Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Viðreisn var sögð stofnuð sem val-kostur fyrir hægrimenn sem
vildu villast inn í Evrópusambandið.
Það var út af fyrir sig sérkennilegt.
Enn sérkennilegra hefur þó verið að
fylgjast með þessum flokki, bæði á
þingi og í borg-
arstjórn, þar sem
hann hefur reynt að
renna saman við
Samfylkingu og iðu-
lega Pírata líka. Í
Reykjavík sést eng-
inn munur á þessum
þremur flokkum.
Þeir stíga sömu feil-
sporin í þéttum takti
og eru komnir vel á
veg með að setja
höfuðborgina á höf-
uðið. Eitt af því
undarlega sem þeir
standa fyrir er að ganga hart fram í
að ýta Reykjavíkurflugvelli út úr
Reykjavík. Nýjasta æfingin í því sam-
bandi er að flækjast fyrir því að
Landhelgisgæslan geti haft aðstöðu
fyrir þyrlur sínar og flugvélar.
- - -
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirdómsmálaráðherra hefur rétti-
lega brugðist við þessu með því að
benda á að endurbætur þoli ekki bið
og að hún muni óska eftir
framkvæmdaleyfi hjá borginni til að
bæta aðstöðuna, enda sé flugvöll-
urinn ekki á förum á næstu árum.
- - -
Við því bregst borgarfulltrúimeirihlutans í Reykjavík, Pa-
wel Bartozek, með hótfyndni um að
hann viti að nú sé prófkjörsvika hjá
ráðherranum, rétt eins og það hafi
eitthvað með þörf Gæslunnar á að-
stöðu að gera. Þá gefur hann í skyn
að Gæslan eigi að fara á Suðurnesin
eða í Hvassahraun!
- - -
Nú þarf Landhelgisgæslan aðhalda í vonina um að fá að
byggja upp á Reykjavíkurflugvelli.
Mikil ógæfa er að hún þurfi að vera
upp á furðuflokkinn Viðreisn komin
í því sambandi.
Á Gæslan sér
viðreisnar von?
STAKSTEINAR
Pawel Bartozek
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Íbúar á tveimur svæðum greiða í dag
atkvæði um sameiningu sveitar-
félaga. Annars vegar eru það fjögur
sveitarfélög í Austur-Húnavatns-
sýslu, Blönduósbær, Sveitarfélagið
Skagaströnd, Húnavatnshreppur og
Skagabyggð. Hins vegar eru það
Skútustaðahreppur (Mývatnssveit)
og Þingeyjarsveit í Suður-Þingeyj-
arsýslu.
Um 1.880 búa í sveitarfélögunum
fjórum í Austur-Húnavatnssýslu
sem lagt er til að sameinist. Kosið
verður á öllum stöðunum. Á Blöndu-
ósi og Skagaströnd stendur kjör-
fundur frá klukkan 10 til 22 en skem-
ur í Húnavatnshreppi og Skaga-
byggð. Talning atkvæða fer fram á
sömu stöðum og hefst eftir klukkan
22. Úrslit verða birt í hverju sveitar-
félagi og á vef sameiningarnefndar,
hunvetningur.is. Þess má geta að
Blönduósbær býður íbúum upp á
akstur á kjörstað.
Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútu-
staðahreppi eru samtals liðlega
1.300. Kjörfundir eru í Skjólbrekku
og Ljósvetningabúð frá klukkan 10
til 22. Talning hefst strax að loknum
kjörfundi. Búist er við að talning taki
langan tíma en þegar úrslit liggja
fyrir verður bein útsening á Face-
book og heimasíðum sveitarfélag-
anna. helgi@mbl.is
Atkvæði greidd á tveimur svæðum
- Kemur í ljós í kvöld hvort sveitar-
félögum fækkar um fjögur á næsta ári
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skagaströnd Íbúar nokkurra sveit-
arfélaga greiða atkvæði í dag.
þeirra, sem er kominn til ára sinna,
verði endurnýjaður samhliða fram-
kvæmdinni. Gangbrautarljósin og
umferðarljósin á gatnamótum Geirs-
götu/Lækjargötu/Kalkofnsvegar
verða samstillt. Undirbúningur
vegna endurnýjunar ljósanna og
vegna gerðar nýrrar ljósastýrðrar
gönguþverunar hefur verið unninn í
samstarfi við Vegagerðina, sem er
veghaldari Geirsgötu, segir í grein-
argerðinni.
