunni á að þeir gætu tekið með í útreikninga sína að hjá okkur færðu í raun fjórðu kippuna fría ef þú kaupir þrjár kippur af bjór. Það hlýtur að muna um það, til dæmis við útreikning vísitölu neysluverðs. Það er býsna mikið hagsmunamál fyrir neytendur ef þetta hefur áhrif til lækkunar á vísitölunni. Þetta er milljarðaspursmál. Menn ættu ekki að nálgast það af léttúð.“ Ekki refsa allri þjóðinni Um einokunarverslun með áfengi, eins og er stunduð á Íslandi í gegn- um ÁTVR, segir Arnar að hann trúi því að slík hóprefsing sé ekki lækn- ing, eins og hann orðar það. „Með því að refsa allri þjóðinni með úrelt- um verslunarháttum og óþarfa kostnaði læknarðu ekki fólk af áfengissýki.“ Arnar segir að þögn Samkeppn- iseftirlitsins og Neytendasamtak- anna í málinu sé ærandi. ÁTVR undirbýr nú lögbanns- kröfu, málshöfðun og lögreglukæru á hendur netverslunum með áfengi til neytenda. Í tilkynningu fyrir- tækisins í maí segir að þeirri starf- semi sé beint gegn lögbundnum einkarétti ÁTVR á smásölu áfengis, sem sé grunnstoð áfengisstefnu stjórnvalda með lýðheilsu að meg- inmarkmiði og grunnforsenda fyrir rekstri fyrirtækisins að auki. Spurður fregna af kröfu ÁTVR segist Arnar ekkert hafa heyrt meira af þeirri kæru. Það hljóti að vera ákveðið flækjustig að fara fram á lögbann í öðrum löndum. Net- verslun Santewines SAS er með heimilisfesti í Frakklandi þó svo að áfengið sé afhent frá lager fyrir- tækisins úti á Granda. Fjölga tegundum Spurður um næstu vikur og mán- uði í netversluninni segir Arnar að stefnt sé að því að fjölga bæði teg- undum bjórs og léttvíns í netversl- uninni. Fyrirtækið sé minna í sterk- um drykkjum, en selji þó hið íslenska Ólafsson-gin. „Það er um 700 krónum ódýrara hjá okkur en í ríkinu.“ Víninnflutningsfyrirtæki Arnars hefur aldrei selt vín í vínbúðunum. „Við rekum samfélagslega ábyrga stefnu og verslum ekki við einok- unarfyrirtæki.“ Spurður um veltu fyrirtækisins á þessu ári segir Arnar að hún verði vel á annan milljarð. Starfsmenn eru fjórir. Selur bretti af bjór á dag á netinu - Um sextíu kassar af bjór eru á einu bretti - 40 feta gámur barst af Peroni-bjór - Fjórða kippan frí - Gæti lækkað vísitölu neysluverðs - Miklir hagsmunir - Hóprefsing sé ekki lækning Morgunblaðið/Eggert Kassar Arnar Sigurðsson hjá Santé kaupir Peroni-bjór beint frá útlöndum og selur í netverslun sinni. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Hildur Stjórnmál Sverris skipta máli dóttir 3.– 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Stjórnmál eiga að standa vörð um frelsi fólks og láta yfirvegun og heildar- hagsmuni ráða ferðinni“ Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Sjómannadagurinn er á morgun, sunnudag. Lítið verður um stór há- tíðarhöld á höfuðborgarsvæðinu vegna samkomutakmarkana. Mikið er þó um dagskrá á landsbyggðinni. Í Vestmannaeyjum hófst dagskrá á fimmtudaginn og hélt áfram í gær með kynningu á sjómannabjórnum 2021 auk ljósmyndasýningar Bjarna Sigurðssonar: 1000 andlit Heima- eyjar. Í dag hefst dagskrá á dorg- veiðikeppni á Nausthamarsbryggju, þar á eftir verður sjómannafjör á Vigtartorgi en þar verður kapp- róður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, sjómannaþraut og Grímur kokkur með humarsúpu. Á sjómannadaginn sjálfan verða svo fánar dregnir að húni og afhjúpun á minnisvarða um þá sem fórust í Pelagus-slysinu. Klukkan 13 hefst svo sjómanna- messan í Landakirkju. Séra Guð- mundur Örn predikar og þjónar fyr- ir altari. Eftir messuna verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra en þar mun Lúðrasveit Vestmannaeyja leika nokkur lög undir stjórn Jarls Sig- urgeirssonar. Í kjölfarið hefst svo hátíðardagskrá á Stakkó. Í Bolungarvík er dagskrá alla helgina. Í gær var dorgveiðikeppni á Brimbrjótnum og í dag er ýmist hægt að skella sér í sund í sundlaug Bolungarvíkur eða fagna þriggja ára afmæli Víkurskálans. Leikhópurinn Lotta sýnir Pínulitlu gulu hænuna og lýkur deginum á djammi í Ein- arshúsi. Á sjómannadaginn hefst hópganga frá Brimbrjótnum að Hólskirkju og hátíðarguðsþjónustan þar hefst strax í kjölfarið. Á Austurlandi má einna helst nefna dagskrá Neskaupstaðar. Dag- skrá dagsins í dag hefst með kapp- róðri á hádegi. Hoppukastalar verða á bryggju neðan við kirkjuna og DJ Magic Maiken frá Danmörku í Beituskúrnum í kvöld. Samtímis verður gigg í lystigarðinum en Hlyn- ur Ben treður þar upp. Á morgun hefst svo sjómannadagurinn sjálfur með sjómannadagsmóti GN og Gjögurs á Norðfjarðarvelli, skip og bátar draga íslenska fánann að húni og bæjarbúar eru hvattir til að flagga sem víðast. Á Ólafsfirði fyrir norðan er kapp- róður og keppt um Alfreðsstöngina, grip sem fyrst var gefinn 1955 og margur sómadrengurinn hefur hampað. Knattspyrnuleikur milli sjómanna og landmanna verður á laugardag og um kvöldið brekku- söngur við Tjarnarbók. Á sjó- mannadag er skrúðganga að Ólafs- fjarðarkirkju. Hátíðarmessa og sjómenn verða heiðraðir. Fjöl- skylduskemmtun og árshátíð sjó- manna um kvöldið. Allt er þó minna í sniðum í ár vegna sóttvarnareglna. Sjómannadegin- um víða fagnað - Mikið um hátíðarhöld á landsbyggðinni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Spariklæddur Jökull ÞH 299 kom til hafnar á Húsavík síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.