Gönguþverunin á móts við Reykja-
stræti var samþykkt með atkvæðum
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulags- og samgönguráð Reykja-
víkur samþykki á síðasta fundi sínum
að gönguþverun yfir Geirsgötu, móts
við Reykjastræti, verði stjórnað með
umferðarljósum.
Fram kemur í greinargerð deild-
arstjóra samgangna hjá Reykjavík-
urborg að í tengslum við uppbygg-
ingu Austurhafnar hafi skrifstofa
samgöngustjóra og borgarhönnunar
unnið að frágangi svæðisins í sam-
starfi við skrifstofu framkvæmda og
viðhalds. Reykjastræti er samkvæmt
skipulagi göngugata/stofnstígur sem
liggur milli Hafnarstrætis og Hörpu.
Þegar Reykjastræti verður opnað
megi búast við töluverðri umferð
gangandi vegfarenda yfir götuna.
„Með hliðsjón af fjölda gangandi veg-
farenda, fjölda akreina á Geirsgötu
og því að umferð bíla er einnig mikil
er æskilegt út frá sjónarmiðum
umferðaröryggis að umferðarljós
séu á gönguþveruninni,“ segir þar.
Á Geirsgötu eru þegar tvær ljósa-
stýrðar gönguþveranir. Önnur er á
móts við Hafnarhúsið og hin á móts
við Tollhúsið. Umferðarljósin við
Tollhúsið hafa ekki verið í notkun að
undanförnu vegna framkvæmda.
Gert er ráð fyrir að ljósabúnaður
meirihlutaflokkanna í ráðinu en
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Þeir bókuðu að ljósastýringar við
Geirsgötu væru í molum og yllu mikl-
um óþarfa töfum á umferð. „Umferð-
arljós eru illa stillt og er umferð á
rauðu ljósi ítrekað að óþörfu. Mik-
ilvægt er að gera úrbætur í þessum
efnum áður en enn einum ljósum
verði bætt við með tilheyrandi óþarfa
töfum á umferð, mengun, óþæg-
indum og minnkandi öryggi fyrir
óvarða vegfarendur.“
Þriðju gönguljósin verða
sett upp á Geirsgötunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjastræti Ný göngugata/stofnstígur sem liggur eftir Hafnartorgi og
Austurhöfn, milli Hafnarstrætis og Hörpu. Strætið þverar Geirsgötuna.
Í Dubai
finnurðu allt
það glæsilegasta og stærsta í heiminum á
ótrúlega mörgum sviðum enda ráðamenn
þar ákveðnirí því að gera staðinn að mesta
áfangastað í heimi.
Dubai er eitt af sjö borgríkjum sem mynda
Sameinuðu Arabísku furstadæmin og er stað-
sett í miðausturlöndum við Arabíuskagann.
Dubai sem eitt sinn var lítið fiskimannaþorp
er í dag alþjóðleg borg þar sem um 200
þjóðerni búa og þar finnst flest allt sem hug-
urinn girnist. Ótrúlega stórar og fjölbreyttar
verslanamiðstöðvar sem ekki eiga sinn líka,
hæsta bygging í heimi sem er Burj Khalifa
skýjaklúfurinn, veitingastaðir, skemmtistaðir,
skoðunarferðir, fagrar hvítar strendur, gullnar
eyðimerkur og gríðarlega mikil afþreying
af ýmsum toga fyrir alla
aldurshópa.
Síðumúli 29, 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Dubai
Innifalið:
Flug með sköttum,
gjöldum, tösku og
handfarangri.
Hótel 4* í 2 nætur í Riga
með morgunmat.
Hótel 5* í Dubai í 12
nætur með morgunmat.
Einn Gala kvöldverður
í Dubai.
Íslensk fararstjórn.
308.500
á mann fyrir 2 fullorðna
og 2 börn 2-11 ára
356.800
á mann í 2ja manna
herbergi
Takmarkaður
fjöldi sæta
í boði
21. desember
til 4. janúar
Töfrar Arabíu bíða þín
Jól og áramót
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/